Færsluflokkur: Bloggar
22.5.2009 | 17:08
Húsleit á ... !!!!
Þarna er nú dæmi um saknæmt athæfi, þegar "Q Iceland Finance ehf" í eigu Ólafs Ólafssonar og Mohamed Bin Kalifa Al Thani kaupir 5.01% hlut í Kaupþingi, - og fær "lán" fyrir kaupverðinu frá Kaupþingi, í gegnum félag sitt sem skráð er á Jómfrúreyjum, aðeins tryggt með veði í bréfunum og án persónulegrar ábyrgðar.
Það liggur líka fyrir samkv. Mbl. í janúar að bankinn keypti upp eigin bréf af öðrum fjárfestum til þess að selja sjeiknum. Eða réttara er kannski að segja, til að lána sjeiknum, til eigna, því hann borgaði ekki krónu bankinn lánaði honum hlutabréfin gegn veði í bréfunum, og án nokkurrar persónulegrar ábyrgðar.
Á þessum tíma var Ólafur annar stærsti hluthafinn í Kaupþingi.
Jæja þarna er farið að sjást í toppinn á þessum ísjaka.
Þeir segja að svona Markaðsmisnotkun þýði allavega 6 ára fangelsi.
Húsleit gerð á 10 stöðum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
21.5.2009 | 17:40
Afhverju þessi læti!??
Ég hefð nú haldið að þessi málefni héldust öll í hendur hvað varðar stöðu heimilanna og fyrirtækja.
Skil þessvegna ekki þennan hroka í framgöngu formanns Framsóknar á Alþingi í gær. Um hvort ekki ætti að ræða stöðu heimilanna og fyrirtækja. Ég hefði nú haldið að þssi mál væri hluti af þeim pakka.
En hann er ungur og óreyndur, þegar ég var lítil þá skildi ég ekki máltækið hann/hún "sér ekki skóginn fyrir trjám".
Ég hafði ung farið með skólanum til að gróðursetja tré, og þá pældi ég mikið í þessu máltæki, þó að ég skildi það ekki.
" Að sjá ekki skóginn fyrir trjám".
Það var ekki fyrr en ég var orðin eldri og fór sem sjálfboðaliði í að hjálpa til við grisjun trjáa, að ég skildi þetta gamla máltæki.
Að sjá ekki skóginn fyrir trjám.
Þannig þurfa þingmenn að fara í gegnum allan skóginn, og grisja út þau mál sem þarf að vinna að, og skoða betur, en til þess að vita hvað á að grisja, hvar er fúi osfrv. þá þurfa þeir að hafa yfirsýnina yfir skóginn.
Og öll eru þessi mál sem Framsóknarmanninum fannst sér misboðið með því að leggja þau fram til umræðu, hlekkur í lífríki landsins.
Hverning ætlum við að losa okkur við úrgang, þegar við höfum ekki lengur efni á að flytja úrganginn út, til losunar, og njótum ekki lengur lánstrausts neinsstaðar til þess arna.
Og hvernig ætlum við að losa okkur við eitraðan úrganginn, t. a. m. í Helguvík?
Og hvernig ætlum við að verjast losun úrgangs í hafinu kringum ÍSLAND.
OG HVERNIG ÆTLUM VIÐ AÐ HAGA OKKUR GAGNVART ERFÐABREYTTUM LÍFVERUM?
JÁ , MARGS BER AÐ GÆTA KÆRU ÞINGMENN!
OG ALLT VARÐAR ÞETTA HAG OG FRAMTÍÐ HEIMILANNA OG FYRIRTÆKJA Í LANDINU.
BÆÐI NÚ OG TIL FRAMTÍÐAR.
„Átti ekki að ræða eitthvað allt annað?“ | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
15.5.2009 | 12:53
Starfslokasamningur!
Var hann líka búinn að gera alveg ævintýralegan starfslokasamning!?!
Þá er skiljanlegt að hann vilji hætta, áður en laun hans verða lækkuð og starfslokasamningur endurskoðaður.
Hvernig var þetta annars ?!?
Var hann líka í stjórn Kaupþings?
Og/eða stjórn Existu !?
Ásamt öllum hinum sjóðunum!?
Hann tekur ákvörðun um að segja starfi sínu lausu í framhaldi nýlegra breytinga í "baklandi" sjóðsins!?
Ég hef nú aldrei heyrt svona talað í stjórn Lífeyrissjóða eða Stéttarfélaga, að tala um bakland og breytingar í baklandi, og þar á hann vísast við hinn almenna félagsmann, og fulltrúa félagsmanna í stjórn Lífeyrissjóðsins og Stéttarfélaginu.
Að kalla félagsmenn sitt bakland, er nú dálítið mikið 2007.
Nú er árið 2009, og félagsmenn Stéttarfélaga og Lífeyrissjóða eru kallaðir félagsmenn.
Og formenn þessara félaga eru kallaðir formenn ekki "Forstjórar".
En þetta er kannski enn tungumál þeirra sem eru á sveif með þeim sem kallaði sig Forstjóra VR, hér áður en hann var settur af, eða felldur í kosningu til formanns VR, sem betur fer fyrir félaga VR og framtíð félags þeirra.
Forstjóri Lífeyrissjóðs verzlunarmanna segir upp störfum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
14.5.2009 | 14:18
Menningarsetur Þrastar byggt fyrir norðan!
Þröstur er ákveðinn og mikill frumkvöðull, sem hefur nú ásamt frú sinni, ákveðið, hafið byggingu á all merkilegu menningarsetri.
Þar sem þeim hjónum er mikið kappsmál að afkomendur þeirra verði vel upplýstir, strax í æsku, hafa þau ákveðið að reisa sitt menningarhús á Laugum Í Reykjadal, enda Reykjadalurinn þekktur fyrir lista og menningarstarfsemi, og Laugar eins og höll í dalnum.
Þröstur og frú vita sem er, að á tímum kreppu og kulda er erfitt að verða sér úti um nýjustu tækni, og tæki eru nú á tímum, oft, of dýru verði keypt. - Því töldu þau rétt að notast við þau tæki sem fyrir eru á Laugum, og hófu strax byggingu.
Og nú má sjá vandað hús þessara dugmiklu hjóna rísa hratt frá grunni. - Og frúin er þegar byrjuð að hreiðra um sig í skjávarpanum á Laugum, og þar má sjá þau hjón á vappi eða flögrandi um eins og englar, jafnt á nóttu sem degi, önnum kafin við byggingu væntanlegs menningaseturs síns, enda er stutt í að það fjölgi í fjölskyldu þrastar.
Aðspurð hvort þessar óvenjulegu framkvæmdir trufluðu ekki nemendur í prófum og aðra starfsemi á Laugum, sögðu nemendur skólans að hjónin valdi engri truflun þó þau vinni dag og nótt við framkvæmdir, því syngjandi glaðværð hjónanna sé bara róandi, og hleypi nýju lífi í byggðarlagið.
Og nú bíða allir spenntir eftir að Setrið verði tilbúið, svo að hjónin verði flutt inn áður en fjölgar í hreiðrinu.
Námsfúsir þrestir á Laugum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
13.5.2009 | 18:22
Að vera, eða Ekki vera á móti !
Tryggvi Þór hefur nú ekki alltaf verið á móti afnámi bindisskyldu.
Ég minnist þess ekki að hann hafi verið á móti eða andmælt því þegar þáverandi ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknar afnam bindisskylduna hér um árið. Var það ekki árið 2003?
Og við þann gjörning, varð sjálfur skrattinn laus, við afnám bindisskyldunnar upphófst sá örlagaríki hrunadans sem nú hefur hneppt Íslensku þjóðina í skuldaánauð.
Það er því ekki nema von, að þeir kumpánar Tryggvi Þór, og Sigmundur Davíð vilji ekki afnema fleiri bindisskyldur, vitandi vits um hvaða afleiðingar það getur haft.
Kannski óttast þeir að Alþingi hrynji, ef bindisskylda verður þar afnumin.
Kannski óttast þeir að þjóðin muni, að svona fór, afþví að "bindisskyldan" var afnumin. Og fari að spyrja þá spurninga.
Jafnvel krefjast svara.
Hver veit!
Ó nei, þeir vilja bara halda í gamlar hefðir.
Segja þeir!
Og fá athygli hjá íslensku pressunni, fyrir að vera á móti afnámi hálsbindisskyldu á Alþingi.
Þannig er nú það.
Þingmenn læra góða siði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
10.5.2009 | 16:46
Jibbý Jey, jibbý jibbý jei, Jibbý Jei og jibbý, jibbý jei !!!!
Jæja það er komin ný ríkisstjórn! Húrra fyrir því !
Það er komin ný ríkisstjórn félagshyggju og velferðarmála !!!
Hip, hip, húrra !
Fyrsta skipti hrein vinstri stjórn á Íslandi ! HÚRRA, húrra!!!
LOKSINS LOKSINS, NÚ GETUM VIÐ HORFT BJÖRTUM AUGUM TIL FRAMTÍÐAR BARNA OKKAR OG BARNABARNA.
Svei mér þá hvað það er gaman að lifa þennan dag.
FERFALT HÚRRA - FYRIR LANDSMÖNNUM ÖLLUM, NÝJU RÍKISSTJÓRNINNI, ÞÉR OG MÉR!!!
100 daga áætlun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (15)
5.5.2009 | 13:58
Hvaða Kaupþing ?!?!?!?!?
Hvaða Kaupþing á þessar eignir?
Og hvaða Kaupþing ætlar að halda áfram rekstrinum á FIH bankanum í Danmörku ?
Og hvaða 2 fulltrúar skilanefndar Kaupþings sitja nú í stjórn FIH bankans?
Og hver á Kaupþing í Finnlandi ? Sem bjargað var frá brunaútsölu?
Og hver á Kaupþing í Noregi?
Og hver á Kaupþing í Svíþjóð?
OG HVER Á ÞESSA 200 MILLJARÐA SEM EIGA NÚ AÐ SKILA SÉR HEIM ?!?!?!?
HVER FÆR ÞESSA 200 MILLJARÐA ? Svar óskast strax.
OG HVERSLAGS FRÉTT ER ÞETTA ?!?!?!???
200 milljarðar skila sér heim | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (15)
3.5.2009 | 01:42
Magnaður maður, með þrjár í takinu !!!
Með þrjár í takinu, geri aðrir betur!
Hafði þær nú stundum einar fjórar í takinu á sama tíma, hér á árum áður.
En þá voru líka aðrir tímar, og hann yngri og fyrirferðarmeiri.
En hann er enn í fínu formi, þar gefur hann þeim yngri ekkert eftir.
Og í gæðum gefur hann ekkert eftir, alúðin og vandvirknin í fyrirrúmi allt lagt í sölurnar, til að ná fram hæstu gæðum.
Hann er okkar reyndasti starfandi leikstjóri í dag.
Og hann heitir Þórhallur Sigurðsson og er leikstjóri og leikari til 40 ára í Þjóðleikhúsinu. Og leikstýrir nú Söngvaseiði í Borgarleikhúsinu.
Til hamingju Þjóðleikhús að eiga aðgang að slíkum listamanni.
Með þrjár í takinu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
26.4.2009 | 23:34
Varstu þá bara að daðra við elítuna Steingr....
Varstu þá bara að daðra við elítuna Steingrímur, þegar þú sagðir fyrir kosningar að þið (samstarfsflokkarnir) munduð leysa Evrópumálin farsællega, eins og þið hafð leyst þau mál sem þið höfðuð unnið fram að þessu, ef þið fengjuð til þess fylgi í komandi kosningum?
Eða hversvegna varstu svona yfirmáta hreinskilinn allt í einu daginn eftir kjördag? Að þú þurftir að segja fjölmiðlafólki til syndanna, þegar það ætlaði að spyrja nánar út í hversvegna dampurin hefði dottið niður í baráttunni vikunni fyrir kosningar?
Var það Kolbrúnu að kenna, varstu spurður, og þú veltir því upp að það gæti hafa haft áhrif, en þú værir ekki viss. -
Næsta spurning gat þá verið hvort fylgið hefði dottið niður vegna þinna eigin orða í svokölluðum "Formannaþætti" fyrir kosningar. - En þeir sem þú kallaðir "fjölmiðlaelítu" veltu einmitt upp þeirri spurningu hvort þú sjálfur hafir ekki kallað fram fylgishrun, í kosningavöku sjónvarpsins.
En þar sem þú ert nú eldri en tvævetur í pólitískri reynslu, þá snérir þú snarlega við orðum spyrjanda, með yfirlýsingu um að nú verðir þú bara að lýsa yfir hversu hreinskilinn þú sért, þú gætir bara ekki á þér setið lengur, nú yrðir þú að leysa frá skjóðunni.
Í fyrstu hélt ég að þú værir komin á "trúnaðarskeiðið" svefndrukkinn maðurinn, en svo var ekki.
Ég spyr því varstu þá að "daðra við elítuna" þegar þú svaraðir því til að Evrópusambandsmálin mundu leysast farsællega, ef þessir tveir flokkar fengju meirihluta, eftir kosningar?
Elítan vill í ESB | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt 27.4.2009 kl. 01:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (15)
15.4.2009 | 13:07
Hversvegna þurfti að rýma þessi ........
Hversvegna þurfti að rýma þessi hús á Vatnsstígnum, sem verið hafa öllum til ama vegna ástands síns og ömurleika?
Afhverju í ósköpunum mega þeir sem þrifið hafa húsin og lagað þau til, þannig að þau lysti að hefja þar félagsstarfsemi, sem sárlega hefur vantað í þessu samfélagi.
Hversvegna er þeim, sem eru öllum til gleði, bæði þeim sem njóta þarna liðsinnis, og einnig þeim, sem bara eiga leið hjá afþví þeir búa í hverfinu, gert að yfirgefa húsin sem þau hafa kappkostað að gera vistarhæf á ný.
Hversvegna mega þau þá ekki vera þarna?!?!?!?
Þetta unga fólk hefur fullan rétt á, að flytja þarna inn, því þessi svokallaði eigandi, hefur ekki sinnt þeim skyldum sem honum ber, samkvæmt lögum, sem er að viðhalda þessum eignum þannig að þær séu ekki hættulegar umhverfi sínu.
Nágrannar, gestir þeirra og gangandi nærsveitamenn, fögnuðu frumkvæði ungmennanna, og sérstaklega þess, að þarna var komið líf í hverfið á ný, í stað þess drunga sem fylgir auðum og niðurníddum húsum. -
Hústökufólkið er því meira en velkomið í hverfið.
Það er auðvitað skynsamlegra að leyfa þeim sem býr við húsnæðisskort að nýta allar þessar tómu byggingar í miðbænum, í boði borgar og ríkis, sem annars grotna niður og missa enn meira verðgildi, sem mun þýða enn meir kostnað fyrir okkur borgara þessa lands, eins og þeir vita sem vilja vita.
Því hvet ég yfirvöld og þá aðila sem málið varðar, að sjá til þess, að þetta unga hugsjónafólk sem gengur undir nafninu hústökufólk, fái þarna inni með sína hugsjónastarfsemi.
Í stað þess að láta þessar eignir verða enn hættulegri umhverfi sínu, enn þær eru núþegar, vegna þess ástands og þeirrar niðurníðslu sem svonefndur eigandi hefur komið þeim í, með umhirðuleysi sínu.
Því ungmenninn hafa svo sannarlega fært líf og ljós í hverfið á ný, með hugsjón sinni.
Þau hafa fært þangað friðsælt miðbæjarlíf eins og við viljum að miðbærinn okkar verði þekktur fyrir.
Sextán handteknir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)