Kæri Birkir Jón, opið bréf til þín frá mér!

Hvar varst þú síðastliðin 12 ár - á meðan flokkur þinn Framsóknarflokkurinn fór með embætti Félagsmálaráðherra í Ríkisstjórn?

Hvar varst þú, á meðan þú varst aðstoðarmaður félagsmálaráðherra?

Hvar varst þú, á meðan þú varst formaður fjárlaganefndar Alþingis?

Hvar varst þú, þegar þú varst þingmaður Framsóknarflokksins sem fór með embætti Félagsmálaráðherra í 12 ár?

Þú varst hvar, þegar vinkona mín, skrifaði eftirfarandi bænalínur til þín. Og fékk aldrei svar?:

Kæri Birkir Jón!

Er þér berst þetta bréf,

burtu farin, þá ég er,

úr heimi hér.

En áfram, kall mitt berst,

frá þeim, og mér,

að þið skilið, aftur því,

sem okkur ber.


mbl.is Birkir Jón: Vill ræða málefni aldraðra og öryrkja
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

 Já vona að hann lesi þetta  og skammist sín.

Ingunn Valgerður Henriksen (IP-tala skráð) 31.3.2008 kl. 21:21

2 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

... Var ég ekki búinn að skrifa athugasemd við þessa færslu?

Gunnar Helgi Eysteinsson, 31.3.2008 kl. 21:25

3 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Bíddu, hvað, er draugagangur á blogginu? Ég skrifaði undir í dag, annars er þetta búinn að vera svo furðulegur dagur, ekki skrítið að maður sé orðin smá ruglaður. 

Ía Jóhannsdóttir, 31.3.2008 kl. 21:31

4 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Ía, Gunnar og Lára Hanna:  Þegar ég las athugasemdarfærslu ykkar í dag, hlýnaði mér um hjartarætur. Svo vænt þótti mér um, að lesa það sem þið skrifuðuð.  Ég þakka ykkur fyrir það.  Verst þykir mér að fleiri fái ekki að sjá.

  Lára Hanna benti mér á að tilvísunin um hvar hægt væri að lesa fréttina í mbl. virkaði ekki. -  Þá reyndi ég, með hjálp að laga það, og nú er það komið í lag, en þá hefur eitthvað annað farið úrskeiðis, því sú grein ásamt athugasemdum hvarf, týndist,  eða fór í ferðalag.  Hver veit?  En ef þið sjáið hana þá vísið þið henni vonandi veginn heim.  

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 31.3.2008 kl. 22:12

5 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Inga mín:  Sammála.

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 31.3.2008 kl. 22:13

6 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Það getur allt gerst á blogginu þegar maður ætlar að leika listir sínar og breyta einhverju. En það gerir ekkert til, bara halda áfram.

Ég sagði í athugasemd í dag eitthvað á þá leið að mér fyndist þetta flott færsla og tímabært spark í rass unglingsins (ég orðaði það víst eitthvað öðruvísi) - og skoðun mín hefur ekkert breyst.

Þú hefur greinilega heilmikið til málanna að leggja, Lilja Guðrún. Haltu því ótrauð áfram!

Lára Hanna Einarsdóttir, 31.3.2008 kl. 23:01

7 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Þakka þér fyrir hvatninguna Lára Hanna, ég er að læra á þetta blessaða blogg. Þetta kemur með æfingunni eins og annað.  Vona ég.

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 31.3.2008 kl. 23:06

8 Smámynd: www.zordis.com

Er þessi ungi drengur búinn að vera í pólitík síðastliðin 12 ár?  Jahérna hér.  Ég er búin að vera svo lengi í burtu og er gapandi!

Flott bréf en dapurt.  Bestu kveðjur inn í nóttina!

www.zordis.com, 31.3.2008 kl. 23:24

9 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Já, Zordis svo segir hann, síðan um tvítugt eða 21. árs, allavega.  Hann er eitthvað kringum 33ja ára aldur núna, skilst mér. 

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 31.3.2008 kl. 23:49

10 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Já maður á ekki að vera að fikta við hluti sem maður kann ekki skil á hehehhe Henti út bloggvini bara vegna þess að ég var að fikta, það er ófyrirgefanleg klaufska.  Góðan og bjartan dag Lilja mín

Ía Jóhannsdóttir, 1.4.2008 kl. 07:22

11 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Þetta er meiriháttar Sterk færsla hjá þér Lilja, ég segi eins og Lára Hanna þú ert rosalega beitt og veist nákvæmlega hvað þú vilt, það þarf svona raddir hér svo sannarlega.  Þó ég sé ekki alltaf sammála þér eins og með flugvöllinn, þá met ég svo mikils að sjá fólk sem setur sín mál fram af festu og sanngirni.  Gott að vera búin að fá þig í hópinn.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 1.4.2008 kl. 14:29

12 identicon

Þú skrifar flotta pistla sem vekja mann til umhugsunar um svo mörg mikilvæg mál. Ég er búin að eignast í þér einn bloggvininn enn sem gefur mér það sem ég skrifaði um hér fyrir einhverju síðan - og segi bara takk fyrir mig

Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 1.4.2008 kl. 23:47

13 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Ía, Ásthildur, Ægir og Anna:  Þakka ykkur kærlega fyrir innlitið og fallega uppörvun.  Það er mér mjög mikils virði að eiga ykkur öll sem bloggvini, jafn gefandi og frábær sem þið eruð sjálf í ykkar pistlum ykkar. 

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 2.4.2008 kl. 00:07

14 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Knús á þig Lilja mín. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 2.4.2008 kl. 00:39

15 Smámynd: Ingibjörg Hinriksdóttir

Hjartanlega sammála, púff ... nú er flokkurinn ekki í ríkisstjórn og virðist aldrei hafa verið þar!

Ingibjörg Hinriksdóttir, 2.4.2008 kl. 14:53

16 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Það er nefnilega það.   Þetta hafa þá verið umskiptingar upp til hópa, sem þarna stjórnuðu í 12. ár þetta var mig farið að gruna.  Hegðunin var ekki eðlileg. Ætli Jón Kristjánsson hafi ekki hætt þessvegna.  Og  leið ekki yfir elskuna hana Ingibjörgu Pálmadóttir á tröppum Alþingis,  það var einmitt þegar hún fattaði ástandið, treysti sér ekki lengra, og hætti.

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 2.4.2008 kl. 16:15

17 Smámynd: Steingerður Steinarsdóttir

Áhrifamikil færsla.

Steingerður Steinarsdóttir, 3.4.2008 kl. 11:13

18 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Sammála Láru Hönnu, tímabært spark í rass unglingsins.  Takk kærlega fyrir Lilja Guðrún, þú skrifar fallega og snertir streng í mínu brjósti.

Jenný Anna Baldursdóttir, 3.4.2008 kl. 11:55

19 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Ég þakka ykkur fyrir, Steingerður og Jenný.  Vildi bara minna þingmanninn og hans félaga á, að það hefur enginn gleymt því,  hvernig hann og hans flokkur,  hagaði sér gagnvart öldruðum og öryrkjum á sínum tíma.

Þegar þeir samþykktu að setja lög, á aldraða og öryrkja, til að hirða af þeim, þær litlu kjarabætur sem samið hafði verið um.  

Þetta voru ein lúalegustu vinnubrögð sem um getur, í sögu Alþingis.  Og mun aldrei gleymast. -  Þegar  Ríkisstjórnin vildi ekki una dómnum og setti lög,  á laun aldraðra og öryrkja, sem voru þrátt fyrir kjarabæturnar "undir fátæktarmörkum".  

Og flokkur drengsins var með félagsmálaráðherrann, og heilbrigðisráðherrann, og hann var aðstoðarmaður ráðherra. 

  Það er í raun ekkert skrítið þó að hann beri enga virðingu fyrir, öldruðum, og öryrkjum, þegar hann er alinn upp í flokki,  sem metur, þennan hóp fólks ekki meira, en raunin var. -  Af því læra börnin sem fyrir þeim er haft. -                                                                                                          

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 4.4.2008 kl. 00:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband