Klukkan 22:20 mundu það Lilja og góða skemmtun! Leikslok í kvöld ....

 Síðasta stefnumót mitt var algjört æði..    Svo það er eins gott að ég gleymi ekki að mæta á stefnumótið mitt í kvöld klukkan 22:20, þar ætla ég að hitta sjarmörinn Jónas Jónasson, já. einmitt hann sjálfan, hinn ástsæla útvarpsmann, leikskáld m.m.  Ég er mjög spennt, því þarna er á ferðinni,  mjög sérstakt uppgjör leikskálds sem Arnar Jónsson leikur.......  Þetta er, uppgjör hans við fjölskyldu og vini  s...................................... 

   Þarna leika líka auk Arnars, Kristbjörg Kjeld, Valdimar Flygerning, Elfa Ósk Ólafsdóttir og Lilja Guðrún og fleiri.  Og leikstjórinn er Hilmar Oddsson snillingur, ég féll alveg kylliflöt fyrir honum sem leikstjóra, það er svo gott að vinna með honum, hann er menntaður kvikmyndaleikstjóri, var þarna að þreyta frumraun sína sem leikstjóri í útvarpi, en það var ekki hægt að finna.  Þarna gekk reyndur leikstjóri fram til stjórnar, afar næmur á litbrigði, radda leikaranna, enda er hann mikill tónlistarmaður.   Þessvegna hlakka ég mikið til að heyra flutninginn á Rás1 kl:22:20 í kvöld, fimmtudagskv. 3. apríl. Því ég er eins og þið að hlusta á útkomuna í fyrsta skipit.  Góða skemmtun Lilja!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hlusta líka. Ertu búin að sjá Dubbelduch eftir frænda? Mjög efnilegur.

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 3.4.2008 kl. 21:50

2 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Mikið vona ég að þú skemmtir þér vel. Kannski ég stilli á rás 1, takk fyrir yndislegar kveðjur til mín     

Ásdís Sigurðardóttir, 3.4.2008 kl. 21:52

3 identicon

Arrrgg  ég var að sjá þessa færslu fyrst núna og missti af. Ætla að fara inn á netið á morgun og hlusta.

En BTW: Sástu kveðjuna sem ég bað þig fyrir til hennar Ólafar? Hún var í kommentakerfinu mínu þar sem þú kommentaðir á færsluna mina um lesanda vikunnar.

Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 3.4.2008 kl. 23:42

4 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

   Æ, Anna ég talaði við hana síðast í dag, og gleymdi að, óh, fyrirgefðu! -  Ég mun ekki gleyma, að skila kveðjunni á morgun, lofa því. -  En ég sá líka rétt áðan kommentið um myndina af mér og Ólöfu Maríu í hláturskasti.   Þetta er fyrsta kommentið sem ég fæ þar, og ég fattaði það ekki fyrr en bara núna.

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 4.4.2008 kl. 00:22

5 identicon

ohh vildi óska að ég hefði lesið þetta fyrr :) muahh takk fyrir hjálpina í dag þú er yndislegust. Mundu

Ingunn Valgerður Henriksen (IP-tala skráð) 4.4.2008 kl. 00:43

6 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Góðan daginn vinkona.  Var búin að sjá þetta og ætlaði að hlusta en datt út af löngu fyrir miðnætti.  Skelli mér á netið þegar ég hef góðan tíma fyrir sjálfa mig. 

Ía Jóhannsdóttir, 4.4.2008 kl. 08:25

7 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Arg segi ég eins og Anna. Var búin að fá meil frá Útvarpsleikhúsinu og var búinn að fastsetja tímann í hausnum á mér.  Auðvitað gleymdi ég því.  Nú er það netið. Ég elska útvarpsleikrit.  Það var hápunkturinn á laugardagskvöldunum í denn.

Knús

Jenný Anna Baldursdóttir, 4.4.2008 kl. 09:22

8 Smámynd: lady

ég missti af þesu líka,,óska þér svo góða helgi kv ólöf Jónsd

lady, 4.4.2008 kl. 10:27

9 Smámynd: Marta B Helgadóttir

æææææ ég missti af líka, var reyndar í afmæli og hefði ekki getað hlustað.

Góða helgi

Marta B Helgadóttir, 4.4.2008 kl. 23:08

10 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Inga, Ía, Jenný, Ólöf og Marta.  Það var leitt að þið misstuð af þessu verki hans Jónasar en kannski verður það endurtekið, það væri athugandi.

Gísli: Nei, því miður hef ég ekki haft tök á að sjá verkið hans Hlyns "Dubbelduch", en ég hef heyrt mjög vel látið af því, og líka að von sé á því suður svo vonandi tekst mér að sjá það þá. Nú annars verð ég bara að skreppa norður það er svo margt að sjá þar í leikhúsinu núna. En það er satt Björn Hlynur er mjög efnilegur jafnt sem leikari og leikskáld.

Ásdís mín: Þakka þér fyrir, ég "skemmti" mér vel, ég er nú kannski ekki alveg  dómbær.  En hvað fannst þér?

Gísli: Og hvernig fannst þér Gísli? 

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 5.4.2008 kl. 01:00

11 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Lilja veistu... ég er svo illa að mér. Þangað til ég fékk tölvupóst frá útvarpsleikritinu þá hélt ég í alvöru að útvarpsleikrit hefðu dáið þegar sjónvarpið hætti að vera í fríi á fimmtudagskvöldum. Þetta er fullkomið tækifæri fyrir mig að hverfa inn i minn heim með saumadótið mitt og headphone á hausnum. Ég missti af þessu síðasta. Næ því næsta. Þegar ég hugsa um fimmtudagsleikritið frá í gamla daga, þá sé ég fyrir mér afa sitjandi í eldhuskróknum með stóra, gráa útvarpið á borðinu. Fyrir framan hann er bolli með appelsinugulu og grænu blómamynstri og í bollanum er ískalt kaffi sem hann hefur verið að sötra allan daginn.

Takk fyrir allar fallegu kveðjurnar mín megin

Jóna Á. Gísladóttir, 5.4.2008 kl. 01:45

12 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Sæl Jóna:  Ég sit einmitt líka og sauma og geri við það, sem þarf að gera við, eða strauja meðan ég hlusta, á útvarpsleikritin,  og það hef ég gert, frá því ég man eftir mér. -  Hefurðu prufað að hlusta á útvarpsleikritin kl: 16:00 á sunnudögum?   Þá eru yfirleitt send út verk fyrir alla fjölskylduna, eða börn og unglingaverk.  Í haust var alveg dásamlegt verk, leikgerð eftir Benóný Ægisson sem heitir "Uppfræðsla Litla Trés" það er alveg magnað verk,  barnabörnin mín 2,4,6, hlustuðu af andakt. Ég var alveg hissa hvað sá yngsti heillaðist. Því held ég að Ian mundi njóta þess að hlusta á það,  því það grípur mann og maður gleymir stund og stað. Þetta var flutt tvö sunnudaga í röð.  Og þriðja sunnudaginn settust börnin við útvarpið og vildu fá meira að heyra.

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 5.4.2008 kl. 02:25

13 Smámynd: www.zordis.com

Bestu kveðjur til þín inn í helgina!  Vona að þetta hafi heppnast vel hjá ykkur og ætla að kanna með netið hvort hægt sé að finna útsendinguna.

Takk fyrir þessa vísbendingu!

www.zordis.com, 5.4.2008 kl. 13:55

14 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Úbbs ég missti af þessu, hlýt að geta hlustað á hana á rásinni er það ekki ? Knús á þig Lilja mín.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 5.4.2008 kl. 16:53

15 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Elsku Ólöf, Marta, Þórdís og Ásthildur.  Vona að þið getið náð þessu á netinu. Knús á ykkur kæru bloggvinkonur. 

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 6.4.2008 kl. 19:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband