Færsluflokkur: Bloggar
13.3.2008 | 14:44
Hef lofað mér á stefnumót í kvöld, jamm... við Gabríel Sv....
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
10.3.2008 | 16:52
póli-tískur Skollaleikur
Pólitíkin er sko engin venjuleg tík, sagði eldri kona við mig um daginn. Sko, það hefur bara svo mikið, verið að gerast, i borgarpólitíkinni, uppá síðkastið, sem hefur gert það að verkum, að ég eins og margir fleiri, er alveg logandi hrædd, við það algjöra stjórnleysi, sem ríkir hér í borginni okkar, núna.
Ég sem var svo ánægð með Tjarnarkvartettinn og hann, Dag sem borgarstjóra, fylltist svo mikilli von, og ég ber enn svo mikið traust til þeirra, ég hef eins og nær 70% borgarbúa tröllatrú á þeim. - Strax frá fyrsta degi, þegar ég sá hvað þau voru flott, þegar þau komu þarna gangandi eftir Tjarnarbakkanum, - það minnti mig á suma pólitísku garpana í gamla daga. - Jæja, þá sagði ég við sjálfa mig: Góðan daginn, börnin mín og barnabörn, nú horfir til betri tíðar með blóm í haga. - Það var, sem aftur væri komið vor, sólin skein, og þau voru svo glæsileg,... það var svo mikil reisn, yfir þessu unga fólki, þegar þau komu þarna, gangandi á blaðamannafundinn, þau voru svo tignarleg, geislar sólarinnar léku sér hári þeirra, sem flaxaðist til, í léttri sveiflu, við undirleik haustvindsins, sem galsaðist við jakka þeirra og kápur, með hlýjum hausttónum. - Þau voru svo ung, fersk, og falleg, verðugir fulltrúar nýrrar kynslóðar stjórnmálamanna. Teikn um "bjarta framtíð". -
Og maður sá líka, hvernig brúnin lyftist, á unga fólkinu í vinnunni minni, sem fann von, kvikna, á ný, í brjósti sér, von um, að nú yrði tekið til hendinni og manngildið sett á oddinn. Og hjá vinum mínum eldri sem yngri kviknaði líka von um að þessi hressi heilsteypti hópur notaði ferskan haustvindinn til að hleypa út "dauninum" af lygilegum vinnubrögðum sem átt höfðu sér stað, m.a. í skjóli myrkvunar haustsins.
Þar áður, hafði ég hlakkað svo til, að sjá, hvernig, unga fólkið í Sjálfstæðisflokknum, sem kom að völdum með honum Vilhjálmi, ásamt honum Birni Inga auðvitað, hvernig þau spjöruðu sig, nú, þegar þau höfðu fengið sitt tækifæri, til að koma fram góðum málum, með sinni setu í meirihluta. Maður sá, á sínum tíma, hvað þau voru, öll full tilhlökkunar, tilbúinn að leggja sitt af mörkum, til að gera góða borg, betri. Og ég beið líka, full eftirvæntingar, eftir að þau hæfust handa. Og sýndu fyrir hvað þau stæðu.
En í stað þess að standa á sínu, er engu líkara en Skollinn sjálfur hafi snúið þeim, snarlega við, á standinum, og virðist snúa þeim enn. Þó þau æmti og skræmti, skellir hann við því Skollaeyrum og rymur bara aftur og aftur : Ég veit svo langt, sem nef mitt nær, sjallahopps, sjallahey, sjallahoppsassa,- ég er oddviti, nei, ég er ekki Gosi, ég er odd-viti ég ræð öllu. - Og þegar almenningur krefst svara: Skellir hann saman skollaeyrunum svo fast, að viðsnúningur verður enn hraðari, og litlu skollarnir snúast svo hratt, að þau spýtast, út og suður, inn í lyftur, og út um bakdyr, að hafa sumir hvorki heyrst né sést uppfrá því. Svona hafa dagar og vikur hringsnúist í kringum Skolla sem bendir bljúgur á, að þar sem hann sé aðal skollinn, þá sé hann aðal og muni hann, ákveða, allt, hér eftir sem hingað til, hann ráði, öllu, því hann, var valinn, til að ráða, og þau sem sögðust "ekki minnast" þess að hafa "valið hann", svaraði Skolli sem svo: Það skiptir engu máli, svo er ég líka alltaf með, "hundraðfalt lélegra minni" en þið. sama hvað þið segið ,Sjallahopp, sjallahey, sjallahoppsassa, og hafiði það. Þannig leiddust þau út í, einhvern allsherjar, ógeðfelldan, darraðardans, einhvern skollaleik, gamalla refa, sem eingöngu hugsa um að, hlaða undir sig, og sína, og þarna snérust þessir ungu efnilegu pólitíkusar með, nauðugir, viljugir, inn í taktlausan skollaskottís, og halda þar dauðahaldi í flokksreipið sem hangir í lausu lofti inn í Valhöll. - Og þau snúast enn, greyin a'tarna, - snúast eins og þau eigi lífið að leysa.
Í þessum skollaleik, er nefnilega öfugt farið að, á við, alla aðra skollaleiki, sem viðgengust hér áður, og það virðast ungmennin ekki hafa áttað sig á. Það er eins og þau hafi ekki kynnt sér leikreglurrnar, eða, að einhver refurinn hafi sagt þeim vitlaust til (vísvitandi?!?)., í skólanum þeirra.
Yfirleitt er bundið fyrir augun á skollanum, og almenningur dansar alsjáandi í kringum hann, og fylgist með gerðum hans og hegðun, "og bregðast við" ef hann ætlar að svíkjast aftan að þeim, eða, ná þeim á sitt vald með brögðum.
En semsagt, núna, hefur verið bundið, fyrir augu almennings, en "Skollinn" sjálfur, er "alsjáandi", og hann virðist, eftir því, sem manni skilst, hafa bundið fyrir augu, ungmennanna líka, "litlu skollanna sína", sem hann var í forsvari fyrir, og ber ábyrgð á. Ég spyr því, var þarna um misnotkun að ræða?., allavega er ljóst, að eitthvað er að, eitthvað, hefur gerst, sem hefur slegið, litlu skollanna, algerri blindu, allavega alveg út af laginu. Það hefur hvarflað að mörgum, að líka hafi verið, bundið fyrir munninn, á þeim, m.a.s. svo fast, að þau gátu ekki einusinni talað í síma, - og það er ofbeldi, það er ljóst. - ef það hefur verið gert - Og ég spyr sagði konan: Var um meiri misnotkun að ræða?. - og áfram hélt konan og sagði: - Ég velti því nú fyrir mér, hvort að þau séu enn, með einhverskonar," hulinsklúta", bundna fyrir vit sér, en hallast samt meira að því, að það séu "hulinshjálmar", sem loka líka fyrir alla heyrn þeirra, því þau, heyra ekki, ákall okkar borgarbúa, og virðast ekki, geta komið frá sér hljóði, hvað þá, að þau sjái, hvað þau eru að gera. Allavega hef ég engan hitt, sem heyrt hefur frá þessum fyrrum, efnilegu, ungu pólitíkusum. - Sagði konan dapurlega og stundi þungan -.
Því er það mín eina von að þetta unga fólk, snúi bökum saman, rífi af sér hulinhjálmana og sameinist þeim, sem að Tjarnarkvartettinum stóðu, og snúi norður og niður þessa "Skolla" sem öllu hafa snúið á hvolf, og fari að vinna að, hagsmunum borgarbúa allra. Og þá sérstaklega, að umönnun barna, og fari að gera barnafólki það kleift, að byggja upp, framtíð barna sinna hér í borg.
Fari að efla skólanna, byrji á leikskólunum, fari að greiða fólki , sem þar vinnur, mannsæmandi laun, fyrir að sjá um, og hlú að, borgurum framtíðarinnar, og framtíð landsins. Að þau færi sig upp allan skólastigann, og leiðrétti þá launastefnu, sem þessir refir, hafa skellt skollaeyrum við, að laga, og sýni þeim, sem eldri eru, þá virðingu, að þau þurfi ekki að kvíða síðustu ævidögum sínum, heldur fái, að ákveða sjálfir, hvar og hvernig þeir verji sínum efri árum. - Og að aldraðir fái þá umönnun sem þau þarfnast og eiga rétt á.
Það eru nægir peningar til. Það er bara, að setja "manngildin", í forgang, því þar liggur "auðurinn". Hættum að líta undan, og láta, sem við sjáum ekki, skolla landsins leika sér að gullunum okkar. Því okkar er valdið, það koma fyrr en varir kosningar á ný. - Og, þá þurfa þessir sömu pólitíkusar að leggja verk sín í okkar dóm. Og við munum dæma. - Því þessum "Skollaleik" getur enginn gleymt. Og svona fulltrúa kýs enginn aftur. Einmitt, þá, munu borgarar láta vita, að það dugir ekki lengur, að bera við, minnisleysi, hvorki borgarbúa né pólitíkusa.
Svo mörg voru þau orð.
Í þessum pistli, "póli - tík", sem á sínum tíma, hvarf af sjónarsviðinu, týndist í kerfinu, en birtist svo skyndilega í dag, öllum að óvörum. Svo ég læt hann flakka þó seint sé. En skil ekki afhverju hann hvarf.
Bloggar | Breytt 12.3.2008 kl. 22:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
8.3.2008 | 03:27
No Dice frábær á Lókal !
Var á LÓKAL í kvöld. Nú sendur yfir "Alþóðleg leiklistarhátíð" í Reykjavík 5. - 9. mars, missið ekki af þessari fyrstu Alþjóðlegu leiklistarhátíð á Íslandi. Hátíðin sem ber nafnið "LÓKAL" eru full af spennandi efni, og því úr mörgu að velja, - Kynnið ykkur það á - www.lokal.is - . Og miðasala á midi.is.
Verkið sem ég var að sjá í kvöld var alveg "FRÁBÆRT" í alla staði. Það heitir "No Dice" og er sýnt í Sætúni 8, þar sem Heimilistæki var til húsa. Í skrá hátíðarinnar er þetta sagt um leikhópinn: " Þarna er á ferðinni afar sérstæð leiksýning sem byggir á hljóðrituðum símtölum. Þessi leikhópur er kominn í framlínuna í bandarísku leikhúsi og svo vitnað sé í Village Voice: Nature Theater of Oklahoma er einn efnilegasti leikhópur í New York - sýningar þeirra eru fyndnar, fýsiskar, og koma áhorfendum sífellt á óvart."
Það er ekki ofsögum sagt að þarna sé á ferðinni "sérstæð sýning", það er hún svo sannarlega, og hún kemur manni líka alltaf á óvart alla sýninguna, svo er hún er líka alveg "bráðfyndin", svo fyndin, að ég grenjaði úr hlátri, meira og minna í tæpar fjórar klukkustundir, já, í alvöru, þetta löng sýning, og ég fattaði ekki hvað hún var löng, það var svo gaman, ofboðslega gaman að horfa á þessa frábæru listamenn flytja þetta verk. Enda klöppuðu áhorfendur og stöppuðu í framkalli og þökkuðu hressilega fyrir þessa stórkostlegu skemmtun. Á eftir voru umræður, þar sem leikarar og leikstjórar og aðrir aðstandendur sátu fyrir svörum og það voru sko skemmtilegar og fróðlegar umræður. Það er sýning á morgun laugardag kl: 20:00 og sunnudag kl:17:00 . Missið ekki af þessu einstaka tækifæri til að sjá þessa stórkostlegu sýningu.
Á morgun 8. mars kl: 17:00 ætla ég að sjá: í Smiðjunni Sölvhólsgötu 13, : VIVARIUM STUDIO frá París og verkið " L´effet de Serge" Þessi sýning var á fjölunum í París nýlega, og vakti mikla athygli. Hér er fjallað á írónískan hátt um leikhúsið sem listform og sýningin, sem er ekki eins einföld og hún virðist vera, er dæmi um mikilvægi hvers kyns listsköpunar, sagði m.a. í dómi Le Monde.
Á sunnudaginn ætla ég svo að sjá SOKKABANDIÐ kl: 15:00 í Borgarleikhúsinu með sýningu á revíunni "Hér og nú" Þetta er nútíma revía , og efniviðurinn sóttur í heim glanstímarita, spjallþátta, bloggsíðna, og annara fjölmiðla, sem hafa það að leiðarljósi, að skemmta Íslendingum með dramatískum lífsreynslusögum og fréttum af frægu fólki.
Og á sunnudagskvöld kl: 22:00. Ætla ég að sjá sannkallaða snillinga. Þá sýna þau ERNA ÓMARSDÓTTIR og LIEVEN DOUSSELARE - verkið "The Talking Tree". Erna er einn fremsti og virtasti leikhúslistamaður Íslendinga, og hefur farið víða um heim með sólóverkefni sín og hlotið frábæra dóma og viðtökur áhorfenda. Erna hefur oftar en einu sinni verið valin besti dansari Evrópu. Oh, hvað ég hlakka til, enda er hér, alveg stórkostlegur listamaður á ferð, sem á engan sinn líka.
Svo, þið sjáið það, þetta verður sko sannkölluð djammhelgi hjá mér, og það sem að það var, gaman í köld, ég er enn, í svo góðu skapi, að ég tími ekki að fara að sofa. Sannkallaður lúxus, að fá loksins, Alþjóðlega leiklistarhátíð hér heima á Íslandi.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
7.3.2008 | 01:00
Baráttukveðjur til Valgerðar! Áfram Valgerður!
Valgerður Bjarnadóttir varaþingmaður Samfylkingarinnar, lagði fram á Alþingi í október á síðasta ári, frumvarp um, að afnema réttindi, ráðherra, þingmanna, og æðstu embættismanna, til eftirlauna. Í frumvarpinu leggur hún til, að þessir aðilar, hafi sömu eftirlaun, og aðrir ríkisstarfsmenn.
Frumvarpið hefur legið í Allsherjarnefnd í 4. mánuði án þess að koma til umfjöllunar í nefndinni, og er það alveg ótrúlegt en satt, að þegar, Valgerður spurði hverju þetta sætti, fór Birgir Ármannsson undan í flæmingi og sagði að það væru svo "mörg mál" sem lægju fyrir nefndinni. Það er undarlegt svar, enn undarlegri, og verri, eru svörin, sem maður heyrir, líka svarað, að það sé, annað frumvarp, á leiðinni, um sama mál, frá Forsætisráðherra, og því óþarfi að ræða frumvarp Valgerðar ! - Halló, hvað er í gangi?!?! Eru þau Valgerður ekki í stjórnarsamstarfi? Hversvegna má þá ekki að ræða hennar frumvarp?!?!?
Á ekki að standa við kosningaloforðið? Eða hvað? - Þegar lagt er fram, velundirbúið frumvarp, um afnám þessara fáránlegu "sérréttinda", sem allir virtust, sammála um, fyrir síðustu kosningar, að hafi verið, "mistök", og því bæri, að afnema þau, hið fyrsta.
Svo þegar lagt er fram furmvarp, um, "afnám" þessara "mistaka", þá er, - já, þá lítur út fyrir, að allir leggist á eitt, í Allsherjarnefnd, um að, svæfa málið. - Ég hef mikla trú, á henni Valgerði Bjarnadóttur, og ég er ekki ein um það, og við vitum því, að hún mun berjast áfram, fyrir afnámi á þessum fáránlegu sérréttindum, sem átti sér stað á Alþingi fyrir "slysni", það var allavega eftirá skýring þeirra sem þarna sátu og samþykktu "slysið" á sínum tíma. En við munum fylgjast með og styðja hana Valgerði í baráttunni við að afnema þetta "mistakaskrímsli" burt úr lögum okkar lands. - Áfram Valgerður! Við stöndum með þér.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
4.3.2008 | 16:44
Myndlíkingar og meira stöff.....
Um daginn var hann Ægir, bloggvinur minn, með skoðanakönnun, á bloggsíðunni sinni, um Grunnskólastarfið, finnst honum full þörf á að gera skólastarfið, mun sveigjanlegra, en það er nú. Ég er honum fullkomlega sammála og skil ekki afhverju þróun grunnskólastarfsins hefur ekki orðið meiri en raunin er á frá því ég var lítil.
Mér varð hugsað til þess er faðir minn sem var mikill mannvinur og mjög ráðagóður maður, hvernig hann leysti vandamál sem lítil stúlka átti við að stríða og leið miklar kvalir fyrir, þar til hann tók málin í sínar hendur við miklar þakkir foreldra stúlkunnar. Eins og þessi litla saga sem gerðist fyrir rúmum 40. árum er dæmi um.
Þannig var að litla systir vinkonu minnar, átti afar erfitt með, að læra og, vinna heimavinnuna sína, hún var full af áhuga enn einhverra hluta vegna náði hún engum tengslum við námsfögin, hvorki við, Sögu, Landafræði, Náttúrufræði, né Stærðfræði, hvað þá ljóð, sem hún gat engan veginn lært. Hún hafði hins vegar mikinn áhuga á að hlusta á hann föður minn þegar hann var að segja afabörnum sínum sögur og eyddi alltaf meiri og meiri tíma á mínu heimili en sínu heimili. Þegar ljóst var að hún mundi ekki ná fullnaðarprófi sem þá var kallað, datt pabba í hug, að tengja námsefni hennar, saman, og setja í söguform.
Bjó hann til sögu, langa sögu, allt frá landnámi Ingólfs, og tengdi söguna saman við þræla Hjörleifs, sem flúðu undan illu viðurværi, Þau Dufþakur og Helga, og spann svo sögu, útfrá þeirra niðjum, sem flæktust um allt Ísland, og útum allan heim, settust að, á öllum þeim stöðum, sem stúlkan þurfti að læra um, eða komu þar við, og skildu þá eftir sig varanleg ummmerki, s.s. örnefni og ártöl sem annars var ómögulegt, lítilli stúlku að muna, hann kenndi henni á tommustokk, og að reikna út hæðarmál, sjávarmál, sjómílur, landmílur, með aðferðum sem landnámsmönnum datt í hug, hverju sinni. Hann kenndi henni að kveðast á, til að hún fengi tilfinningu, fyrir bragarhætti, stuðlum og höfuðstöfum, og leiddi hana þannig inn í heim orðaskilnings og hvernig má leika sér með orðin, í myndlíkingum, t.d. í ljóðum, og sögum. Og það sem þessir þrælar Hjörleifs, þvældust, vítt og breitt um heiminn, og lögðu undir sig lönd og strönd, þá þurfti náttúrulega, að reikna út, kílómetrana og ferkílómetrana, sem þeir þurftu að ganga og mílurnar sem þeir sigldu og svona mætti lengi telja. Svo voru þeir alltaf að mæta, hinum ýmsu trúboðum sem reyndu, með boðskap sínum að ná til afkomenda þrælanna, t.d. með boðorðunum 10, sem Íslendingar féllu umvörpum fyrir. Og viti menn! Stúlkan náði fullnaðarprófinu. Og öllum prófum eftir það, og varð góður og gegn þjóðfélagsþegn. Og er enn. Það er nefnilega allt hægt, ef viljinn er fyrir hendi, líka að hjálpa ungu fólki , sem á erfitt með að festa hugan eingöngu við lestur, að læra lexíurnar sínar. Gott skólakerfi getur alltaf orðið betra, það má aldrei staðna, ekki frekar en önnur þróun. Eins og Ægir nefnir svo réttilega í sínum pistli.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
2.3.2008 | 00:22
Skrílslæti eða kannski 1,2 Reykjavík ...
Spennandi verður að fylgjast með, áhuga borgarbúa, á, að senda inn ábendingar til borgarstjórnar, um það, sem íbúum finnst, að betur megi fara, í borgarmálum, í þeirra hverfum. Hjá mér beinist athygli mín, að velferðarmálum barna. Og forvarnarmálum. Án hverfaskiptingar, því ég held að, þörf sé á, að draga athygli borgaryfirvalda, á, að úrbóta sé þörf, í þessum málaflokkum strax á frumstigi skipulags, í öllum hverfum borgarinnar. Mig langar því að segja ykkur eftirfarandi sögu, sem vonandi skýrir hvað ég er að fara. Og legg þar með mitt lóð, á vogarskálarnar, í leið til bættrar borgar.
Fyrir nokkrum árum síðan var ég einusinni sem oftar í heimsókn hjá fólkinu mínu í Hollandi, og var þar að horfa á fréttirnar, þar sem að ég er fréttasjúk kona, þarf ég alltaf að horfa á alla fréttatíma hafi ég tækifæri til. - Nema hvað, - Þá sé ég allt í einu hvar kemur hópur gangandi barna, hrópandi og kallandi, einhver slagorð, og þau halda á borðum og stólum, þau ganga inn á óslétta grasflöt eða fyrrverandi grasflöt, þar setja þau niður borðin, raða þeim í fjórar beinar raðir, og setja stólana við borðin, á stólbökin, hengja þau töskur sínar, sem þau höfðu líka haft meðferðis. Svo stilla þau sér upp fyrir aftan hvern stól, alltaf kallandi og hrópandi slagorð, sem ég var ekki alveg klár á, hvað þýddi.
Þá sá ég að börnin sneru öll í sömu átt og á móti þeim var búið að setja upp stærra borð, en þeirra, og stól við það, og þar stóð kona, sem reyndist vera kennari krakkanna, hún bauð þeim að setjast, sem þau gerðu, og síðan hófst venjuleg kennslustund. Hópur fréttamanna fylgdust, að því er virtist, agndofa með, og lýstu því sem fyrir augu bar. -- svo var klippt yfir á aðrar fréttir, í lok fréttatímans var aftur klippt yfir á, krakkahópinn í kennslustundinni. Og þá, mátti þar sjá, hvar önnur hersing af krökkum, nálgaðist, þann hóp sem fyrir sat, líka hrópandi og kallandi slagorð , sem líktust þeim orðum sem fyrri hópur hrópaði, þegar hersingin kom inn á, grasflötina tóku börnin sem fyrir voru, undir hrópin af krafti, og um stund virtist tíminn standa kyrr, þvílík var spennan, börnin sem fyrir voru stóðu þá upp, og pökkuðu saman sínu dóti, og þegar seinni hópurinn var komin alveg að kölluðu þau saman og sungu kraftmikinn baráttusöng, síðan gekk fyrri hópur í burtu og sá seinni settist, og fullorðna manneskjan sem þeim fylgdi settist við kennaraborðið og ný kennslustund virtist byrja.
- Og hvað var eiginlega að gerast?. - Þetta voru mótmæli það var ljóst. - En hverju voru börnin að mótmæla, og afhverju voru þau svona reið.? - Jú, börnin voru orðin þreytt, - þreytt á biðinni, eftir nýju skólahúsi, sem átti að rísa á þessari lóð mörgum árum fyrr, en var ekki enn risinn, biðin eftir skólahúsi þar sem skóflustungan hafði verið tekin fyrir a.m.k. 5 árum. - Þau voru sem sagt orðin þreytt á að bíða, eftir að skólahúsið risi, svo þau tóku málin í sínar hendur, og fluttu borð og stóla og annað skóladót þangað sem þau áttu samkvæmt loforði að vera flutt nokkrum árum fyrr. - Og hófu þar skólastarf.
En það sem olli þessum töfum var ekki svik borgarstjórnar við kjósendur sína. Heldur það, að í Hollandi, er það bannað samkvæmt lögum, að byggja skóla nálægt sjoppu eða skyndibitastað.
Og þarna tveim götum frá þar sem Skólinn þeirra átti að standa var semsagt skyndibitastaður og því var ekki hægt að byrja að byggja, fyrr enn þessi sjoppa hafði verið flutt burt, eða lokað.
Sjoppueigandinn hafði reynt að fá borgaryfirvöld til að kaupa sig í burtu en það vildu borgaryfirvöld ekki gera, þar sem það væri fordæmisgefandi, og vildu því ekki opna fyrir slíka flóðgátt sem slíkt gæti valdið. Og börnin voru orðin þreytt, á að bíða, eftir hverfisskólanum sínum og þessvegna skipulögðu þau þessi mótmæli, sem vissulega vöktu þvílíka athygli, að eigandi sjoppunnar sá sína sæng uppreidda og lokaði hið snarasta, því hann vissi sem var, að í kjölfar þessara mótmæla, kæmu önnur mótmæli, jafnvel enn harðari, jafnvel þögul mótmæli, sem fælist í því að enginn verslaði lengur, við þennan skyndibitastað, og þann aðila sem kæmi í veg fyrir að börnin fengju skólann sinn. Og þar með færi hann á hausinn. Svo betra væri fyrir hann að flytja sig þegjandi og hljóðalaust.
Og nú er þarna komin falleg skólabygging, og þarna má sjá glaða og hamingjusama krakka, sem vita, að þeirra er framtíðin, "standi þau saman vörð", um réttindi sín og skyldur.
- Ég velti þessu nú fyrir mér, þar sem ég var að lesa um 1,2 Reykjavík, og í framhaldi afþví, var mér hugsað til þess, þegar unga fólkið, streymdi á pallanna í Ráðhúsinu fyrr á þessu ári, til að láta í ljós óánægju sína, með þá gjörninga, sem þar fóru fram, í kringum 21. jan. s.l. -
Hvað hefði verið sagt ef unga fólkið hér, tækju upp á slíkum látum, sem þau gerðu krakkarnir í Hollandi, og sem ég hef hér lýst, ef Reykvískir unglingar, tækju með sér borð og stóla, og flyttu þessar eigur ríkisins með sér, til að mótmæla, t.d. leku skólahúsnæði eða heilsuspillandi húsnæði.-
- "Krakkaskríll" eða "Skrílslæti" væri líklegast nærtækasta orðið yfir svona háttalag hér um slóðir. það er líka svo nýbúið að nota það, og því tamt þeim sem nú fara með völdin hér í Borg.
Bloggar | Breytt 3.3.2008 kl. 16:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
1.3.2008 | 15:40
Þörf ábending Vi......
Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
28.2.2008 | 10:13
Kraftmikið kjarnafólk se........
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
23.2.2008 | 14:42
Stællin ekki sá sem sýnist ?
Getur það verið að allt það " mæta " fólk sem haft hefur sig í frammi við mig, vegna skrifa minna, um tilvonandi, verðandi borgarstjóra og núverandi staðgengil borgarstjóra, - og sögðu að ég yrði að tala varlega, því ég skildi ekki hvað um væri að vera. - Sem er svo sannarlega rétt, ef borið er saman við það sem ég veit nú. - En flestu af þessu fólki var svoheitt í hamsi, og sumir töluðu með svo mikilli vanþóknun yfir þessum " óábyrgu galsaskrifum" mínum, talaði sig heitt , og viðhafði mörg orð um, nauðsyn á, að Oddviti og verðandi borgarstjóri héldi sínum völdum osfrv. svo vinnufriður skapaðist í borginni . - Þá velti ég því fyrir mér hvort gæti verið, að þetta fólk, - sem ég dáðist af í aðra röndina fyrir að berjast af svona miklum hita fyrir flokkinn sinn - , að það væri farið að hringja í mig, til að reyna fá mig til að taka sönsum, og tala þeirra máli, bæri í raun og veru hag borgarbúa fyrir brjósti.
Getur það verið, að þetta fólk hafi haft sína "eiginhagsmuni" í fyrirrúmi, - Skyldi það vera að sá borubratti, sem talaði svo fjálglega um "apparatið og stradegíu" sinna félaga , og nauðsyn þess að herferð þeirra heppnaðist, hafi ekki verið allt og sumt. - Gæti verið að annars þyrfti hann að sleppa hendinni af nokkur hundruð milljónum sem hann var þá þegar búinn að krækja í, og vissi, að hann mundi margfalda þær, og græða vel ef þessir "ungu pótintátar " sem hann kallaði svo, létu af þessu væli. - Þeirra tími kæmi, þeir ættu bara að bíða. Nú ríður á, að núverandi Oddviti sitji sem fastast, og það ber þeim sem yngri eru að skilja og virða. Skilaboðin sem í orðum hans lágu, voru skýr í beinni þýðingu minni nú : - Skítt með flokkinn. Fyrst þarf að landa milljörðunum sem hægt er að hafa með fláræði og fláttskap. - Svo geta þessir unglingar fengið að frelsa heiminn fyrir mér, sagði hann.. Þetta skyldi ég. En ég trúði ekki mínum eigin eyrum. Gæti verið að skilningur minn væri réttur? Skyldi það vera svo, að þetta fólk væri ekki að vinna fyrir flokkinn sinn bara af "hugsjón", - heldur af "gróðahugsjón". Sjáðu til góða, ég vinn hér frítt við að hringja í þig og þína líka, - eins og sá borubratti komst svo huggulega að orði - , vinnur frítt, hugsaði ég, afhverju tekur hann svona til orða ?., "gróðahugsjón" fyrir sig og sína. Hugsaði ég þá ? Getur það verið?
Og ég sem dáðist af sumum af þessum "símavinum" sem ég nefni svo, fyrir hversu heitt það hamaðist við að fá skilning hjá mér fyrir því að flokkurinn næði friði og héldi völdum í henni Reykjavík undir öruggri forystu verðandi borgarstjóra. en ekki þessara unglinga, notabene.
En þegar ég heyri nú í fréttum að formaður og varaformaður Flokksins eru ekki sátt, við þær málalyktir, sem nú liggur fyrir í borgarstjórnarmálum Flokksins. Þá leyfi ég mér að efast um heilindi þeirra sem ákafast herjuðu á mig í símtölunum..
Allavega efast ég nú ekki lengur um svokölluð "heilindi" þess borubratta sem oftast hringdi, hann veit hversvegna, því þegar ég spurði hann hreint út hvort að hann talaði af heilindum eða hvort hann ætti kannski fjárhagslegra hagsmuna að gæta, brást hann við með þvílíku offorsi að ég veit ekki hvert hann ætlaði. Og ég varð svo miður mín, fyrir að særa sóma þessa manns að ég svaf ekki nóttina eftir.
En nú veit ég, hvað hann og hans "líkar" leggja í merkingu orðanna " heilindi" og "hagur borgarbúa", sem hann sagðist fyrst og fremst bera fyrir brjósti, svo mikinn "hag" að hann gæti ekki annað en misst stjórn á sér, þegar hann heyrði fólk efast um heilindi hans. Ég fékk líka staðfestingu á réttmæti þessara efasemda minna í hádegisfréttum í dag.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
23.2.2008 | 01:16
Snýr aftur með stæl, hvað annað!
Ég sagði ykkur það elskurnar mínar, gamli góði Villi snýr aftur, með stæl! Hvað annað ! Ég sagði þetta í bloggunum mínum hér að framan, lýsti þessu fyrir ykkur eins og flokksfélagar hans Gamla góða V. sögðu mér að þetta yrði, þegar þeir hringdu í mig, til að skamma mig, eða leiðrétta mig eins og "kurteisa konan" sagði nú reyndar, sem ég sagði ykkur líka frá hér fyrir neðan. Nú verður bara notuð maður á mann aðferðin. það er eina sem dugar, sagði hinsvegar borubratti maðurinn.
Sannaðu til góða, eins og maðurinn í símanum sagði; Svona verður þetta hvort sem þér líkar betur eða verr. Þegar hann var búinn að útlista fyrir mér hernaðaráætlun þeirra félaga. Nú er "stragedían" bara, "maður á mann aðferðin" og, hann kemur tvíelfdur til baka, því það verður að skapa frið í þessum flokki. - Og ég trúði honum, og ég sagði honum það, og ég sagði ykkur það, en þið trúðuð mér ekki, og hélduð að ég væri að grínast. - En þetta var ekkert grín, enda virðist allt ætla að ganga eftir, sem maðurinn sagði, ef marka má fréttir í sjónvarpinu í kvöld. Og nú bíð ég bara eftir yfirlýsingu frá GgV. og þá verður sko dansað og djammað í D-lista flokknum góða. Skal ég segja þér og það máttu hafa eftir mér. Má ég segja að ég hafi það frá fyrstu hendi : spurði ég. Já, þú mátt það, því ég get líka sagt þér að þú hefur ekki séð, góða, hvernig það er þegar apparatið okkar fer í gang, þá fáið þið sko að vita hvar " D.... keypti ölið", - eða huhm, - nei, þetta var nú kannski óheppilega til orða tekið, - en þú veist hvað ég á við góða. Svo hægt sé að fara að vinna eins og þú talar nú svo fjálglega um á blogginu þínu. - Ja, ég var nú ekki alveg viss hvort ég vissi í alvörunni við hvað hann átti, en held að ég sé að átta mig á því núna. Ja, mikið assskoti hugsaði ég!
Og því segi ég bara við ykkur "símavini" mína : "Til hamingju ",þið virðist aldeilis hafa unnið vel. En ég er ekkert hissa á því eftir að hafa hlustað á ykkur tala, tímunum saman.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 01:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)