Að gefa lífinu lit !

Ég skil vel að prestar vilji fá nýja litgreiningu, - maður getur ekki hangið í gamalli litgreiningu svo árum skiptir. -

Enda breytist tískan svo ört,  að maður hefur ekki undan að panta nýja litgreiningu,  hvað þá að láta sauma nýja prestabúninga í nýjustu tískulitgreiningarlitunum, -  á prestalínuna. - Því stundum breytist litatískan á meðan pöntunin er í vinnslu.  - 

 Og loks þegar allir prestarnir eru búnir að fá sína búninga, í réttum tískulitum,  -  Viti menn!  Þá eru litirnir dottnir úr tísku.  

 Og þá er komin ný krafa um nýja liti, nýtt útlit, og nýja  prestastefnu.  -

 Og aftur breytist allt............og ...... nýr litur er kominn í tísku, sem maður verður bara að fá sér,  - enda er bleikt ... svo mikið inn þessa daganna, -  og mikið notað af prestum í útlöndum. - 

En Guði sé lof þá er sniðið svo gott sem það sama, ár eftir ár,  það er aðeins vöxturinn sem breytist, -  svo maður kemur sér bara upp dágóðu prestabúningasafni. -  

Og fylgir þannig tiskunni.  -

Eina sem ég hef áhyggjur af, er hvort hægt sé að fá "biblíur" í stíl.

Ég mundi nefnilega líka vilja eiga eina bleika, eina bláa, og eina í öllum regnboganslitum,  því hún passar við svo margt. -

 Þá verður ekkert mál að finna útúr þessu með sokkana. - Velti því fyrir mér hvort röndóttir sokkar geri sig ekki alltaf. -  Þá þarf maður ekki  alltaf að vera að kaupa nýja. -

Eða hvort ég þurfi að panta sokka í stíl,  strax, svo allt sé  í "setteringu".  - En hvernig ætli það sé með hatta og hanska?  - Þarf kirkjan að samþykkja það líka. -


mbl.is Kirkjan skiptir litum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Hahaha, þú ert litrík í dag, fórstu til bæna????

Spurning hvort snyrtirinn verður ekki ráðinn sem leiðbeinandi aðili fyrir þjóna guðs.  Fólk verður að lúkka vel á meðan það flytur manni lífsreglurnar, ekki að ég sé ekki í öruggri fjarlægð frá öllum boðskap þessara manna.

Jenný Anna Baldursdóttir, 13.6.2008 kl. 11:21

2 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Það virðist skipta meira máli að vera rétt "litgreindur" hvað sem það nú þýðir, -  en að vinna þá vinnu sem "biskupinn" benti réttilega á í setningarræðu sinni á nýliðinni prestastefnu.

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 13.6.2008 kl. 11:31

3 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Hallgerður þarna er alveg svakalega vel og skemmtilega kveðið. - Þakka þér fyrir þetta. -  Hvað heitir svo skáldið?., sem kvað svona skemmtilega? 

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 13.6.2008 kl. 15:35

4 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Frábær og litrík færsla hjá þér kona!  Nú léttist á mér brúnin, ætla að fara að grilla kjúlla og fá mér smá rauðvín með mínum elskulega.

Ía Jóhannsdóttir, 13.6.2008 kl. 16:26

5 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

knús knús og bestu kveðjur

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 13.6.2008 kl. 22:46

6 Smámynd: www.zordis.com

Reyndi ad skilja eftir sporin í dag en ílla gekk!

Prestar eru virkilega flottir og það er eitthvað við karlmenn í einkennisbúningi .... stundum eru grímubúningar nokkuð hot!

Léttum lífið með lit og hreinsun sálar! 

www.zordis.com, 13.6.2008 kl. 23:17

7 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Segðu mér eitthvað meira um Hafstein Stefánsson föðurbróður þinn, Hallgerður. - Orti hann mikið? - Hefur  eitthvað verið gefið út eftir hann?

Það er gaman að heyra Ía, að, það er fleira sem gefur lífinu lit,  en nýir  litaglaðir "búningar.". - Vonandi hefurðu átt góða kvöldstund með þínum elskulega. -  Áttirðu kannski kost á að sjá "Gríuna" í sjónvarpinu?

Takk eslku Linda mín! -  og sömuleiðis vonandi hafið þið það öll, sem allra best!

Já, Þórdís,  ég sé ekki sporin þín,  en ég finn fyrir þeim.  - Finnst þér í alvöru, einkennisbúningar flottir? -  Ég hef nokkrum sinnum leikið í einkennisbúningum, og það verður að segjast eins og er, að þeim fylgja mismunandi tilfiningar,  og þegar ég fattaði það,  þá gerði ég mér líka ljóst,  að kraftur eða vald einkennisbúninga gerist bara í höfði þess sem ber hann. - Þ.e.a.s.  er algjör ímyndun. -  

En grímubúningar geta verið skemmtilegir. - á grímuböllum.

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 14.6.2008 kl. 00:24

8 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Æ, Ía fljótfærnin háir mér stundum. - Innan gæsalappanna átti auðvitað að vera spurning um "GRÍMUNA" sem sýnt var beint frá, í sjónvarpinu í kvöld.

Elsku Linda mín sömuleiðis til þín!

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 14.6.2008 kl. 00:29

9 Smámynd: Tiger

 Jamm sko. Þetta var litrík og flott færsla. Eins gott að vera rétt litgreindur svo maður falli ekki langt frá norminu í tískuheiminum, sama í hvaða stétt maður lendir í á lífsleiðinni. Gaman að lesa mín kæra Lilja og eigðu yndislega helgarrest.

Tiger, 14.6.2008 kl. 23:51

10 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Takk fyrir minn kæri TíCí, já, annars hélt ég að litgreining væri komin úr tísku, allavega er litgreining ekki lengur,  tískufaraldur eins og hún var hér áður. - Það var enginn maður með mönnum nema að hafa farið í litgreiningu. -

Heitir það ekki núna að fara til "Ímyndarsérfræðings", sem finnur þá réttu "ímyndina" fyrir þig.  -  Sem mundi henta þér, til að koma þér til vegs og virðingar. -

Málið er bara, til vegs og virðingar hjá hverjum?  -

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 15.6.2008 kl. 00:05

11 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Fyrirgefðu fáfræðina TíCí, - litgreiningin er víst innifalin í greiningunni hjá "Ímyndarfræðingnum" ég bara vissi það ekki.  -

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 15.6.2008 kl. 00:08

12 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Mér hefur fundist í seinni tíð gaman að spá í kirkjulitina og er dálítið hissa að fjólublái liturinn sem er aðventulitur er frekar nýtt í kirkjunni - ég man ekki hvað þeir voru að segja í blöðunum, var það appelsínugult sem var liturinn?

Edda Agnarsdóttir, 15.6.2008 kl. 13:27

13 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Hahahaha þú ert flottust

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 15.6.2008 kl. 14:37

14 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Nei Edda, það er bleiki liturinn,  sem er liturinn í ár. - þar næst skærblár litur,  og silfraður sem er að koma svo mikið inn hjá þeim prestum, bæði hér heima og erlendis.  - Svo er það sá "kóngablái" sem er næstur á óskalistanum,  til að nota á jólu, og svona.  -  Segja þeir sem til þekkja. -  

Appelsínuguli liturinn, gæti orkað tvímælis, maður veit þó aldrei, - þetta er allt orðið svo frjálslynt og opið. -  Sem betur fer.

En hrifnust er ég af opnunarræðu Biskupsins á prestastefnunni, sköruleg og góð ræða.  - Enda góður biskup.

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 15.6.2008 kl. 18:38

15 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Takk Ásthildur og vertu velkomin heim.

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 15.6.2008 kl. 18:39

16 Smámynd: kloi

Ég hef tekið eftir þessu með litina. Það er t.d. alltaf verið að skipta um ól á mér, nú er ég komin með bleika.... verður örugglega kóngablá næst. Ég sem kunni svo vel við þá bláu......

kloi, 15.6.2008 kl. 21:55

17 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Þakka þér fyrir Ægir, ég er nú ekki sérlega fróð um litatískuna heldur hef ég allan minn fróðleik frá prestunum sem m.a. er sagt frá í fréttinni sem ég vitna í hér að ofan. - 

Svo hef ég fengið aukafræðslu frá áhugamanni um aukna litagleði hjá prestum sem hringdi í mig þegar honum ofbauð fáfræði mín um "ímyndar-sérfræðingana". 

Elsku Klói minn!  Það er auðheyrt að þú ert að verða fórnarlamb litaglaðra ímyndarsinnaðra eigenda.  -  Þú getur sagt þeim að fyrr gangirðu með "hárauða spöng" um hálsinn, - en "kóngabláan borða" fyrr má nú rota en dauðrota. -  Enda er það bara harðasti "Íhaldsk...." sem ganga með kóngabláan borða um háls sér. -  Og þú ert sko enginn afturhaldssinni Klói. -  Þú sem ert af fornu Víkingakyni.  -  Elsku Klói þú hringir bara í mig ef að þú vilt að ég ættleiði þig.  -

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 15.6.2008 kl. 22:35

18 Smámynd: Himmalingur

Ég held að prestar séu komnir úr tísku! Eða voru þeir einhvern tíma í tísku ?

Himmalingur, 15.6.2008 kl. 23:52

19 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Nú get ég ekki svarað þér Hilmar. - Eru prestar bara ekki jafn misjafnir og þeir eru margir. - Og sumir prestar virðast komast í tísku, en aðrir ekki,  - en það er ekki þar með sagt, að þeir vinni ekki jafn vel sína vinnu, hvort sem þeir eru í tísku eða ekki. - 

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 16.6.2008 kl. 00:13

20 Smámynd: Himmalingur

Ég tek fólki alltaf með varúð sem fær borgað fyrir að segja mér sannleikann!

Himmalingur, 16.6.2008 kl. 00:17

21 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Ertu að segja að prestar segi sannleikann ?

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 16.6.2008 kl. 00:29

22 Smámynd: Himmalingur

Það fer eftir því hvað við teljum að sannleikurinn er!

Himmalingur, 16.6.2008 kl. 00:47

23 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Já, Hilmar !  Mér fannst þú t.d. segja sannleikann á blogginu þínu,  þar sem þú talar um illa uppalið ungt fólk, og hegðun þess á Akureyri.  Virðingu fólks fyrir lögum og laganna vörðum.  -  Osfrv. osfrv. .....

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 16.6.2008 kl. 00:58

24 Smámynd: Himmalingur

Við erum bæði alveg himnesk!

Himmalingur, 16.6.2008 kl. 01:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband