Og þar fór það ....

 

   Og þar fór SPRON, það er dapurlegt,  þó manni hafi grunað að þeim tækist að lokum ætlunarverk sitt,  sem þeir sóttu svo stíft, að ná til sín öllu því fé,  sem þeir kölluðu "Fé án hirðis".  

   Ég man hve Pétur Blöndal talaði fjálglega um nauðsyn þess að ná "fé án hirðis" út úr bankanum.

   Og ég man líka að forstjóri SPRON Guðmundur Hauksson var á sama máli, og stefndi að því leynt og ljóst að ná út fé sem annars væri án hirðis, og sameina síðan SPRON og Kaupþig.

    Pétur Blöndal sem stofnaði Kaupþing, átti líka tilkall, að eigin sögn,  til "fé án hirðis" sem lá milli heims og helju í einhverskonar svartholi í SPRON. - Eða svo skildist manni a.m.k.

   Og Guðmundur forstjóri SPRON, og stjórnarformaður í Existu, sem var stærsti hluthafi í Kaupþingi, var fyrrverandi starfsmaður Kaupþings, svo þessvegna vildi hann sameina þessa tvo banka,  aðal röksemd hans og hans fylgisveina fyrir sameiningu, var, að það væri svo dýrt að reka svona lítinn banka sem SPRON var.  

  Og Erlendur forstjóri Exista var stjórnarformaður í SPRON.

  Svona gátu þeir nú leikið sér strákarnir.  

   Enda náðu þeir sínu fram þrátt fyrir harða baráttu andspyrnuhreyfingar sem fylgdu Vilhjálmi Bjarna að málum.

   Og nú er SPRON kominn undir hatt Kaupþings.

   SPRON var minn aðal viðskiptabanki . - Þar vann gott fólk. - Þangað var gott að koma. 

   Hvað geri ég nú?

 


mbl.is SPRON til Kaupþings
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Ég hef varla geð í mér til þess að eiga viðskipti við bankann minn eftir hrunið.  Þarf maður ekki bara að taka út alla peningana sína og borga reikningana sjálfur.  Ég er í greiðsluþjónustu sem sér um alla mína reikninga, í janúar fékk ég nýja áætlun sem er 29.000 krónum hærri en sú sem ég hafði í fyrra.  Allt í boði fyrrverandi ríkisstjórnar. 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 22.3.2009 kl. 01:17

2 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Ég er svo sammála þér Jóna Kolbrún, ég get ekki hugsað mér það. -

Ég er með íbúðalán hjá SPRON, og er þar einnig í greiðsluþjónustu. -  Ég hef verið mjög ánægð með viðskipti mín þar. 

 Nú veit ég ekki hvað ég á að gera. - Það segi ég satt.

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 22.3.2009 kl. 01:56

3 identicon

Sæl Lilja.

Ég segi það sama...............Hvað geri ég nú

Kveðja?

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 22.3.2009 kl. 02:15

4 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ég er hjá Sparisjóði S-Þing. af öllum stöðum.

En það er flottur sparisjóður.

Og nú orðið skiptir landfræðileg lega banka og sparisjóða ekki nokkru máli.

Þetta eru reyndar mín einu tengsl við landsbyggðina.

Takk fyrir flottan pistil.

Jenný Anna Baldursdóttir, 22.3.2009 kl. 10:16

5 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Þetta er að verða furðuleg staða.  Ég treysti ekki NK, en hvað er til bragðst að taka, þegar maður er færður með valdi í bankann.  Líklegast er best að bíða og sjá hvað fer milli.  Ég tók nefnilega eftir því að ekki á allt að fara á milli.  Síðan væri fróðlegt að vita á hvaða gengi þetta á að fara á milli og loks hvort að maður verður tvískiptur á eftir.  SSÞ virðist sífellt verða betri kostur, en Sparisjóður Svarfdæla stendur víst ágætlega líka.

Marinó G. Njálsson, 22.3.2009 kl. 11:21

6 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Ég ætti kannski að flytja mig í Sparisj. Þing.  með von um að hann haldi.

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 22.3.2009 kl. 17:55

7 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Marinó þetta eru athyglisverðir punktar, ég  tók eftir þessu líka, en mér tókst að sannfæra sjálfa mig um,  að nú væri ég að líklega að misskilja eitthvað.  - Það er eins gott að fylgjast vel með.

 - Annars voru þeir búnir að hreinsa það vel út úr bankanum í fyrra,  með þessu fé án hirðis, að það er ekkert eftir að flytja.    

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 22.3.2009 kl. 18:00

8 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Akkúrat Björn, og ríkisstjórnin hjálpaði til með því að samþykkja og setja lög um að slíkar aðgerðir væru refsilausar, án þess, að það kæmi til umræðu á hinu háa Alþingi. 

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 22.3.2009 kl. 18:03

9 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ég er steinhætt að botna í þessu ölli hringróti.  Hvert er hver og kvurs er hvað???

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 26.3.2009 kl. 11:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband