Færsluflokkur: Dægurmál

Boðið uppí dans I. hluti

 

  Ég eins og svo margir aðrir er alveg logandi hrædd við það algjöra stjórnleysi er ríkir hér í borginni okkar núna. Og það virðist ekkert lát á þeim darraðardansi sem upphófst strax nóttina eftir síðustu borgarstjórnarkosningar semsagt  þegar Vilhjálmur bauð Ólafi upp í dans og meðan Ólafur  rétt  skrapp heim að ná sér í  nesti og nýja dansskó var Vilhjálmur horfinn á braut. Bara týndur og tröllum gefinn að því er virtist.  Ólafur leitaði lengi dags en ekkert heyrðist frá Vilhjálmi.

    Seint og um síðir bárust fregnir um að Vilhjálmur væri fundinn heill á húfi og  boðaði nú stórmerk tíðindi,  allir sem fréttapassa  gátu valdið þustu  nú til og þyrptust á staðinn því allir vildu nú vera fyrstir með fregnirnar. Þegar á staðinn var komið mátti þar sjá  föngulegan hóp  manna og kvenna standa þar á steinstöllum  og stóð Vilhjálmur þar fremstur í flokki hinn týndi Vilhjálmur sem ekki var lengur týndur  hóf strax upp raust sína og greindi svo frá:   Hérna takk fyrir að koma hérna  vil ég gera heyrinkunnugt að ég hef  boðið í nýjan dansherra og sá hefur þegar sagt já og  við höfum þegar skrifað á danskortið sjáið bara hvað það er fallegt á litinn og við höfum ákveðið í hvaða röð stigið skal í dansinn, og hérna  minn makker skal vera hinn geysivinsæli erfðaprins enginn annar  en sjálfur Björn Ingi Hrafnsson, hipp hipp húrra og sipp og hoj,".,  -  og  svo mátti sjá þá félaga telja saman í hinn þekkta meirihlutamenúett við taktfastan  varasmell og flaut hinna ungu og efnilegu borgarfulltrúa meirihlutans og með stuðningi hins hugprúða miðaldra tenórsöngvara (sem er af öllum öðrum ólöstuðum einn af fáum pólitíkusum sem ég enn treysti enda taktviss með afbrigðum og lætur ekki svo auðveldlega slá sig útaf laginu), þarna virtust þau öll svo stolt og svo léttstíg ,  þessir  ungu borgarfulltrúar sem loks voru komin í valdadansinn þangað sem þau höfðu stefnt að.  Þarna stóðu þau svo falleg og svo glaðbeitt og örugg með sig,   auðsjáanlega  full tilhlökkunar  að leggja sitt af mörkum til að gera góða borg betri.  Og það sem ég var glöð fyrir þeirra hönd þegar ég sá þau svona hamingjusöm .  Og borgarbúar voru sáttir. -  Nú,nú,  það er jú gott að hrista upp í pólitíkinni annað veifið  enginn hefur gott afþvi að sitja of lengi við völd osfrv. sagði ég við mig og mína.  Sjáið bara í hvaða óefni landsmálin eru komin.  (sagði ég sko 2006).

   Svo leið sumarið,  og haustið kom , þá veturinn með myrkrið ,  svo voraði á ný,  sífelldar fréttir bárust af borgarstjóranum síkáta,   hann var hér og hann var þar, allt um kring og allsstaðar,   sí og æ,  æ og sí , syngjandi bra og sí bí dí .,  Og gárungarnir voru farnir að taka upp slagorð Vilhjálms.  en það er svona: " Gamli Góði Villi - sipp og hoj. -" svo hratt leið sumarið að fyrr en varði lækkaði sól á lofti og dag tók að stytta.. -  Og það fór að dimma........haustið brast á og ......það dimmdi óðum.

   Úr myrkum skúmaskotum fóru að heyrast torkennileg hljóð einsog væl eða  óánægjugaul, hvískur og stundum barst óánægjukvein upp úr vælinu  þar sem hægt var að greina orðaskil einsog:  æ, hann er hættur að halda takti -  það er satt hann heldur engum takti.,, eða : Hann hefur aldrei haldið takti - Hann dansar bara sóló -  eða mambó -   vill að við dönsum námvæmlega eftir hans höfði -  það er eins og það vanti minniskubbinn í hann-  hefur kannski dottið úr sambandi ?.. við verðum að tala við Herra Fors.hr. - :  - En ekkert virtist  bíta á hinn dansglaða söngvara Vilhjálm hann bara dansaði  og söng:    Ég er  syngjandi dáðadrengur -  og dansherra eins og gengur -  ég ríki hérna einn í Reykjavík ,  þó REI ég gefi og alla svík. -- Sipp og hoj - Dansi dansi dúkkan mín, dæmalaust er allt mitt grín,  .... OOOoog nú tökum við kokkinn allir saman nú, , einn ,fjórir,  sex. ´- 

     En þá var þolinmæði þessara ungmenna á þrotum .  Þau stóðu upp öll sem einn og stöppuðu upphafstaktinn sem lagt var upp með  að yrði megin stefið í stefnu flokksins í þessu meirihlutasamstarfi svona eins og til að leiða leiðtogann inní hinn rétta takt eins mjúklega og þeim var unnt,  og þannig reyndu þau  að koma borgarstjóranum inn í taktinn og taktinum inn í hann þau hughreystu hann  sögðust styðja hann,   hann þyrfti bara að hlusta á taktinn , eða hlusta á þau svo hann hætti að trampa svona endalaust ofaná tærnar á þeim  Þau reyndu að segja honum á einlægan hátt hvernig komið væri fyrir tám þeirra sögðu sem var að hann hefði traðkað á tám þeirra í  tæp þrjú misseri og nú gætu þau ekki meir..  Ef ekki nú þá .......

 


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband