ÞAÐ VERÐUR AÐ KJÓSA SEM FYRST - AÐVENTAN ER ALVEG TILVALIN TIL KOSNINGA

Það verður að kjósa sem fyrst, Alþingi nýtur ekki trausts. - Heitir það ekki stjórnarkreppa ?

Þessvegna þarf að efna til kosninga og kjósa um það hvort að fólk treystir því fólki sem í framboði er til þess að fara með framkvæmdavaldið og framkvæma það sem þjóðin vill að verði gert, og á þann hátt sem þjóðin ákveður. 

ÞESSVEGNA ÞARF AÐ KJÓSA SEM FYRST, - OG AÐVENTAN ER ALVEG TILVALIN TIL KOSNINGA, ÞEIM MUN GLEÐILEGRI VERÐA JÓLIN. 

OG ÞÁ GETUM VIÐ ALDEILIS HLAKKAÐ TIL JÓLANNA.

 ÞVÍ ÞJÓÐIN HEFUR FENGIÐ AÐ VELJA OG HAFNA.


mbl.is Hefur almenning ekki með sér
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Heyr Heyr!!!

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 24.11.2008 kl. 16:32

2 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Utanþingsstjórn núna..........kosningar í vor...þá gefst öllum flokkum tími til tiltektar

Hólmdís Hjartardóttir, 24.11.2008 kl. 16:36

3 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

   Veistu Hólmdís ég held að þrifin hafi þegar hafist innan flokkanna, þeir eru jú búnir að vita þetta frá því í janúar s.l. - Svo allir flokkar ættu að vera tilbúnir í kosningar strax í dag. - Annað er farsi og bull. -

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 24.11.2008 kl. 17:10

4 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Tillagan felld.  Kosninga eru ekki tímabærar.  Okkur vantar nýjan flokk með nýju fólki og slíkur undirbúningur tekur tíma.  Alla vega langar mig ekki til að kjósa þessa aula sem nú eru í stjórn, og minnihlutinn er bara engu betri. 

Ía Jóhannsdóttir, 24.11.2008 kl. 19:29

5 Smámynd: Aprílrós

innlitskvitt .

Aprílrós, 24.11.2008 kl. 21:51

6 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Kjósa, kjósa.  Ekkert annað í stöðunni.  Stjórnmálamenn þurfa að endurnýja umboðið.

Jenný Anna Baldursdóttir, 25.11.2008 kl. 00:59

7 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Ég er sammála Hólmdísi.  Utanþingsstjórn þarf að sjá um "þrifin".....glöggt er gests augað.

Flokkarnir eru ekki tilbúnir í kosningar núna.......við erum ennþá að kynnast nýju frambærilegu fólki í gegnum mótmælafundi og borgarafundi.  Gefum flokkunum tíma til vors að hreinsa til hjá sér og þá getum við kosið.

Sigrún Jónsdóttir, 25.11.2008 kl. 01:07

8 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Já, Jenný Anna það þarf að kjósa sem fyrst, það er ljóst. - Sjórnmálamenn verða að sýna fram á endurnýjað umboð til að eiga möguleika á að vinna traust almennings á ný, svo einfalt er það.

En sumir vita allt of vel upp á sig skömmina og hafa þ.a.l. engan áhuga á kosningum, því þeir vita sem er að harla litlar líkur eru á endurnýuðu umboði  þeirra til setu á Alþingi. - Hvað þá til ráðherrastóla.

Og þar er ég að tala um þá sem áttu aðild og sátu í ríkisstjórn þeirri sem Halldór Ásgrímsson og Davíð Oddsson fóru fyrir í 12 ár.

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 25.11.2008 kl. 01:54

9 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Ía, og Sigrún ég get ekki séð að einhver utanþingsstjórn geti þrifið skítinn eftir þá ríkisstjórn sem núverandi ríkisstjórn er að reyna að þrífa, en skítalögin eru svo þykk og orðin svo hörð að erfitt er að moka sig niður´svo sjáist í hreinan flórinn. -

Eina ráðið er að fá erlenda sérfræðinga til að fara ofaní flórinn og freista þess að komast til botns og ná að hreinsa upp allan skítinn að hægt sé að byrja upp á nýtt. - Með hreint land -  fagurt land.

En til aðstoðar þessum erlendu sérfræðingum þufum við að fá Íslenska aðstoðarmenn sem við treystum og á ég þá við menn á borð við Þorvald Gylfason, og fleiri nöfn sem ég hef á takteinum ef á þarf að halda.

En ég endurtek að við þurfum kosningar, og það fljótt.

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 25.11.2008 kl. 02:03

10 Smámynd: María Kristjánsdóttir

Ég er sammála því að þessi stjórn þurfi að segja af sér. En ég held að það sé ekki ráðlegt að kjósa fyrr en í fyrsta lagi febrúar, mars . Þangað til utanþingsstjórn. En samt svo fljótt að kosningarmaskínurnar undir stjórn spunameistarara nái ekki að fara af stað.

María Kristjánsdóttir, 25.11.2008 kl. 09:07

11 identicon

Og láta allt lönd og leið á meðan væntanlegir þingmenn berjast um sæti.Gamalt eða nýtt?Nei ekki tímabært.Hver á að taka við Steingrímur J ?Ögmundur?Kolbrún H?Kristinn H.Það þarf nýtt fólk í ÖLL SÆTI

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 26.11.2008 kl. 11:44

12 Smámynd: Magnús Paul Korntop

Það á að kjósa í mars-apríl og þá á að koma þessum jólahönum og hænum burt.

Magnús Paul Korntop, 26.11.2008 kl. 13:54

13 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Já, Ægir ég er sammála þér með vorinu !

Svona mars- apríl vonandi verður það ekki of seint. 

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 26.11.2008 kl. 22:58

14 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Já, María þú vilt utanþingsstjórn þangað til kosningar hafa farið fram. -

 Ég hreinlega átta mig ekki alveg á því hvernig og/eða hverjir eigi að velja þá utanþingstjórn. -

Allavega sé ég ekki að Alþingi geti komið sér saman um utanþingstjórn, þegar þeir geta alls ekki komið sér saman um að afnema "eftirlaunaólögin". -

Sem þeir þóttust þó allir vera sammála um í síðustu kosningabaráttu, að yrði fyrsta verk þeirra eftir kosningar.

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 26.11.2008 kl. 23:05

15 Smámynd: Eva Benjamínsdóttir

Elsku Lilja mín, ég er einsog lömuð í ástandinu og ekki bætir úr að heyra ekkert krassandi nýtt, einsog afsögn DO og fleiri óþurftalinga sem klesstu sér sjálfir í ábyrgð og klúðra og ljúga hver upp í annann fyrir framan alþjóð.

Ég vil kosningar snemma í vor, feb-mars og eftir að mokstur mýkjugryfjunnar er sjáanlega hafin.  Þó ekki sé nema með afsökun til þjóðarinnar. Hrokinn á ekki uppá pallborðið hjá mér. Það verður að kjósa hæft fólk, sem vinnur í þágu fólksins alls. Takk fyrir frábæra pistla elskan mín og bestu óskir norður til þín og þinna.

Eva Benjamínsdóttir, 27.11.2008 kl. 16:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband