JÁ, NÚ ER ALLT TEKIÐ MEÐ ÍMYNDARSÉRFRÆÐINGAR OG PR. FÓLK, EN HVAR ER GÍSLI ?

Ofboðslega finnst mér þetta tilgerðarleg uppfærsla á "titlaskiptum" í Borgarstjórnarflokki Sjálfstæðisflokksins.   - 

UPPFÆRSLA SEGI ÉG, -  AF ÞVÍ AÐ ÞAÐ SÁST Á ÖLLU YFIRBRAGÐI,  AÐ DAGSKRÁIN VAR HÖNNUÐ,  - OG VEL ÆFÐ.  -  KAPP VAR LAGT Á AÐ HAFA ALLT SLÉTT OG FELLT. -  OG PASSAÐ UPP Á , AÐ HAFA NÚ EKKI, OF MARGA Í MYND.  -  TIL AÐ DREIFA EKKI ATHYGLINNI ? 

FÓKUSINN ÁTTI AÐ VERA Á VILHJÁLMI OG HÖNNU BIRNU.   - ENGIN AUKA ANDLIT MEÐ DRAMATÍSKAN SVIP,  SEM SEGÐI MEIRA EN VEL UNDIRBÚINN RÆÐA STJÓRNMÁLAMANNSINS.

Um hádegi á laugardegi er boðað til skyndifundar,  heima hjá Vilhjálmi Þ. með  svo skömmum fyrirvara að Gísli Marteinn borgarfulltrúi kemst ekki á fundinn. - Og fleiri borgarfulltrúar  komust ekki með svo stuttum fyrirvara.  - En það var í lagi - kannski bara betra.

- Því á fundinum tilkynnir Vilhjálmur að hann ætli að hætta sem Oddviti Sjálfstæðisfokks í Borgarstjórn og Hanna Birna taki við Oddvitaembættinu.  -

Í staðinn verði Vilhjámur Þ. Vilhjálmsson Forseti Borgarstjórnar. - 

Hvað er að gerast þarna?   -  Það var jú Gísli Marteinn sem tók prófkjörsslaginn á móti Vilhjálmi Þ. fyrir síðustu borgarstjórnarkosningar,  þar sem þeir börðust um fyrsta sætið.  - 

 Gísli Marteinn náði mjög góðum árangri, og fékk afar góða kosningu, en sökum prófkjörsreglna í flokknum þá féll hann niður í þriðja sæti,  en Hanna Birna bauð sig eingöngu fram í annað sæti, og náði því. - 

 En svo er boðað til blaðamannafundar heima hjá Júlíusi Vífli, - í beinu framhaldi af fundinum heima hjá Vilhjálmi.  - 

Þar var fjölmiðlamönnum tilkynnt að ásamt þessum titlaskiptum sem nú færu fram,  þá mundi Hanna Birna verða næsti Borgarstjóri. - 

 Og þarna voru bara þau Vilhjálmur og Hanna Birna sýnd í mynd. 

Þarna hefði ég haldið að Gísli Marteinn yrði þá Forseti Borgarstjórnar úr því Hanna Birna verður borgarstjóri. - 

Og úrþví, -  eins og Formaður flokksins og Vilhjálmur tóku báðir fram, -  að þarna væri verið að gefa fólkinu í framliðasveit flokksins tækifæri !   - 

Líklega tækifæri til að sýna hvað þau geta. -  En halló, hvar er tækifærið hans Gísla Marteins?  

Eða hversvegna í ósköpunum notfærir Sjálfsstæðisflokkurinn sér ekki reynslu og þekkingu bogarfulltrúans Júlíusar Vífils. -  Hvað er í gangi ?

Ég skil heldur ekki, - orð formanns Sjálfstæðisflokksins, sem hann lét falla af þessu tilefni, þar sem hann sagði: -  Að það væri aðdáunarvert hvernig  Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson sýnir drengskap og göfuglyndi með því að stíga til hliðar.  - Til að hleypa að,  framliðasveitinni, í flokknum, fólkinu sem nú tekur við.

 

En afhverju sté þá Vilhjálmur ekki almennilega til hliðar, - eða sté bara alveg út af stjórnarpallinum, og skapaði þannig rými fyrir alla þá sem í framliðasveitinni eru.  -

- Afhverju dregur hann sig ekki í hlé og hleypir þeim að,  eins og formaður flokksins dásamaði hann fyrir að gera. -  Hverslags sýndarmennska er þetta. -

 

Sjálfstæðisflokkurinn hefði betur sleppt þessari dæmalausu og innihaldslausu sýndarmennsku. -   Og sleppt líka þessum dramatísku fullyrðingum um göfuglyndi og drengskap fyrrverandi oddvita að stíga svona til hliðar.   - 

 

Og svo var klykkt út með því að tilkynna, að nú væri hamingja flokksins þreföld, og því þreföld ástæða til að fagna.:  -  

NÚ VÆRI AFTUR EINING MEÐAL BORGARFULLTRÚA FLOKKSINS.

VILHJÁLMUR TULKYNNTI AÐ NÚ MUNDU ÞAU HANNA BIRNA EINHENDA SÉR Í AÐ NÁ AFTUR FYLGI FLOKKSINS,  OG TÓK FRAM AÐ ÞAÐ HEFÐI VERIÐ 46 - 50% ÞEGAR HANN SKILDI VIÐ.

OG FRÉTTAMAÐUR MINNTI VILHJÁLM Á ÞRIÐJU HAMINGJUÁSTÆÐUNA, SEM VAR AÐ VILHJÁLMUR ÆTLAÐI AÐ GIFTA SIG DAGINN EFTIR. -

 = SEMSAGT ÞREFÖLD HAMINGJA SJÁLFSTÆÐISFLOKKSINS.   -   ALLS?

Augljóslega var þessi blaðamannafundur vandlega undirbúinn, af öllum tiltækum Ímyndarsérfræðingum Sjálfstæðisflokksins, og öllum  pr-mönnunum.

Því í öllum dagblöðum lagardagsins 7. júní,  mátti sjá opnu viðtal við fyrrverandi Forstjóra Orkuveitu Reykjavíkur og REI,  Guðmund Þóroddsson,  þar sem hann úttalaði sig um samskipti sín við m.a. Borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins og Stjórnarmenn í OR og REI síðustu mánuði. -  Og bar blak af Vilhjálmi á mjög sérkennilegan máta.

Þetta er auðsjáanlega vel plönuð  atburðarás. -  og pöntuð viðtöl.  -

Og nú hefur þessari vel hönnuðu nýju atburðarás verið hleypt af stokkunum, og er runnin af stað,   en hvert hún ber okkur borgarbúa er ekki alveg ljóst. 

En við munum fljótlega sjá hvert ferðinni er heitið með borgarbúa núna. 

OG HVERT ÞAÐ LEIÐIR ? 


mbl.is Hanna Birna verður borgarstjóri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Þetta hjálp í viðlögum þegar sjúklingurinn er hættur að anda.

Ekki það að HB sé ekki hinn mætasti stjórnmálamaður en þetta er eins og þú segir, leikrit og ekkert annað.

Fólk er farið að sjá í gegnum plottið fyrir svo löngu síðan.

Takk fyrir frábæran pistil og ég óska þér góðrar viku framundan.

Jenný Anna Baldursdóttir, 9.6.2008 kl. 07:11

2 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Það sýður áfram í Grýlupottinum.....en nú er liðið komið í gjörgæslu

Hólmdís Hjartardóttir, 9.6.2008 kl. 08:49

3 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Ótrúleg plott í gangi í borginni okkar. Vona að það verði unnin einhver góð verk þarna en ekki bara að allur tíminn fari í hrókeringar.  Hafðu það gott elsku Lilja mín

Ásdís Sigurðardóttir, 9.6.2008 kl. 14:36

4 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

Innlitskvitt og bestu kveðjur

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 9.6.2008 kl. 15:05

5 Smámynd: Ingibjörg Hinriksdóttir

Innlitskvitt

Ingibjörg Hinriksdóttir, 9.6.2008 kl. 21:16

6 Smámynd: Tiger

   Alveg snilldarvel skrifaður pistill hjá þér Lilja mín. Hefði ekki getað skrifað neitt betur en þetta - eða bara geri einhver betur. Þetta valdabrölt og valdafyllerí á þessum borgarfulltrúum núna er bara sorglegt sjónarspil. Það eru allir á einhvers skonar framapotsfyllerí þarna og það er bara spurning um hver stingur hvern í bakið næst, enda fyllilega ljóst að þessi refskák er ekki útspiluð ennþá. Verst hvað þetta brölt allt hjá Sjálfstæðismönnum kostar okkur borgarbúa og skattgreiðendur mikið. En þetta lið er á svo háum launum - hjá okkur - að þeim er slétt sama hugsa ég.

Knús á þig Lilja mín og takk fyrir stórkostlegan pistil.

Tiger, 11.6.2008 kl. 03:30

7 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Nýjasta plottið er að fantasera með skoðanakönnun Félgsvísindastofnuninnar þar sem spurt er um uppáhalds borgarfulltrúann þinn og framsóknarmaðurinn var ekki inni í þeirri útekt og þá er sagt að Samfylkingin eigi þessa könnun og og vilji ekkert af frammaranum vita og nú er sko maskínan komin í gang - næsta borgastjórn undir Hönnu Birnu verður Ólafur út og frammarinn inn (sem ég hef ekki lært nafnið á ennþá) afþví að Óli ku rekast illa í borgarstjórn!

Takk fyrir pistilinn.

Edda Agnarsdóttir, 11.6.2008 kl. 10:32

8 Smámynd: www.zordis.com

það er bara ekkert annað! 

Flott skrif að vanda en því miður er pólitíkin ekki mín uppáhalds tík. 

Virðist vera spilling allstaðar og allir að bjarga eigin skinni .....

www.zordis.com, 12.6.2008 kl. 07:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband