Nútíma stórborgarferðamáti líka í Reykjavík.

      Neðanjarðarlest í Reykjavík mundi ekki kosta meira en tvöföld Sundabrautargöng, sögðu þeir "Fræðingarnir" í fréttunum í dag,  þeir sögðu Neðanjarðarlest kosta um 50 milljarða, meðan Sundabrautargöngin kostuðu 25 milljarða,  en Neðanjarðarlest mundu ekki, bara leysa af hólmi,  Sundabrautagöng, heldur líka t.d. Öskjuhlíðargöng,  mislæg gatnamót,  m.a. á mótum Miklubrautar og Kringlumýrarbrautar,  og að auki, þyrfti "ekki" að setja Miklubraut í stokk, auk ýmissa aðra stokka,  eða gangna, sem hefði þurft að byggja, um og við,  hin ýmsu götumannvirki, til að reyna að létta á umferðarvandanum í borginni, bílastæðamálum ogsfrv.  En með "Neðanjarðarlestarsamgöngum" yrðu, allar samgöngur, mun auðveldari, þar sem ekki þarf,  allt að stoppa út af hálku eða snjósköflum,  þar sem allar samgöngur eru neðanjarðar.  Gatnagerðarútgjöld munu líka snarminnka.  Og svifryksmengun mun snarminnka og þar með yrðu heilsufarsvandamál vegna svifryks færri jafnvel engin.  Svona mætti lengi telja.  Einnig mundi þetta líka þýða gífurlegan orkusparnað, (bensín,olíu)  -  Ég held, að það sé ekki hægt, að hugsa sér, hagkvæmari lausn, á því ófremdarástandi sem umferðaröngþveitið í Reykjavík og nágrenni kallar á  alla morgna og alla eftirmiðdaga, en að setja upp neðanjarðarlestarkerfi.  Hugsið ykkur að losna við alla streituna og stressið í umferðarteppunni, að ég tali nú ekki um þann fórnarkostnað sem borgarar þurfa að fórna í öllum þessum umferðaróhöppum, sem af þessu ófremdarástandi hlýst þegar nær daglega verður einn farþegi á dag, að meðaltali, fyrir varanlegum skaða af völdum umferðaróhapps. -  Þá er neðanjarðarlest skynsamlegasta  lausnin.    

     Svo að sjálfsögðu,  færi neðanjarðarlestin  til Keflavíkurflugvallar og þá þyrfti ekki lengur að rífast um það að  flugvöllur verði að vera í Vatnsmýrinni,  vegna langrar vegalengdar og jafnvel ófærðar suður í Leifsstöð,  því það snjóar ekki á neðanjarðarlestirnar, og svona lest er í mesta lagi 15. mínútur suður á Leifsstöð. - 

     Annars er þetta endalausa karp um hvort flugvöllur eigi að "vera eða fara".  -  Svo dæmalaus skrítin, sóun á tíma og orku.  Hvervegna þarf fólk endalaust, að vera að rífast um flugvöll í Vatnsmýrinni sem fyrir löngu, er "búið" að "kjósa útaf kortinu",  það var gert í, löglegri og "lýðræðislegri" kosningu sem fram fór í Reykjavík á sínum tíma og allir kosningabærir menn og konur gátu kosið.  ÞAÐ HEITIR LÝÐRÆÐI,  þegar haldnar eru kosningar um þau mál sem t.a.m. í þessu tilfelli borgarbúar voru ekki sammála um hvernig leysa skyldi mál flugvallarins,  en borgarbúar voru sammála um að  efnt skyldi til kosninga, og þá var auðvitað  efnt til kosninga, en áður var málið kynnt, vel og rækilega, svo rann upp "kjördagur" og þá,  var gengið til kosninga,  svo kom niðurstaðan, þegar atkvæðin höfðu verið talin,  niðurstaðan var, "að meirihluti kjósenda", vildi, að "flugvöllurinn færi,"  úr Vatnsmýrinni.  PUNKTUR. -    

     En, eins og ég sagði í pistli mínum fyrir um tveim mánuðum síðan.  Þá var það bara spurning um tíma hvenær  "farþegalestin" kæmi til Íslands. 

     Auðvitað hlaut að koma að því að Íslendingar tækju upp nútíma "Stórborgarferðamáta" sem er auðvitað neðanjarðarlest.  -    Hugsið ykkur bara!.,  m.a.s. undir "síkjunum"  í Amsterdam eru nýju neðanjarðarlestarnar farnar að renna milli lestarstöðva,  til að koma fólki fyrr á milli staða.   Ég vona nú, að þeir starti, strax, á morgunn,  undirbúningi að skipulagningu neðanjarðarlestarferða. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Sammála

Hólmdís Hjartardóttir, 15.3.2008 kl. 02:38

2 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Vonandi fara einhverjir að þessum ,,vitringum" að leysa málin.  gæti ekki verið meira sammála þér.  Góðar kveðjur inn í daginn.

Ía Jóhannsdóttir, 15.3.2008 kl. 08:18

3 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Takk fyrir Hólmdís, Ía, og móðir í hjáverkum! 

   Ég er eins og þið, mest hissa á hversu seint,  þetta kemst inni í umræðuna hér,  en það hefur ekki verið auðvelt,  að mjaka henni þar inn,  og upp á yfirborðið,  það hefur hingað til verið mun auðveldara, að sópa allri svona umræðu beint útaf borðinu.  En nú erum við farin að tala um "mannvirki" og það kitlar alltaf karlanna líka.

Vertu velkominn í bloggvinahópinn minn,  kæra "móðir í hjáverkum", segi það sama og þú: Hlakka sömuleiðis til að bloggast með þér. 

Óskir um góða og gæfuríka helgardaga til ykkar allra. Kv. LIlja

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 15.3.2008 kl. 14:37

4 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Hjartnalega sammála þessu Lilja.

Marta B Helgadóttir, 16.3.2008 kl. 13:05

5 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Merkileg þessi þrönghugsun þjóðarinnar hvað varðar að hafa flugvöllinn í Keflavík.  Á þessum tíma hraða og framfara, getur ekki verið mikið mál að skella inn samgöngutæki (eins og lest) þannig að fólk komist fljótt og vel á áfangastað.  Ég get svarið það, að ég krossa fingur og fer með bænirnar mínar, þegar ég hugsa til þess hvað gæti gerst með flugvöllinn í miðri íbúabyggð.

Takk fyrir pistilinn, orð í tíma töluð.

Jenný Anna Baldursdóttir, 18.3.2008 kl. 07:30

6 Smámynd: Ingibjörg Hinriksdóttir

Kvitta fyrir innlitið - hjartanlega sammála!

Ingibjörg Hinriksdóttir, 18.3.2008 kl. 13:43

7 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Elsku Lilja mín.  Bestu páskakveðjur héðan frá Stjörnusteini.  Njóttu helgarinnar með fjölskyldu og vinum

Páskaknús til allra sem muna eftir mér. Easter Basket 

Ía Jóhannsdóttir, 20.3.2008 kl. 22:25

8 Smámynd: Ragnheiður Ólafía Davíðsdóttir

Sæl, Lilja mín. Þátturinn minn, "Gengið fyrir gafl" verður á annan í páskum kl. 16.05. Ég mun örugglega skila kveðju til Sossu okkar í Bolungarvík - enda er ég alltaf með annan fótinn á Vestfjörðum. Nú þurfum við gömlu áhugahópskonurnar að fara að hittast. Ég er með brilliant hugmynd til að halda upp á 20 ára afmæli Áhugahópsins og 30 ára afmæli leiklistarhópsins.

Gleðilega páska, elsku Lilja, kveðja til Lóu.

Ragnheiður Ólafía Davíðsdóttir, 21.3.2008 kl. 10:31

9 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Gleðilega páska Lilja, eigið góða helgi.

Marta B Helgadóttir, 21.3.2008 kl. 11:56

10 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Gleðilega páskarest, var að horfa á þig í sjónvarpinu í myndinni ,,Foreldrar" í gær og fannst þú gjörsamlega taka hlutverkið með trompi!

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 24.3.2008 kl. 08:31

11 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Það er bara smá sem ég vil koma að í sambandi við flugvöllinn.  Það voru bara reykvíkingar sem fengu að kjósa.  En Reykjavik er höfuðborg landsins og ber því ábyrgð sem slík gagnvart öllu landinu.  Það sem er líka við Keflavík að það tekur einfaldlega of langan tíma, fólk fer gjarnan á fund í Reykjavík að morgni og fer heim að kvöldi.  Öll seinkun á tíma er því ekki góð.  En ég er alveg tilbúin til að taka undir að hafa flugið í Keflavík, ef Keflavík verður gerð að höfuðborg landsins, og þangað yrði flutt öll stjórnsysla og þjónusta við landsmenn.  Meðan svo er ekki, verður flugvöllurinn í Vatnsmýrinni.  Það er mín skoðun. 

Svo vil ég bjóða þig velkomna í hópinn minn Lilja Guðrún mín. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 24.3.2008 kl. 13:49

12 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Takk fyrir fallegar kveðjur Marta, Jenný, Ingibjörg og Ía. 

Ragnheiður takk fyrir þáttinn hann var frábær.

 Jóhanna Magnúsar-og Völudóttir.  Takk fyrir falleg orð í minn garð.  - Ég horfði líka á "Foreldra" hef nú séð hana 3svar áður, og finnst hún alltaf jafn góð ef ekki enn betri nú í 4 sinn, - Þau eru "snillingar" þetta unga fólk sem vann að þessari mynd og það var sannkallaður heiður að fá að vinna með þeim.  Og það er gaman að fylgjast með því hve góð viðbrögð hafa verið við myndinni útum allan heim, sem og hér heima.

Ásthildur:  Ég er að hugsa til framtíðarlausnar á því umferðaröngþveiti og ófremdarástandi sem ríkir hér í borginni á degi hverjum nú þegar,  og þarfnast framtíðarlausnar á umferðarmannvirkjum þar sem tekið er inn í reikninginn allir þættir umhverfisins til framtíðar, en ekki þessar eilífu skammtímalausnir sem kostar bara fjáraustur en skilar engu.  Veistu hvað það tekur langan tíma að komast úr miðbænum og út á Reykjavíkurflugvöll í dag?   Það tekur um 30. mínútur, lengur á álagstímum.   Veistu hvað það tæki langan tíma að fara með lest til Keflavíkur það tæki 15. mínútur, alla tíma.  Það að farþegi fari gjarnan á fund að morgni og heim aftur síðdegis, þá þyrfti farþeginn alls ekki að vera lengur á ferðinni til og frá flugvelli með lest, en hann er nú í umferðinni í dag.   En hvernig heldurðu að ástandið verði þá eftir 16. ár ef ekkert er aðgert og flugvöllur áfram í Vatnsmýrinni og ástand umferðar verður óbreytt, nema enn fleiri bílar á götunum og mengun í hámarki, og öngþveitið því enn meira, en það er í dag. -  Þetta er spurning upp á líf og dauða íbúa Reykjavíkur og nágrennis og líka þeirra sem sækja Höfuðborgina heim,-  spurning um. að allir komi heilir heim, frá þeirri "vá" sem liggur yfir umferðinni hér á hverjum einasta degi allan ársins hring.  Því spyr ég viltu ekki frekar fá þitt fólk heilt heim þó að það þurfi að vera nokkrum mínútum lengur á leiðinni, en að fá það aldrei heim aftur, afþví spara á nokkrar mínútur á viku eða mánaðarbasis fyrir fundarsetu flugfarþega.  Ég, vil fá mitt fólk heilt heim, og vel því þá lausn, sem mér sýnist skynsamlegust,  þegar horft er til framtíðar. Hvað um þig.?    

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 25.3.2008 kl. 00:17

13 Smámynd: Halldór Jónsson

Ömurlegt að lesa hvernig þú talar um kosningu um flugvöllinn, sem við flugvallarvinir sniðgengum til að mótmæla aðferðafræðinni. Engu að síður var niðurstaðan  patt og ómarktæk vegna þáttökuleysis.

 Það er alger meirihuti núna fyrir því að flugvöllurinn veri kyrr þar sem hann er.

Reykjavíkurflugvöllur lengi lifi og verði áfram í Vatnsmýrinni, landi og þjóð til hagsbóta héreftir sem hingað til !

Þjóðaratkvæði um þetta í forsetakosningunum í júni ! 

Halldór Jónsson, 25.3.2008 kl. 02:39

14 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Ömurlegt að lesa, hver virðing þín, er, fyrir lýðræðislegri kosningu, um málefni sem varða alla íbúa Reykjavíkur,  og framtíð Reykjavíkurborgar. 

  Þú talar um að þú,  og þínir líkar,  sem "flugvallarvinir" hafi ákveðið að sniðganga þessa lýðræðislegu aðferð, sem valin var, og samþykkt einróma af borgarstjórnarfulltrúm öllum, að lofa íbúum borgarinnar, að segja sína skoðun, og taka ábyrga afstöðu, til þessarar vandasömu ákvörðunar, um, hvort, flugvöllurinn ætti að vera, eða fara. 

  Með því að koma á kjörstað,  og greiða atkvæði .-  Niðurstaðan var skýr, hvernig sem þú reynir að skrumskæla hana.  - Niðurstaðan liggur fyrir.

  Með því að segja, að þar sem  kosningaþátttakan, hafi ekki verið meiri, sé niðurstaðan ómarktæk.

-  Ertu þá að segja að löglega boðaðar kosningar, þar sem partur af þeim sem eru á kjörskrá, ákveða að hundsa þáttöku á kjörstað, og mæta ekki, eru þá niðurstöður þeirra kosninga ómarktækar ?

 Afþví að niðurstöðurnar, falla ekki í kramið, hjá þeim sem mótmæltu, með því að mæta ekki á kjörstað. -   Eru þá kosningarnar ómarktækar ?

  Fyrirgefðu, þannig virkar bara meirihlutalýðræði ekki. -  Og, er ekki lýðræði í þessu landi?., og í þessari borg?  -  Og þú, sem borgaralegur þegn,  þessarar borgar,  hlýtur, að þurfa, að lúta sömu lögmálum og við,  hinn almenni borgari, þurfum að gera. -  

  Það er, að þegar Borgarstjórn boðar borgarbúa á kjörstað til að kjósa,  um mál, sem brennur, á, öllum borgarbúum, og varðar framtíð Reykjavíkurborgar sem höfuðborgar,  og til kosninganna, er boðað, með  löglegum fyrirvara, og að öllu farið að lögum, og lýðræðið í heiðri haft.  

  Þá hlýtur  niðurstaðan að vera lögleg og bindandi.  Þó að þú, og einhverjir sem ekki vilja beygja sig undir að ákvörðun um lýðræðislega kosningu, er tekin,  og vilja lýsa vanþóknun ykkar, á þessari ákvörðun, um meirihluta lýðræði, með því að mæta ekki, á kjörstað.  Og stuðli þannig að óhentugri niðurstöðu, fyrir ykkur persónulega.  - Þá liggur niðurstaðan fyrir, og hún er skýr.

   Þá verða þeir, sem ósáttir eru, við niðurstöðuna,  bara, að bíta í, það súra epli, að ákvörðun þeirra, um, að hundsa kosninguna, varð kannski til þess, að þeirra málstaður "tapaði",  en þeir mega ekki þar með halda að þeir hafi tapað fyrir lýðræðinu, og þar með ber að leggja niður lýðræði.   Það var þeirra ákvörðun, að mæta ekki á kjörstað.   Aðrir svöruðu kallinu af ábyrgð, með því að mæta, á kjörstað og kjósa.   Heldur þú því þá fram að þú getir hnekkt niðurstöðu sem fengin er með jafn lýðræðislegum hætti, eins og raunin er með niðurstöðu þessara kosninga. Því niðurstaðan er ótvíræð.

    Ég var sjálf, lengi að finna út, hvað ég vildi, var mjög tvístígandi.  Ég tók þá ákvörðun að kynna mér málin, frá öllum hliðum,  og ég mætti á kynningarfundi aðila, sem voru bæði með,  og á móti, veru flugvallarins,  en að lokum hlaut ég, að kjósa með borginni minni,  og  því hvernig ég sæi borgina þróast næsta árhundraðið.  Og með framtíðar hagsmuni Reykjavíkurborgar í huga, kaus ég. 

  Því mér finnst, sem ábyrgum þegn,  þessarar fallegu borgar, mér bera skylda til, að nota lýðræðislegan rétt minn, og kjósa um málefni, sem jafn skiptar skoðanir eru um, og raun ber vitni, þegar mér býðst slíkt.  Og ég kýs af ábyrgð.

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 25.3.2008 kl. 04:28

15 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Lilja mín auðvitað vil ég fá fólki mitt heilt heim.  En ég sé ekki að þó flugvöllurinn fari muni það lagast.  Ég held einmitt að álagið á miðbæinn aukist ef öðruvísi starfssemi og íbúðarhús komi þarna niður.  Ef flugvöllurinn verður fluttur til Keflavikur mun innanlandsflug leggjast af í núverandi mynd, ekkert minna en það.

 Ég er sammála því að það þarf heildarlaust í umferðarmannvirkjum í Reykjavíkurborg, en það þarf að huga að fleiru en bara breiðari vegum, undirgöngum og slaufum.  Aðalvandinn er að það eru allof margir staðsettir á sama blettinum.  Margt af þessu fólki vill heldur búa úti á landi.  En af því hve atvinna er fábreytt og einhliða neyðast menn til að búa í borginni.  Ég hef heyrt marga tala þannig.  Enda er allt suðurlandið að blása út núna, því fólk vill heldur vera í nágrenni Reykjavíkur einmitt líka vegna þrengsla og vegakerfisins.

Þess vegna held ég að það megi létta á vegakerfinu með þeim skynsama hætti að gefa fólki hreinlega kleyft að búa þar sem það vill búa, og skapa atvinnutækifæri á landsbyggðinni, færa stofnanir í meira mæli út á land.

Ég er alls ekki á móti því að gatnakerfi Reykjavíkur verði lagfært og slysagildrur lagaðar.  Ég er bara að benda á að Reykjavíkurborg hefur skyldum að gegna gagnvart landinu öllu.  Það fylgir nefnilega því að vera höfuðborg.  Ef borgarstjórn skorast undan þeirri ábyrgð, þarf að færa höfuðborgina eitthvert annað, svo sem eins og til Keflavíkur.  Þar myndi þá byggjast upp allt stjórnkerfið og þær stofnanir sem landsbyggðin á í samskiptum við.  Reykjavík yrði þá úthverfi. 

Mörg störf myndu flytjast til Keflavíkur,  ef flugvöllurinn flyttist þangað.  Man ekki hvað er verið að tala um mörg störf, en það eru nokkur hundruð. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 25.3.2008 kl. 11:56

16 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Mjög góður pistill, takk fyrir.  Ég vona svo sannarlega að mönnum takist að leysa þetta á skynsamlegan máta. Big Hug

Ásdís Sigurðardóttir, 25.3.2008 kl. 16:29

17 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Ég veit það Ásthildur mín, það viljum við nefnilega öll, þessvegna finnst mér það vera þegnskylda að finna lausn á öllum þeim málum sem þarf að leysa til að geta byggt okkur og börnum okkar, betra og öruggara samfélag.

Þakka þér fyrir Ásdís. Ég vona það svo sannarlega líka og hef fulla trú á því að það gerist fyrr en síðar. 

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 27.3.2008 kl. 02:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband