Klukkan 22:20 mundu það Lilja og góða skemmtun! Leikslok í kvöld ....

 Síðasta stefnumót mitt var algjört æði..    Svo það er eins gott að ég gleymi ekki að mæta á stefnumótið mitt í kvöld klukkan 22:20, þar ætla ég að hitta sjarmörinn Jónas Jónasson, já. einmitt hann sjálfan, hinn ástsæla útvarpsmann, leikskáld m.m.  Ég er mjög spennt, því þarna er á ferðinni,  mjög sérstakt uppgjör leikskálds sem Arnar Jónsson leikur.......  Þetta er, uppgjör hans við fjölskyldu og vini  s...................................... 

   Þarna leika líka auk Arnars, Kristbjörg Kjeld, Valdimar Flygerning, Elfa Ósk Ólafsdóttir og Lilja Guðrún og fleiri.  Og leikstjórinn er Hilmar Oddsson snillingur, ég féll alveg kylliflöt fyrir honum sem leikstjóra, það er svo gott að vinna með honum, hann er menntaður kvikmyndaleikstjóri, var þarna að þreyta frumraun sína sem leikstjóri í útvarpi, en það var ekki hægt að finna.  Þarna gekk reyndur leikstjóri fram til stjórnar, afar næmur á litbrigði, radda leikaranna, enda er hann mikill tónlistarmaður.   Þessvegna hlakka ég mikið til að heyra flutninginn á Rás1 kl:22:20 í kvöld, fimmtudagskv. 3. apríl. Því ég er eins og þið að hlusta á útkomuna í fyrsta skipit.  Góða skemmtun Lilja!


Kæri Birkir Jón, opið bréf til þín frá mér!

Hvar varst þú síðastliðin 12 ár - á meðan flokkur þinn Framsóknarflokkurinn fór með embætti Félagsmálaráðherra í Ríkisstjórn?

Hvar varst þú, á meðan þú varst aðstoðarmaður félagsmálaráðherra?

Hvar varst þú, á meðan þú varst formaður fjárlaganefndar Alþingis?

Hvar varst þú, þegar þú varst þingmaður Framsóknarflokksins sem fór með embætti Félagsmálaráðherra í 12 ár?

Þú varst hvar, þegar vinkona mín, skrifaði eftirfarandi bænalínur til þín. Og fékk aldrei svar?:

Kæri Birkir Jón!

Er þér berst þetta bréf,

burtu farin, þá ég er,

úr heimi hér.

En áfram, kall mitt berst,

frá þeim, og mér,

að þið skilið, aftur því,

sem okkur ber.


mbl.is Birkir Jón: Vill ræða málefni aldraðra og öryrkja
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

STARFSHÓPUR KANNAR HAGKVÆMNI - METRÓ - !

 Nú hafa verkfræðingar við Háskóla Íslands myndað starfshóp til að kanna hagkvæmni neðanjarðarlestar á höfuðborgarsvæðinu, og kanna aðstæður fyrir neðanjarðarlestarkerfi "metró", á höfuðborgarsvæðinu. Hópurinn mun kanna hagkvæmni "metró - kerfis".

Hópurinn mun kanna hagkvæmni hugmynda Björns Kristinssonar verkfræðings á neðanjarðarlestarkerfi.  En hann hefur lagt fram hugmyndir að neðanjarðarlestarkerfi á höfuðborgarsvæðinu eins og ég hef áður greint ítarlega frá og læt líka fylgja hér fyrir neðan.

Og nú hefur það merkilega gerst, að búið er að stofna starfshóp, innan verkfræðideildar Háskóla Íslands, sem á að kanna aðstæður á Stór - Reykjavíkursvæðinu fyrir Metró - kerfi.

Það sem hópurinn mun skoða er m.a:  Hagkvæmni Metró - kerfis, staðsetningu lestarstöðva, tengikerfi við lestarnar, og tæknilega valkosti.

Þá munu þeir líka skoða: Æskilega opinbera stefnumótun, og stefnumörkun.

Þá mun hópurinn leita fanga utan hópsins eftir því sem efni standa til.

Á heimasíðu Björns kemur fram að forkönnun neðanjarðarlestarkerfis sé skref í áttina að bættari umferðarsamgöngum á höfuðborgarsvæðinu.   Og vonast menn til að forkönnun leiði til nákvæmari áætlanagerðar, sem dugar til ákvarðanatöku til framtíðar.  

NEÐANJARÐARLEST TIL HÖFUÐS UMFERÐARVANDANUM Á HÖFUÐBORGARSVÆÐINU. -  ER  FRAMTÍÐARLAUSN, og eina raunhæfa lausnin, sem ég sé, að hægt sé að, tefla fram til höfuðs, þeim vanda sem við er að glíma. 

   Og í grein, í DV. frá því 18. mars sl. er mjög athyglisvert viðtal, við Björn Kristinsson verkfræðing, sem lagt hefur fram tillögur til lausnar á umferðarvanda Reykjavíkur með neðanjarðarlest. 

     Björn segir m.a. í viðtalinu við Baldur Guðmundsson blaðamann á DV að:  "Gróflega áætlað, gæti hann trúað, að neðanjarðarlestarkerfi, gæti kostað um 40 milljarða króna.  Það er auðvitað töluverð upphæð, en hafa verður í huga, að hún gæti, leyst umferðarvanda höfuðborgarsvæðisins."  Og verður því fé þessvegna, betur varið í "metró-kerfi", en aðrar þær leiðir, sem farnar hafa verið undanfarin ár.  -   Segja má að,  Mislæg gatnamót,  Sundabraut og niðurgröftur gatna af ýmsu tagi, kosta, nálægt 40 milljörðum króna,  en "þjóna bara bílaumferðinni". 

   Í samanburði við þetta kostar "metró"  um þrjá milljarðakróna, á hvern kílómetra, og lestarstöð, um einn milljarð króna.   Ætla mætti, að  Metró  til almenningssamgangna, kosti ámóta upphæð, en minnki um leið, þörf á bílamannvirkjum, og akstri, og spari bíleigendum, kostnað, vegna síhækkandi olíuverðs á heimsmarkaði. 

   FÍB reiknaði út, að árlegur kostnaður, við rekstur einkabíls, er á bilinu, ein til ein og hálf milljón.  Ef við miðum við, að á höfuðborgarsvæðinu, séu um hundrað þúsund bílar, þá nemur, árlegur kostnaður, bifreiðaeigenda á suðvesturhorninu um, 100 til 150 milljörðum króna.   Ef tilkoma "Metró-kerfis" yrði til að fækka bílum, þá myndi háar upphæðir sparast. 

   Strætó er tímaskekkja, eins og strætó er rekinn í dag, tímaskekkja, sem þarfnast, verulegrar endurskipulagningar.  Ferðir eru óþolandi strjálar, ferðatími langur,  leiðakerfi oft óhentugt, og, "biðskýli" skýla engu.  Enda notar fólk ógjarnan strætó. 

   Lestir ofanjarðar, segir Björn,  ekki, góðan kost.   Sá kostur, er ekki betri en, vagnarnir sem nú eru í notkun.  Teinar yrðu settir á götur í, almennri innanbæjarumferð í Reykjavík, þær hafa sömu galla, og strætó, og eru líka hægfara.  Til glöggvunar er meðalhraði ofanjarðarlesta í Stuttgart í Þýskalandi 26. kílómetrar á klukkustund.    Eini kosturinn við léttlestir er sá, að þær má knýja, með ekta sunnlensku rafmagni. segir Björn.

     Með neðanjarðarlest myndi ferðatími höfuðborgarbúa, í mörgum tilfellum, styttast verulega.   Metró-lest er varin fyrir umhverfinu, og mætir engri annari umferð. 

   Miðað við, að þrjár til fjórar stöðvar, yrðu, á leiðinni frá Mosfellsbæ, að Lækjartorgi,  gæti Björn trúað,  að lestin yrði um 10 mínútur á leiðinni.  Hún yrði um eina og hálfa mínútu á milli stöðva, auk þess, sem hún mundi stoppa um tvær mínútur, á hverjum stað.

     Björn segir ekki nauðsynegt, að grafa göng, alla leiðina til Hafnarfjarðar, eða upp í Mosfellsbæ.  Sú útfærsla sem hann hefur í huga, er þannig, að á sumum stöðum, mætti grafa örlitla rás, ofan frá, og setja svo þak yfir, til að loka lestarnar frá umhverfinu.   

  Hann segir líka ljóst, að hart verði tekist á, um legu metrókerfisins,  og staðsetningu stoppistöðvanna, ef til þess kæmi, að framkvæmdin yrði ákveðin.   Það vilja allir búa nálægt "metró" og því, hefur hann forðast, að nefna hugmyndir, um staðsetningar, á stoppistöðvum, og nákvæma legu kerfisins. 

   Þá ákvörðun, verða, stjórnmálamenn að taka, en til þessa, hafa þeir verið alltof hræddir, við að taka upp hugmyndir, af þessum toga.  Það er alveg ljóst, að Þetta mundi nýtast fjölmennum vinnustöðum, á borð við fyrirhugað, hátæknisjúkrahús við Hringbraut, ákaflega vel.   Þeir sem hafa gagnrýnt staðsetningu sjúkrahússins, með tilliti til umferðarþunga, ættu að sjá, að "metró" gæti, leyst þann vanda, og dregið verulega úr bílaumferð, segir Björn.

     Í tengslum við "metró-kerfið," vill Björn, að teknar verði í gagnið, svokallaðar "skutlur", - það eru litlir og liprir áætlunarbílar, sem keyra um hverfin, og gegna því hlutverki, að ferja þá, sem búa fjarri stoppistöðvum, metrólestarinnar.  Þær leiðir yrðu stuttar, og stutt, á milli ferða.  Og dæmi um, leiðakerfi, slíkrar skutlu má sjá á korti, hvernig hann kortleggur Kópavog sem dæmi og Baldur blaðamaður DV birtir mynd af því með viðtalinu í DV.  Einnig er hægt að sjá nokkrar hugmyndir Björns af neðanjarðarlestarkerfum og skutlum á þessari slóð með því að ýta á: hér. - http://brunnur.rt.is/bk/

     Björn kallar á nýja hugsun, í samgöngulausnum.  Með metró, er skapaður, alveg nýr valkostur.  Eða eins og hann spyr í DV.:    Er það eðlileg stjórnsýsla, og pólitík, að verja tugum milljarða,  auk landrýmis, í mislæg gatnamót, niðurgrafnar götur, og bílajarðgöng: innanbæjar og á leiðinni inn og útúr borginni?

 - Ekki greiða bíleigendur sérstaklega fyrir þessi mannvirki.   METRÓ dregur úr þörf, fyrir þessi útgjöld, en skapar í staðinn, góðan og greiðan, ferðamáta, þannig að, innanbæjarakstur minnkar, lífsgæði batna,  og slysum fækkar.: segir Björn og skorar á samgönguráðherra, þingmenn og borgarstjórn að skoða þessa lausn gaumgæfilega.  

     Og ég tek heilshugar undir með Birni og skora á samgönguráðherra,  þingmenn, og borgarstjórn að skoða þessa hugmynd að lausn.   Og ég hvet alla borgarbúa, og íbúa höfuðborgarsvæðisins og landsins alls, að skoða þessi mál, vel og vandlega.   Og leggja fram hugmyndir sínar, um staðsetningu, lestarstöðva Metró-lestarkerfis á Höfuðborgarsvæðinu, með því, að send tölvupóst á - metro@dv.is -  Miðað er við að metrólest stoppi á nokkrum stöðum á leiðinni Lækjartorg - Hafnarfjörður annarsvegar,   og á leiðinni frá Lækjartorgi að Mosfellsbæ hinsvegar. - Gott er að hafa í huga, að gróflega áætlað, kostar ein lestarstöð, um einn milljarð króna, auk þess, sem hún tefur ferð, um tvær mínútur. - Nefnið póstnúmer hverrar lestarstöðvar og þekkt kennileiti í nágrenni stöðvarinnar.  

  Björn mun að samkeppni lokinni taka hugmyndirnar saman og afhenda ráðherra þær.

   


Nútíma stórborgarferðamáti líka í Reykjavík.

      Neðanjarðarlest í Reykjavík mundi ekki kosta meira en tvöföld Sundabrautargöng, sögðu þeir "Fræðingarnir" í fréttunum í dag,  þeir sögðu Neðanjarðarlest kosta um 50 milljarða, meðan Sundabrautargöngin kostuðu 25 milljarða,  en Neðanjarðarlest mundu ekki, bara leysa af hólmi,  Sundabrautagöng, heldur líka t.d. Öskjuhlíðargöng,  mislæg gatnamót,  m.a. á mótum Miklubrautar og Kringlumýrarbrautar,  og að auki, þyrfti "ekki" að setja Miklubraut í stokk, auk ýmissa aðra stokka,  eða gangna, sem hefði þurft að byggja, um og við,  hin ýmsu götumannvirki, til að reyna að létta á umferðarvandanum í borginni, bílastæðamálum ogsfrv.  En með "Neðanjarðarlestarsamgöngum" yrðu, allar samgöngur, mun auðveldari, þar sem ekki þarf,  allt að stoppa út af hálku eða snjósköflum,  þar sem allar samgöngur eru neðanjarðar.  Gatnagerðarútgjöld munu líka snarminnka.  Og svifryksmengun mun snarminnka og þar með yrðu heilsufarsvandamál vegna svifryks færri jafnvel engin.  Svona mætti lengi telja.  Einnig mundi þetta líka þýða gífurlegan orkusparnað, (bensín,olíu)  -  Ég held, að það sé ekki hægt, að hugsa sér, hagkvæmari lausn, á því ófremdarástandi sem umferðaröngþveitið í Reykjavík og nágrenni kallar á  alla morgna og alla eftirmiðdaga, en að setja upp neðanjarðarlestarkerfi.  Hugsið ykkur að losna við alla streituna og stressið í umferðarteppunni, að ég tali nú ekki um þann fórnarkostnað sem borgarar þurfa að fórna í öllum þessum umferðaróhöppum, sem af þessu ófremdarástandi hlýst þegar nær daglega verður einn farþegi á dag, að meðaltali, fyrir varanlegum skaða af völdum umferðaróhapps. -  Þá er neðanjarðarlest skynsamlegasta  lausnin.    

     Svo að sjálfsögðu,  færi neðanjarðarlestin  til Keflavíkurflugvallar og þá þyrfti ekki lengur að rífast um það að  flugvöllur verði að vera í Vatnsmýrinni,  vegna langrar vegalengdar og jafnvel ófærðar suður í Leifsstöð,  því það snjóar ekki á neðanjarðarlestirnar, og svona lest er í mesta lagi 15. mínútur suður á Leifsstöð. - 

     Annars er þetta endalausa karp um hvort flugvöllur eigi að "vera eða fara".  -  Svo dæmalaus skrítin, sóun á tíma og orku.  Hvervegna þarf fólk endalaust, að vera að rífast um flugvöll í Vatnsmýrinni sem fyrir löngu, er "búið" að "kjósa útaf kortinu",  það var gert í, löglegri og "lýðræðislegri" kosningu sem fram fór í Reykjavík á sínum tíma og allir kosningabærir menn og konur gátu kosið.  ÞAÐ HEITIR LÝÐRÆÐI,  þegar haldnar eru kosningar um þau mál sem t.a.m. í þessu tilfelli borgarbúar voru ekki sammála um hvernig leysa skyldi mál flugvallarins,  en borgarbúar voru sammála um að  efnt skyldi til kosninga, og þá var auðvitað  efnt til kosninga, en áður var málið kynnt, vel og rækilega, svo rann upp "kjördagur" og þá,  var gengið til kosninga,  svo kom niðurstaðan, þegar atkvæðin höfðu verið talin,  niðurstaðan var, "að meirihluti kjósenda", vildi, að "flugvöllurinn færi,"  úr Vatnsmýrinni.  PUNKTUR. -    

     En, eins og ég sagði í pistli mínum fyrir um tveim mánuðum síðan.  Þá var það bara spurning um tíma hvenær  "farþegalestin" kæmi til Íslands. 

     Auðvitað hlaut að koma að því að Íslendingar tækju upp nútíma "Stórborgarferðamáta" sem er auðvitað neðanjarðarlest.  -    Hugsið ykkur bara!.,  m.a.s. undir "síkjunum"  í Amsterdam eru nýju neðanjarðarlestarnar farnar að renna milli lestarstöðva,  til að koma fólki fyrr á milli staða.   Ég vona nú, að þeir starti, strax, á morgunn,  undirbúningi að skipulagningu neðanjarðarlestarferða. 


Hrós ætti alltaf að vera mottó hvers dags.

 Kæru vinir
 Sendi ykkur sögu dagsins til umhugsunar. Knúskveðjur frá mér

  Dag einn bað kennari nemendur sína að skrifa nöfn bekkjarfélaganna á
  blað. Þeir áttu að skrifa eitt nafn í hverja línu og hafa auða línu á milli.
  Síðan bað hún nemendur sína að hugsa um það besta um hvern og einn og skrifa
  það fyrir neðan nafnið. Þegar nemendur fóru úr tíma skiluðu þau blöðunum
  til kennarans sem fór með þetta heim og bjó til lista yfir hvern nemanda
  og safnaði saman því sem bekkjarfélagarnir höfðu skrifað.
  Síðan fengu nemendurnir þetta í hendurnar daginn eftir. Þegar þeir
  lásu þetta urðu þeir hissa á öllu því jákvæða sem bekkjarfélagarnir höfðu
  skrifað. Þeir höfðu ekki gert sér grein fyrir að þeir skiptu svona
  miklu máli. Kennarinn vissi ekki hve mikið nemendurnir ræddu þetta sín á
  milli eða við foreldrana en þetta hafði tilætlaðan árangur. Nemendurnir urðu
  ánægðari með sig og aðra í bekknum, þeim leið betur.
  Lífið hélt áfram.
  Mörgum árum seinna lést einn nemendanna sem hét Magnús og kennarinn
  ákvað að vera viðstaddur jarðarförina. Einn vinur hins látna gekk til hennar og
  spurði hvort hún hefði verið kennarinn hans og sagði að Magnús hefði
  talað mikið um hana. Foreldrar hins látna komu einnig til hennar og vildu
  sýna henni svolítið. Þau höfðu fundið samanbrotið blað í veski Magnúsar og
  var það listinn með öllu jákvæðu atriðunum frá bekkjarfélögunum sem
  kennarinn hafði fengið honum fyrir mörgum árum. 'Þakka þér fyrir að gera þetta,
  því eins og þú sérð þá skipti þetta hann miklu máli' sagði móðir Magnúsar.
  Fyrrum bekkjarfélagar tóku undir það og sögðu að þessi listi hefði
  fylgt þeim öllum gegnum lífið og skipt þá mjög miklu máli. Þetta var eitt af
  því sem þeim þótti vænst um.
  Þegar gamli kennarinn heyrði þetta settist hún niður og grét, bæði
  syrgði hún Magnús og svo var hún hrærð yfir því að hafa snert nemendur sína
  með þessu uppátæki.
  Flest okkar hegðum við okkur þannig eins og að við höfum gleymt því að
  lífið endar einn góðan veðurdag. Enginn okkar veit hvenær sá dagur verður.
  Þess vegna bið ég þig að segja við þá sem þér þykir vænt um hvað þeir séu
  þér mikilvægir og eigi sérstakan stað í hjarta þér. Gerðu það oft áður en
  það verður of seint.
  Eitt af því sem þú getur gert er að senda þetta áfram. Ef þú gerir það
  ekki þá hefur þú misst af tækifæri til þess að gera eitthvað gott fyrir þá
  sem eru þér mikilvægir.
  Ef þú hefur fengið þetta bréf þá er það af því að einhverjum þykir
  vænt um þig og að alla vega einni persónu finnst þú vera mikilvæg/ur.
  Sendu þetta áfram. Sýndu að þér er annt um vini þína. Mundu að þú
  uppskerð eins og þú sáir. Mundu að þú ert mikilvægur einhverjum.
  Vona að dagurinn verði þér finn og sérstakur því þú skiptir miklu máli!

     Þessa sögu sendi hún Guðrún, vinkona mín, mér.   Guðrún er líka bekkjarsystir mín, úr Leiklistarskólanum, þaðan sem við útskrifuðumst saman vorið 1978, einmitt fyrir réttum 30. árum.

    Síðan þá hefur Guðrún afrekað ýmislegt, hún byrjaði á að leika í Þjóðleikhúsinu, - jafnframt hefur hún unnið mikið frumkvöðlastarf, sem dæmi,  ruddi hún brautina fyrir vandaða talsetningu á leiknu barnaefni á stöð2, svo RUV varð að fylgja í kjölfarið og bæta sín vinnubrögð. 

     Og fyrir 20. árum stóð Guðrún ásamt okkur, bekkjarsystrum hennar í H. bekknum,  fyrir lengstu beinu útsetningu,  á listrænum skemmtiatriðum,  og alvarlegum áróðri,  með aðvörunum inn á milli, sem hófst með slagorðinu: "Akstur er dauðans alvara", ásamt Stöð 2, og því frábæra fólki sem þar vann þá, og stór hópur frábærra listamanna, leikara, söngvara, tónlistarmanna, og auglýsingargerðarmanna lagði okkur lið, að ógleymdri þáverandi Forseta Íslands og fyrrverandi skólastjóra okkar í H-bekknum Frú Vigdísi Finnbogadóttir sem var verndari söfnunarinnar, og þarna hélt þessi hópur uppi stanslausu stuði í,  allt að 5. klukkustundir samfleytt.   Og tilefnið var að safna fyrir húsnæði handa S.E.M. hópnum, "Samtök Endurhæfðra Mænuskaddaðra".  -  Sem tókst,  það var með ólíkindum hvernig þjóðin, öll Íslenska þjóðin,  allir sem einn lögðust á sveif,  með okkur,  og lögðu sitt af mörkum,  svo okkur tækist ætlunarverk okkar,  og það tókst,-  SEM-blokkinn reis upp úr jörðu og landsmenn gátu fylgst stoltir með árangri sem hægt er að ná ef viljinn er fyrir hendi og allir leggjast á eitt.  -  Og núna 20 árum,  frá þessari sögulegu útsendingu,  og á 30. ára leikafmæli sínu er,   leikkonan, og lísfkúnstnerinn,  Guðrún Þórðardóttir,  að útskrifast aftur úr Listaháskólanum,  þann 31. maí n.k. - Og hvað gerir hún Guðrún Þórðar þá ásamt H- bekknum? -  Ef þú bara vissir hvað ég er spennt!!! -  Eitt er víst að það verður sko fjör, og ferlega skemmtilegt, á þessum merku tímamótum. 


Hef lofað mér á stefnumót í kvöld, jamm... við Gabríel Sv....

Hef lofað sjálfri mér stefnumóti í kvöld kl: 22:20 á Rás1, við Gabríel hans Sveins Einarssonar.  Gabríel ætlar að spjalla um samskipti sín, við,  Guð og ýmsa samstarfsengla sína.  Líklega er honum þó, efst í huga, verkefni, sem hann er hvað þekktastur fyrir:  Þegar hann boðaði Maríu .................................   þið vitið. -  Í kvöld ætlar Gabríel loks, að leysa frá skjóðunni.  Ég er mjög spennt.  Því ég hef aldrei verið með þetta alveg á hreinu. - Ef til dæmis ...  - nei, ég ætla ekki að vera með neinar bollalegningar, ætla bara að mæta í kvöld kl:  22:20,  með útvarpstækið mitt stillt á Rás1. Veit að þarna verða Gabríel til halds og trausts, leikaraséníin þau,  Gunnar Hansson, Arnbjörg Hlíf Valsdóttir, og Valur Freyr Einarsson.  Og enginn annar en Sveinn Einarsson stjórnar umræðum.  Þetta verður spes kvöld, í kvöld.  Snillingurinn hann Sveinn kemur manni sífellt á óvart. -   Heyrumst í kvöld  kl: 22:20

póli-tískur Skollaleikur

     Pólitíkin er sko engin venjuleg tík, sagði eldri kona við mig um daginn.  Sko, það hefur bara svo mikið, verið að gerast, i borgarpólitíkinni,  uppá síðkastið, sem hefur gert það að verkum,  að ég eins og margir fleiri, er alveg logandi hrædd, við það algjöra stjórnleysi, sem ríkir hér í borginni okkar, núna.   

     Ég sem var svo ánægð með Tjarnarkvartettinn og hann,  Dag sem borgarstjóra,  fylltist svo mikilli von, og ég ber enn svo mikið traust til þeirra,  ég hef eins og nær 70% borgarbúa tröllatrú á þeim.  -  Strax frá fyrsta degi,  þegar ég sá hvað þau voru flott,  þegar þau komu þarna gangandi eftir Tjarnarbakkanum, -  það minnti mig á suma pólitísku garpana í gamla daga. -  Jæja, þá sagði ég við sjálfa mig: Góðan daginn, börnin mín og barnabörn,  nú horfir til betri tíðar með blóm í haga. -  Það var, sem aftur væri komið vor, sólin skein, og þau voru svo glæsileg,... það var svo mikil reisn,  yfir þessu unga fólki, þegar þau komu þarna, gangandi á blaðamannafundinn,  þau voru svo tignarleg,  geislar sólarinnar léku sér hári þeirra, sem flaxaðist til, í léttri sveiflu,  við undirleik haustvindsins, sem galsaðist við jakka þeirra og kápur, með hlýjum hausttónum.  -  Þau voru svo ung, fersk, og falleg,  verðugir fulltrúar nýrrar kynslóðar stjórnmálamanna.  Teikn um "bjarta framtíð".  - 

      Og maður sá líka, hvernig brúnin lyftist, á unga fólkinu í vinnunni minni, sem fann von, kvikna, á ný, í brjósti sér, von um,  að nú yrði tekið til hendinni og manngildið sett á oddinn.   Og hjá vinum mínum eldri sem yngri kviknaði líka von um að þessi hressi heilsteypti hópur notaði ferskan haustvindinn til að hleypa út "dauninum" af lygilegum vinnubrögðum sem átt höfðu sér stað, m.a. í skjóli myrkvunar haustsins. 

      Þar áður,  hafði ég hlakkað svo til,  að sjá, hvernig,  unga fólkið í Sjálfstæðisflokknum, sem kom að völdum með honum Vilhjálmi,  ásamt honum Birni Inga auðvitað,  hvernig þau spjöruðu sig,  nú, þegar þau höfðu fengið sitt tækifæri, til að koma fram góðum málum, með sinni setu í meirihluta.  Maður sá,  á sínum tíma,  hvað þau voru,  öll full tilhlökkunar, tilbúinn að  leggja sitt af mörkum, til að gera góða borg, betri.  Og ég beið líka, full eftirvæntingar, eftir að þau hæfust handa.   Og sýndu fyrir hvað þau stæðu.

     En í stað þess að standa á sínu,  er engu líkara en Skollinn sjálfur hafi snúið þeim, snarlega við,  á standinum,  og virðist snúa þeim enn.   Þó þau æmti og skræmti,  skellir hann við því Skollaeyrum og rymur bara aftur og aftur :  Ég veit svo langt, sem nef mitt nær, sjallahopps, sjallahey, sjallahoppsassa,-  ég er oddviti, nei,  ég er ekki Gosi, ég er odd-viti ég ræð öllu. -   Og þegar almenningur krefst svara:  Skellir hann saman skollaeyrunum svo fast,   að viðsnúningur verður enn hraðari, og litlu skollarnir snúast svo hratt,  að þau spýtast, út og suður, inn í lyftur,  og út um bakdyr, að hafa sumir hvorki heyrst né sést uppfrá því.   Svona hafa dagar og vikur hringsnúist í kringum Skolla sem bendir bljúgur á,  að þar sem hann sé aðal skollinn, þá sé hann aðal og muni hann, ákveða, allt,  hér eftir sem hingað til, hann ráði, öllu, því hann,  var valinn,  til að ráða,  og þau sem sögðust "ekki minnast" þess að hafa "valið hann", svaraði Skolli sem svo:   Það skiptir engu máli,  svo er ég líka alltaf með, "hundraðfalt lélegra minni" en þið. sama hvað þið segið ,Sjallahopp, sjallahey, sjallahoppsassa, og hafiði það.  Þannig leiddust þau út í, einhvern allsherjar, ógeðfelldan, darraðardans, einhvern skollaleik, gamalla refa, sem eingöngu hugsa um að,  hlaða undir sig, og sína,  og þarna snérust þessir ungu efnilegu pólitíkusar með,  nauðugir, viljugir, inn í taktlausan skollaskottís, og halda þar dauðahaldi í flokksreipið sem hangir í lausu lofti inn í Valhöll.  -   Og þau snúast enn, greyin a'tarna, - snúast eins og þau eigi lífið að leysa.

    Í þessum skollaleik, er nefnilega öfugt farið að, á við, alla aðra skollaleiki,  sem viðgengust hér áður, og það virðast ungmennin ekki hafa áttað sig á.  Það er eins og þau hafi ekki kynnt sér leikreglurrnar, eða, að einhver refurinn hafi sagt þeim vitlaust til (vísvitandi?!?)., í skólanum þeirra.

   Yfirleitt er bundið fyrir augun á skollanum, og almenningur dansar alsjáandi í kringum hann, og fylgist með gerðum hans og hegðun,  "og bregðast við" ef hann ætlar að svíkjast aftan að þeim, eða,  ná þeim á sitt vald með brögðum.   

    En semsagt, núna, hefur verið bundið,  fyrir augu almennings,  en "Skollinn" sjálfur, er "alsjáandi",  og hann virðist, eftir því, sem manni skilst, hafa bundið fyrir augu,  ungmennanna líka, "litlu skollanna sína", sem hann var í forsvari fyrir, og ber ábyrgð á.   Ég spyr því,  var þarna um misnotkun að  ræða?.,  allavega er ljóst,  að eitthvað er að,  eitthvað, hefur gerst,  sem hefur slegið, litlu skollanna, algerri blindu, allavega alveg út af laginu.  Það hefur hvarflað að mörgum,  að líka hafi verið, bundið  fyrir munninn,  á þeim,  m.a.s. svo fast, að þau gátu ekki einusinni talað í síma, -  og það er ofbeldi, það er ljóst. - ef það hefur verið gert -  Og ég spyr sagði konan:  Var um meiri misnotkun að ræða?. -  og áfram hélt konan og sagði:  -  Ég velti því nú fyrir mér,  hvort að þau séu enn,  með einhverskonar," hulinsklúta",  bundna fyrir vit sér,  en hallast samt meira að því,  að það séu "hulinshjálmar",  sem loka líka fyrir alla heyrn þeirra,  því þau, heyra ekki, ákall okkar borgarbúa,  og virðast ekki, geta komið frá sér hljóði,  hvað þá, að þau sjái, hvað þau eru að gera.   Allavega hef ég engan hitt,  sem heyrt hefur frá þessum fyrrum, efnilegu, ungu pólitíkusum. - Sagði konan dapurlega og stundi þungan -. 

     Því er það mín eina von að þetta unga fólk,  snúi bökum saman,  rífi af sér hulinhjálmana og sameinist þeim,  sem að Tjarnarkvartettinum stóðu,  og snúi norður og niður þessa "Skolla" sem öllu hafa snúið á hvolf,  og fari að vinna að,  hagsmunum borgarbúa allra.  Og þá sérstaklega, að umönnun barna, og fari að gera barnafólki það kleift,  að byggja upp,  framtíð barna sinna hér í borg.

    Fari að efla skólanna, byrji á leikskólunum,  fari að greiða fólki , sem þar vinnur, mannsæmandi laun,  fyrir að sjá um,  og hlú að,  borgurum framtíðarinnar,  og framtíð landsins.  Að þau færi sig upp allan skólastigann, og leiðrétti þá launastefnu,  sem þessir refir,  hafa skellt skollaeyrum við,  að laga, og sýni þeim, sem eldri eru,  þá virðingu, að þau þurfi ekki að kvíða síðustu ævidögum sínum,  heldur fái,  að ákveða sjálfir,  hvar og hvernig þeir verji sínum efri árum.  - Og að aldraðir fái þá umönnun sem þau þarfnast og eiga rétt á.

    Það eru nægir peningar til.  Það er bara, að setja "manngildin", í forgang,  því þar liggur "auðurinn". Hættum að líta undan,  og láta,  sem við sjáum ekki,  skolla landsins leika sér að gullunum okkar.  Því okkar er valdið,  það koma fyrr en varir kosningar á ný.  -  Og, þá þurfa þessir sömu pólitíkusar að leggja verk sín í okkar dóm.  Og við munum dæma.  -  Því þessum "Skollaleik" getur enginn gleymt.   Og svona fulltrúa kýs enginn aftur.  Einmitt,  þá, munu borgarar láta vita,  að það dugir ekki lengur, að bera við, minnisleysi, hvorki borgarbúa né pólitíkusa.

Svo mörg voru þau orð.

Í þessum pistli,  "póli - tík",  sem á sínum tíma, hvarf af sjónarsviðinu, týndist í kerfinu,  en birtist svo skyndilega í dag,  öllum að óvörum.  Svo ég læt hann flakka þó seint sé.  En skil ekki afhverju hann hvarf.


No Dice frábær á Lókal !

     Var á LÓKAL í kvöld.  Nú sendur yfir "Alþóðleg leiklistarhátíð" í Reykjavík 5. - 9. mars,  missið ekki af þessari fyrstu Alþjóðlegu leiklistarhátíð á Íslandi.   Hátíðin sem ber nafnið  "LÓKAL"  eru full af spennandi efni,  og því úr mörgu að velja,  - Kynnið ykkur það á  - www.lokal.is - . Og miðasala á midi.is.

     Verkið sem ég var að sjá í kvöld var alveg "FRÁBÆRT" í alla staði.  Það heitir  "No Dice" og er sýnt í Sætúni 8, þar sem Heimilistæki var til húsa.  Í skrá hátíðarinnar er þetta sagt um leikhópinn:             " Þarna er á ferðinni afar sérstæð leiksýning sem byggir á hljóðrituðum símtölum.  Þessi leikhópur er kominn í framlínuna í bandarísku leikhúsi og svo vitnað sé í Village Voice:  Nature Theater of Oklahoma er einn efnilegasti leikhópur í New York - sýningar þeirra eru fyndnar, fýsiskar, og koma áhorfendum sífellt á óvart." 

    Það er ekki ofsögum sagt að þarna sé á ferðinni "sérstæð sýning",  það er hún svo sannarlega, og hún kemur manni líka alltaf á óvart alla sýninguna, svo er hún er líka alveg "bráðfyndin",   svo fyndin,  að ég grenjaði úr hlátri, meira og minna í tæpar fjórar klukkustundir, já, í alvöru, þetta löng sýning, og ég fattaði ekki hvað hún var löng, það var svo gaman, ofboðslega gaman að horfa á þessa frábæru listamenn flytja þetta verk.  Enda klöppuðu áhorfendur og stöppuðu í framkalli og þökkuðu hressilega fyrir þessa stórkostlegu skemmtun.  Á eftir voru umræður, þar sem leikarar og leikstjórar og aðrir aðstandendur sátu fyrir svörum og það voru sko skemmtilegar og fróðlegar umræður.   Það er sýning á morgun laugardag kl: 20:00 og sunnudag kl:17:00 .  Missið ekki af þessu  einstaka tækifæri til að sjá  þessa stórkostlegu sýningu. 

Á morgun 8. mars  kl: 17:00 ætla ég að sjá:  í Smiðjunni Sölvhólsgötu 13, : VIVARIUM STUDIO frá París  og verkið " L´effet de Serge"  Þessi sýning var á fjölunum í París nýlega,  og vakti mikla athygli.  Hér er fjallað á írónískan hátt um leikhúsið sem listform og sýningin, sem er ekki eins einföld og hún virðist vera, er dæmi um mikilvægi hvers kyns listsköpunar, sagði m.a. í dómi Le Monde.

     Á sunnudaginn ætla ég svo að sjá SOKKABANDIÐ kl: 15:00 í Borgarleikhúsinu með sýningu á revíunni "Hér og nú" Þetta er nútíma revía , og efniviðurinn sóttur í heim glanstímarita, spjallþátta, bloggsíðna, og annara fjölmiðla, sem hafa það að leiðarljósi, að skemmta Íslendingum með dramatískum lífsreynslusögum og fréttum af frægu fólki.

     Og  á sunnudagskvöld  kl: 22:00.   Ætla ég að sjá sannkallaða snillinga.     Þá sýna þau ERNA  ÓMARSDÓTTIR  og LIEVEN DOUSSELARE - verkið  "The Talking Tree".  Erna er einn fremsti og virtasti leikhúslistamaður Íslendinga,  og hefur farið víða um heim með sólóverkefni sín og hlotið frábæra dóma og viðtökur áhorfenda.  Erna hefur oftar en einu sinni verið valin besti dansari Evrópu.   Oh, hvað ég hlakka til,  enda er hér,  alveg stórkostlegur listamaður á ferð, sem á engan sinn líka.  

Svo, þið sjáið það,  þetta verður sko sannkölluð djammhelgi hjá mér,  og það sem að það var,  gaman í köld,  ég er enn,  í svo góðu skapi, að ég tími ekki að fara að sofa.  Sannkallaður lúxus,  að fá loksins,  Alþjóðlega leiklistarhátíð hér heima á Íslandi.  


Baráttukveðjur til Valgerðar! Áfram Valgerður!

Valgerður Bjarnadóttir varaþingmaður Samfylkingarinnar, lagði fram á Alþingi  í október á síðasta ári, frumvarp um,  að afnema réttindi, ráðherra, þingmanna, og æðstu embættismanna, til eftirlauna.  Í frumvarpinu leggur hún til, að þessir aðilar, hafi sömu eftirlaun, og aðrir ríkisstarfsmenn. 

     Frumvarpið hefur legið í Allsherjarnefnd í 4. mánuði án þess að koma til umfjöllunar í nefndinni,  og er það alveg ótrúlegt en satt,  að þegar,  Valgerður spurði hverju þetta sætti,  fór Birgir Ármannsson undan í flæmingi og sagði að það væru svo "mörg mál" sem lægju fyrir nefndinni.    Það er undarlegt svar,   enn undarlegri,  og verri,  eru svörin,  sem maður heyrir, líka svarað,  að það sé, annað frumvarp,  á leiðinni,  um sama mál,  frá Forsætisráðherra,  og því óþarfi að ræða frumvarp Valgerðar !  -  Halló, hvað er í gangi?!?!  Eru þau  Valgerður ekki í stjórnarsamstarfi?   Hversvegna má þá ekki að ræða hennar frumvarp?!?!? 

       Á ekki að standa við kosningaloforðið?  Eða hvað? -   Þegar lagt er fram,  velundirbúið frumvarp,  um afnám þessara fáránlegu "sérréttinda",  sem allir virtust,  sammála um,  fyrir síðustu  kosningar,  að hafi verið, "mistök", og því bæri, að afnema þau, hið fyrsta. 

      Svo þegar lagt er fram furmvarp,  um, "afnám" þessara "mistaka",  þá er, -  já, þá lítur út fyrir,  að allir leggist á eitt,  í Allsherjarnefnd, um að,  svæfa málið.  -  Ég hef mikla trú, á henni Valgerði Bjarnadóttur,  og ég er ekki ein um það,  og við vitum því, að hún mun berjast áfram, fyrir afnámi á þessum fáránlegu sérréttindum,  sem átti sér stað á Alþingi fyrir "slysni", það var allavega eftirá skýring þeirra sem þarna sátu og samþykktu "slysið" á sínum tíma.   En við munum fylgjast með og styðja hana Valgerði í baráttunni við að afnema þetta "mistakaskrímsli" burt úr lögum okkar lands.  - Áfram Valgerður!  Við stöndum með þér.


Myndlíkingar og meira stöff.....

   Um daginn var hann Ægir, bloggvinur minn,  með skoðanakönnun,  á bloggsíðunni sinni,  um Grunnskólastarfið,  finnst honum full þörf á að gera skólastarfið,  mun sveigjanlegra,  en það er nú.  Ég er honum fullkomlega sammála og skil ekki afhverju þróun grunnskólastarfsins hefur ekki orðið meiri en raunin er á frá því ég var lítil.

    Mér varð hugsað  til þess er faðir minn sem var mikill mannvinur og mjög ráðagóður maður, hvernig hann leysti vandamál sem lítil stúlka átti við að stríða og leið miklar kvalir fyrir,  þar til hann tók málin í sínar hendur við miklar þakkir foreldra stúlkunnar.   Eins og þessi litla saga sem gerðist fyrir  rúmum 40. árum er dæmi um.  

     Þannig var að litla systir vinkonu minnar,  átti afar erfitt með,  að læra og,  vinna heimavinnuna sína,  hún var full af áhuga enn einhverra hluta vegna náði hún engum tengslum við námsfögin, hvorki við,  Sögu, Landafræði, Náttúrufræði, né Stærðfræði, hvað þá ljóð,  sem hún gat engan veginn lært.  Hún hafði hins vegar mikinn áhuga á að hlusta á hann föður minn þegar hann var að segja afabörnum sínum sögur og eyddi alltaf meiri og meiri tíma á mínu heimili en sínu heimili.   Þegar ljóst var að hún mundi ekki ná fullnaðarprófi sem þá var kallað, datt pabba í hug,  að tengja námsefni hennar,  saman, og setja í söguform.  

     Bjó hann til sögu, langa sögu,  allt frá landnámi Ingólfs, og  tengdi söguna saman við þræla Hjörleifs, sem flúðu undan illu viðurværi, Þau Dufþakur og Helga, og spann svo sögu,  útfrá þeirra niðjum,  sem flæktust um allt Ísland,  og útum allan heim,  settust að,  á öllum þeim stöðum,  sem stúlkan þurfti að læra um,  eða komu þar við,  og skildu þá eftir sig varanleg ummmerki,  s.s. örnefni og ártöl sem annars var ómögulegt,  lítilli stúlku að muna,  hann kenndi henni á tommustokk,  og að reikna út hæðarmál, sjávarmál, sjómílur, landmílur,  með aðferðum sem landnámsmönnum datt í hug, hverju sinni.  Hann kenndi henni að kveðast á,  til að hún fengi tilfinningu,  fyrir bragarhætti, stuðlum og höfuðstöfum,  og leiddi hana þannig inn í heim orðaskilnings og hvernig má leika sér með orðin,  í myndlíkingum,  t.d. í ljóðum, og sögum.  Og það sem þessir þrælar Hjörleifs,  þvældust,  vítt og breitt um heiminn,  og lögðu undir sig lönd og strönd,   þá þurfti náttúrulega,  að reikna út,  kílómetrana og ferkílómetrana,  sem þeir þurftu að ganga og mílurnar sem þeir sigldu og svona mætti lengi telja.  Svo voru þeir alltaf að mæta,  hinum ýmsu trúboðum sem reyndu,  með boðskap sínum að ná til afkomenda þrælanna,  t.d. með boðorðunum 10, sem Íslendingar féllu umvörpum fyrir.   Og viti menn!  Stúlkan náði fullnaðarprófinu.   Og öllum prófum eftir það,  og varð góður og gegn þjóðfélagsþegn.  Og er enn.  Það er nefnilega allt hægt,  ef viljinn er fyrir hendi,  líka að hjálpa ungu fólki , sem á erfitt með að festa hugan eingöngu við lestur, að læra lexíurnar sínar.  Gott skólakerfi getur alltaf orðið betra,  það má aldrei staðna,  ekki frekar en önnur þróun.  Eins og Ægir nefnir svo réttilega í sínum pistli.  


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband