Einusinni var Seðlabankinn lítil skúffa í skrifborði í Landsbankanum ...

   Heldri maður sem fylgdist með mér renna augum yfir Morgunblaðið,  sá mig staðnæmast við fréttina um nýjustu áhyggjur "Seðlabankamanna", hallaði sér að mér þegar hann sá hversu brugðið mér var, og spurði hvað mér þætti um þessa furðulegu frétt. 

   Ég sagði honum að ég undraðist alltaf jafnmikið óskammfeilni þeirra Seðlabankamanna gagnvart launafólki þessa lands.

   Og að ég undraðist, þeirrar dæmalausu ósvífni Seðlabankamanna, sem ætluðu sér nú að reyna að lauma inn í vitund fólks, með svona yfirlýsingu.  sagði ég:  - Um leið og ég skellti aftur blaðinu. -

   Þá sagði maðurinn:  Einusinni var Seðlabankinn bara í einni skúffu í skrifborði í  Landsbankanum og dugði vel til síns brúks. -  Þá gerði Seðlabankinn meira gagn. -  En núna, þegar Seðlabankinn er orðinn að "SVÖRTUM TURNI", er enginn skúffa lengur til, sem getur haldið utanum, þá "AUÐN" , sem þeir, sem þar hafa ráðið ríkjum undanfarið, skilja eftir sig.  Þar er algjört  "TÓM" í orði jafnt sem á borði. 

   Þeir hafa gjörsamlega klúðrað svo málum að það þarf að skipta þeim út hið snarasta, svo núverandi ríkisstjórn geti farið að taka til eftir þá: Lauk maðurinn máli sínu og kvaddi.    

   Akkúrat,  hugsaði ég eftir að hafa kvatt manninn með virktum. 

   Þessi sem hefur bara 500.000.00 krónur í laun á mánuði, eða bara venjuleg verkamannalaun eins og hann sagði sjálfur. -  Situr einmitt í stjórn Seðlabankans, við fótskör meistara síns,  besta vinar og velgjörðarmanns.

Skildu þeir líka sitja saman í ritstjórn "PENINGAMÁLA" blaðs Seðlabankans, sem þessi dæmalausa frétt vitnar í.

  
 


mbl.is Kjarasamningar fela í sér hættu á launaskriði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ég er ekki að grínas LG, en ég man eftir Seðlabankanum með inngang úr Hafnarstræti.  Hann var á einni eða tveimur skrifstofum.  Líttu á helvítið núna. 

Ég er hætt að verða hissa.

Takk fyrir frábæran pistil.

Jenný Anna Baldursdóttir, 10.4.2008 kl. 17:58

2 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Já man líka eftir þessum skrifstofum í Austurstrætinu þegar ég var að vinna hjá Landsbankanum.  Það var varla að maður myndi eftir því að hann væri þarna til húsa. 

Góður pistill að vanda.  

Ía Jóhannsdóttir, 10.4.2008 kl. 19:02

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

flottur punktur, flott innlegg

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 10.4.2008 kl. 22:07

4 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Takk fyrir góðan pistil.

Marta B Helgadóttir, 10.4.2008 kl. 22:35

5 Smámynd: Marta B Helgadóttir

.....það væri óskandi að ríkisstjórnin hefði þor til að leggja niður Seðlabankann og henda vísitölunni. Sækja svo um aðild að Evrópusambandinu. Þá værum við á réttri leið fyrir betri hag almennings í landinu.

Marta B Helgadóttir, 10.4.2008 kl. 22:37

6 Smámynd: Ingibjörg Hinriksdóttir

Góður pistill, takk fyrir þetta, eina sem vantar uppá eru ummælin um blýantsnagarana í Seðlabankanum sem ég man ekki lengur hver sagði.

Ingibjörg Hinriksdóttir, 10.4.2008 kl. 23:08

7 Smámynd: Tiger

  Veistu Lilja Guðrún, svo mikið satt að þetta blessaða bákn ætti að senda æðstu kallana í mjööööög langt frí og það þarf sannarlega að senda afdustunarkústinn í duglega yfirferð þarna um ...

Veistu, það kæmi mér ekki á óvart þó Dabbi kóngur hafi nú kippt í spotta svo út flæddi svona sirka rúmir tveir tugir milljónir í ákveðna "söfnun" til handa dæmdum manni ... *flaut*.. þannig séð, því meiri leynd þar því meira trúir maður að sé verið að leyna einhverjum stórum nöfnum sem eru að setja fé í dæmdan mann...

Mjög góður pistill hjá þér ljúfan og eigðu góða nótt ...

Tiger, 11.4.2008 kl. 00:04

8 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Jón Baldvin talaði um blýantsnagara. Þetta var góður pistill. Darío Fó pistillinn þinn svo góður að ég er búin að lesa hann oftar en einu sinni.

Hólmdís Hjartardóttir, 11.4.2008 kl. 01:24

9 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Góður pistill,

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 11.4.2008 kl. 02:00

10 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Ég leyfði mér að benda á pstilinn þinn ;við borgum ekki á síðunni minni. Vona að þér sé ekki illa við það.

Hólmdís Hjartardóttir, 11.4.2008 kl. 02:31

11 Smámynd: Steingerður Steinarsdóttir

Orð í tíma töluð.

Steingerður Steinarsdóttir, 11.4.2008 kl. 10:25

12 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Ég held að tregða yfirvalda við að ljá máls á Evrópusambandsaðild stafi af því, að þá afsala þeir sér heilmiklum völdum og hafa þá ekki leyfi eða tækifæri til að ráðskast með íslensku þjóðina að vild og skammta sjálfum sér og sínum langmest úr sameiginlegum sjóðum hennar eins og þeir hafa hingað til gert.

Ég man líka eftir því þegar Seðlabankinn var agnarsmár, nánast bara einn maður (Jóhannes Nordal).

Frábær pistill hjá þér Lilja Guðrún, takk!

Lára Hanna Einarsdóttir, 11.4.2008 kl. 11:05

13 Smámynd: Brynja skordal

Hafðu ljúfa helgi Elskuleg

Brynja skordal, 11.4.2008 kl. 11:05

14 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

Innlitskvitt og takk fyrir mig

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 11.4.2008 kl. 17:11

15 Smámynd: Ragnheiður Ólafía Davíðsdóttir

TAKK FYRIR SKRIFIN ÞÍN LILJA MÍN. KV/RAGNHEIÐUR

Ragnheiður Ólafía Davíðsdóttir, 11.4.2008 kl. 20:38

16 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Elskulegu bloggvinir þakka ykkur fyrir góð "komment".   Ég tek heilshugar undir orð Ægis um athugasemdir þeirra, Mörtu og Láru Hönnu.  Ég er þeim fyllilega sammála. 

 Ef Ísland hefði verið í Evrópusambandinu hefðu "stjórnvöld" ekki getað gefið, "frá þjóðinni kvótann", og selt bankanna bestu vinum sínum á "gjafverði".  Þá hefðu kvótakóngar ekki getað braskað með kvótann,  með því að veðsetja kvótann í bankanum,  sem síðan framseldi veðsetninguna erlendis. 

   Sem dæmi: Þú fékkst kvóta og veðsettir, fyrir 100 miljarða, síðan seldir þú veðsetninguna fyrir 200 miljarða, þá framseldu  kaupendur þá veðsetningu, og fengu 400 miljarða. 

   Og nú er komið að skuldadögum, nú vilja erlendu fjárfestarnir fá eitthvað til baka afþví sem þeir  greiddu fyrir verðbréfin sem gefin voru út fyrir hinar framseldu veðsetningar.  

   Og þá liggur Davíð í því, sem fyrrverandi forsætisráðherra í Ríkisstjórn Davíðs Oddssonar, sem samþykkti þessa möguleika á að "framselja veðsetningu gjörninga", og sem aðalbankastjóri Seðlabanka Íslands.   Sem þarf að breiða yfir gjörðir fyrrverandi ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks, sem sat hér við völd í 12 ár.    

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 12.4.2008 kl. 17:10

17 identicon

Hörkugóður pistill hjá þér Lilja Guðrún og ég tek undir hvert orð sem hér er sagt.

Takk fyrir ráðið með rósina, búin að prufa smá og á eftir að nota þetta ráð!  Ég var nú bara að uppgötva núna hver þú ert og verð að segja að þú hefur alltaf verið í miklu uppáhaldi hjá mér og svo áttu bróður sem var líka í miklu uppáhaldi hjá mér, við unnum saman í den ...

Maddý (IP-tala skráð) 12.4.2008 kl. 18:48

18 Smámynd: www.zordis.com

Þetta var góð lesning, þú segir svo skemmtilega frá!  Það er vægast sagt bág staða í landinu og það væri óskandi að spár margar hverjar rætist ekki, svo sem lækkun á fasteignamarkaði sem setur fólk í verulega bobba og fjárþröm.

Það hlýtur að vera hægt að laga aðeins til!

www.zordis.com, 12.4.2008 kl. 20:11

19 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Sæl Lilja. Nú er bókaspjallið hafið á síðunni minni.

Marta B Helgadóttir, 13.4.2008 kl. 09:48

20 identicon

Niður með Seðlabankann....Kalli Tomm í kvöld gb

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 13.4.2008 kl. 17:49

21 Smámynd: lady

elsku Lilja Guðrún takk fyrir þín hlýju orð,en þú ert dugleg að koma með skýr skilaboð ,,,bæði hérna á síðuna þína og að senda manni hlýjar kveðju  óska þér svo innilega að þú eigir góða viku kveðja Ólöf Jónsdóttir

lady, 14.4.2008 kl. 11:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband