Undan hverju brotnaði Sjálfstæðisflokkurinn ?

 Sjálfum sér ?

 Eða brotnaði Sjálfstæðisflokkurinn undan kröfum Jafnaðarmanna ?

Brotnaði Sjálfstæðisflokkurinn af því hann vildi ekki hlusta á fólkið ?

Brotnaði Sjálfstæðisflokkurinn undan kröfu Samfylkingarmanna um sannleikann.

Sannleikann um aðdragandann að efnahagshruni þjóðarinnar, sannleikann um kvótann, sannleikann um sölu á auðlindum þjóðarinnar, og svona mætti lengi telja ?

Brotnaði Sjálfstæðisflokkurinn þegar hann komst að því að stefna hans hafði steytt á skeri.

Nei Flokkurinn brást ekki heldur fólkið, heyrir maður allsstaðar sífrað í hornum.

Flokkurinn er heill,  fólkið er heillum horfið. 

En er einhver flokkur án fólks?  Er það ekki fólk sem fyllir flokkinn?

Er það ekki fólk sem skipar sér í raðir innan flokksins?

Eða eru það apar?  Eða hirðfífl?

 Og ég sem hélt að nú mundi Geir kveðja með stæl,  láta til sín taka, segja sannleikann, nú væri tækifærið að stimpla sig inn í stjórnmálasöguna með eftirminnilegum hætti.

ÉG HÉLT Í ALVÖRU AÐ HANN MUNDI SEGJA SANNLEIKANN.  -  Hann hefur engu að tapa, heldur allt að vinna. -  Til að verða eftirminnilegur í stjórnmálasögunni.  Skapa sér sjálfstæðan stíl ? 

 Úr því þessir kúkalabbar í flokknum hans létu hann og hina í forustunni stuðla að ástandinu sem ríkir í þjóðfélaginu í dag, með aðgerðarleysi, og algjöru ráðleysi.  - Þá hélt ég að hann mundi láta þá hina sömu óráðssíumenn, heyra það strax í upphafi landsfundar, og slá þannig nýjan takt í stjórnmálasöguna. En í staðinn þarf hann að lufsast burt og á áreiðanlega aldrei afturkvæmt í trúnaðarstöðu meir. -

 Einhvernveginn finnst mér þetta ekki sanngjarnt. Geirs vegna. Ég kann svo skratti vel hann.

En Geir hefur enn ekki kjark til að hlusta á fólkið, og svara því , heiðarlega!

Og hann hefur ekki kjark til að biðjast afsökunar !

Heldur tönnglast hann á því,  að þetta sé hinum eða þessum að kenna, sem hann veit að allir vita að er bull.

Hverslags upptaktur er þetta við byrjun á Landsþingi,  þar sem leggja átti spilin á borðið,  og ræða málin af hreinskilni. 

 Eða er þetta kallað "hreinskilni" í Sjálfstæðisflokknum, ömurlegur upptaktur verð ég að segja.

Og er ræða Geirs þá kölluð "uppgjör" hans við flokkinn?

Afhverju ekki að leggja bara Sjálfstæðisflokkinn niður,  fram yfir kosningar,  svo hann fái ekki skell í kosningunum. 

Það væri ráð Geir.


mbl.is Samfylkingin brotnaði undan storminum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Flottur pistill Lilja

Sigrún Jónsdóttir, 26.3.2009 kl. 23:32

2 identicon

Hver er sannleikur Samfylkingarinnar og ábyrgð í þessu máli og plís ekki kalla ykkur jafnaðarmenn.

Með vinsemd og virðingu.

Árni Kristjánsson (IP-tala skráð) 26.3.2009 kl. 23:54

3 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Fólk vildi fá sannleikann Árni, Samfylkingarfólk líka.  - Og það hlýtur að vera þér jafn ljóst og mér,  að fundurinn frægi sem haldin var í Þjóðleikhúskjallaranum, var fundur um kröfu þjóðarinnar að fá sannleikann upp a yfirborðið, og Samfylkingarfólk tók undir þá kröfu. 

Samfylkingin axlaði ábyrgð, eftir fundinn fræga, og mótmælin,  og sleit stjórnarsamstarfinu, svo hægt væri að fara að vinna að rannsókn hrunsins, og uppbyggingu samfélagsins. --

Hver ert þú að segja að ég megi ekki kalla Jafnaðarmenn, Jafnaðarmenn?

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 27.3.2009 kl. 00:05

4 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Sigrún, ég hitti svo fallegan ungan mann niðrí leikhúsi í gær.  - Svo ég spurði hann þar sem við sátum saman í kaffistofunni, hvort að hann ætti ekki ömmu sem héti Sigrún, hann brosti alveg út að eyrum og sagði já, hvernig ég hafi vitað það. Ég sagði honum að ég sæi það á svipnum, hann væri svolítið líkur þér, þá brosti hann enn blíðar og sagði:  Veistu þetta hefur engin sagt við mig áður.

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 27.3.2009 kl. 00:18

5 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

ÆÆÆ ég varð upptekin af svarinu til Sigrúnar....ekki er leiðum að líkjast.

Geirerþví miður kjarklaus.... Öllviljum við svör...og uppgjör. Takk fyrir góðan pistil.

Hólmdís Hjartardóttir, 27.3.2009 kl. 00:38

6 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Vér mótmælum öll.    Sjálftökuflokkurinn er ekki brotinn, þeir klöppuðu Geir lof í lófa fyrir það að biðja flokkinn afsökunnar.  Þeir sjá ekkert misjafnt um Geir og vitorðsmenn hans vegna hrunsins.    Þessu fólki er örugglega varla viðbjargandi, fólkið trúir blint á Geir og hans líka. 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 27.3.2009 kl. 02:44

7 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Frábær pistill mín kæra.

Svo var þessari aumu afsökunarbeiðni ekki einu sinni beint að þjóðinni heldur flokknum.

Íslenska þjóðin sem er ekki í Sjálfstæðisflokknum er afgangs stærð og skiptir ekki máli.

Jenný Anna Baldursdóttir, 27.3.2009 kl. 11:07

8 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Úr því þessir kúkalabbar í flokknum hans létu hann og hina í forustunni stuðla að ástandinu sem ríkir í þjóðfélaginu í dag, með aðgerðarleysi, og algjöru ráðleysi.  - Þá hélt ég að hann mundi láta þá hina sömu óráðssíumenn, heyra það strax í upphafi landsfundar, og slá þannig nýjan takt í stjórnmálasöguna. En í staðinn þarf hann að lufsast burt og á áreiðanlega aldrei afturkvæmt í trúnaðarstöðu meir. -

Vel mælt Lilja.  Svo sannarlega eru Sjálfstæðismenn heillum horfnir sem betur fer.  Vonandi eiga þeir langa eyðumerkurgöngu fyrir höndum, meðan þeir læra auðmýkt og heiðarleika, það virðist alveg vanta í þá flesta.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 27.3.2009 kl. 12:05

9 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

Innlitskvitt og ljúfar kveðjur

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 27.3.2009 kl. 19:41

10 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Umm...Lilja mín ég held því miður að þú hafir farið Sigrúnarvillt.  Ég á reyndar 4ra ára sonarson, sem fór í Leikhúsið s.l. sunnudag og sá Kardimommubæinn, en enginn kannast við að hann hafi verið á spjalli við fallega leikkonu í þeirri ferð

Sigrún Jónsdóttir, 28.3.2009 kl. 21:30

11 Smámynd: Eva Benjamínsdóttir

Takk fyrir góðan pistil Lilja mín. - Mér finnst með ólíkindum að Davíð hafi fengið að ropa á Landsfundi Sjálfstæðismanna, hvað þá heldur að verða sér og fólkinu til skammar með óralangri ekki ræðu, sem engin bað hann um að flytja. Engin skömm engin afsökun, ekkert að, allt einsog var...?!! Er fólk ekkert að hugsa? Vill það ekki sannleikann upp á borðið?

Jú, nú eru sem betur fer margir búnir að segja Good bye við Sjálfstæðisflokkinn og vilja fylgja jafnaðarmanna stefnunni fyrir réttlátt og heiðarlegt samfélag, samfélag sem setur málefnin á oddinn og kemur öllum í landinu við.

Ég lifi í voninni að svo verði og hef góða trú á betri framtíð undir stjórn jafnaðarmanna og vinstri grænna. - Annars er ég ekkert pólitísk nema þegar réttlætinu er úthýst og svínarí veður uppi. - Vonum það besta fyrir alla kveðja eva

Eva Benjamínsdóttir, 29.3.2009 kl. 18:51

12 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Nei Sigrún mín ég fór ekki Sigrúnar villt, ég hitti þennan unga fallega pilt, hér fyrir norðan, hann lék pabbann í Óvitum,  og er núna að fara að leika með Skoppu og Skrítlu hér fyrir norðan.  Passar þetta ekki.?

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 29.3.2009 kl. 23:10

13 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Nei, því miður held ég fyrir mig þá passar þetta ekki  Hvað heitir þessi ungi myndarlegi leikari?  Þú mátt senda mér svarið í innanbloggspósti

Sigrún Jónsdóttir, 29.3.2009 kl. 23:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband