Ég varð svo reið að ég gat ekki sofnað sagði rödd . .......

        Sagði rödd í símanum í gærkveldi,   um það leyti sem ég var að gera klárt fyrir svefninn hringdi síminn og þegar ég svaraði var sagt: já, gott kvöld fyrirgefðu að ég hringi svona seint en ég varð  svo reið þegar ég las bloggið þitt að ég varð bara að hringja .  Nú , svaraði ég afhverju skrifarðu ekki bara í athugasemdademdadálkinn er það ekki það sem á að gera.?  Jú, sagði konan en það sem ég ætla að segja við þig vil ég ekki að fari í fjölmiðla. Ó, Guð , hugsaði ég:  ég rétt að stíga fyrstu skrefin  á blogginu og strax  búin að fá upphringingu.  Ég skil ekki alveg svaraði ég hikandi hvað er það sem má ekki heyrast. -  Jú , ég sé að þú þekkir ekkert til mála svo ég vil bara segja þér að þú veður bara í villu og svima - þú ert ekki í flokknum og veist ekkert hvað gengið hefur á  svaraði konan og ég heyrði á rödd hennar að hún var djúpt særð það var enginn æsingur , bara sársauki.  Bíddu við þú verður að segja mér betur hver þú ert svo að ég skilji þig ég er svo ný á blogginu var og er bara að fikra mig áfram inn í þennan bloggheim svo þú skilur að ég veit ekki alveg hvað þú ert að fara. hvað er það sem ég gerði vitlaust á blogginu. 

     Ég er bara að reyna að segja þér  á kurteisan hátt að þú veist ekkert um það sem er að gerast bak við tjöldin .  Þú heldur að allt sé Vilhjálmi að kenna , þú gerir þér enga grein fyrir að það geti nú verið að hann hafi verið dreginn inn í þetta með blekkingum og falsi.  Vilhjálmur er góður maður og trúgjarn og jú það má segja að hann hafi látið draga sig  á asnaeyrunum en það gerðu nú fleiri.

 Ég held ekki neitt því ég eins og þú segir réttilega er ég ekki innsti koppur í búri þeirra sjálfstæðismanna sem þarna halda á spilunum,  flýtti ég mér að segja:,   ég hef hinsvegar eins og margir aðrir borgarbúar þessa daganna verið að reyna að átta mig á málavöxtum. - Það er einmitt það sem ég vil ræða við þig sagði konan Ertu tilbúin að hlusta?  Ha,jájá, ég er sko til í það svaraði ég óðamála.  Gott og vel sagði röddin  og síðan hófst frásögn hennar. 

    Klukkan var að verða 3 þegar ég skreiddist loks upp í rúm ég veit ekki hvað klukkan var loks þegar ég sofnaði undir morgunn,  en  ég veit bara að ég var alltaf að hrökkva upp og athuga hvað klukkan væri ég var svo hrædd um að vakna ekki við vekjaraklukkuna.

   Enda var það heldur framlág , ósofin  bloggkona sem skrölti fram úr rúminu í morgun. Eitt er víst að hafi blessuð konan verið reið þegar hún ákvað að hringja í mig og segja mér allt þetta þá var það ekki bara undrandi kona sem hún kvaddi í lok samtals heldur var ég líka enn rignlaðri enn ég hef nokkurn tíma verið.   Allt í einu var ég komin inn í miðja hringiðu "aðalmála málanna" í pólitíkinni  án þess að ég hef nokkuð til þess unnið nema að prufa að blogga.   Og þar sem ég sat og maulaði morgunkornið  í morgun og fór yfir þetta langa samtal í huganum ,  fann ég að ég  vorkenndi þeim alveg rosalega sem þurfa að axla ábyrgð á mistökum sínum og atburðum síðustu missera í borgarpólitíkinni , en það var ekki fyrr en síminn hringdi í þann mund að ég var að fara útúr dyrunum og nú var það karlmaður sem átti röddina kynnti sig og spurði hvort hann mætti eiga við mig orð að ég gerði mér grein fyrir að lífið er ekki bara leikur í henni pólitík eða í bloggheimum.........meira um það seinna.  En eitt get ég sagt ykkur að ekki hafði það hvarflað að mér að bloggið hefði svona mikil áhrif.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband