Liggur nú í valnum á Þjóðhátíðardegi landsins !

Hann virðist ekkert vera orðinn þreyttur á biðinni eftir "aðalréttinum". -  Sem betur fer, - segi ég. 

Og sem betur fer, líkar Birni hinum Hvíta,  það vel við forréttinn,  sem hann byrjaði á í gær,  að  hann dvelur enn við matinn, -  en hversu lengi, hann nennir að tína upp í sig þessa smámola sem eggin eru, -  veit maður ekki,  en vonandi nógu lengi.  -  Ef honum leiðist smárétturinn,  getur hann teygt sig í Æðarkollu eða Stegg . -  Sem nóg er af,  þarna. -

------------

Samt, -  einvernveginn líður mér eins og þegar ég sá myndina af "King Kong" . Ég finn svo til með þeim sem minna mega sín.  - 

 Í þessu tilfelli finnst mér vesalings Æðurinn hljóta að líða eins og mannfólkinu var lýst, í King Kong, hér um árið. - 

Yfirkomin af ótta,  leggja þau líf sitt að veði hvert á fætur öðru,  í von um að geta bjargað börnum sínum, fæddum sem ófæddum. - Og um leið bjargað framtíð Æðarvarps. -  En þau mega sín einskis gagnvart óargadýrirnu sem hertekið hefur land þeirra. - Og drepur allt sem fyrir verður, - þyrmir engum. -

Þvílík angist sem þessi litlu hjörtu þurfa að ganga í gegnum.   - Þvílík martröð sem þau hafa gengið í gegnum nú í rúman sólarhring. - Nú er mál að linni.  -  Því það eru takmörk hvað svona lítil hjörtu þola mikið stríð. -

Vísast hefur honum tekist að gjöreyða öllu lífi í þessu litla landi. -  Land Æðarvarpsins

-------------

Sem barn fylgdist ég með og hafði gaman af,  þegar fuglar himinsins reyndu,  að blekkja mig,  og aðra þá sem áttu leið um varpland þeirra.  -

Með því að reyna að afvegaleiða mig,  af mikilli snilld og hugkvæmni, reyndu þeir að tæla mig, í burtu frá hreiðrum sínum, svo að maður ylli ekki börnum þeirra skaða. - Og þeir notuðu til þess hin ýmsu brögð,  m.a. létu þeir, sem ég væri á rangri leið , og þóttust ætla að leiðbeina mér, ef mér varð óvart gengið of nærri börnum þeirra í hreiðrum sínum. -

Á sama tíma fannst mér ég afturámóti fá ómældan þakklætissöng,  ef mér tókst að stugga frá einhverjum óvætti, sem sótti að vistarverum barnanna í hreiðrinu, með það í huga að skaða þau. -

Nákvæmlega eins og Björninn er að gera núna. -

Og ímyndið ykkur líðan fuglanna (foreldranna) sem Björninn liggur nú ofaná. -  Líðan Foreldranna, sem áreiðanlega hafa verið að,  í heilan sólarhring,  og reynt allt sem þeim dettur í hug til að lokka þennan Bjarnarþurs í burt. -  

En,  það virðist sama hvernig þau hamast,  það berst engin hjálp frá mannfólkinu á bænum, fólkinu, sem alltaf hefur passað svo vel upp á að ekkert illt henti þau og unganna þeirra. - 

Eins og síðast í gær þegar hundvitleysingurinn æddi út í varpið til þeirra, á eftir þessum Bjarnarþurs,  Þá bjargaði maðurinn hundinum.  - En skild þau öll eftir hjá Bjarnarþursinum. -

EN HVAR ERU ÞAU NÚ ?  Hvar eru þau nú? -  Þau,  sem hafa verið nokkurskonar verndarenglar æðarvarpsins.  - Og í staðinn, uppskorið sem þakklætisvott,  Æðardún varpsins,  í sængur og kodda til að verja sig kuldanum í Norðangarranum, sem alltaf blæs um Skagann.   - Allavega er Æðarvarpið ein af dýmætum tekjulindum heimamanna.

Það sem ég hef líka áhyggjur af,  er, -  að ef Ær með lömbin sín fer of nærri Þursinum,  þannig  að hann finni lyktina af hinu alræmda eða réttara sagt velkynnta, gómsæta  "Íslenska fjallalambi" þá er voðinn vís. -

 Þ.e.a.s. ef hann kann gott að meta, -  sem hann virðist gera, úr því hann dvelur enn í kræsingunum við hólinn, með rauða fánanum. -

Þar sem hann liggur í dúnmjúku lautinni sinni, og horfir á konfektmolanna í kringum sig, og veltir fyrir sér hvaða mola hann eigi að velja.

Elskar mig, elskar mig ekki, elskar mig, elskar mig ekki !: Gæti hann verið að muldra með sjálfum sér, um leið og hann mundar hramminn, og slengir honum í einn stegginn. -  Úbbs, dáldið mikill splatter hér á ferð. 

-------------------------------------

Enn eru sirka 2 klst. þar til "aðalrétturinn" birtist ?  Eða hvað? -

Þá fær hann fyrst smá deyfingu, svona "Lystauka" fyrir aðalréttinn,  svo að hann hafi betri lyst á því sem eftir kemur, og rói magan sinn fyrir næsta rétt!

Eftir það verður hafist handa við björgun Bjarnar.  -  Vonandi gengur það allt upp. -  Og vonandi kemst hann til síns heima, -  þó enginn viti reyndar hvar "hans rétta heima" er. - 

Því kannski er hann flóttamaður! -

Svona eins og Keikó var, -  þegar hann flúði  Ísland .  - Og þegar hann flúði velgjörðarmenn sína í Eyjum. -  Og synti sem leið lá til Noregs.  - Sællar minningar.

Og það fór nú eins og það fór. - Hvar ertu nú ? 

Allt er gott sem endar vel. - Sagði gamla konan þegar hún heyrði fréttir af ferðalokum Keikós.

-------------------------------------------------------

Og líklega var það bara gott að það fór eins og það fór ! Hjá veslings Birnunni.

Því Birnan var særð á báðum framfótum,  þessvegna lá hún svona lengi kyrr. -

Þó björgunarleiðangurinn færðist sífellt nær, og nær björgunarstaðnum. -  Hreyfði hún sig varla.

Það var ekki fyrr en að hún varð vör við mannfjöldann að styggð komst á hana.  

  Og því fór sem fór. -

 

Kannski voru þau tengd þessi Birna og Björninn sem var felldur Skagafirðinum fyrir rétt tveim vikum síðan. -

Hún hefur kannski farið á stúfana af því Björninn kom ekki heim,  kom ekki til baka frá því að draga björg í bú. -

 

Nú þarf að rannsaka, og kemba allt svæðið,  ekki bara Skagafjörðinn og nærsveitir,  heldur Vestfirði alla,  og landið allt, - afþví þess er full þörf.   -

Því ljóst er að það geta verið fleiri birnir á ferð - jafnvel litlir húnar, -  á vappi einhversstaðar, bíðandi  þess að pabbi og mamma komi færandi hendi, með eitthvað gott úr veiðinni. -


mbl.is Ísbjörninn enn í æðarvarpinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

Innlitskvitt  og gleðilegan hátíðardag

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 17.6.2008 kl. 17:16

2 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Blessuð sé minning hans - hennar - hehemm.

Takk fyrir mig.

Jenný Anna Baldursdóttir, 17.6.2008 kl. 20:56

3 Smámynd: Ingibjörg Hinriksdóttir

Takk fyrir lesninguna. Það kom í ljós að Hann var Birna, þó ekki væri hann Hanna Birna. Gleðilegan þjóðhátíðardag!

Ingibjörg Hinriksdóttir, 17.6.2008 kl. 22:50

4 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Svona fór um sjóferð þá! Ekki neitt meir um það þangað til næsi/næsta kemur!

Takk fyrir skrifin.

Edda Agnarsdóttir, 17.6.2008 kl. 23:32

5 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Elsku vinkona vona að þú hafir átt skemmtilegan þjóðhátíðardag. Hef ekki séð enn hver var fjallkonan en hlakka til að fara inn á það í fyrramálið.  Mér fundust þessar myndir af vesaling grey skinninu átakanlegri en þær sem byrtust af Birni I.  Er þetta nauðsynlegt? 

Knús á þig ínn í nýjan dag og nú er lögnu komin tími til að gjæla við koddann.  

Ía Jóhannsdóttir, 18.6.2008 kl. 01:13

6 Smámynd: Tiger

 Já, allt er gott sem endar ... hratt og ódýrt. Æi, ég ljótur í mér að vilja Birnu feiga - en samt - eyðum frekar skattfé í að hlúa að þeim sem eiga bágt í þjóðfélaginu eða byggjum upp velferðakerfi fyrir aldraða sem hafa skilað æfilöngu starfi og skattfé til okkar og eiga það ekki skilið að þurfa að berjast fyrir nauðsynjum eða sameiginlegri búsetu (hjón saman á sama stað) í ellinni. Knús til þín Lilja mín og eigðu yndislega nótt.

Tiger, 18.6.2008 kl. 01:31

7 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Æ ég veit ekki hvað mér finnst.  En þetta er búið og gert.  Og öll þessu fjölmiðlaumræða hefur gert mann að vitorðsmanni.  Hvað getur maður sagt eða gert ?  Ekkert.  Knús á þig Lilja mín 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 19.6.2008 kl. 01:38

8 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Hamingjuóskir með daginn Guðrún Lilja!

Edda Agnarsdóttir, 19.6.2008 kl. 16:41

9 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Síðbúnar kveðjur inn í daginn mín kæra

Ía Jóhannsdóttir, 19.6.2008 kl. 20:17

10 identicon

Þú skrifar svo flotta pistla að það hálfa væri nóg. Takk fyrir mig

Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 20.6.2008 kl. 18:29

11 Smámynd: Helga Guðrún Eiríksdóttir

Berenknuffel *Helguknúz og bearhug* til þín, Liljan mín!

Helga Guðrún Eiríksdóttir, 21.6.2008 kl. 14:29

12 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Enn seinni kveðjur en hinna, er nú komin heim og líður þokkalega. Gott að vera heima hjá sér.  Knús til þín og vona að heilsufarsástand fólksins þíns sé þokkalegt. 

Ásdís Sigurðardóttir, 26.6.2008 kl. 18:30

13 Smámynd: Brynja skordal

komin heim á íslandið góða innlitskvitt og hafðu ljúfa helgi Elskuleg

Brynja skordal, 27.6.2008 kl. 09:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband