Á ný í bloggheimum .....

Ég hef ekki átt þess kost að komast í nánd við Bloggheima upp á síðkastið. - 

Hvorki til að láta heyra í mér, -  né heyra frá mér. - 

Gerði síðustu tilraun á sjálfan Þjóðhátíðardag Íslendinga sem hefur náð yfir, - en síðan ekki söguna meir. - 

Allar samgöngur til Bloggheima lokaðar um ófyrirsjáanlegan tíma. - Að því er virtist.

En í dag rofaði til, og samband komst á,  að nýju.  -  Í bili a.m.k.

Ég hélt því að eitthvað undravert hefði gerst,  meðan ég var í burtu úr Bloggheimum.  - 

Eitthvað sem ég mundi alla tíð muna,, hvar ég var stödd þegar ég frétti af því, sem ég missti af.

En svo virðist ekki vera, - ekkert hefur gerst í þeim málum sem beðið er eftir,  að eitthvað gerist  helst í. 

Og er ég,  að reyna að átta mig á,  hvað hefur ekki gerst, -  sem ég bjóst við að, væri að gerast, akkúrat,  á þeim tíma,  sem ég væri í burtu, - OG ALLT ÆTTI AÐ VERA AÐ GERAST.

Og því yrðu allar breytingar yfirstaðnar, -  loks, þegar ég kæmist aftur til Bloggheima.  

Allar aðgerðir yrðu komnar í framkvæmd, og við mér mundi blasa ný veröld, - nýr heimur. -

 Heimur uppfullur af gleði og hamingju, og þakklæti til þeirra listamanna,  sem enn láta sig eitthvað varða,  um hið  "Fagra Ísland" og þjóðina sem þar býr. -

EN EKKERT HEFUR ENN GERST !  -   EÐA HEFUR EITTHVAÐ GERST ? -  ÉG BARA SPYR ?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Bergur Thorberg

Velkomin í menninguna!!

Bergur Thorberg, 29.6.2008 kl. 19:43

2 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Þakka þér fyrir Bergur !

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 29.6.2008 kl. 19:45

3 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Þú segir nokkuð - en er ekki best að byrja á því að lesa Margréti Hugrúnu Gústavsdóttur  Í guðs bænum hugsaðu lengra!.  sem hún Anna Ólafsdóttir bloggvinkona okkar er að benda á í dag! 

Edda Agnarsdóttir, 29.6.2008 kl. 19:48

4 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Sko það hefur auvitað gerst að Össur hefur endurnýjað viljayfirlýsingu um álver á Bakka.  Dásamlegt bara.  Eða ekki.

En ég saknaði þín, það máttu vita.

Jenný Anna Baldursdóttir, 29.6.2008 kl. 20:04

5 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

gaman að sjá þig aftur hér

Hólmdís Hjartardóttir, 29.6.2008 kl. 20:15

6 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Mikið er ég glöða að heyra frá þér. Hef verið að hugsa til þín og fjölskyldunnar, hvað er að frétta? eða viltu kannski geyma þær fréttir? ég ætla ekkert að vera ýtin, er bara með smá umhyggju.  Hafðu það gott elskuleg og vonandi verðurðu oftar á ferðinni næstu daga og vikur. Knús

Ásdís Sigurðardóttir, 29.6.2008 kl. 21:18

7 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Gaman að heyra frá þér Lilja mín.  Ég var líka í smá sambandsleysi og ég get svo sem frætt þig á því að það hefur ekkert markvert gerst ja alla vega ekkert sem orð er hafandi á.  Knús á þig vinkona

Ía Jóhannsdóttir, 29.6.2008 kl. 21:29

8 Smámynd: Helga Guðrún Eiríksdóttir

Það hefur verið svo átakanlega tíðindalaust að maður var farinn að skálda og ljúga sér til dægrastyttingar og dundurs... til að komast hjá því að verða bráðkvaddur úr tilbreytingaleysi og lífsleiða...  Gaman að sjá þig aftur!

Helga Guðrún Eiríksdóttir, 29.6.2008 kl. 22:27

9 identicon

Glöð að sjá þig aftur í bloggheimum, kannski boðar það einhverjar jákvæðar breytingar, munum að orð eru til alls fyrst

Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 29.6.2008 kl. 23:11

10 Smámynd: lady

velkomin aftur ,,ég var farin að sakna þín og öll þau comment til mín frá þér ,,en gaman að sjá þér hér aftur kv ÓlöfPS og vonandi dettur ekki út  aftur hérna

lady, 29.6.2008 kl. 23:22

11 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

velkomin aftur mín kæra

Jóna Á. Gísladóttir, 30.6.2008 kl. 10:06

12 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Velkomin aftur í bloggheima, alltaf gaman að lesa þig

Sigrún Jónsdóttir, 30.6.2008 kl. 10:23

13 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Það hefur ekkert skeð...

Gunnar Helgi Eysteinsson, 30.6.2008 kl. 13:09

14 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Gaman að sjá línur frá þér hérna aftur.

Marta B Helgadóttir, 30.6.2008 kl. 13:24

15 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

Gaman að heyra í þér elsku Lilja mín

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 30.6.2008 kl. 19:00

16 Smámynd: www.zordis.com

Vona er allt gott og gott að þú sért komin á ról!

kær kveðja,

www.zordis.com, 30.6.2008 kl. 21:47

17 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Takk fyrir fallegar og hugheilar kveðjur elskulegu bloggvinir mínir. - 

Það er gott að vera komin aftur í í Bloggheima,  að vísu verður viðkoma mín hér eitthvað stopul áfram í sumar, og fram á haust. - En þá vona ég, að, allt komist í ró, og lífið komist í fastar skorður á ný.  -

En eitt get ég sagt ykkur að hjá mér er sko engin lognmolla.

Það eru miklar breytingar í vændum í minni litlu veröld,  sem ég segi ykkur frá um leið og málin skýrast betur. -

En ég vona að ég hafi sem mestan og bestan möguleika á að halda sambandi við ykkur öll, í öllum þessum látum sem nú eru í vændum. - Bæði hér heima og heiman. -

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 30.6.2008 kl. 23:12

18 Smámynd: Tiger

Gaman að sjá líf aftur hjá þér mín ljúfa Lilja, þín var bara saknað sko - segi þér það satt því það er alltaf gaman að koma og lesa þig.

Fagra Ísland er jú að hluta til á sínum stað, en næsta víst er að við mættum vel vera fleiri sem hugum af heilum hug að því að rækta rósir í stað tröllvaxinna virkjanna að einhverju tagi. Flottir voru tónleikarnir í Laugardalnum .. mínus allt draslið sem tónleikagestir skildu eftir sig.

Knús í vikuna þína mín kæra og bara velkomin aftur á stjá...

Tiger, 1.7.2008 kl. 01:30

19 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Fagra Ísland - R.I.P. ? 

Lára Hanna Einarsdóttir, 1.7.2008 kl. 02:13

20 Smámynd: Ragnheiður Ólafía Davíðsdóttir

Velkomin, Liljan mín. Alltaf gaman að lesa skrifin þín. Eins og alltaf, ástarkveðja til Lóu systur.

Ragnheiður Ólafía Davíðsdóttir, 1.7.2008 kl. 21:20

21 Smámynd: Steingerður Steinarsdóttir

Neibb ekkert gerst en velkomin aftur.

Steingerður Steinarsdóttir, 2.7.2008 kl. 15:28

22 Smámynd: Anna Ragna Alexandersdóttir

Gaman að sjá línurnar þínar vinan.

Góða helgi.

Anna Ragna Alexandersdóttir, 3.7.2008 kl. 13:25

23 Smámynd: Guðrún Jóhannesdóttir

Góða helgi mín kæra

Guðrún Jóhannesdóttir, 4.7.2008 kl. 10:18

24 Smámynd: Brynja skordal

Hafðu ljúfa og góða helgi Elskuleg

Brynja skordal, 4.7.2008 kl. 12:07

25 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Allt tíðindalaust á Vesturvígstöðvunum mín elskuleg.  Ég hef líka verið svolítið fjarlæg undanfarið.  En það er þó ekki af völdum Fagra Íslands.  Knús á þig inn í helgina. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 4.7.2008 kl. 21:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband