22.3.2009 | 18:57
Afhverju ekki að lögleiða .......
Afhverju ekki að lögleiða kannabis alveg eins og annað tóbak, að ég taqli nú ekki um áfengi? Hverslags hræsni er þetta?
Ég sé engan mun á þessum fíkniefnum.
Eina munin sem ég sé, er, að sum af þessum fíkniefnum eru lögleg, og því auðveldara að nálgast þau.
En hin eru seld af undirheimunum, og þá blönduð með allskonar eiturefnum sem neytandinn hefur ekki hugmynd um hver eru, og afleiðingarnar þekkjum við. -
Það mætti t.d. selja kannabis í Apóteki sem verkjalyf.
Það eru nú þegar til verksmiðjur ti að framleiða kannabis, um það höfum við lesið í blöðunum undanfarna daga. -
Og það hefur sýnt sig að Íslendingar búa yfir kunnáttu til ræktunar á kannabis. -
Er ekki alltaf verið að tala um sjálbæra atvinnuþróun í sem flestu. - Afhverju ekki þessa.
Ég mæli með þessari atvinnustarfsemi. - Hún þarf að vera lögleg, og þá nýtur hún viss öryggis, og um leið þarf hún að gangast undir vissar reglur, eins og þeir þurfa að gera sem eru að rækta þessi efni erlendis.
Ég minnist þess að fyrir rúmum þrjátíu árum þegar ég var að æfa leikrit, þar sem fjallað var um mikla streitu og álag, og leikhúsið fékk lyfjafræðing til að flytja okkur fyrirlestur um lyf osfrv. Þá man ég að lyfjafræðingurinn mælti með því að fólk sem ekki gæti sofið, ætti frakar að fá sér eitt púrtvínstaup eða annað staup fyrir svefn, til að getað slakað á, frekar en að taka svefnlyf eða eitthvað róandi.
Þá var spurt: En er það ekki varasamt, verður fólk ekki alkóhólistar á því?
Þá svaraði lyfjafræðingurinn: Það er auðveldara að takast á við það en að takast á við misnotkun á lyfjum. Því þeir sem eru veikir fyrir á annað borð eru veikir fyrir öllu sem slævir.
Og ég hef spurt marga þessarar sömu spurningar síðan, bæði lærða menn og leikna, og svarið er enn það sama.
Hættum því að fela okkur á bakvið vandamálið. - Með því að búa til meira vandamál. Sem er augljóst að við gerum þegar við lítum upp og horfumst í augu við fíkniefnavandann, og afleiðingar hans.
Og svona ein saga í lokin, ég var um tíma mikið út í Hollandi, og einu sinni sem oftar var ég á á rölti um miðborg Amsterdam, með dóttur minni og barnabarni, ég var orðin heldur betur þreytt í fótunum og langaði að fá mér kaffibolla, áður en við röltum aftur heim á leið.
En öll kaffihús voru yfirfull, og fólk beið í röðum eftir borði, þá göngum við framhjá einu af þessum kósý, gamaldags kaffisjoppum með ruggustóla og hægindastóla fyrir utan, osfrv, ég var oft búin að labba þarna framhjá, nema þennan dag sé ég að það eru laus sæti, svo ég segi: Heyrðu þarna er laust, förum þangað ! - Nei, mamma þú vilt ekki fara þangað: svarar dóttir mín að bragði - Hva, afhverju ekki ? spyr ég hissa. - Afþví mamma þú vilt ekki fara inn á svona staði. -
Svo ég horfi á hana í forundran. - Þá ítrekar hún: Mamma þetta eru svona kaffihús fyrir þá sem nota osfrv.
- Guð minn góður hvað ég skammaðist mín, ég hafði ekki haft grænan grun um þetta, en hafði oft hugsað um það þegar ég var að passa barnabarnið hvað þetta væri kósý staður fyrir fjölskyldufólk. Og að einhverntíma ætlaði ég að tylla mér þarna niður.
Kæmi til greina að leyfa kannabislyf á undanþágu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Dásamleg færsla! Takk fyrir fordómaleysið!
Pétur K (IP-tala skráð) 22.3.2009 kl. 19:09
Ef það er enginn munur á þessu, liggur þá ekki beinast við að banna tóbak?
Kristinn (IP-tala skráð) 22.3.2009 kl. 19:50
Jú eða leyfa kannabis. Tóbakið ku vera margfalt hættulegra það gerir tjaran.
Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 22.3.2009 kl. 20:45
Það er einn grundvallarmunur á kannabis og tóbaki; Kannabisneyslu fylgir mjög oft þunglyndi. Þunglyndi er aftur sjúkdómur sem tekur niður alla fjölskylduna þótt einungis einn fjölskyldumeðlimur þjáist af sjúkdómnum.
Ég er ekki hlynnt lögleiðingu.
Góðar kveðjur til þín bloggvinkona.
Anna Einarsdóttir, 22.3.2009 kl. 22:33
Ég er sammála Lilja, góð færsla og góð rök. Ég hef lengi sagt þetta, því áfengi og tóbak er fíkn alveg eins og efni sem eru bönnuð.
Aprílrós, 22.3.2009 kl. 22:40
Anna; Það er rangt, ég myndi ekki segja að þunglyndi tíðkist mikið hjá kannabisneytendum, held að flestir séu bara helvíti glaðir. (Þekki slatta af fólki sem hefur áhuga á "grasafræði" og allir mjög ánægðir).
En jú það getur örugglega valdið þunglyndi, en þá þarf maður að finnast nauðsynlegt að þurfa að reykja gras til að vera ánægður, og til að það gerist þarf maður virkilega að eiga eitthvað bágt.
Hinsvegar dregur kannabis mjög oft úr þunglyndi, og ein manneskja sem ég þekki er lifandi sönnun. Maríjúana hjálpaði henni mjög mikið með þunglyndi og er hún miklu ánægðari manneskja í dag og gengur miklu betur í lífinu eftir að þunglyndið hvarf, í vímu eða ekki.
http://www.google.com/search?client=opera&rls=en&q=marijuana+decrease+depression&sourceid=opera&ie=utf-8&oe=utf-8
Davíð Þór Þorsteinsson, 22.3.2009 kl. 22:58
Ég hef líka verið fylgjandi lögleiðingu, bara til þess að losna við fíkniefnasalana. Gera þetta löglegt og borga af því skatta.
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 23.3.2009 kl. 01:07
Ástæðurnar fyrir lögleiðingu sem Jóna Kolbrún nefnir falla undir svonefnda "harm reduction"-stefnu - lágmörkun skaða. En verður við ekki að ganga lengra til að uppræta undirheimana í kringum þetta og lögleiða öll fíkniefni?
Hvað er t.d. spennandi við heróín þegar búið er að svipta af því rómantíkinni og kallaða sínu rétta nafni - sterkt, vanabindandi verkjalyf sem fæst gegn framvísun lyfseðils í apótekinu?
Lágmörkun skaðans felst ekki aðeins í að losna við fíkniefnabaróna með sína handrukkara, heldur þurfa neytendurnir ekki að vera í félagslegri stöðu glæpamanna og rænandi gamlar konur til að fjármagna þetta. Og eins og einhver hér bendir á losna fíklarnir við íblöndunarefnin.
Heróínneytendur sleppa síðan við að sprauta sig með óhreinum sprautunálum.
Sjálfsagt er að þeir sem nota þessi efni hafi kost á að lifa sem eðlilegustu lífi, þurfi ekki að fara með allt sitt fé í skuggalega baróna, heldur fái þetta á hreinlegan og ódýran hátt fá dómmaskínum ríkisins. Og greiða m.a.s. virðisauka af öllu saman.
Stríðið gegn fíkniefnum er löngu tapað. Nú skulum við gera þetta skynsamlega.
Birgir Baldursson (IP-tala skráð) 23.3.2009 kl. 01:51
Góð færsla
Hólmdís Hjartardóttir, 23.3.2009 kl. 09:05
Ég vil ekki lögleiðingu.
Ég vil frekar draga úr notkun vímuefna, þar með töldu áfengi.
Vímuefni hafa skelfileg áhrif í samfélaginu okkar og dauðsföll af völdum áfengis bæði bein og óbein eru alltof mörg.
En ég vil að kannabis sé notað sem lyf ef það hjálpar.
Knús.
Jenný Anna Baldursdóttir, 23.3.2009 kl. 11:53
Það eru fá eiturlyf sem taka jafn mikið á fólki og blessað brennivínið... einu sinni máttum við bara sturta í okkur sterkustu tegundunum... síðan fengum við bjór.
Ef að líkum lætur þá mun hillbillalandið ísland vera tugum ára á eftir öllum öðrum löndum í þessu máli, rétt eins og í öðrum málum.
DoctorE (IP-tala skráð) 23.3.2009 kl. 11:58
Tek undir hjá Jenný ef Kannabis getur hjálpað þá á að lögleiða það. Las grein eftir frægan lækni um daginn sem hann fullyrti að í mínu tilviki ætti ég að drekka rauðvín og bjór. Það sem mín var nú fegin að heyra þetta, var farin að kvíða fyrir að verða að hætta að fá mér í glas. En að sjálfsögðu allt í hófi og stundum er hann vandmeðfarinn þessi meðalvegur hjá fólki, því miður.
Góðar kveðjur og knús norður.
Ía Jóhannsdóttir, 23.3.2009 kl. 13:14
Ég held að þunglyndir séu líklegri en margir til að prófa kannabis, frekar en að kannabis valdi þunglyndi í fólki sem ekki var með það fyrir.
Matthías (IP-tala skráð) 24.3.2009 kl. 03:12
Ég veit líka að tóbak er óhollt, og er þar að auki mikill krabbameinsvaldur.
Og áfengi er skaðvaldur, veldur bæði þunglyndi, og kyndir undir ofbeldi. -
Mér er minnisstætt þegar Heimsmeistarakeppnin í fótbolta var haldin í Evrópu, og Þjóðverjar, Belgar, og Hollendingar settu upp tjaldbúðir á landamærunum, þessarar landa, þar sem þeir seldu m.a. Breskum fótboltabullum þessi efni, sem varð til þess að allir leikir fóru vel fram, og engar fótboltabullur stofnuðu til óeirða, né óláta.
Heldur sátu þeir bara á bekkjunum með písmerki á fingrum, og bros á vör, og hvöttu sína menn hástöfum.
Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 25.3.2009 kl. 16:14
Og hversvegna má ekki lögleiða þessi efni, og sópa burt þessum glæpamönnum sem græða á því að flytja þetta inn, og setja allskonar íblöndunarefni, jafnvel arsenik. Sem skaðar neytendur út í hið óendanlega, og við vitum að það er mikið um þessi viðbjóðslegu blödnuðu efni sem gera það að verkum að fólk verður enn verr útleikið við notkun þess en það þyrfti að vera. -
Þessvegna vil ég lögleiða þessi efni, og um leið leyfa íslenska framleiðslu á þessum efnum.
Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 25.3.2009 kl. 16:19
Sæl Lilja mín, rökin hér að ofan eru eftirtektarverð og ég er sammála, ég vil lögleiða kannabis. Jurtin kjörin lækningajurt (t.d. gláku) og bæði nikótín og tjörulaus, friðsæl og skaðlaus í hófi. Það virðast vera topp skilyrði hér á landi til ræktunar, nóg er til að tómum hálfbyggingum, jarðhiti og þekking. - Hampurinn er líka sterkt trefjaefni sem má endurvinna í fatnað meira að segja, þó áður fyrr hafi hann verið mest notaður í kaðla og körfur. - Mér finnst ertfitt að horfa uppá þetta fína efni fara í brottkast að óhugsuðu máli.
Ég vona að þetta verði ekki einsog í hundabanninu, allir með hunda en hundabann. Þoli ekki svona pukur og bann, vitleysu lengur. - Vinna efnið til útflutnings og ekkert múður, það eru of miklir óhreinir peningamilliliðir, sem gera þetta að glæpastarfsemi ella.- Og unglingarnir í meiri hættu þannig!
kveðja norður, eva :-)
Eva Benjamínsdóttir, 26.3.2009 kl. 01:54
Setti einmitt inn hugleiðíngu um þetta málefni um daginn Lilja mín. http://asthildurcesil.blog.is/admin/blog/?entry_id=834890
Það er alveg rétt meðan þetta er svona undir yfirborðinu þá er það falið og ekki hægt að hafa neitt kontról á hlutunum. En það er einhver skelfileg hræðsla við að breyta til og gera hlutina öðruvísi, þó sýnt sé að núverandi ástand skilar engu. Alls engu.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 26.3.2009 kl. 11:09
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.