Nýr flokkur fram .....

Nú verða þeir sem ekki vilja afnema eftirlaunaólögin aldeilis að passa sig það virðist sem hópur fólks sé að vinna að nýju framboði, þetta er áreiðanlega ekki eini hópurinn sem undirbýr framboð.

En það eftirtektarverða við þetta framboð er að þau vilja eins og Ögmundur og Valgerður Bjarnadóttir, afnema eftirlaunaólögin.

Hverjir þarna eru að baki veit ég ekki,  en mér finnst þetta alveg rosalega spennandi.

Nú er sko eitthvað að gerast.

Og nú mega ráðamenn, ríkisstjórn og aðrir þeir sem á Alþingi sitja aldeilis fara að vara sig.

Burt með spillingaröflin.


mbl.is Segja eftirlaunafrumvarp kattarþvott
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sólveig Hannesdóttir

Sæl vertu.

   Þetta er mál málanna í dag, og spennandi hvort þau verða ekki bara kaffærð, Valgerður og Ögmundur, en það ættu að vera spennandi tímar framundan, einhverjar breytingar til góð.

   Það er blettur á þjóðinni þetta eftirlaunamisræmi.

Sólveig Hannesdóttir, 20.12.2008 kl. 14:14

2 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Satt segirðu Sólveig þetta eftirlaunafrumvarp er blettur á þjóðinni, og blettur á ferli þeirra Alþingismanna sem á þingi sátu og samþykktu, og líka þá sem á Alþingi sitja nú og hafa það í hendi sér að afnema þessi ólög en gera það ekki.

Valgerðu Bjarnadóttir lagði fram frumvarp til laga um afnám eftirlaunalaganna, í byrjun október 2007, með henni voru fleiri Samfylkingarþingmenn, og Ögmundur Jónasson úr Vinstri Grænum.

Það frumvarp hefur legið óhreyft hjá allsherjarnefnd nú í rúma fjórtán mánuði, og formaður allsherjarnefndar, hafði það sér til afsökunar að hann biði eftir frumvarpi frá ríkisstjórn sem mundi koma, en kom aldrei fyrr en nú, og þá er það bara til þess gert að klóra yfir skítinn eins og kettirnir gera svo snyrtilega þegar þeir hafa gert stykki sín, og þvo sér svo á eftir.

Og nú þvær ríkisstjórnin oo allsherjarnefnd sér væntanlega á sama hátt, og finnst þeir hafa skilað sínu stykki með sóma.

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 20.12.2008 kl. 14:42

3 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Jamm spennandi rétt er það

Ía Jóhannsdóttir, 20.12.2008 kl. 19:45

4 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Fróðlegt verður að fylgjast með

Hólmdís Hjartardóttir, 20.12.2008 kl. 20:45

5 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Tími á þetta komin.  Flott.

Jenný Anna Baldursdóttir, 20.12.2008 kl. 20:46

6 Smámynd: Ellen Björnsdóttir

Þakka þér fyrir að skrifa um okkur og benda á okkur Lilja. - Og þakka þér fyrir að vilja vera bloggvinur okkar, þú ert semsagt bloggvinur okkar númer 1.  Sem þýðir að í okkar huga verður þú heiðursbloggarinn okkar.

Ellen Björnsdóttir, 20.12.2008 kl. 21:27

7 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Þeir eru margir flokkarnir sem hafa komið og farið síðustu áratugi... og allir höfðu þeir launir á hraðbergi..... en

Jón Ingi Cæsarsson, 20.12.2008 kl. 21:49

8 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Já, Jón Ingi það er rétt nýjir flokkar hafa sumir horfið, jafn hratt og þeir komu á undanförnum árum. 

Einu nýju flokkarnir sem náð hafa festu eru Samfylkingin og Vinstri Grænir.

Hingað til hafa klofningsframboð ekki dugað mikið lengur en eitt kjörtímabil, nema Frjálslyndi flokkurinn. En að vísu er ekki ljóst hvort hann haldi lífi mikið lengur úr þessu. 

Því miklar breytingar eru í aðsigi, það lítur út fyrir að gamla flokkakerfið sem enn ríkir í Sjálfstæðisflokki og Framsóknarflokki sé nú í andarslitrunum, og því er ljóst að algjör uppstokkun mun verða í kjölfarið hvað varðar kjördæmaskipan og framboð.

T.d. er ekki loku fyrir það skotið, að hugmyndir Vilmundar heitins Gylfasonar fái nú loks lýðræðislega umfjöllun, og vonandi leiðir sú umræða til þess að hugmyndir Vilmundar verði að veruleika. 

Það er allavega ósk mín. 

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 20.12.2008 kl. 22:24

9 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Ía, já þetta er spennandi.

Hólmdís já það verður fróðlegt að fylgjast með þessu, veistu eitthvað um þennan hóp.

Akkúrat Jenný Anna, það er nefnilega tími til kominn að henda út þessu gjörspillta flokkakerfi, og byrja upp á nýtt.  - Með nýju Íslandi

Já, Ægir þetta er spennandi en veist þú eitthvað meira um þennan hóp, veistu hverjir þetta eru?

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 20.12.2008 kl. 22:29

10 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

Knús í hús og ljúfar kveðjur

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 20.12.2008 kl. 23:11

11 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Veit ekki neitt. En ég vil sjá ný framboð.

Hólmdís Hjartardóttir, 21.12.2008 kl. 02:26

12 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Hef ekki hugmynd um hverjir standa fyrir xE? En ný framboð gætu verið góð en líka breytingar innan flokkana.

Edda Agnarsdóttir, 21.12.2008 kl. 12:44

13 Smámynd: Eva Benjamínsdóttir

Eftirlaunafrumvarpið er lýðræðislegasta frumvarpið sem komið hefur fram í dagsljósið nokkurn tíman. - Valgerði ofbauð siðleysið og Ögmundi líka. Trúi varla öðru en Jóhanna sé með. Þessu verður breyta. Menn skammta sér einsog þeir vilja og gleyma fólkinu í landinu. Þvílíkt svínarí á þjóðina. Ekki veit ég hver xE eru en það væri allt í lagi að fá að lesa stefnuskrána í jólaleyfinu og mynda sér skoðanir. Stafurinn er fallegur og sá fimmti í stafrófinu, sem er R í rúnum og þýðir reiði. Fimm í talnaspekinni er talin vera jaðartala hvort sem er í listum eða stjórnmálum. Mættum við fá meir að heyra?

BURT MEÐ SPILLINGARÖFLIN 

Elsku Lilja mín. Hjartans jólaóskir norður. kveðja, eva

Eva Benjamínsdóttir, 21.12.2008 kl. 13:58

14 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

Ég og mín kæra fjölskylda viljum óska ykkur öllum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári og þökkum árið sem er að líða.....Jólakveðja

 Linda og Fjölskylda :):):):)

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 23.12.2008 kl. 00:51

15 Smámynd: Gudrún Hauksdótttir

Kæra Lilja Gudrún.Sendi tér og tínum bestu óskir um gledilega jólahátid og farsæld á nýju ári.Takk fyrir gód kynni sem ég hef notid.

Hjartanskvedja frá Jyderup

Gudrún

Gudrún Hauksdótttir, 23.12.2008 kl. 10:22

16 Smámynd: Aprílrós

Ég veit ekki mikið um þetta en eitt er víst að ég vil sjá ny framboð.

Ég óska þér Gleðilegra jóla Lilja Guðrún mín. 

Kærleiks jólaknús til þín

Aprílrós, 23.12.2008 kl. 10:28

17 Smámynd: Anna Einarsdóttir

  Gleðilega jólahátíð Lilja Guðrún og fjölskylda. 

Anna Einarsdóttir, 24.12.2008 kl. 14:46

18 Smámynd: Tiger

Gleðilega jólahátíð elsku Lilja mín. Megi guð og gæfa fylgja þér og þínum um jól og áramót, sem og bara alltaf! Sendi þér jólaknús og kramerí mín kæra!

Tiger, 24.12.2008 kl. 20:43

19 identicon

Góðan dagin og gleðilega hátíð.

Varð bara kíka hér inn því ég var svo hrifin af kvitti þínu inni hjá Tiger, um málefnið að blogga undir nafni. 

Kv PS sammála  Evu Benjam. nr 14 það væri gott að fá meira að heyra frá XE ef þetta er alvöru.

(IP-tala skráð) 26.12.2008 kl. 11:08

20 Smámynd: Aprílrós

Já fróðlegt að sjá.

gleðilega jólahátið mín elskuleg.

Aprílrós, 26.12.2008 kl. 14:53

21 Smámynd: Þorsteinn Briem

Gleðileg jól, Lilja mín Guðrún!

Þorsteinn Briem, 26.12.2008 kl. 23:37

22 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

Jólakvitt og ljúfar kveðjur:):):):)

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 28.12.2008 kl. 19:38

23 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Takk elskulegu bloggvinir fyrir fallegar og hugljúfar jólakveðjur, sem virkilega hlýja mér um hjartarætur. Jólakveðjur til ykkar allra.

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 29.12.2008 kl. 01:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband