Fríar skólamáltíðir var það sem bjargaði ........

Fríar skólamáltíðir var það sem bjargaði Finnskum skólabörnum frá hungurdauða í kreppunni sem reið yfir Finnland fyrir nokkrum árum. - 

Og þetta var það fyrsta sem hin mæta kona Sigurbjörg  Árnadóttir benti á,  í Silfri Egils, að þyrfti að grípa til,  strax,  hér á landi. -  Því þessar fríu skólamáltíðir í Finnlandi, voru,  oftar en ekki, einu máltiðirnar sem börnin fengu, í þeirri kreppu. -

Það gekk meira að segja svo langt þegar verst lét, að Finnsk skólayfirvöld byrjuðu mánudagsmorgnanna á því, að gefa börnunum að borða,  því þau höfðu ekki fengið neinar máltíðir heima hjá sér yfir helgina. -

Foreldrar þessara barna sultu, og gamla fólkið svalt, í hel, svo tugum skipti. 

 Að ekki sé minnst á þá veiku og þá sem minna máttu sín.

Ég minnist kreppunnar hér á Íslandi 1968 - 1971, - minnisstæðast er,  þegar ég var vitni af þvi að,   gamalt fólk var að hrynja niður á götum Reykjavikur,  og þegar betur var að gáð,  þjáðist þetta gamla fólk af næringarskorti.

Sú kreppa er samt ekki nefnd á nafn,  nú,  þegar verið er að bera saman kreppur síðustu aldar og þess,  sem bíður okkar í þeirri kreppu sem nú er að skella á okkur hér á Íslandi í dag.

Reynum nú einusinni að hafa vaðið fyrir neðan okkur. - Og samþykkjum fríar skólamáltíðir, og það strax.


mbl.is Fólk á ekki fyrir mat
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ég var einmitt að blogga um fríar skólamáltíðir.

Lilja Guðrún; hvað er að íslenskri þjóðarsál?

Jenný Anna Baldursdóttir, 12.12.2008 kl. 15:06

2 Smámynd: Guðríður Haraldsdóttir

Nú á að gera aðför að Skagamönnum og hækka strætófargjöld um 300%. Það mun koma sér hrikalega illa fyrir mjög margar fjölskyldur. Þetta er rosaleg skattheimta, óvænt og ósanngjörn, nú verður enn minna afgangs fyrir nauðsynjum þar sem stór hluti þeirra sem ferðast með strætó á milli eru fyrirvinnur heimilisins og fá ekki vinnu í heimabyggð. Ef þetta nær fram að ganga verður eitthvað að koma á móts við barnafólkið, t.d. vera með ókeypis skólamáltíðir.

Kveðja frá Skaganum. (www.dv.is/blogg/gurri)

Guðríður Haraldsdóttir, 12.12.2008 kl. 15:43

3 Smámynd: Eva Benjamínsdóttir

Þetta lítur ekki vel út, þetta er skelfilegt, það verða fleiri en góðviljaðir sjálfboðaliðar að leggja málinu lið. Fríar skólamáltíðir fyrir börnin, hjartanlega sammála, það mætti byrja á því...strax!

Það fer að borga sig að keyra á milli Akranes og Reykjavíkur 300% hækkun, þvílíkt svínarí. Mér dettur alltaf sá góði siður Bandaríkjamanna (og kannski annarsstaðar), að skipuleggja ''Carpull''.  Fylla bílana af fólki og taka þátt í kostnaðinum. Svo róterar bílaflotinn og þeir sem ekki eiga bíl, passa kannski börnin í staðinn eða eitthvað, kenna. Auðvitað er það ekki sama frelsið en hvað hefur fólk efni á öðru en að fara fram og til baka. Bara datt í hug...þetta virkar úti í heimi

Eva Benjamínsdóttir, 13.12.2008 kl. 03:12

4 Smámynd: Anna Ragna Alexandersdóttir

Er hægt að tala um kreppu núna? ef við berum saman það sem okkar forfeður máttu þola ?

Góða helgi.

Anna Ragna Alexandersdóttir, 13.12.2008 kl. 14:03

5 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

Þetta er bara grátlegt ástandmínar fjórar eru allar í mat í skólanum og það kostar okkur rúmlega 20 þúsund kr  á mánuðiog frístundaheimili fyrir yngstu skottuna tæblega 9000 þúsund kr á mánuði og þetta gerir samtals 29000 og þetta er bara skólakostnaður

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 13.12.2008 kl. 19:28

6 Smámynd: Magnús Paul Korntop

Þetta er bara rugl,svo tala menn um kreppu

Magnús Paul Korntop, 14.12.2008 kl. 05:56

7 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Tek undir orð þín þetta verður að komast í gegn.

Ía Jóhannsdóttir, 14.12.2008 kl. 12:24

8 Smámynd: Aprílrós

Sammála með fríar skólamáltíðir, Ég er með barnið mitt í mat eða var, en ekki lengur vegna þess að ég hef ekki efni á því, en samt er ódýrara að hafa barnið í mat en að nesta það. En hvað á maður að gera þegar peningurinn er búinn ?

Aprílrós, 14.12.2008 kl. 12:54

9 Smámynd: Eva Benjamínsdóttir

Verð að leiðrétta slangrið mitt, carpool á ensku en mig vantar enn gott íslenskt orð yfir samferða í bíl.

Eva Benjamínsdóttir, 14.12.2008 kl. 16:55

10 Smámynd: Ingibjörg Hinriksdóttir

Eva ... Carpool = Sambíla.

Ég er hugsi yfir fríum skólamáltíðum. Það getur verið nauðsyn hjá mjög mörgum, sérstaklega barnmörgum fjölskyldum eins og Linda bendir á. Sveitarfélögin eru langflest ákaflega illa stödd. Mitt mat er að byrja á því að greiða niður matinn meir en nú er gert og veita barnmörgum fjölskyldum sérstaka aðstoð. Síðan má alltaf grípa til sértækra ráða gagnvart þeim sem sannarlega eiga erfitt með að fæða börnin sín.

Ingibjörg Hinriksdóttir, 14.12.2008 kl. 23:44

11 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Jenný Anna ég vildi óska, að ég gæti svarað hvað væri að þjóðarsálinni. -

  Ég held að núna hljóti Þjóðarsálin að taka sig saman í andlitinu og hætta að "sitja aðgerðarlaus hjá", á meðan stjórnvöld halda hlífisskildi yfir þeim sem markvisst eru að kreista lífið úr þjóðinni. 

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 15.12.2008 kl. 13:36

12 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Gurrý þetta er ljótt að heyra, nú fyrst þurfa almenningssamgöngur að vera aðgengilegar öllum sem jafnt. - Við verðum að hafa efni á að taka strætó!

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 15.12.2008 kl. 13:38

13 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Eva ég sé að svarið er komið frá henni Ingibjörgu= "sambíla" er orðið og er komið í notkun á netinu, mikið notað af þeim sem þurfa að ferðast milli Akureyrar og Reykjavíkur svo ég nefni dæmi.

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 15.12.2008 kl. 13:40

14 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Ingibjörg, Skólamáltíð er nauðsyn. -

Skólamáltíð er lífsnauðsyn börnum þessa lands, þegar ástandið er þegar orðið eins og það er,  og á bara eftir að versna,  þá verða ríkið og sveitarfélögin að taka höndum saman og færa börnum þessa lands, fría skólamáltíðir, strax.. - Það má spara annarsstaðar. -

 T.d. með því að afnema eftirlaunaólögin þá sparast nokkur hundruð milljónir á ári hverju.

Ráðherrar, alþingismenn, og aðrir embættismenn ríkisins og sveitarfélaga um land allt, geta bara verið á sömu eftirlaunum og aðrir opinberir starfsmenn. -

Þar spörum við allgóðan slatta eins og áður er sagt.

Gefum ekkert eftir með það.

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 15.12.2008 kl. 13:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband