Flugeldar fyrir og eftir tólf ! Þögn klukkan tólf !

Velti því fyrir mér hve sterkt það væri ef við Íslendingar allir sem einn. - Tækjum okkur til og ..

Hættum að skjóta upp flugeldum 5 mínútum fyrir 12 á miðnætti þann 31. des. og byrjuðum ekki aftur fyrr en 5 mínútur yfir tólf, eða klukkan 24:05 þann 1. jan. 2009.

Ef við hefðum algera þögn frá 23:55 - 24:05 á gamlárskvöld, á meðan við kveðjum gamla árið og tökum á móti því nýja. 

Og ef við notuðum þessa þögn til þess að halda höndum saman og senda hvert öðru strauma,  og kraft okkar í milli,  þjóð vorri og landi til heilla á komandi ári. 

Við getum líka notað þessa þögn til að hugleiða saman það sem koma skal. - Og hvernig við viljum takast á við það.

Tölum svo saman og segjum hvert öðru hvernig við viljum sjá nýtt Ísland verða til, á nýju ári.

 

 

 


mbl.is „Fer þokkalega af stað“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Það væri magnað ef hægt væri að virkja alla í þetta! Stórglæsileg mótmæli og hugleiðing.

Lára Hanna Einarsdóttir, 29.12.2008 kl. 02:02

2 Smámynd: Eva Benjamínsdóttir

Flott hugmynd, ég slekk á mér og þagna í fimm mínútur...Lilja góð

Eva Benjamínsdóttir, 29.12.2008 kl. 02:13

3 Smámynd: Vilhjálmur Árnason

Já segjum öllum frá þessu. Þetta er frábær hugmynd.

Vilhjálmur Árnason, 29.12.2008 kl. 02:57

4 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Frábær hugmynd. 

Hólmdís Hjartardóttir, 29.12.2008 kl. 08:06

5 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Snilldar hugmynd!  Bara að hún væri framkvæmanleg.

Ía Jóhannsdóttir, 29.12.2008 kl. 08:31

6 Smámynd: Aprílrós

Já þetta finst mér góð hugmynd, og þvi ekki að reyna ? alveg þess virði. Ég ætla láta þessa hugmynd ganga til vina minna og nágranna. ;)

Aprílrós, 29.12.2008 kl. 08:35

7 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Snilldarhugmynd.  Það þyrfti samt lengri undirbúning, við erum alltaf svo seintekinn.  En mikið væri þetta semmtilegt ef allir tækju sig til og framkvæmdu þetta. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 29.12.2008 kl. 11:14

8 Smámynd: Gudrún Hauksdótttir

Tad yrdi magnad og flott hugmynd.Láttu tetta ganga um bloggheiminn og vid sem tar erum getum tekid höndum saman ....tad eru tá vid  og gæfi okkur heilmikid.hvad finnst tér um tad ?

Hjartanskvedja

Gudrún Hauksdótttir, 29.12.2008 kl. 11:22

9 Smámynd: Soffía Valdimarsdóttir

Ég læt þetta ganga.

Soffía Valdimarsdóttir, 29.12.2008 kl. 18:53

10 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Jæja ljósið mitt, hvernig heldurðu að þetta fari? Við getum alltaf reynt þetta næsta ár með betri undirbúningi.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 29.12.2008 kl. 21:22

11 Smámynd: Ingibjörg Hinriksdóttir

Þetta er frábær hugmynd en miðað við lætin í kringum heimili mitt frá því að byrjað er að selja flugelda og fram í miðjan janúar þá held ég að það verði erfitt að fá Íslendinga til að skjóta EKKI upp flugeldum fyrr en 00:15.

Ingibjörg Hinriksdóttir, 29.12.2008 kl. 23:01

12 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

ég vil allavega reyna.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 30.12.2008 kl. 00:31

13 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Jæja fröken fix þá er boltinn byrjaður að rúlla. http://asthildurcesil.blog.is/blog/asthildurcesil/entry/756988/#comment2056078

 Ætlarðu svo að taka áskoruninni?

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 30.12.2008 kl. 00:44

14 Smámynd: Solla Guðjóns

Solla Guðjóns, 30.12.2008 kl. 00:51

15 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Brilljant hugmynd.  Sterkt.

Jenný Anna Baldursdóttir, 30.12.2008 kl. 08:36

16 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Ég er sammála ykkur þetta er góð hugmynd sem er vel þess virði að breiða út til allra sem þið talið við og/eða skrifist á við í dag og á morgunn. 

Það er líka kominn tími til að hugurinn og hugsunin fái að springa út og njóta þess, klukkan tólf á miðnætti á gamlárskvöld. 

   Ég efast ekki um, að það vakna alveg frábærar hugmyndir í kjölfar þagnarinnar, og þess,  að fólk hugleiði saman á þessum tímamótum. 

 Hvað er betra en "hugljómun" á áramótum. 

 Gleðilegt nýtt ár á nýju Íslandi.

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 30.12.2008 kl. 15:44

17 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Þegar ég var að alast upp þótti mér afar hátíðlegt er við stóðum saman héldumst í hendur og sungum Nú árið er liðið, síðan var faðmast og grátið smá
því allir elskuðu alla svo mikið, nú eru fyrir margt löngu þau ár liðin og sakna ég þeirra mjög.

Elsku Lilja um leið og ég óska þér og þínum heillaríks komandi árs með þökk fyrir yndisleg kynni á árinu sem er að líða tek ég undir þetta með þér og vonandi sem flestum og þó svo einhverjir sprengi hér í kringum mig mun ég bara loka það úti. Krafturinn okkar er sterkari en einhverjar sprengjur það skuluð þið vita. Spjöllum á nýu ári.
Ljós og kærleik frá mér.
Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 30.12.2008 kl. 16:32

18 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Takk elsku Milla, það eru einmitt svipaðar minningar sem ég á, og hef saknað hvað mest í sífellt meirir sprengjuregni hin síðari ár. -

    Ég var einmitt að ræða þessar minningar við börn mín barnabarn og systrabörn þegar hugmyndin kviknaði, við gátum ekki hætt vð flugeldakaup vegna þess að björgunarsveitir landsins hafa þegar keypt inn það magn sem þeir telja sig verða að selja til þess að lifa af svo þeir geti haldið sér í þjálfun og haft efni á að bjarga, fólki hér eftir sem hingað til. 

Svo við nánari hugsun kom þessi hugmynd upp. - Höfum ÞÖGN í tíu mínútur.  frá klukkan 23:55 til kl: 24:05. Og notum þögnina til að senda kraft og orku, þjóð okkar og landi til heilla. 

   Sendum líka óskir okkar í krafti þagnarinnar, til þeirra sem við viljum að óskirnar nái til. -  Njótum þagnarinnar þessar mínútur, og þeirrar  hugljómunar sem okkur berst í hugsanablöðruna okkar meðan við hugleiðum.

Tölum svo saman. - 

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 30.12.2008 kl. 17:13

19 Smámynd: Kristján Logason

Þögn skal verða þín og mín

þjóðin standa saman

hafa megir heillin mín

hátíð bæði og gaman

Kristján Logason, 30.12.2008 kl. 17:32

20 Smámynd: Anna Ragna Alexandersdóttir

Góð hugmynd

Anna Ragna Alexandersdóttir, 30.12.2008 kl. 20:15

21 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

Gleðilegt nýtt ár

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 30.12.2008 kl. 22:01

22 Smámynd: Kristján Logason

Þögn á miðnætti hefur nú eignast Fésbókar hóp. Stöndum saman um þessa frábæru hugmynd og dreifum boðskapnum sem víðast.

http://www.facebook.com/groups/edit.php?gid=54923037560#/group.php?gid=54923037560

Kristján Logason, 30.12.2008 kl. 22:16

23 Smámynd: Eva Benjamínsdóttir

Ég ætla ekki að sprengja neitt, ekki einu sinni halda á stjörnuljósi. Ég ætla að hafa neon glóandi hálsfesti í þögninni, glóandi gamall hippi í hugleiðslu og það skal enginn raska þeirri ró sem yfir mig og mína mun fara á tíu mínútum í þögninni, því ég mun meðtaka strauminn sem ég fæ frá kærleiksríku hugsandi fólki og senda til baka kærleikskveðjur til allra í þögninni.

Elsku Lilja mín, þakka þér fyrir frábæra hugmynd, ég veit að hún er framkvæmanleg hjá gríðarlega mörgum.

Andri Snær Magnason, fór langt með að slökkva ljósin í borginni um árið? ég gleymi ekki tilhlökkun minni og að sjá þau svo detta út eitt og eitt og svo í þúsundatali var stórmagnað...OG FRIÐURINN Í KJÖFARIÐ!

Gleðilegt nýtt ár, þakka vináttuna. kveðja eva

P.S. Ég ætla að drífa upplýsingarnar inná fésbókina, þakka Kristjáni og tek þátt í þessu öllu saman.

Eva Benjamínsdóttir, 31.12.2008 kl. 02:36

24 Smámynd: Gudrún Hauksdótttir

Hef sett tetta inn á mína sídu.Verd einnig táttakandi hérna í útlandinu.

Sendi tér og tínu fólki bestu óskir um heillaríkt og gledilegt ár og takk fyrir ad vera bloggvinur minn kæra Lilja Gudrún.

Hjartanskvedja frá Jyderup

Gudrún Hauksdótttir, 31.12.2008 kl. 04:53

25 identicon

Sæl Frænka

 Þetta er frabær hugmynd sem eg kem afram til minna

Vildi lika oska þer og þinum gleðilegs ars.

Knus og kossar

Lilja Guðrun

Lilja Guðrún Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 31.12.2008 kl. 12:10

26 Smámynd: Bergur Thorberg

Elsku Lilja. Auðvitað þögn. Zu reden ist silber... zu schweigen ist gold. Silence is golden. Eða eins og segir í Hávamálum: Mæli þarft... eða þegi. Engar sprengjur á mínu heimili þetta árið.... Guði sé lof. Þannig að, það verður ekkert erfitt fyrir mig að fylgja ráðum þínum... ekki frekar en endranær. Þau hafa hingað til gefist mér vel. Takk fyrir mig og eins og þeir segja á nútíma færeysku: Teik ker.

Bergur Thorberg, 31.12.2008 kl. 14:22

27 identicon

Sæl Lilja.

Ég skýt engum flugeldum. Og mér finnst þetta frábær hugmynd. 

Allavega mun ég gera eins og þú leggur til

Gleðilegt nýtt ár

Sigrún Jóna (IP-tala skráð) 31.12.2008 kl. 14:56

28 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Tek undir þetta elskuleg. Var búin að týna þér, held við verðum að tengjast á ný. 

Kæri bloggvinur, ég óska þér gleðilegs nýs árs og þakka fyrir skemmtileg kynni á árinu megi nýja árið færa þér hamingju og gleði. Kær kveðja

Ásdís Sigurðardóttir, 31.12.2008 kl. 18:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband