Hilmar bróðir minn á stórafmæli í dag!

Hann Hilmar elsti bróðir minn, frumburðurinn hennar móður minnar.  Fæddist á "Föstudeginum langa" á Landspítalanum þann 15. apríl 1938. - Yndislegasti sonur sem ég þekki, yndislegasti bróðir sem ég þekki.

  - Hilmar sem var orðinn svo sterkur, aðeins 15. ára gamall, að jafnhenti sjálfa "Húsafellshelluna" þá víðfrægu steinhellu, sem menn hafa frá örófi alda keppst við að reyna að lyfta en sjaldnast getað.  Þessa hellu jafnhenti hinn 15 ára, Hilmar, eins og hann væri að handleika fiðurpoka.

  -  Hilmar sem 12 ára tók stóra nautið í fjósi afa og ömmu, sem þurftu að losna við nautið, sem var orðið þeim stórhættulegt, en enginn hafði burði til að bera, að geta slátrað nautinu,  þar sem pabbi var þá úti við Grænland á Eldborginni í 6 mánaða útiveru við að kenna Grænlendingum að veiða. 

 -  Þá varð Hilmar rétt 12 ára gamall, að redda málunum fyrir gömlu hjónin,  hann tók því nautið, skaut það, hengdi það upp á gálga, fláði það, og gerði að kjötinu, og gekk frá því eins og alvanur kjötiðnaðarmaður væri að verki.

 -  Hilmar sem 15 ára byrjaði til sjós og fór þaðan í Stýrimannaskólann, þar tók hann fyrst fiskimanninn, síðan farmanninn, og útskrifaðist þaðan með hæstu einkunn sem þá hafði verið tekin. 

  -  Hilmar sem varð strax einn eftirsóttasti stýrimaður sem um getur, - því Hilmar var þessi aflakló sem allir kepptust um að fá á bátinn til sín.  Enda var Hilmar alltaf á aflahæstu bátum Íslenska síldveiðiflotans.

  -  Elskulegi Hilmar bróðir minn, sem ég sendi kveðju í öllum óskalögum sjómanna, á Frívaktinni, þar til að hann skrifaði litlu systur, og bað hana, að skrifa sér bara, hann skildi alltaf skrifa Strympu sinni á móti, það væri miklu betra enn allar þessar "Ömmubænir" og "Við hliðið stend ég eftir ein" í Útvarpinu.   Enda heyrði hann sjaldnast kveðjurnar.  - Svo þætti honum mun skemmtilegra, ef hann fengi fleiri bréf frá "Strympu," eins og hann kallaði mig, með fréttum að heiman. - Svo ég,  þá 7 - 8 ára skrifaði, og skrifaði í mörg ár,  og alltaf svaraði hann bréfunum frá litlu systur, jafnvel þó hann væri búin að standa uppi í aðgerð, hátt á þriðja sólarhring, þá skrifaði hann samt, með sinni fallegu rithönd tveggja síðna bréf, til Strympu, áður enn hann lagðist í koju.

  - Svoleiðis er Hilmar, þessi stóri, sterki, og mikli íþróttagarpur,  þessi góði og glæsilegi, velbyggði Strympubróðir. -  Og svoleiðis sigraði hann líka, alltaf, öll pokahlaup, eggjahlaup, klifur upp í mastur, stakkasund, björgunarsund, og allar aflraunir sem menn reyndu sig í, á Hátíðardegi Sjómanna á Akranesi hér áður fyrr.

-  Hilmar sem m.a.s.  vann 15 verðlaunapeninga, þegar hann tók þátt í unglingamóti Evrópskra ungmenna í Póllandi 1955, og þar á meðal, fullt af gullpeningum, m.a.s, fékk hann gullpening fyrir Stangarstökk, sem hann hafði ekki einu sinni prufað áður en hann fór út,  hvað þá æft. 

 -  Hilmar var og er líka, glæsimennið, aðalgæinn, sem allar stelpur á Skaganum voru heillaðar af.   Og það var mjög vinsælt  hjá ungum jafnt sem eldri stúlkum, að bjóða móður minni að passa Strympu,  að taka mig með í bíltúr, osfrv. því þá sáu stúlkurnar færi á, að ná athygli Hilmars, og fá hann líka upp í bílinn, ef ég væri þar fyrir. 

  -   En Hilmar notaði krók á móti bragði, og kenndi mér merkjamál, og ýmsar kúnstir, sem ég átti að leika,  þegar hann gæfi mér bendingu. -  Til dæmis,  ef að hann nennti ekki, að rúnta lengur með þessari, þá átti ég að láta illa,  og þá var afsökunin að hann þurfti að fara með mig heim. -  Eða að ég átti að vera skemmtileg eins og hann,  þegar hann vildi heilla dömuna. -  Auk allra fimleikakúnstanna sem hann þjálfaði mig upp í og ég sýndi, þegar hann gaf mér merki. Það var flikk flakk afturábak og áfram, splitt og spígat, brú og handarhlaup, og margt fleira. -   Ég held að þarna hafi fyrst reynt á leikhæfileika mína.

  - Hilmar sem m.a.s. tók litlu Strympu með sér á völlinn.  - Eitt sinn þegar ÍA og KR voru að keppa, og leikurinn stóð sem hæst, - spennan í hámarki,-  man ég eftir mínum fyrsta ofleik. - Ég öskraði á dómarann eins og ég ætti lífið að leysa, át upp sömu orð og félagar Hilmars í stúkunni, notuðu.  -   Og öskraði þau hástöfum   -  Það lá við, að leikurinn stoppaði, - svo mjög, var öllum brugðið.  -  Og Hilmari mest.  -   Þá fékk ég mína fyrstu og einu ákúru frá stóra bróður mínum.   -  Aldrei að kasta ókvæðisorðum að neinum, hvorki dómaranum né leikmönnum. Aldrei. 

  Hilmar er líka afburða sagnamaður. Og það eru ófáar stundirnar sem hann hefur haldið uppi fjörinu tímunum saman í góðra vina hópi, með sögum af skemmtilegum atvikum úr lífinu. Þar nýtir hann  frásagnarsnilld sína til fullnustu.

  -  Og  Hilmar þessi alltumlykjandi fjölskyldumaður, sem þrátt fyrir að vera búinn að berjast  harðvítugum bardaga. við krabbann,  og sigra.  -  Að minnsta kosti er algjört vopnahlé núna.  - Allt með kyrrum kjörum, á þeim vígstöðvum.  -  Og hvað gerir Hilmar þá, - jú, hann hringir í litlu systir, og tilkynnir henni að nú sé kominn tími á, að taka vetrardekkinn undan bílnum mínum og setja sumardekkinn undir.  Eins og hann hefði gleymt, hvað tímanum liði og vildi núna hespa þessu af.

   Enda lét hann alltaf eins og hann tæki ekki eftir neinu óeðlilegu, þegar hann kom heim af sjónum, í gamla daga. - Iðulega áður en hann fór á sjó, tók hann til í fallega herberginu sínu, og gekk frá öllu, vildi hafa allt í röð og reglu. -  Og þegar hann var búinn að loka allar "gersemarnar sínar",  t.d.allar bækurnar um Basil fursta niðri í koffortinu sínu og allar segulbandsspólurnar með Elvis Presley, Nat King Cole, og hvað þeir hétu nú allir.......þegar hann var búin að loka allt niður í kistunni sinni og læsa henni með talnalás og brýna fyrir öllum yngri systkinum sínum að láta dótið hans í friði, meðan hann var útá sjó.  Þá bað hann mig, um að passa upp á að eldri systkinin mín, reyndu ekki að opna lásinn. 

    Þar með var yngsta systirin,  orðin umsjónarmaður með eigum stóra bróður.  Og áður en Strympan sjálf vissi, var hún búin, að opna lásinn, með aðferð, sem maður sér núna að ræningjar nota, nema ég, notaði mín eigin eyru, - ekki hlustunarpípu,-  til að hlusta á tikkið.  - Þannig opnaði ég koffortið,  til að fylgjast með hvort allt væri í orden þar, og stóðst þá ekki mátið,  las allan Basil fursta, þetta síldarsumarið, og hlustaði aftur og aftur á allar spólurnar í græjunum hans,  og naut lífsins.  Enda varð ég fullorðin þetta sumar, varð 6 ára, og hafði ráðið mig í mína fyrstu vinnu. 

  Og þegar Hilmar kom heim í vertíðarlok, og opnaði koffortið,  hrósaði hann mér alltaf fyrir hvað ég hefði passa koffortið hans vel. -  Og alltaf varð ég jafn undrandi, á, að hann skildi ekkert fatta. 

 Hugsið ykkur heppnina, að eiga svona mikið gull af manni, fyrir bróður.

TIL HAMINGJU MEÐ DAGINN ELSKU HJARTANS HILMAR STÓRI BRÓÐIR MINN! 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Jenný Anna Baldursdóttir, 15.4.2008 kl. 16:13

2 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Hólmdís Hjartardóttir, 15.4.2008 kl. 16:21

3 Smámynd: Ragnheiður

Til hamingju með hann. Hann er fæddur sama ár og mamma sáluga. Í dag á stjúpdóttir mín afmæli líka. Góður dagur í dag

Ragnheiður , 15.4.2008 kl. 16:22

4 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Takk fyrir elskurnar mínar og til hamingju með stjúpdóttur þína Ragnheiður.  - Þetta er góður dagur. 

   Og í dag á líka fyrrverandi skólastjóri minn og minn fyrsti Leikhússtjóri og vinnuveitandi.  -  fyrrverandi Forseti Íslands Frú Vigdís Finnbogadóttir líka afmæli.

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 15.4.2008 kl. 16:28

5 identicon

Hilmar hann er skohh nagli. Sjaldan séð aðra eins töffara af guðs náð. Hehe :)

Ingunn Valgerður Henriksen (IP-tala skráð) 15.4.2008 kl. 20:44

6 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Já, hann er sko enginn aukvisi hann bróðir minn! Enda á hann stóran og góðan vinahóp sem tekur undir hvert orð sem ég hef hér skrifað. -  Og ég get sagt þér það, að þetta er bara pínubrot, af því sem hann hefur afrekað, í gegnum tíðina.

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 15.4.2008 kl. 20:45

7 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Þetta var falleg færsla um góðan bróður.  Þú ert bara gull af manni Lilja mín. 

Ía Jóhannsdóttir, 15.4.2008 kl. 21:08

8 Smámynd: Eva Benjamínsdóttir

Til hamingju með góða bróður Lilja mín og mikið má hann vera stoltur af þessari stórskemmtilegu upprifjun Strympu

Amma mín Jóhanna Ólafsdóttir frá Skjardvararfossi Arnarfirði, fæddist þennan dag fyrir 127 árum (1881)

Eva Benjamínsdóttir, 15.4.2008 kl. 21:26

9 Smámynd: Eva Benjamínsdóttir

Æ, best að fara rétt með bærinn sem amma var fædd á er á Barðaströnd, en svo fór fólkið vestur í Arnarfjörð. Til hamingju Hilmar, Vigdís, amma og allir hinir...

Eva Benjamínsdóttir, 15.4.2008 kl. 22:19

10 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Til hamingju með bróður.

Marta B Helgadóttir, 15.4.2008 kl. 23:06

11 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Til hamingju með stóra bróður, mikið ertu heppin að eiga hann að! 

Lára Hanna Einarsdóttir, 15.4.2008 kl. 23:21

12 Smámynd: Ingibjörg Hinriksdóttir

Mikið ertu heppin að eiga svona flottan bróður. Til hamingju kappann.

Ingibjörg Hinriksdóttir, 15.4.2008 kl. 23:23

13 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Ía, þakka þér fyrir falleg orð.

Eva, Takk fyrir sömuleiðis með ömmu þína. Ég hef alltaf verið mjög stolt af honum stóra bróður mínum og held að það sé gagnkvæmt.

 Þakka þér fyrir Marta.

Já, Lára Hanna ég er sko svo sannarlega heppinn að eiga þennan góða dreng fyrir bróður. Hann er alveg ótrúlega góður maður, glaðlyndur, og flottur.

Einmitt Ingibjörg heppinn er rétta orðið því það er ekkert sjálfgefið  að bræður séu eins og hann Hilmar bróðir minn er, og hann er ekki bara svona góður við mig heldur okkur öll systkinin, konu sína,  börn, tengdabörn, barnabörn, og barnabarnabörn.  Vini sína,  og bara alla.  

Einmitt Inga svo er hann flottur og töff líka, með sixpakk og alles. Þessi blíði maður, sem má ekkert aumt sjá.   

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 16.4.2008 kl. 02:38

14 Smámynd: Tiger

  Innilega til hamingju með bróður þinn Lilja mín. Þú ert lukkuleg að eiga svona ljúfan og góðan bróður að - en hann ekkert síður lukkulegur að eiga svona dásamlega systur eins og þig! Knús inn í nóttina og morgundaginn.

Tiger, 16.4.2008 kl. 03:36

15 Smámynd: Brynja skordal

Til hamingju með svona yndislegan Bróðir Lilja hafðu ljúfan dag

Brynja skordal, 16.4.2008 kl. 11:48

16 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Þetta var góð og skemmtileg lesning. Til hamingju með þennan gullmola!

Edda Agnarsdóttir, 16.4.2008 kl. 15:00

17 Smámynd: Steingerður Steinarsdóttir

Frábær og skemmtileg mannlýsing.

Steingerður Steinarsdóttir, 16.4.2008 kl. 18:19

18 Smámynd: www.zordis.com

Sérdeilis girnilegur bróðir, ljúfur kvennaóður!

Til hamingju með strákinnm, hann bróður þinn ...

www.zordis.com, 16.4.2008 kl. 18:23

19 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Innilega til hamingju með bróa þinn.  Skemmtilegur pistill hjá þér. Eigðu ljúfan dag mín kæra  Kisses

Ásdís Sigurðardóttir, 17.4.2008 kl. 11:18

20 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Elskulegu bloggvinir mínir, ég þakka ykkur, fallegar kveðjur til bróður míns og mín, í tilefni af þessum merku tímamótum.

TíCí, Brynja Sk, Edda A, Steingerður, Zordis, Ásdís. Þakka ykkur fyrir,  falleg orð og skrif til mín.  Kær kveðja  til ykkar allra.  Guð blessi ykkur.

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 17.4.2008 kl. 12:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband