Færsluflokkur: Bloggar
15.4.2008 | 16:00
Hilmar bróðir minn á stórafmæli í dag!
Hann Hilmar elsti bróðir minn, frumburðurinn hennar móður minnar. Fæddist á "Föstudeginum langa" á Landspítalanum þann 15. apríl 1938. - Yndislegasti sonur sem ég þekki, yndislegasti bróðir sem ég þekki.
- Hilmar sem var orðinn svo sterkur, aðeins 15. ára gamall, að jafnhenti sjálfa "Húsafellshelluna" þá víðfrægu steinhellu, sem menn hafa frá örófi alda keppst við að reyna að lyfta en sjaldnast getað. Þessa hellu jafnhenti hinn 15 ára, Hilmar, eins og hann væri að handleika fiðurpoka.
- Hilmar sem 12 ára tók stóra nautið í fjósi afa og ömmu, sem þurftu að losna við nautið, sem var orðið þeim stórhættulegt, en enginn hafði burði til að bera, að geta slátrað nautinu, þar sem pabbi var þá úti við Grænland á Eldborginni í 6 mánaða útiveru við að kenna Grænlendingum að veiða.
- Þá varð Hilmar rétt 12 ára gamall, að redda málunum fyrir gömlu hjónin, hann tók því nautið, skaut það, hengdi það upp á gálga, fláði það, og gerði að kjötinu, og gekk frá því eins og alvanur kjötiðnaðarmaður væri að verki.
- Hilmar sem 15 ára byrjaði til sjós og fór þaðan í Stýrimannaskólann, þar tók hann fyrst fiskimanninn, síðan farmanninn, og útskrifaðist þaðan með hæstu einkunn sem þá hafði verið tekin.
- Hilmar sem varð strax einn eftirsóttasti stýrimaður sem um getur, - því Hilmar var þessi aflakló sem allir kepptust um að fá á bátinn til sín. Enda var Hilmar alltaf á aflahæstu bátum Íslenska síldveiðiflotans.
- Elskulegi Hilmar bróðir minn, sem ég sendi kveðju í öllum óskalögum sjómanna, á Frívaktinni, þar til að hann skrifaði litlu systur, og bað hana, að skrifa sér bara, hann skildi alltaf skrifa Strympu sinni á móti, það væri miklu betra enn allar þessar "Ömmubænir" og "Við hliðið stend ég eftir ein" í Útvarpinu. Enda heyrði hann sjaldnast kveðjurnar. - Svo þætti honum mun skemmtilegra, ef hann fengi fleiri bréf frá "Strympu," eins og hann kallaði mig, með fréttum að heiman. - Svo ég, þá 7 - 8 ára skrifaði, og skrifaði í mörg ár, og alltaf svaraði hann bréfunum frá litlu systur, jafnvel þó hann væri búin að standa uppi í aðgerð, hátt á þriðja sólarhring, þá skrifaði hann samt, með sinni fallegu rithönd tveggja síðna bréf, til Strympu, áður enn hann lagðist í koju.
- Svoleiðis er Hilmar, þessi stóri, sterki, og mikli íþróttagarpur, þessi góði og glæsilegi, velbyggði Strympubróðir. - Og svoleiðis sigraði hann líka, alltaf, öll pokahlaup, eggjahlaup, klifur upp í mastur, stakkasund, björgunarsund, og allar aflraunir sem menn reyndu sig í, á Hátíðardegi Sjómanna á Akranesi hér áður fyrr.
- Hilmar sem m.a.s. vann 15 verðlaunapeninga, þegar hann tók þátt í unglingamóti Evrópskra ungmenna í Póllandi 1955, og þar á meðal, fullt af gullpeningum, m.a.s, fékk hann gullpening fyrir Stangarstökk, sem hann hafði ekki einu sinni prufað áður en hann fór út, hvað þá æft.
- Hilmar var og er líka, glæsimennið, aðalgæinn, sem allar stelpur á Skaganum voru heillaðar af. Og það var mjög vinsælt hjá ungum jafnt sem eldri stúlkum, að bjóða móður minni að passa Strympu, að taka mig með í bíltúr, osfrv. því þá sáu stúlkurnar færi á, að ná athygli Hilmars, og fá hann líka upp í bílinn, ef ég væri þar fyrir.
- En Hilmar notaði krók á móti bragði, og kenndi mér merkjamál, og ýmsar kúnstir, sem ég átti að leika, þegar hann gæfi mér bendingu. - Til dæmis, ef að hann nennti ekki, að rúnta lengur með þessari, þá átti ég að láta illa, og þá var afsökunin að hann þurfti að fara með mig heim. - Eða að ég átti að vera skemmtileg eins og hann, þegar hann vildi heilla dömuna. - Auk allra fimleikakúnstanna sem hann þjálfaði mig upp í og ég sýndi, þegar hann gaf mér merki. Það var flikk flakk afturábak og áfram, splitt og spígat, brú og handarhlaup, og margt fleira. - Ég held að þarna hafi fyrst reynt á leikhæfileika mína.
- Hilmar sem m.a.s. tók litlu Strympu með sér á völlinn. - Eitt sinn þegar ÍA og KR voru að keppa, og leikurinn stóð sem hæst, - spennan í hámarki,- man ég eftir mínum fyrsta ofleik. - Ég öskraði á dómarann eins og ég ætti lífið að leysa, át upp sömu orð og félagar Hilmars í stúkunni, notuðu. - Og öskraði þau hástöfum - Það lá við, að leikurinn stoppaði, - svo mjög, var öllum brugðið. - Og Hilmari mest. - Þá fékk ég mína fyrstu og einu ákúru frá stóra bróður mínum. - Aldrei að kasta ókvæðisorðum að neinum, hvorki dómaranum né leikmönnum. Aldrei.
Hilmar er líka afburða sagnamaður. Og það eru ófáar stundirnar sem hann hefur haldið uppi fjörinu tímunum saman í góðra vina hópi, með sögum af skemmtilegum atvikum úr lífinu. Þar nýtir hann frásagnarsnilld sína til fullnustu.
- Og Hilmar þessi alltumlykjandi fjölskyldumaður, sem þrátt fyrir að vera búinn að berjast harðvítugum bardaga. við krabbann, og sigra. - Að minnsta kosti er algjört vopnahlé núna. - Allt með kyrrum kjörum, á þeim vígstöðvum. - Og hvað gerir Hilmar þá, - jú, hann hringir í litlu systir, og tilkynnir henni að nú sé kominn tími á, að taka vetrardekkinn undan bílnum mínum og setja sumardekkinn undir. Eins og hann hefði gleymt, hvað tímanum liði og vildi núna hespa þessu af.
Enda lét hann alltaf eins og hann tæki ekki eftir neinu óeðlilegu, þegar hann kom heim af sjónum, í gamla daga. - Iðulega áður en hann fór á sjó, tók hann til í fallega herberginu sínu, og gekk frá öllu, vildi hafa allt í röð og reglu. - Og þegar hann var búinn að loka allar "gersemarnar sínar", t.d.allar bækurnar um Basil fursta niðri í koffortinu sínu og allar segulbandsspólurnar með Elvis Presley, Nat King Cole, og hvað þeir hétu nú allir.......þegar hann var búin að loka allt niður í kistunni sinni og læsa henni með talnalás og brýna fyrir öllum yngri systkinum sínum að láta dótið hans í friði, meðan hann var útá sjó. Þá bað hann mig, um að passa upp á að eldri systkinin mín, reyndu ekki að opna lásinn.
Þar með var yngsta systirin, orðin umsjónarmaður með eigum stóra bróður. Og áður en Strympan sjálf vissi, var hún búin, að opna lásinn, með aðferð, sem maður sér núna að ræningjar nota, nema ég, notaði mín eigin eyru, - ekki hlustunarpípu,- til að hlusta á tikkið. - Þannig opnaði ég koffortið, til að fylgjast með hvort allt væri í orden þar, og stóðst þá ekki mátið, las allan Basil fursta, þetta síldarsumarið, og hlustaði aftur og aftur á allar spólurnar í græjunum hans, og naut lífsins. Enda varð ég fullorðin þetta sumar, varð 6 ára, og hafði ráðið mig í mína fyrstu vinnu.
Og þegar Hilmar kom heim í vertíðarlok, og opnaði koffortið, hrósaði hann mér alltaf fyrir hvað ég hefði passa koffortið hans vel. - Og alltaf varð ég jafn undrandi, á, að hann skildi ekkert fatta.
Hugsið ykkur heppnina, að eiga svona mikið gull af manni, fyrir bróður.
TIL HAMINGJU MEÐ DAGINN ELSKU HJARTANS HILMAR STÓRI BRÓÐIR MINN!
Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (21)
10.4.2008 | 16:16
Einusinni var Seðlabankinn lítil skúffa í skrifborði í Landsbankanum ...
Heldri maður sem fylgdist með mér renna augum yfir Morgunblaðið, sá mig staðnæmast við fréttina um nýjustu áhyggjur "Seðlabankamanna", hallaði sér að mér þegar hann sá hversu brugðið mér var, og spurði hvað mér þætti um þessa furðulegu frétt.
Ég sagði honum að ég undraðist alltaf jafnmikið óskammfeilni þeirra Seðlabankamanna gagnvart launafólki þessa lands.
Og að ég undraðist, þeirrar dæmalausu ósvífni Seðlabankamanna, sem ætluðu sér nú að reyna að lauma inn í vitund fólks, með svona yfirlýsingu. sagði ég: - Um leið og ég skellti aftur blaðinu. -
Þá sagði maðurinn: Einusinni var Seðlabankinn bara í einni skúffu í skrifborði í Landsbankanum og dugði vel til síns brúks. - Þá gerði Seðlabankinn meira gagn. - En núna, þegar Seðlabankinn er orðinn að "SVÖRTUM TURNI", er enginn skúffa lengur til, sem getur haldið utanum, þá "AUÐN" , sem þeir, sem þar hafa ráðið ríkjum undanfarið, skilja eftir sig. Þar er algjört "TÓM" í orði jafnt sem á borði.
Þeir hafa gjörsamlega klúðrað svo málum að það þarf að skipta þeim út hið snarasta, svo núverandi ríkisstjórn geti farið að taka til eftir þá: Lauk maðurinn máli sínu og kvaddi.
Akkúrat, hugsaði ég eftir að hafa kvatt manninn með virktum.
Þessi sem hefur bara 500.000.00 krónur í laun á mánuði, eða bara venjuleg verkamannalaun eins og hann sagði sjálfur. - Situr einmitt í stjórn Seðlabankans, við fótskör meistara síns, besta vinar og velgjörðarmanns.
Skildu þeir líka sitja saman í ritstjórn "PENINGAMÁLA" blaðs Seðlabankans, sem þessi dæmalausa frétt vitnar í.
Kjarasamningar fela í sér hættu á launaskriði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (23)
7.4.2008 | 16:11
Við borgum ekki , við borgum ekki,................
Mér verður æ oftar, hugsað til atburðanna, sem varð til þess, að Dario Fo skrifaði leikritið "Við borgum ekki, við borgum ekki"., sem ég lék í fyrir um 30 árum síðan, og vakti svo mikla lukku að við sýndum það hátt í tvöhundruð sinnum. - "Við borgum ekki, Við borgum ekki" skrifaði Dario Fo um raunverulega atburði, sem áttu sér stað á Ítalíu ,- þegar verð á matvörum og öðrum nauðsynjavörum rauk upp úr öllu valdi. - Verbólgan var himinhrópandi - Atvinnuleysi var í hámarki. - Og almenningur svalt. Þar sem fjölskyldur höfðu hvorki efni né aðstæður, til að lifa, af þeim launum, sem það hafði, yfir að ráða. Slík var dýrtíðin orðin. - Vörur hækkuðu dag frá degi, og jafnvel oft á dag. - Og algjört stjórnleysi, virtist ríkja, í eftirliti, með kaupsýslumönnum og öðrum gróðapungum.
- Þá tók fólk sig saman, og ákvað, að borga bara það, fyrir vörurnar, sem þeim þótti sanngjarnt, að borga. - Fyrsta daginn, var bæði lögreglan og herinn kallaður til,- til að hafa hemil á fólkinu. - Og fangelsi fylltust, af reiðu verkafólki, ráðsettum húsmæðrum, hjúkrunarfólki, gamalmennum, öryrkjum, og öðrum almenningi, sem hafði verið hlunnfarið. - Fólkið var reitt yfir græðgi valdhafa, og mótmælti því harðlega:, hvernig "valdhafar" og þeirra pótintátar, höfðu hlaðið undir sig og sína, jafnvel sölsað til sín auðlindir þjóðarinnar. - Þegar fólkið fann, að samstaða, var eina ráðið, til að kveða niður verðbólgudrauginn og verðhækkanirnar. - Þeysti það út á göturnar -. Og létu hendur standa fram úr ermum - Lögreglan, landherinn og sjóherinn, var kallað til, og átti að hafa hemil á fyrrnefndum skríl, með því að hóta handtöku, - En það hafði ekkert að segja.- Nú var nóg komið!. -
- Hótun um handtöku, dugði ekki til. - Fólkið hafði tekið völdin. Og hrópaði bara: Við borgum ekki , við borgum ekki. - Og nú tók við tími uppgjörs við auðvaldið. - Fólkið tók sér vörur, og greiddi fyrir þær, sanngjarnt verð, sem það ákvað sjálft. - Og það var ekkert saknæmt við það. - Enda hafði fólkið, ekki getu, til að lifa af, öðruvísi, en að nota þessa nýju "verslunaraðferð". - Þegar fólkið fór í kjörbúðina og til kaupmannsins á horninu, keypti það þær vörur sem þau þurftu, en létu sanngirnina "ráða verðinu," - ekki græðgi kaupahéðnana.
- Svo viti menn - Kaupmenn lækkuðu verðið. - Verðbólgan hjaðnaði hratt. - Þenslan hvarf - .
Ég heyrði í hádeginu flautusinfóníu atvinnubílstjóranna við Arnarhvol.
Og hugsaði: En ef við borgum ekki. - Ef ég færi núna í búðina, og setti í körfuna þær vörur sem vantar til heimilisins, en ég hef ekki efni á að kaupa, - og ákveð að borga fyrir vörurnar, það sem mér finnst sanngjarnt, eða t.d. ef ég borgaði, bara sama verð, og síðasta kvittun sem ég á, sýnir, að ég hafi borgað fyrir sömu vörur, fyrir ekki svo löngu. - Þá væri ég, komin með "dágott" tímakaup, fyrir ómakið við að líta inní þessari óheyrilega dýru verslun. - Og verslunin græddi aðeins minna, "en græddi samt" . - " Við borgum ekki, Við borgum ekki". Gekk upp hjá Ítölsku þjóðinni á ögurstundu. Því þá ekki hér. - Það er því "umhugsunarvert fordæmi".
Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (22)
7.4.2008 | 01:21
Þetta er nú eitthvað skrítið ....
Þarna er eitthvað ósagt, sem ætti að hafa verið sagt fyrir löngu. - Lýsið verður einskisvert hér eftir, þegar búið ar að taka aðal bætiefnin úr Lýsinu. Og nú ætla þeir að nota "tilbúið" glúkósamín. - í staðinn.
Hversu lengi hafa þeir selt okkur lýsi sem innihalda ekki þessi efni sem stendur á flöskunni.
Efnið sem sagt er að hafi haldið lífinu í Íslendingum frá örófi alda. Efnið sem er undirstaða greindar og gjörvileika Íslendinga. Og ferðamenn kaupa í dúsínum og grossum til að hafa með sér heim.
Efnin sem hafa byggt upp heilsu, hreysti, og gáfur landans. - Efnið sem sagt er um, að ef verðandi mæður, taki þetta efni, á meðgöngunni, munu þær eignast greindari börn en ella. - Og nú á að fjarlægja þessi efni úr lýsinu og nota gerfiefni í staðinn. HVERSVEGNA ?
Ef staðan er sú, að ekki megi, selja vöru með glúkósamín í, - í matvöruverslunum, heldur eingöngu í lyfjabúð, - ÞVÍ ER ÞÁ LÝSIÐ EKKI BARA SELT Í LYFJABÚÐ. - hversvegna á að taka þessi "lífrænu bætiefni" úr lýsinu, og setja í staðinn "gerfiefni" sem búið er til, á tilraunastofu, - eingöngu til að geta selt afurðina í matvöruverslun, undir heitinu Lýsi. - Lýsi er fitan úr þorskinum þegar hann er bræddur. - Ufsalýsi er úr ufsanum.- Og hákarlalýsi úr hákarli eða hvað? - Hvað er lýsi í dag?
- Því er lýsið ekki látið halda sínu gildi og selt bara í lyfjabúð ? - Þarna hlýtur eitthvað annað og meira að liggja að baki. - Getur verið að þarna spili "mengun" inn í. - Já, ég spyr hvort, það geti verið skýringin, - þar sem mengunin, er orðin svo mikil í umhverfinu, að þegar þorskalýsið er "soðið" til að taka burt, öll "eiturefnin" úr fiskinum, að þá þurfi að sjóða það við svo "hátt hitastig" að omega 3,6,og 9, og glúkósamín "eyðast" úr lýsinu. Er það skýringin?
SPYR SÁ SEM EKKI VEIT !!!
Lýsi fjarlægir efni úr vörum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (15)
6.4.2008 | 01:18
Bragð er að þá barnið finnur ...
Eitt finnst mér skrítið amma, sagði sjö ára ömmustelpan mín, þar sem hún sat og hafði verið að fylgjast með fréttum á báðum stöðvum. - Ég hafði tekið eftir þessum frétta áhuga barnsins, og heyrði nú á rödd hennar að eitthvað lá í loftinu. - Eitt finnst mér verulega skrítið amma, endurtók stelpan. - og hljómaði nú eins og henni væri gróflega misboðið. - Nú, hvað er það, sem þér finnst svona skrítið, ljúfan mín? - Sko, amma, - það er alltaf, verið að tala við mennina, allsstaðar, í sjónvarpinu, og útvarpinu, og blöðunum, þó að þeir skori ekki neitt, bæði í gær, og núna er bara talað við þá, og sýnt myndir af þeim í sjónvarpinu, þó að þeir hafi ekki unnið einn einasta leik, þá er samt talað við þá. - og bara þá. - Nújá, segir amma hissa
- En það er ekkert, talað við okkur, og samt skoraði ég fyrstu körfuna, á mótinu, og svo unnum við þrjá leiki af fjórum, og það er samt, ekkert talað við okkur, ekki einusinni mynd af okkur. - Finnst þér þetta ekkert skrítið amma mín? - Ég skil nú ekki alveg hvað þú átt við elskan mín. - Amma! segir ömmustelpa og gefur ekkert eftir: - Hvernig fyndist þér, amma, ef þú, værir að spila, í fyrsta skipti á körfuboltamóti, og þú mundir skora, fyrstu körfu mótsins, og allir mundu klappa fyrir þér, og svo mundir þú skora flest stigin og liðið þitt mundi vinna, þrjá leiki af fjórum, - og, það væri bara ekkert, talað við þig í sjónvarpinu, eða ykkur í liðinu. - Ég veit ekki segir amma ég .......
Bara talað við mennina, heldur sú stutta áfram og stynur þungan. - Sem hafa ekkert skorað, og ekkert unnið, bara tapað. -Ekkert svar - Ha, amma, þætti þér það ekkert skrítið? - Löng þögn -
Svo, eru þeir alltaf að tala um menn sem þeir þekkja ekki einusinni. - Nú, spyr amma; Þekkja ekki? - Já, vita ekkert hvað þeir heita, - hélt ömmustlepan áfram og var nú greinilega farið að þykja nóg um áhugaleysi ömmu á vinnu sjónvarpsfréttamanna. - Ha, hváði amma, vita þeir ekki hvað þeir heita? -
Nei, þeir kunna ekki einusinni að segja nafnið hans XYZ!, - Óh, hvað segirðu, það gengur náttúrulega ekki, svarar amma, og reynir að vera mjög alvarleg. - Mér finnst þetta, mjög óréttlátt, amma. sagði súlkan og var nú orðin heldur döpur - - Já, sagði amma og reyndi að finna rétt huggunarorð, fyrir litlu telpuna sína: Kannski kemur nú eitthvað, um mótið þitt í blöðunum. - Nei amma mín, þá væri það löngu komið. - Hehm, en kannski í helgarsportinu, reynir amma aftur, - Nei amma, ég er búin að horfa á fréttirnar alla vikuna og líka helgarsportið og það var bara talað við menn.
- Þá er nú ömmu nóg boðið: Veistu, telpa mín, ég er sammála þér, það ætti að gera miklu meira afþví, að segja frá svona mótum, og tala við krakkanna sem taka þátt, því það á að láta vita þegar krökkum gengur vel. - "Því þá langar fleirum að taka þátt og það er gaman": skýtur ömmustelpa inní.
- Já, einmitt, - og þetta mót, er einmitt ætlað, til að hvetja öll börn til að taka þátt í íþróttum, þessvegna er lagt kapp á að allir spili, að öll börn fái að reyna sig, ekki bara fáeinir útvaldir. Því þannig eiga öll barnamót að vera. - Já, amma það finnst mér einmitt líka, - og er nú heldur farin að léttast á henni brúnin.
Og amma, mér finnst líka, að það ætti bara að vera "sér íþróttaþáttur" fyrir okkur, krakkanna. - Já, það er góð hugmynd!, segir amma hrifin, - það væri sniðugt að gera. - Já, sagði ömmustelpa ánægð með jákvæðar undirtektir ömmu:
Til dæmis á undan Stundinni okkar eða á eftir, og líka teiknimyndunum. "það væri hægt að hafa krakkaíþróttaþátt á hverjum degi alveg eins og fullorðins" - Já, já, það ætti nú alveg að vera hægt, svaraði amma. - " Já, allavega, verða þeir að fara að tala við okkur líka, sagði barnið og dæsti". - Já, það verða þeir að fara að gera. - endurtók amma um leið og hún kyssti hnátuna sína góða nótt. En hugsaði um leið: BRAGÐ ER AÐ ÞÁ BARNIÐ FINNUR.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)
Síðasta stefnumót mitt var algjört æði.. Svo það er eins gott að ég gleymi ekki að mæta á stefnumótið mitt í kvöld klukkan 22:20, þar ætla ég að hitta sjarmörinn Jónas Jónasson, já. einmitt hann sjálfan, hinn ástsæla útvarpsmann, leikskáld m.m. Ég er mjög spennt, því þarna er á ferðinni, mjög sérstakt uppgjör leikskálds sem Arnar Jónsson leikur....... Þetta er, uppgjör hans við fjölskyldu og vini s......................................
Þarna leika líka auk Arnars, Kristbjörg Kjeld, Valdimar Flygerning, Elfa Ósk Ólafsdóttir og Lilja Guðrún og fleiri. Og leikstjórinn er Hilmar Oddsson snillingur, ég féll alveg kylliflöt fyrir honum sem leikstjóra, það er svo gott að vinna með honum, hann er menntaður kvikmyndaleikstjóri, var þarna að þreyta frumraun sína sem leikstjóri í útvarpi, en það var ekki hægt að finna. Þarna gekk reyndur leikstjóri fram til stjórnar, afar næmur á litbrigði, radda leikaranna, enda er hann mikill tónlistarmaður. Þessvegna hlakka ég mikið til að heyra flutninginn á Rás1 kl:22:20 í kvöld, fimmtudagskv. 3. apríl. Því ég er eins og þið að hlusta á útkomuna í fyrsta skipit. Góða skemmtun Lilja!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (15)
31.3.2008 | 21:07
Kæri Birkir Jón, opið bréf til þín frá mér!
Hvar varst þú síðastliðin 12 ár - á meðan flokkur þinn Framsóknarflokkurinn fór með embætti Félagsmálaráðherra í Ríkisstjórn?
Hvar varst þú, á meðan þú varst aðstoðarmaður félagsmálaráðherra?
Hvar varst þú, á meðan þú varst formaður fjárlaganefndar Alþingis?
Hvar varst þú, þegar þú varst þingmaður Framsóknarflokksins sem fór með embætti Félagsmálaráðherra í 12 ár?
Þú varst hvar, þegar vinkona mín, skrifaði eftirfarandi bænalínur til þín. Og fékk aldrei svar?:
Kæri Birkir Jón!
Er þér berst þetta bréf,
burtu farin, þá ég er,
úr heimi hér.
En áfram, kall mitt berst,
frá þeim, og mér,
að þið skilið, aftur því,
sem okkur ber.
Birkir Jón: Vill ræða málefni aldraðra og öryrkja | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (20)
25.3.2008 | 22:41
STARFSHÓPUR KANNAR HAGKVÆMNI - METRÓ - !
Nú hafa verkfræðingar við Háskóla Íslands myndað starfshóp til að kanna hagkvæmni neðanjarðarlestar á höfuðborgarsvæðinu, og kanna aðstæður fyrir neðanjarðarlestarkerfi "metró", á höfuðborgarsvæðinu. Hópurinn mun kanna hagkvæmni "metró - kerfis".
Hópurinn mun kanna hagkvæmni hugmynda Björns Kristinssonar verkfræðings á neðanjarðarlestarkerfi. En hann hefur lagt fram hugmyndir að neðanjarðarlestarkerfi á höfuðborgarsvæðinu eins og ég hef áður greint ítarlega frá og læt líka fylgja hér fyrir neðan.
Og nú hefur það merkilega gerst, að búið er að stofna starfshóp, innan verkfræðideildar Háskóla Íslands, sem á að kanna aðstæður á Stór - Reykjavíkursvæðinu fyrir Metró - kerfi.
Það sem hópurinn mun skoða er m.a: Hagkvæmni Metró - kerfis, staðsetningu lestarstöðva, tengikerfi við lestarnar, og tæknilega valkosti.
Þá munu þeir líka skoða: Æskilega opinbera stefnumótun, og stefnumörkun.
Þá mun hópurinn leita fanga utan hópsins eftir því sem efni standa til.
Á heimasíðu Björns kemur fram að forkönnun neðanjarðarlestarkerfis sé skref í áttina að bættari umferðarsamgöngum á höfuðborgarsvæðinu. Og vonast menn til að forkönnun leiði til nákvæmari áætlanagerðar, sem dugar til ákvarðanatöku til framtíðar.
NEÐANJARÐARLEST TIL HÖFUÐS UMFERÐARVANDANUM Á HÖFUÐBORGARSVÆÐINU. - ER FRAMTÍÐARLAUSN, og eina raunhæfa lausnin, sem ég sé, að hægt sé að, tefla fram til höfuðs, þeim vanda sem við er að glíma.
Og í grein, í DV. frá því 18. mars sl. er mjög athyglisvert viðtal, við Björn Kristinsson verkfræðing, sem lagt hefur fram tillögur til lausnar á umferðarvanda Reykjavíkur með neðanjarðarlest.
Björn segir m.a. í viðtalinu við Baldur Guðmundsson blaðamann á DV að: "Gróflega áætlað, gæti hann trúað, að neðanjarðarlestarkerfi, gæti kostað um 40 milljarða króna. Það er auðvitað töluverð upphæð, en hafa verður í huga, að hún gæti, leyst umferðarvanda höfuðborgarsvæðisins." Og verður því fé þessvegna, betur varið í "metró-kerfi", en aðrar þær leiðir, sem farnar hafa verið undanfarin ár. - Segja má að, Mislæg gatnamót, Sundabraut og niðurgröftur gatna af ýmsu tagi, kosta, nálægt 40 milljörðum króna, en "þjóna bara bílaumferðinni".
Í samanburði við þetta kostar "metró" um þrjá milljarðakróna, á hvern kílómetra, og lestarstöð, um einn milljarð króna. Ætla mætti, að Metró til almenningssamgangna, kosti ámóta upphæð, en minnki um leið, þörf á bílamannvirkjum, og akstri, og spari bíleigendum, kostnað, vegna síhækkandi olíuverðs á heimsmarkaði.
FÍB reiknaði út, að árlegur kostnaður, við rekstur einkabíls, er á bilinu, ein til ein og hálf milljón. Ef við miðum við, að á höfuðborgarsvæðinu, séu um hundrað þúsund bílar, þá nemur, árlegur kostnaður, bifreiðaeigenda á suðvesturhorninu um, 100 til 150 milljörðum króna. Ef tilkoma "Metró-kerfis" yrði til að fækka bílum, þá myndi háar upphæðir sparast.
Strætó er tímaskekkja, eins og strætó er rekinn í dag, tímaskekkja, sem þarfnast, verulegrar endurskipulagningar. Ferðir eru óþolandi strjálar, ferðatími langur, leiðakerfi oft óhentugt, og, "biðskýli" skýla engu. Enda notar fólk ógjarnan strætó.
Lestir ofanjarðar, segir Björn, ekki, góðan kost. Sá kostur, er ekki betri en, vagnarnir sem nú eru í notkun. Teinar yrðu settir á götur í, almennri innanbæjarumferð í Reykjavík, þær hafa sömu galla, og strætó, og eru líka hægfara. Til glöggvunar er meðalhraði ofanjarðarlesta í Stuttgart í Þýskalandi 26. kílómetrar á klukkustund. Eini kosturinn við léttlestir er sá, að þær má knýja, með ekta sunnlensku rafmagni. segir Björn.
Með neðanjarðarlest myndi ferðatími höfuðborgarbúa, í mörgum tilfellum, styttast verulega. Metró-lest er varin fyrir umhverfinu, og mætir engri annari umferð.
Miðað við, að þrjár til fjórar stöðvar, yrðu, á leiðinni frá Mosfellsbæ, að Lækjartorgi, gæti Björn trúað, að lestin yrði um 10 mínútur á leiðinni. Hún yrði um eina og hálfa mínútu á milli stöðva, auk þess, sem hún mundi stoppa um tvær mínútur, á hverjum stað.
Björn segir ekki nauðsynegt, að grafa göng, alla leiðina til Hafnarfjarðar, eða upp í Mosfellsbæ. Sú útfærsla sem hann hefur í huga, er þannig, að á sumum stöðum, mætti grafa örlitla rás, ofan frá, og setja svo þak yfir, til að loka lestarnar frá umhverfinu.
Hann segir líka ljóst, að hart verði tekist á, um legu metrókerfisins, og staðsetningu stoppistöðvanna, ef til þess kæmi, að framkvæmdin yrði ákveðin. Það vilja allir búa nálægt "metró" og því, hefur hann forðast, að nefna hugmyndir, um staðsetningar, á stoppistöðvum, og nákvæma legu kerfisins.
Þá ákvörðun, verða, stjórnmálamenn að taka, en til þessa, hafa þeir verið alltof hræddir, við að taka upp hugmyndir, af þessum toga. Það er alveg ljóst, að Þetta mundi nýtast fjölmennum vinnustöðum, á borð við fyrirhugað, hátæknisjúkrahús við Hringbraut, ákaflega vel. Þeir sem hafa gagnrýnt staðsetningu sjúkrahússins, með tilliti til umferðarþunga, ættu að sjá, að "metró" gæti, leyst þann vanda, og dregið verulega úr bílaumferð, segir Björn.
Í tengslum við "metró-kerfið," vill Björn, að teknar verði í gagnið, svokallaðar "skutlur", - það eru litlir og liprir áætlunarbílar, sem keyra um hverfin, og gegna því hlutverki, að ferja þá, sem búa fjarri stoppistöðvum, metrólestarinnar. Þær leiðir yrðu stuttar, og stutt, á milli ferða. Og dæmi um, leiðakerfi, slíkrar skutlu má sjá á korti, hvernig hann kortleggur Kópavog sem dæmi og Baldur blaðamaður DV birtir mynd af því með viðtalinu í DV. Einnig er hægt að sjá nokkrar hugmyndir Björns af neðanjarðarlestarkerfum og skutlum á þessari slóð með því að ýta á: hér. - http://brunnur.rt.is/bk/
Björn kallar á nýja hugsun, í samgöngulausnum. Með metró, er skapaður, alveg nýr valkostur. Eða eins og hann spyr í DV.: Er það eðlileg stjórnsýsla, og pólitík, að verja tugum milljarða, auk landrýmis, í mislæg gatnamót, niðurgrafnar götur, og bílajarðgöng: innanbæjar og á leiðinni inn og útúr borginni?
- Ekki greiða bíleigendur sérstaklega fyrir þessi mannvirki. METRÓ dregur úr þörf, fyrir þessi útgjöld, en skapar í staðinn, góðan og greiðan, ferðamáta, þannig að, innanbæjarakstur minnkar, lífsgæði batna, og slysum fækkar.: segir Björn og skorar á samgönguráðherra, þingmenn og borgarstjórn að skoða þessa lausn gaumgæfilega.
Og ég tek heilshugar undir með Birni og skora á samgönguráðherra, þingmenn, og borgarstjórn að skoða þessa hugmynd að lausn. Og ég hvet alla borgarbúa, og íbúa höfuðborgarsvæðisins og landsins alls, að skoða þessi mál, vel og vandlega. Og leggja fram hugmyndir sínar, um staðsetningu, lestarstöðva Metró-lestarkerfis á Höfuðborgarsvæðinu, með því, að send tölvupóst á - metro@dv.is - Miðað er við að metrólest stoppi á nokkrum stöðum á leiðinni Lækjartorg - Hafnarfjörður annarsvegar, og á leiðinni frá Lækjartorgi að Mosfellsbæ hinsvegar. - Gott er að hafa í huga, að gróflega áætlað, kostar ein lestarstöð, um einn milljarð króna, auk þess, sem hún tefur ferð, um tvær mínútur. - Nefnið póstnúmer hverrar lestarstöðvar og þekkt kennileiti í nágrenni stöðvarinnar.
Björn mun að samkeppni lokinni taka hugmyndirnar saman og afhenda ráðherra þær.
Bloggar | Breytt 9.4.2008 kl. 15:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (35)
15.3.2008 | 02:33
Nútíma stórborgarferðamáti líka í Reykjavík.
Neðanjarðarlest í Reykjavík mundi ekki kosta meira en tvöföld Sundabrautargöng, sögðu þeir "Fræðingarnir" í fréttunum í dag, þeir sögðu Neðanjarðarlest kosta um 50 milljarða, meðan Sundabrautargöngin kostuðu 25 milljarða, en Neðanjarðarlest mundu ekki, bara leysa af hólmi, Sundabrautagöng, heldur líka t.d. Öskjuhlíðargöng, mislæg gatnamót, m.a. á mótum Miklubrautar og Kringlumýrarbrautar, og að auki, þyrfti "ekki" að setja Miklubraut í stokk, auk ýmissa aðra stokka, eða gangna, sem hefði þurft að byggja, um og við, hin ýmsu götumannvirki, til að reyna að létta á umferðarvandanum í borginni, bílastæðamálum ogsfrv. En með "Neðanjarðarlestarsamgöngum" yrðu, allar samgöngur, mun auðveldari, þar sem ekki þarf, allt að stoppa út af hálku eða snjósköflum, þar sem allar samgöngur eru neðanjarðar. Gatnagerðarútgjöld munu líka snarminnka. Og svifryksmengun mun snarminnka og þar með yrðu heilsufarsvandamál vegna svifryks færri jafnvel engin. Svona mætti lengi telja. Einnig mundi þetta líka þýða gífurlegan orkusparnað, (bensín,olíu) - Ég held, að það sé ekki hægt, að hugsa sér, hagkvæmari lausn, á því ófremdarástandi sem umferðaröngþveitið í Reykjavík og nágrenni kallar á alla morgna og alla eftirmiðdaga, en að setja upp neðanjarðarlestarkerfi. Hugsið ykkur að losna við alla streituna og stressið í umferðarteppunni, að ég tali nú ekki um þann fórnarkostnað sem borgarar þurfa að fórna í öllum þessum umferðaróhöppum, sem af þessu ófremdarástandi hlýst þegar nær daglega verður einn farþegi á dag, að meðaltali, fyrir varanlegum skaða af völdum umferðaróhapps. - Þá er neðanjarðarlest skynsamlegasta lausnin.
Svo að sjálfsögðu, færi neðanjarðarlestin til Keflavíkurflugvallar og þá þyrfti ekki lengur að rífast um það að flugvöllur verði að vera í Vatnsmýrinni, vegna langrar vegalengdar og jafnvel ófærðar suður í Leifsstöð, því það snjóar ekki á neðanjarðarlestirnar, og svona lest er í mesta lagi 15. mínútur suður á Leifsstöð. -
Annars er þetta endalausa karp um hvort flugvöllur eigi að "vera eða fara". - Svo dæmalaus skrítin, sóun á tíma og orku. Hvervegna þarf fólk endalaust, að vera að rífast um flugvöll í Vatnsmýrinni sem fyrir löngu, er "búið" að "kjósa útaf kortinu", það var gert í, löglegri og "lýðræðislegri" kosningu sem fram fór í Reykjavík á sínum tíma og allir kosningabærir menn og konur gátu kosið. ÞAÐ HEITIR LÝÐRÆÐI, þegar haldnar eru kosningar um þau mál sem t.a.m. í þessu tilfelli borgarbúar voru ekki sammála um hvernig leysa skyldi mál flugvallarins, en borgarbúar voru sammála um að efnt skyldi til kosninga, og þá var auðvitað efnt til kosninga, en áður var málið kynnt, vel og rækilega, svo rann upp "kjördagur" og þá, var gengið til kosninga, svo kom niðurstaðan, þegar atkvæðin höfðu verið talin, niðurstaðan var, "að meirihluti kjósenda", vildi, að "flugvöllurinn færi," úr Vatnsmýrinni. PUNKTUR. -
En, eins og ég sagði í pistli mínum fyrir um tveim mánuðum síðan. Þá var það bara spurning um tíma hvenær "farþegalestin" kæmi til Íslands.
Auðvitað hlaut að koma að því að Íslendingar tækju upp nútíma "Stórborgarferðamáta" sem er auðvitað neðanjarðarlest. - Hugsið ykkur bara!., m.a.s. undir "síkjunum" í Amsterdam eru nýju neðanjarðarlestarnar farnar að renna milli lestarstöðva, til að koma fólki fyrr á milli staða. Ég vona nú, að þeir starti, strax, á morgunn, undirbúningi að skipulagningu neðanjarðarlestarferða.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (18)
13.3.2008 | 21:15
Hrós ætti alltaf að vera mottó hvers dags.
Kæru vinir
Sendi ykkur sögu dagsins til umhugsunar. Knúskveðjur frá mér
Dag einn bað kennari nemendur sína að skrifa nöfn bekkjarfélaganna á
blað. Þeir áttu að skrifa eitt nafn í hverja línu og hafa auða línu á milli.
Síðan bað hún nemendur sína að hugsa um það besta um hvern og einn og skrifa
það fyrir neðan nafnið. Þegar nemendur fóru úr tíma skiluðu þau blöðunum
til kennarans sem fór með þetta heim og bjó til lista yfir hvern nemanda
og safnaði saman því sem bekkjarfélagarnir höfðu skrifað.
Síðan fengu nemendurnir þetta í hendurnar daginn eftir. Þegar þeir
lásu þetta urðu þeir hissa á öllu því jákvæða sem bekkjarfélagarnir höfðu
skrifað. Þeir höfðu ekki gert sér grein fyrir að þeir skiptu svona
miklu máli. Kennarinn vissi ekki hve mikið nemendurnir ræddu þetta sín á
milli eða við foreldrana en þetta hafði tilætlaðan árangur. Nemendurnir urðu
ánægðari með sig og aðra í bekknum, þeim leið betur.
Lífið hélt áfram.
Mörgum árum seinna lést einn nemendanna sem hét Magnús og kennarinn
ákvað að vera viðstaddur jarðarförina. Einn vinur hins látna gekk til hennar og
spurði hvort hún hefði verið kennarinn hans og sagði að Magnús hefði
talað mikið um hana. Foreldrar hins látna komu einnig til hennar og vildu
sýna henni svolítið. Þau höfðu fundið samanbrotið blað í veski Magnúsar og
var það listinn með öllu jákvæðu atriðunum frá bekkjarfélögunum sem
kennarinn hafði fengið honum fyrir mörgum árum. 'Þakka þér fyrir að gera þetta,
því eins og þú sérð þá skipti þetta hann miklu máli' sagði móðir Magnúsar.
Fyrrum bekkjarfélagar tóku undir það og sögðu að þessi listi hefði
fylgt þeim öllum gegnum lífið og skipt þá mjög miklu máli. Þetta var eitt af
því sem þeim þótti vænst um.
Þegar gamli kennarinn heyrði þetta settist hún niður og grét, bæði
syrgði hún Magnús og svo var hún hrærð yfir því að hafa snert nemendur sína
með þessu uppátæki.
Flest okkar hegðum við okkur þannig eins og að við höfum gleymt því að
lífið endar einn góðan veðurdag. Enginn okkar veit hvenær sá dagur verður.
Þess vegna bið ég þig að segja við þá sem þér þykir vænt um hvað þeir séu
þér mikilvægir og eigi sérstakan stað í hjarta þér. Gerðu það oft áður en
það verður of seint.
Eitt af því sem þú getur gert er að senda þetta áfram. Ef þú gerir það
ekki þá hefur þú misst af tækifæri til þess að gera eitthvað gott fyrir þá
sem eru þér mikilvægir.
Ef þú hefur fengið þetta bréf þá er það af því að einhverjum þykir
vænt um þig og að alla vega einni persónu finnst þú vera mikilvæg/ur.
Sendu þetta áfram. Sýndu að þér er annt um vini þína. Mundu að þú
uppskerð eins og þú sáir. Mundu að þú ert mikilvægur einhverjum.
Vona að dagurinn verði þér finn og sérstakur því þú skiptir miklu máli!
Þessa sögu sendi hún Guðrún, vinkona mín, mér. Guðrún er líka bekkjarsystir mín, úr Leiklistarskólanum, þaðan sem við útskrifuðumst saman vorið 1978, einmitt fyrir réttum 30. árum.
Síðan þá hefur Guðrún afrekað ýmislegt, hún byrjaði á að leika í Þjóðleikhúsinu, - jafnframt hefur hún unnið mikið frumkvöðlastarf, sem dæmi, ruddi hún brautina fyrir vandaða talsetningu á leiknu barnaefni á stöð2, svo RUV varð að fylgja í kjölfarið og bæta sín vinnubrögð.
Og fyrir 20. árum stóð Guðrún ásamt okkur, bekkjarsystrum hennar í H. bekknum, fyrir lengstu beinu útsetningu, á listrænum skemmtiatriðum, og alvarlegum áróðri, með aðvörunum inn á milli, sem hófst með slagorðinu: "Akstur er dauðans alvara", ásamt Stöð 2, og því frábæra fólki sem þar vann þá, og stór hópur frábærra listamanna, leikara, söngvara, tónlistarmanna, og auglýsingargerðarmanna lagði okkur lið, að ógleymdri þáverandi Forseta Íslands og fyrrverandi skólastjóra okkar í H-bekknum Frú Vigdísi Finnbogadóttir sem var verndari söfnunarinnar, og þarna hélt þessi hópur uppi stanslausu stuði í, allt að 5. klukkustundir samfleytt. Og tilefnið var að safna fyrir húsnæði handa S.E.M. hópnum, "Samtök Endurhæfðra Mænuskaddaðra". - Sem tókst, það var með ólíkindum hvernig þjóðin, öll Íslenska þjóðin, allir sem einn lögðust á sveif, með okkur, og lögðu sitt af mörkum, svo okkur tækist ætlunarverk okkar, og það tókst,- SEM-blokkinn reis upp úr jörðu og landsmenn gátu fylgst stoltir með árangri sem hægt er að ná ef viljinn er fyrir hendi og allir leggjast á eitt. - Og núna 20 árum, frá þessari sögulegu útsendingu, og á 30. ára leikafmæli sínu er, leikkonan, og lísfkúnstnerinn, Guðrún Þórðardóttir, að útskrifast aftur úr Listaháskólanum, þann 31. maí n.k. - Og hvað gerir hún Guðrún Þórðar þá ásamt H- bekknum? - Ef þú bara vissir hvað ég er spennt!!! - Eitt er víst að það verður sko fjör, og ferlega skemmtilegt, á þessum merku tímamótum.
Bloggar | Breytt 14.3.2008 kl. 18:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)