UNDARLEG AFGLÖP, ÓTRÚLEGT KÓPAVOGSKLÚÐUR

Ég skil bara ekkert í þeim þarna í Kópavoginum að byggja ekki bara hringtorgið utan um sjálfa blokkina (sjálft háhýsið) á Lundarbraut 1, í Kópavogi.

 Þá gætu þeir bara lagt bílastæðin í hring utan um hringtorgið. -

Og tengt síðan Lundarbrautina þar við, í hring, þá geta Kópavogsbúar ekið hring eftir hring, - að og frá hringavitleysunni sem nú blasir við þeim, sem festu kaup á rándýru íbúðunum í "Lundarhverfinu" í Kópavogi. -

Ef þeir keyra fyrst nokkra hringi á réttunni og svo aðra á röngunni,  skella svo Nýbýlaveginum ofaní í stokk,  og tjú, tjú, trallalala.  - svo allt verði í stíl.  - 

 

 Þá geta þeir,  þegar stokkurinn er komin utanum Nýbýlaveginn, - sett upp lyftu, bílalyftu, sem þú ekur bílnum inn í,  við endann á stokknum,  og þar lyftir, lyftan þér og bílnum, upp á Lundabrún, í Lundahverfi. - og þá getur þú tekið bílinn með þér inn, og smellt honum í bílahengið. -  

Þá ættu þeir að geta sett bílageymslurnar fyrir Lundahverfið í stokk líka. - og jafnvel reist stokkinn upp á endann-.

 En umfram allt þarf samt að byrja á því að setja dæmið allt í "reiknistokk",  áður en byrjað er,  á framkvæmdum í Kópavogi. -

Það hefur ávallt gefið góða raun.

 

 

 

 


mbl.is Kópavogur bregst við óánægju íbúa við Lundarbraut
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Af hverju er letrið svart hjá þér núna? 

Ég þarf að fara að skoða þetta klúður þarna í Kópavoginum. Þetta hljómar alveg með eindæmum!

Lára Hanna Einarsdóttir, 13.6.2008 kl. 01:36

2 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Ætli letrið sé ekki svart af samúð til Kópavogsbúa.  -

Nei í alvöru ég hef ekki hugmynd um afhverju letrið er svart, held að einhverjir litli puttar hafi verið að fikta í tölvunni og svo kann ég bara ekki að laga það.

En þetta er hinsvegar alvarlegt klúður í Kópavoginum,  og það versta við það er ef þetta lendir svo á þeim sem síst skildi. - Það er íbúðareigendunum sjálfum.  - Sem flestir eru fólk sem ætlaði að eyða þarna síðustu æviárunum.

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 13.6.2008 kl. 01:49

3 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Arg.  Þarf að kynna mér þetta líka.  Takk fyrir pistil.

Jenný Anna Baldursdóttir, 13.6.2008 kl. 06:58

4 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Margt hafa þeir gott gert þarna í Kópavoginum en þetta virðist eitthvað hafa farið öfugt inn á teikniborðið, þarf að skoða þetta þegar ég kem heim næst ef ég nenni því seinast þegar ég fór um götur Kópavogs villtist ég svo illa að ég vissi ekkert hvað sneri norður eða suður og er ég ekki áttavillt í eðli mínu.

Eiðgu góða og skemmtilega helgi Lilja mín.

Ía Jóhannsdóttir, 13.6.2008 kl. 07:02

5 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Já, Jenný maður verður fúll yfir svona skipulagsklúðri.  -

Hugsaðu þér þegar þeir fara að ryðja snjónum í vetur,  og snjóruðningurinn fer þarna beint niður. - og inn um gluggana hjá fólkinu, á fyrstu annari og jafnvel á þriðju hæð. - það verður dásamlegt útsýnið þá,  - eða hitt þá heldur.

Já, Ía það hefur margt gott gerst í Kópavoginum, en afleiðingar af svona mistökum bitna yfirleitt á íbúunum.

Og þetta skipulagsslys má ekki bitna á þeim,  sem keyptu sér þarna íbúðir. -  litla 3ja herb. íbúð á verði 300  fermetra einbýlishúss. -

Það eru nokkur svona skipulagsslys eða réttara sagt, svona óskipulag sem er farið að gera Kópavogsbúum gramt í geði.  - Það er nefnilega betra að hafa orðatiltækið "kapp er best með forsjá" í huga í skipulagsmálum sem og öðrum málum, er varða líf og limi fólks.

Nægir þar að nefna sem dæmi, - þegar bæjarstjórinn núverand ákvað að breyta litlu smábátahöfninni út á Kársnesi,  í höfn fyrir skipaflutninga og síðan aka þungaflutningabílar í gegnum vesturbæinn miðjan, og þar sem börn eru á leið í og úr skóla. - Það var ekkert hugsað fyrir því.

 Þetta er alveg með eindæmum. - sérstaklega ef tekið er tillit til þess að sitt hvoru megin við Kópavog eru tvær stærstu flutningaskipahafnir landsins. -

Svo þörfin var engin nema fyrir núverandi bæjarstjóra að sýna vald sitt.

En íbúðaverð á þessu svæði dalar jafnt og þétt.

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 13.6.2008 kl. 10:23

6 Smámynd: Steingerður Steinarsdóttir

Jamm þetta er nú meiri hringavitleysan.

Steingerður Steinarsdóttir, 13.6.2008 kl. 10:26

7 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Akkúrat Steingerður, algjör hringavitleysa!

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 13.6.2008 kl. 10:38

8 Smámynd: Ingibjörg Hinriksdóttir

Áfram Lilja!

Ingibjörg Hinriksdóttir, 13.6.2008 kl. 23:25

9 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Já, Ingibjörg ! Lengi lifi Kópavogur! - Mér fannst mjög gott að búa í Kópavogi, og það var eini staðurinn sem mig langiaði til að flytja til,  ef ég þyrfti að fara úr miðbæ Reykjavíkur. -

Þessvegna leitaði ég að íbúð þar lengi vel.  - En mikið er ég fegin að hafa ekki keypt þarna, eins og ég hugsaði mikið um það. -  En ég átti sem betur fer ekki peninga fyrir því. - Svo er ég líka ein af þeim sem þarf alltaf að skoða teikningar, - líka af skipulaginu.  - og þegar það var ekki hægt þá missti ég áhugan.

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 14.6.2008 kl. 00:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband