Snillingurinn Ólafur F. stenst engum snúning.

   Ólafi F. tekst það sem engum öðrum hefur tekist en áreiðanlega marga hefur dreymt um, - það er að knésetja Sjálfstæðisflokkinn í Reykjavík, vitandi það að þar með brotnar Sjálfstæðisflokkurinn niður í öreindir fylkinga, sem engan vegin er hægt að sjá fyrir um, hvernig endar. -

   Maðurinn sem hrakinn var út af Landsfundi Sjálfstæðismanna Í Laugardalshöllinni forðum daga með svívirðingum, bauli og púi,  svo skömm var á að hlusta og sjá. -

Það var keikur maður en brotinn maður, sem sagði sig úr Sjálfstæðisflokknum í kjölfarið.

Það var maðurinn sem stofnaði Framboð Frjálslyndra til Borgarstjórnarkosninga í Reykjavík. -

   Og hann komst inn í Borgarstjórn, og seinna komst hann í oddaaðstöðu, þegar hann krækti í Vilhjálm Þ. eftir Borgarstjórnarkosningarnar 2006, þó hann missti hann,  þegar hann var rétt við það, að landa honum.

   Og úrþví það fór svo, þá ákvað Ólafur að halda sig í fríi, -  Hann sat í rólegheitum, og  fægði veiðistöngina, og endurnýjaði í veiðikassanum, fór yfir fluguúrvalið,  skoðaði flugufót hér, og kom fyrir flugufót þar. -  Sat við fullur einbeitni og ofurrólegum ásetningi.  

Svo þegar REI málið náði hámarki, prófaði Ólafur sitt fyrsta flugukast, -  það gekk eftir,  hann krækti strax,  í,  beggja vegna árinnar.  -  

   En þegar hundrað daga meirihlutinn hafði komist í hæstu hæðir í vinsældum, - Svo m.a.s. stækastu íhöld töluðu um það í ræðu og riti, hve vel þessi fríði hópur Tjarnarkvartettsins stæði sig.  - Ákvað Ólafur að stoppa hann upp, og kasta aftur.-  ....

Svo, Ólafur kastaði á nýjan leik,  nú með  sinni nýjustu flugu,  sem hann af natni hafði sjálfur vafið, og sjá -

   Sjáfstæðisflokkurinn beit allur á, -  nú með Kjartan í broddi fylkingar, en Vilhjálm Þ. sem aðal aðstoðarmann og staðgengil. - Og áður en dagur var að kvöldi kominn, var Ólafur búinn að landa nýjum meirihluta með einu og öllu. - Og .....

   Ólafur var orðinn Borgarstjóri í Reykjavík - Hvern hefur ekki dreymt um að verða Borgarstjóri í Reykjavík, sem setið hefur í áraraðir í meirihluta í Borgarstjórnarflokki Sjálfstæðisflokksins, en verið flæmdur úr fokknum, fyrir að hafa hugsjón. 

Og nú hefur Ólafur öll tögl og hagldir yfir öllum Borgarfulltrúunum eins og þeir leggja sig. - 

   Allir vita að hann segir satt , þegar hann segir við óþekka Sjálfstæðismenn,  að hann hafi sprengt meirihluta Tjarnarkvartettsins til að hjálpa þeim, -  kærum vinum sínum og fyrrum flokksfélögum Vilhjálmi og Kjartani og öllum hinum góðu vinum,  til að komast aftur til valda. -

Og líka þegar hann minir þá mjög alvörugefinn á, - að Hann fari bara til baka, ef þeir eru ekki góðir, og geri eins og hann segir.  -

Svo nú er takmarkinu náð, - Ólafur hefur náð því markmiði,  að hafa Sjálfstæðisflokkinn í hendi sér.

Og hann getur spilað með flokkinn eins og honum sýnist. -  Og það gerir hann. -

Ásamt sínum mönnum, sem eru jú ennþá innan Sjálfstæðisflokksins en hafa ekki fengið að njóta þess fyrr en nú. -

Svo Ólafur er þá snillingur! -  Því ekki bara að honum hafi tekist að lama Sjálfstæðisflokkinn,  honum er  líka að takast að leggja niður Frjálslyndaflokkinn,  og jafnvel Íslandshreyfinguna líka, ef honum sýnist svo. - Það hefur engum einstaklingi tekist fyrr.

Þannig tekst honum að hefna sinna harma frá Landsfundinum forðum.  -

SÁ HLÆR BEST SEM SÍÐAST HLÆR !

 

 


mbl.is Tæp 2% borgarbúa kysu F-lista
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Þegar þú setur þetta svona upp.......  ..... þá fer nærri að ég gefi Ólafi prik.  Mitt mat er að Sjálfstæðisflokkurinn þarf að fá frí.  Það er engum hollt að sitja of lengi við völd.  En aldrei hélt ég að Ólafur fengi hrós frá mér.    Og hann fær bara eitt pínulítið prik, svo það sé á tæru.  Tannstöngul. 

Anna Einarsdóttir, 8.8.2008 kl. 16:52

2 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Já, Anna ! - Tannstöngull er líka alveg nóg, í bili allavega.  Það má þá fjölga stönglunum og stækka þá ef vill, - seinna.

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 8.8.2008 kl. 17:12

3 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

snilldarfærsla

Hólmdís Hjartardóttir, 8.8.2008 kl. 17:20

4 Smámynd: Einar Örn Einarsson

Tek undir þetta, snilldarfærsla hjá þér, gaman að lesa

Einar Örn Einarsson, 8.8.2008 kl. 17:35

5 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Nú fór hrollur eftir bakinu á mér.  Þetta er svona eins og premeditated murder. 

Mikið djö er þetta brilljant pistill.

Jenný Anna Baldursdóttir, 8.8.2008 kl. 20:01

6 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Þetta eru mögnuð uppsetning hjá þér, ég bara trúi því næstum alveg að þetta sé svona, því ekki??  eitt langar mig að benda á tögl og hagldir er orðalagið, fyrirgefðu að ég bendi á þetta, mér finnst þetta svo flott  líking. Annars vil ég enn og aftur segja, þetta er snilld og á að fara beint í blöðin.  Góða helgi snillingurinn minn

Ásdís Sigurðardóttir, 8.8.2008 kl. 20:35

7 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Hólmdís og Einar Örn takk fyrir hólið.

Kærar þakkir Jenný Anna, ég er búin að vera að reyna að "líma" inn tilvísun á pistilinn þinn frá í gær, en það hefur ekki tekist ennþá, skil ekki hvað er að tölvunni hjá mér.

Og elsku Ásdís,  þakka þér fyrir að benda mér á þetta, það er nefnilega lítið gagn í góðri líkingu ef það er vitlaust skrifað, því á skilur það enginn. - Kærar þakkir enn og aftur.

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 8.8.2008 kl. 21:14

8 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Jamm Lilja mín snilldarlýsing.  Bara spurningin um hvað Flistinn hafi eiginlega gert honum, því hann gekk úr flokknum, og er nú í Íslandshreyfingunni, en talar alltaf eins og hann sé í Frjálslyndaflokknum.  Hann er sennilega að gera gott pláss fyrir Íslandshreyfinguna í næstu kosningum  Er hann annars með veiðstöng, eða heilt troll ?

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 8.8.2008 kl. 21:32

9 Smámynd: Ragnheiður

Þetta er snilldarpistill, nú er bara að sjá hvort þetta er í raun veruleiki málsins en kenningin er góð. Ég er bara ekki alveg viss um að maðurinn sé nógu gáfaður til að hafa plottað þetta svona.

Takk fyrir pistil

Ragnheiður , 8.8.2008 kl. 21:33

10 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

   Nú, gekk hann úr flokknum Ásthildur!   Hann bauð sig fram í síðustu Borgarstjórnarkosningum undir nafni Frjálslyndaflokksins og í samstarfi við Íslandshreyfinguna og óháða,  var það ekki ? -

   Hann stofnaði Frjálslyndaflokkinn utanum sitt framboð til Borgarstjórnar þegar hann klauf sig útúr Sjálfstæðisflokknum, var það ekki ?  - Og fékk m.a. Margréti Sverris til lið við sig ?  -

   Seinna komu svo Sverrir Hermannsson og Guðjón Arnar og fleiri góðir menn og konur til samstarfs við Ólaf F. og þá varð flokkurinn til á Landsvísu.

  - Og hann sagði nú á dögunum í gær eða fyrradag,  að ástæðan fyrir brottrekstri Ólafar Guðnýar væri fyrst og fremst vegna þess að hún vann á móti flokknum.   Hvaða flokki var spurt:  Frjálslyndaflokknum, svaraði hann.

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 8.8.2008 kl. 23:05

11 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Já, Ragnheiður þetta er nú það sem maður les út úr atburðarás Borgarmálapólitíkurinnar eins og hún hefur birst manni það sem af er þessu kjörtímabili.  - Hvort þetta er rétt lesið eða rangt, mun tíminn einn leiða í ljós.

En eitt er víst að leikfléttan sem lagt var upp með hefur snúist í höndum þeirra er héldu sig hafa tögl og hagldir í Reykjavíkurborg út þetta kjörtímabil.

En Ólafur eflist með hverjum deginum sem líður.  

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 8.8.2008 kl. 23:15

12 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Tek undir með öðrum hér að ofan: Algjör snilldarfærsla.

Sigrún Jónsdóttir, 9.8.2008 kl. 00:45

13 Smámynd: Eva Benjamínsdóttir

Þetta er snilld, þvílíkt leikrit

Eva Benjamínsdóttir, 9.8.2008 kl. 01:32

14 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Góð Lilja, þú kant svo sannarlega að koma fyrir þig orði. Góða helgi

Ía Jóhannsdóttir, 9.8.2008 kl. 08:06

15 Smámynd: Bergljót Hreinsdóttir

Þessi pistill er tær snilld...flott orðaður og greinagóður...

Mikið er annars "gott að búa í Kópavogi...."...he he...

Bergljót Hreinsdóttir, 9.8.2008 kl. 11:40

16 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Sigrún, Eva, Ía og Bergljót takk fyrir innlitið og ykkar komment. Hafið þið það allar sem best um helgina.

Æ, nei Bergljót!  Af tvennu illu þá vel ég heldur Reykjavík, því hér eru þeir ekki "allir" jafn djúpt sokknir í súludans og sukk hjá Geira Slark eins og þeir sem stjórna í Kópavogi. -

   Og þó það eru nú ýmsar blikur á lofti  m.a. að nú muni Ólafur F. og félagar leyfa Geira Slark að opna þá Slarkstaði og þær nektarbúllur sem Geira langar svo mikið í. - 

  Svo nú er spurningin sú:  Tekst að sporna við innreið Geira Slark til Reykjavíkur á ný,  eða þarf að flytja Reykjavík til Hafnarfjarðar,  til að halda í heiður og reisn Borgarinnar.

Svo ég mundi nú ekki vilja skipta yfir í Kópavog núna, þar sem það virðist ekki góð býtti.

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 9.8.2008 kl. 13:11

17 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Lilja Guðrún... sendu mér póst á lara@centrum.is og ég kenni þér allt sem þú þarft að læra - svo framarlega sem ég kann það... 

Lára Hanna Einarsdóttir, 9.8.2008 kl. 13:35

18 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Sammála ... ætli Samfylking eða Vinstri Græn ættu ekki að heiðra Ólaf fyrir stuðninginn? Láta útbúa brjóstmynd kannski?

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 9.8.2008 kl. 18:23

19 Smámynd: Guðrún Jóhannesdóttir

Guðrún Jóhannesdóttir, 9.8.2008 kl. 18:32

20 Smámynd: lady

já alltaf er maður að heyra eitthvað nýtt,góð færsla hjá þér ,já ég er að vinna í kringluni,,reyndar átti Elín ekki nefna vinnustaðin minn,því maður veit aldrei hver les þetta hvar ég vinn ,því ég hef heyrt að þá hefur viðkomandi ekki fengið frið  en segi þér meira um það þegar þú heilsar upp á mig í vinnuna en þú ert hjartan velkomin að kíkja á mig ,þótt ég get lítið talað við þig þegar að það er mikið að gera

lady, 10.8.2008 kl. 10:37

21 Smámynd: Árni Gunnarsson

Lilja Guðrún: Þessi úttekt þín er bráðskemmtileg og á marga lund snjöll greining. En í aths. 10 ferðu nú nokkuð frjálslega með staðreyndir og er þá ekki sterkt að orði kveðið. Frjálslyndi flokkurinn var stofnaður á heimili Sverris Hermannssonar með nokkrum kunningjum hans við kaffiborðið. Upphafið að stofnuninni tengdist ekki nafni Ólafs Magnússonar með neinu móti. Upphafið má hinsvegar rekja til þverpólitískra samtaka sem nefndust Samtök um þjóðareign og þar voru í leiðtogahlutverkinu Valdimar Jóhannesson blaðamaður og Bárður Halldórsson fyrrv.Menntskólakennari. Sverrir HHermannsson átti pólitískra harma að hefna og sá þarna leið til að ná á ný pólitískri stöðu. Bárður var kosinn formaður Samtaka um þj. eign og Sverrir var að mig minnir í stjórninni. Fljótlega leiddist Sverri að sitja í aftursætinu og tók slaginn við Bárð. Í sjónvarpsviðtali hæddi hann Bárð og nefndi hann "aulaBárð." Síðan "rændi" hann þessum samtökum og stofnaði flokkinn sem fyrr segir með sínum aðferðum.

Þessa sögu nenni ég ekki að rekja lengra en Ólafur Fr. Magnússon var enginn "primus motor" í stofnun flokksins sem skaut honum inn í borgarstjórn og hann launaði svo afar smekklega. Ég fylgdist nefnilega með þessu ferli sem þátttakandi frá nánast fyrstu dögum.

Árni Gunnarsson, 10.8.2008 kl. 14:07

22 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Þetta er góður pistill. Takk fyrir samantektina, "stjórnmálagreinir" það vantar alveg. Það er eiginlega "verst" hvað þú ert góð leikkona, þannig að ég get ekki með góðri samvisku hvatt þig til dáða að taka upp pennann einungis en kannski geturðu gert hvort tveggja?

Það er líka gott að halda staðreyndum til haga, ekki bara grínast, hæðast og fabúlera með tíkina, þótt það sé skemmtilegt inn á milli, en því miður þá vilja  staðreyndarvillurnar verða til.

Þetta á náttúrlega allt að sprengja og efna til nýrra kosninga.

Edda Agnarsdóttir, 10.8.2008 kl. 14:33

23 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Takk öll fyrir skemmtilegar og góðar athugasemdir. -

Árni Gunnarsson,  í athugasemdum mínum nr: 10 er ég ekki að fara frjálslega með staðreyndir eða fullyrða nokkurn skapaðan hlut.  -

Ég er að spyrja spurninga og velta vöngum yfir hlutunum.

Ég spyr Ásthildi Cesil spurninga vegna athugasemda hennar, í númer 9, og ítreka að þetta séu spurningar, og hvort að þetta sé rétt sem ég svo spyr  líka, og bæti við orðunum "er það ekki", og nota spurningarmerki á eftir.

Það hefur kannski ekki verið nógu skilmerkilegt spurningamerkið á eftir spurningunum?

Ég vona að þú lesir þetta Árni, ég er ekki að fyllyrða neitt eða að  ég ætli mér að rita sögu Samtakra Frjálslyndra, ég er bara að "spökulera" og reyna að finna út úr við hverju,  við kjósendur,  megum búast í framtíðinni.

Þessvegna er ég þakklát fyrir þínar ábendingar, en ég vil bara fá þær undir "réttum formerkjum".

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 10.8.2008 kl. 15:15

24 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Þakka þér fyrir falleg orð í minn garð Edda. -  Áþessum alvörutímum er ekki hægt að hafa þessi mál í flimtingum, það eru of alvarlegir hlutir að gerast í kringum okkur til þess. -

En það er mjög erfitt fyrir meðalmanneskju eins og mig,  að átta mig á öllum þessum ruglingi, sem við höfum þurft að búa við síðustu misseri,  hér í Reykjavík.

Því er nauðsynlegt að reyna að kortleggja þessa endaleysu, og finna út:

HVAÐ ER HVAÐ, OG HVERS ER HVURS OG HVAÐ ER EKKI HVURS ?  

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 10.8.2008 kl. 15:35

25 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Lilja mín bara að láta þig vita að ég er komin aftur úr rúminu og takk svo mikið fyrir góð orð til mín í minni lassar ussa tíð.
Flottur pistill hjá þér og að sjálfsögðu er hann réttur í stórum dráttum,
það er mikið lagt á sig til að fá völd, skildi sjálfstæðisflokkurinn ekki hafa fattað að þeir færu í örendir við þetta, nei líklegast ekki þeir eru eigi eins vitrir og Ólafur, eða hvað.
Knús til þín ljúfust
Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 10.8.2008 kl. 18:55

26 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Það er sko dagsatt, þetta er alvarlegt mál fyrir Reykvíkinga og alla landsmenn. Þetta er borgin okkar og ekki hægt að þakka það að búseta fólks sé annars staðar þegar illa árar eða - gengur í borginni. Ég hef fundið fyrir því hér á blogginu að fólk klikkjar stundum út með svona klisjum eins og "fegin er ég að búa ekki í Reykjavík" og eitthvað í svipuðum dúr. Mér finnst það hámark ábyrgðarleysis, við eigum þessa borg og eigum að hafa áhrif á þetta í gegn um samtök sveitarfélaga ef ekki öðruvísi. Það þýðir að í hverju byggðarlagi fyrir sig getur fólk haft samband við sinn fulltrúa í sveitarstjórnamálum á landvísu.

Edda Agnarsdóttir, 10.8.2008 kl. 19:17

27 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Æ, Elsku Milla en hvað það er gott að heyra að þú sért klædd og komin á ról, - Gaman að heyra frá þér. -Þú eins og fleiri veltir því fyrir þér hvort að  Sjálfstæðismenn hafi kannski ekki verið búnir að hugsa málin,  til enda, áður en þeir fengu Ólaf F. í lið með sér, og gerðu hann að Borgarstjóra í staðinn.  -

Mér sýnist ekki,  ef ég dæmi bara eftir því hvernig málin hafa þróast frá því Ólafur F. setti Borgarstjórakeðjuna um háls sér.- Síðan hefur ekki verið flóafriður fyrir hinum ýmsu hugdettum og uppákomum Keðjuberans, - Og það held ég að ekki nokkur maður hafi getað séð fyrir.  - Og þó ?!?!?!?!?

Afturámóti getur maður spurt:-  Er það ein af leikfléttum Snillingsins Ólafs F. -

Að vera með þessi ólíkindalæti i tíma og ótíma, til að sýna Borgarbúum ótvírætt, hver það er sem stjórnar, og hvar valdið liggur sitt ?.

Og þannig getur Borgarstjóri þétt net sitt enn fastar um samverkamenn sína,  svo þeir geti sig hvergi hreyft nema með hans vilja og samþykki.

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 10.8.2008 kl. 20:44

28 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Þú segir nokkuð Edda þetta hafði bara ekki hvarflað að mér, í sambandi við Samband Ísl. sveitarfélaga.  - Þar er auðvitað vettvangur fyrir landsmenn alla,  til að koma athugasemdum sínum á málefnum Reykjavíkur á framfæri. -

Málið er að þetta varðar alla landsmenn því Reykjavík er höfuðborg landsins.

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 10.8.2008 kl. 20:51

29 Smámynd: Árni Gunnarsson

Lilja Guðrún: Það skiptir námast engu máli í þínum augum þó næstum öll færsla 10 sé beinlínis ein hringavitleysa? Það byrjar með því að þú segir-en setur spurningamerki á eftir að Ólafur hafi boðið sig fram til borgarstjórnar í samstarfi við Íslandshreyfinguna! Íslandshreyfingin var bara ekki til þá og ekki einu sinni farið að undirbúa stofnun hennar.

-Hann stofnaði Frjálslyndaflokkinn utanum sitt framboð  til borgarstjórnar....Og fékk m.a. Margréti Sverrisdóttur til liðs við sig?

Seinna komu svo Sv. H. og Guðj. Arnar og fleiri góðir menn og konur til samstarfs við Ólaf F. og þá varð flokkurinn til á landsvísu.

Mér finnst undarlegt að þú sért hálfpartinn að setja ofan í við mig fyrir að leiðrétta -einmitt sögu þína um stofnun Frjálslynda flokksins og þátt Ólafs F. í því máli. Sem er í fáum orðum sagt endemis bull frá byrjun til enda.

Ólafur F. gekk til liðs við Frj.fl. og flokkurinn bauð Ólaf fram til borgarstjórnar tvisvar sinnum. Síðan gekk Ólafur úr flokknum og gekk ásamt Margréti og mörgum fleirum í það að stofna Íslandshreyfinguna með Ómari Ragnarssyni og hans ágætu liðsmönnum úr náttúruverndarsamtökum.  

Árni Gunnarsson, 10.8.2008 kl. 22:04

30 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Ég sé það á skrifum þínum Árni að þú hefur ekki lesið það sem ég skrifaði í athugasemdadálk nr:10,  né hefurðu haft fyrir því að lesa svar mitt til þín hér fyrir ofan. -

Ég segi og skrifa pælingar, vangaveltur í pistlinum mínum, ekki staðreyndir, ég er ekki að skrifa sögu,  -  Ásthildur svarar í númer 8. - Og ég skrifa til hennar spurningar, um þær sögursagnir sem ég hef heyrt að svona hafi hlutirnir gerst á eyrinni, á sínum tíma. -  Ég er ekki að fullyrða, heldur spyrja.

Ég er að spyrja Ásthildi Cesil spurninga, af stakri forvitni, vegna þess sem  hún upplýsir mig um í athugasemdadálk nr: 8. 

Ég skil ekki afhverju þú vilt snúa þessu öllu á skjön þó að þú hafir þessar spurningar fyrir framan þig.  (í dálk 10). -  Og þó að ég hafi reynt að útskýra fyrir þér  í athugasemd nr: 24 og beðið þig velvirðingar ef spuningaformið hjá mér hafi ekki verið nógu skýrt.  - 

En afhverju ertu svona reiður Árni ? -  Svo reiður að þú snýrð upp á þig með  útúrsnúningi og núningi um að ég sé að setja ofaní við þig fyrir að leiðrétta einmitt sögu mína um stofnun Frjálslynda flokksins.  -

Árni þetta var spurning mín til Ásthildar?  Sem hljóðaði svona þegar öll nöfn osfrv. hafa verið tekin út. : Þá er spurningin svona :

 -  Var það ekki svona og svona,  sem þetta gerðist?  Var það ekki ? ----- Og var það ekki þessi og þessi,  sem gerði þetta,  og hitt?  Og  hinn sem gerði hitt og fékk þennan til liðs við sig ? Var það ekki ?  

Þú sérð það vonandi að þú ert að misskilja skrif mín.  

En það var gaman að fá þínar upplýsingar og þína sýn á stofnun og upphaf FF. -

En ég sagði að líka að fyrir síðustu borgarstjórnarkosningar bauð Ólafur sig fram undir F - listanum í samstarfi við Íslandshreyfinguna og Óháða. - Og við það stend ég. - 

Ég heyrði Ólaf F. segja það sjálfan í viðtali. - Ertu að segja að hann viti ekki fyrir hvern hann var í framboði?

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 10.8.2008 kl. 23:03

31 Smámynd: Árni Gunnarsson

Ég er ekki reiður en skil ekki hvernig þér dettur í hug að stæla við mig um jafn augljósar staðreyndir eins og þær sem ég benti á. Ég efast um að þú hafir sjálf lesið þessa færslu þína eftir að þú skrifaðir hana og þá miða ég við þessa óttalegu stífni þína gegn staðreyndunum.

Ég veit ekki hvað þú hefur eftir Ólafi F. Magnússyni og hvað ekki. Og bullið verður áfram bull hvort sem það er haft eftir Ólafi eða engum. Ég hef aldrei sagt að Ólafur viti ekki eitthvað eða hvort hann yfirleitt viti barasta eitthvað. En hitt verð ég víst að endurtaka að Ólafur F. bauð sig ekki fram fyrir flokk sem ekki var til.

En mikið óskaplega er þetta orðið broslegt þref hjá okkur. Og ef þér líður betur með það að ég sem félagi í Frjálslynda flokknum og einn af stofnendum hans viðurkenni að ég viti minna um framboð flokksins en þú þá skal bara fúslega gera það og-málið er dautt.

Árni Gunnarsson, 10.8.2008 kl. 23:56

32 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Húrra fyrir þér Árni !  Þér  tekst áfram að snúa öllu á hvolf sem ég skrifa og það verður bara svo að vera. - Mér er nokk sama. -

En mér finnst alveg rosalega fyndið hvernig þú lætur.

Þú hlýtur nú að geta unnt Ólafi þess að hafa stofnað til framboðs Frjálslyndra til borgarstjórnar. -  Öðruvísi hefði Ólafur F. aldrei verið í 1. sæti listans til borgarstjórnar?  Eða hvað?  Hef ég rangt fyrir mér þarna ?

Og í síðustu Borgarstjórnarkosningum var Ólafur F. líka í 1. sæti F - listans, ekki satt? Margrét Sverris í 2. sæti, og Guðrún Ásmunds í 3ja sæti. - Er það ekki rétt annars ?  Eða er þetta rangt ?

Heldurðu að Ólafi F. gangi af F- listanum dauðum?  Eða óstarfhæfum, rúinn öllu trausti? - Þetta er spurning?

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 11.8.2008 kl. 01:21

33 Smámynd: Kolgrima

Skemmtileg lesning

Kolgrima, 11.8.2008 kl. 02:44

34 Smámynd: Rúna Guðfinnsdóttir

Ég verð að byrja á að ég er hringlandahaus í pólitík, bara svona til að afsaka bullið í mér .....en mér hefur alltaf fundist Óli F. vera bitbein...ja eiginlega allra flokka. Er það rangt hjá mér?

Ég hef eiginlega alltaf vorkennt manninum. "Aumingja Óli"  hugsa ég, þegar hann er hakkaður í spað í sjónvarpinu...svoddan er livet.

Kveðjur og heilsanir.

Rúna Guðfinnsdóttir, 11.8.2008 kl. 03:17

35 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Þakka kærlega heiðurinn að þú skulir vilja bæta mér á danskortið þitt!

Viltan tangó sem vangadans þygg ég með þökkum!

Um Ólaf garminn hef ég hitt og annað ritað sjálfur,s umt í sama dúr og þú gerir hér, en hamingjan má vita hvernig þetta endar.

En "sá á kvölina sem á völina" eða þannig, það hittir nú D liðið sannarlega þessi dægrin og margur stuðningsmaðurinn allavega er eigi glaður með sitt fólk nú.

Magnús Geir Guðmundsson, 11.8.2008 kl. 03:26

36 Smámynd: Aprílrós

Snild að lesa hjá þér Lilja mín.

Guðrún INg

Aprílrós, 11.8.2008 kl. 03:39

37 Smámynd: Árni Gunnarsson

Lilja Guðrún: Þú ert yndisleg!

Frjálslyndi flokkurinn bauð fram lista til borgarstjórnar með fólkinu sem þú nefndir í efstu sætum. Ólafur F. bauð ekki Frj. fl. fram. Ólafur var valinn af Frj. fl. sem fulltrúi hans og "óháðra" í borgarstjórn. Ólafur F. Magnússon er góður drengur á marga lund. Hann býr að mínu mati við þá fötlun að geta ekki unnið lengi með öðru fólki, hvorki í stjórnmálaafli né í borgarstjórn. Hann kann ekki að sveigja frá eigin ákvörðunum og ná malamiðlun. En ég held að undir niðri sé hann drengur góður og vilji gera heiminn betri. Það er óskaplega mikið verk að gera heiminn betri en auðvitað verðum við öll að leggja okkur fram.

Þú spyrð hvort ég haldi að Ólafi muni takast að ganga af F listanum dauðum? Ef þú meinar F listann í borgarstjórn þá sé ég ekki annað en að hann sé búinn að því með dyggri aðstoð Margrétar Sverrisdóttur. En ef þú spyrð um F listann á landsvísu þá þurfum við ekki hjálp hans til þess. Okkur gengur það barasta alveg prýðilega án hans aðstoðar.

Árni Gunnarsson, 11.8.2008 kl. 11:03

38 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Hann er í Íslandshreyfingunni...  ekki Frjálslynda flokknum.

Marta B Helgadóttir, 11.8.2008 kl. 11:59

39 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Snilldarpistill hjá þér Lilja.

Marta B Helgadóttir, 11.8.2008 kl. 12:00

40 Smámynd: Halla Rut

Skemmtilega sett fram hjá þér. Vil samt minna á að Ólafur er EKKI í Frjálslynda flokknum. Flest fólkið sem starfar í kringum hann og fyrir hann eru í Íslandshreyfingunni. Enda á hann heima þar. Hann er mikill náttúruverndarsinni og vill halda í öll gömul hús og allar gamlar götumyndir. Þetta var ekki stefna FF síðast þegar ég gáði.

Þetta er rétt hér að ofan sem Árni segir. Þú ofmetur hæð þeirrar stöðu sem Ólafur var í innan flokksins. Enda er það mín skoðun að hann hafi í raun aldrei verið "með" stefnu flokksins heldur meira notað flokkinn til að koma sjálfum sér í áfram. En þetta skiptir kannski ekki máli enda er hér um létta færslu að ræða. 

Halla Rut , 11.8.2008 kl. 12:38

41 Smámynd: Halla Rut

Við skulum þakka Ólafi fyrir að "skemma" Sjálfstæðisflokkinn" enda er það ekki gott fyrir okkur Reykvíkinga að þeir séu við stjórn. En ég held samt að þeir "skemmi" sig mest sjálfir. Þau eru öll uppá móti hvort öðru og stólarnir þeirra eru það eina sem þau hafa áhuga á. Enda fara flestir þeirra fundir í að rífast sín á milli. Þau minna mig helst á óþekka krakka.

Ég vill fullorðið og fullþroskað fólk til að stjórna borginni okkar. Fólk sem lætur málefni borgaranna númer eitt.

Halla Rut , 11.8.2008 kl. 12:43

42 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Ætla nú ekki að bæta neinu frekar við þessar skemmtilegu umræður, en sé að  Pétur sem ég er svo frek að kalla vin minn hefur blandað sér í umræðurnar og þá verður nú fyrst gaman.
Takk fyrir mig.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 11.8.2008 kl. 13:13

43 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Þakka þér fyrir Kolgríma, ég vil um leið nota tækifærið og benda öllum á að fara inn á blogg Kolgrimu, og lesa þar áhrifaríkan og pistil um málefni sem varðar okkur öll, unga jafnt sem aldna. - Og ekki hvað síst börn okkar og barnabörn,  um framtíð alla. Pistillinn heitir "Föst í hryllingsmynd"og er hér  -   kolgrima.blog.is/blog/kolgrima

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 11.8.2008 kl. 15:00

44 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Rúna það virðist nú vera fleiri en þú og ég,  sem eiga erfitt með að ná áttum í pólitíkinni, þessa daganna. - 

Þessvegna er um að gera að spyrja spurninga, og krefja þá um svör sem telja sig hafa réttu svörin. 

Svo Rúna vertu bara ófeimin við að spyrja, öðruvísi fær maður engin svör.  

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 11.8.2008 kl. 15:05

45 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Þakka þér fyrir Magnús!  Minn er ekki síður heiðurinn að þú kvittaðir fyrir nafni þínu á danskortið. - Ég hlakka til að hefja dansinn, sem ég er viss um að  verður skemmtilegur og gefandi.  - Eins og tangó er öllu jöfnu. -

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 11.8.2008 kl. 15:44

46 Smámynd: Rúna Guðfinnsdóttir

Já, ég reyni að fylgjast með og spyrja misviturlegra spurninga, annað er ekki hægt. Annars finnst mér Ólafur ekki sá eini sem fer í hringi og svíkur Pétur og Pál, þeir stinga hver annan í bakið, bara ef þeir sjá hag sinn bættan með því. Hugsjónir eru horfnar fyrir ævalöngu, nú snýst allt um eigin hag og fína stóla, góðar stöður.  Eina manneskjan sem mér hefur fundist með snefil af hugsjón er Jóhanna Sigurðar.

Rúna Guðfinnsdóttir, 11.8.2008 kl. 16:38

47 Smámynd: Árni Gunnarsson

Jóhanna Sigurðardóttir gnæfir yfir alla aðra ráðherra okkar í dag. Jóhanna virðist vera eini ráðherrann sem skilur að Ísland er samfélag en ekki bara tækifæri fyrir gráðuga fjármálaspekúlanta og auðkýfinga.

Þórunn er ný og í erfiðu starfi en hún er að reyna að gera góða hluti og vonandi tekst henni að bjarga einhverju.

Svo einfalt er nú það.

Árni Gunnarsson, 11.8.2008 kl. 17:19

48 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Svona er að vera svolítið þruglaður, hvernig á annað að vera?
Ég nefni Árna Gunnarsson Pétur skil þetta nú ekki, en biðst hér með velvirðingar á þessu feilspori mínu, ekki að hann hafi gefið því gaum þar sem ég nefndi eigi neitt sem tengdist honum, en samt.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 11.8.2008 kl. 21:18

49 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Ekkert mál Milla mín, ég tók þetta hinsvegar þannig að þú þekktir til Péturs og vissir undir hvaða dulnefni hann skrifaði, og nefndir svo óvart nafnið hans í stað dulnefnis hans. -

Ég meina það getur nú komið fyrir alla.

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 11.8.2008 kl. 22:12

50 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Ég veit Marta en Ólafur bauð sig fram í síðustu borgarstjórnarkosningum undir  F - listanum.

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 11.8.2008 kl. 22:14

51 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Lilja mín þekki Pétur ekki neitt og þar af síður, Árna Gunnarsson, en hef kallað hann vin, stundum hefur hann vísiterað síðu mína, hann segir að ég sé aldrei sammála honum, það er nú allt í lagi bara gaman að fá hann í visit.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 12.8.2008 kl. 08:48

52 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Ekkert mál Milla !  - Ég var nú bara að glettast.

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 12.8.2008 kl. 13:34

53 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Halla Rut ég var að spá í afhverju þið eruð svona heiftúðug út í Ólaf F. - Ég meina þið sjálf,  þ.e.a.s.  F-listinn hampaði Ólafi nú ekki svo lítið, lítið til að byrja með. -

Að vísu varð ykkur á þau mestu mistök sem pólitískur fokkur hefur gert,  það er að skipta einum eftirtektarverðasta stjórnmálamanni  í Íslenskri pólitík,  út,  fyrir "framapotara" á hæsta stigi. -

Þá á ég við,  hvernig þið hröktuð hana Margréti Sverrisdóttur úr flokknum, sem af flestum,  hvar í flokki sem þeir standa eru á einu máli, að þar misstum við Landsmenn allir af góðum Stjórnmálamanni. - 

Og þar fékk F - listinn "lítið" fyrir mikið, og hefur ekki borið sitt barr síðan.

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 12.8.2008 kl. 13:49

54 Smámynd: Ingibjörg Hinriksdóttir

Snilldarpistill hjá þér Lilja - skemmtileg sýn á borgarstjórnina.

Hver veit nema að þetta allt sé hefnd hins brottrekna sjálfstæðismanns. Það skyldi þó ekki vera?

Ingibjörg Hinriksdóttir, 12.8.2008 kl. 16:41

55 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Já, Ingibjörg hver veit, þetta er ekki vitlausara en hvað annað, miðað við þann leik sem leikinn er í borginni og er öllum alveg óskiljanlegur, jafnt meirihluta sem minnihluta. - 

En nú er Formaður Framsóknar Guðni Ágústsson að gera kröfur á Framsóknarmanninn í Borgarstjórn að hann stigi  inn í Darraðardansinn sem nú á sér stað, og snúist með vitleysunni ofaní niðurfallið, í lok kjörtímabils.  - Guðni ætlar semsagt að drepa Óskar "Pólitískt" áður en Óskar fær tækifæri til að fara fram sem oddviti Framsóknar í næstu Borgarstjórnarkosningum. - 

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 12.8.2008 kl. 17:22

56 identicon

Ég held að það væri pólitískt sjálfsmorð fyrir Framsóknarflokkinn að hoppa upp í með Ólaf F. áfram inni. Aftur á móti gæti ég ímyndað mér að allir Reykvíkingar séu orðnir svo "embarrassed" eftir allar þessar uppákomur kringum Ólaf F. að Framsóknarfulltrúinn yrði frekar álitinn nánast bjargvættur þessi tvö ár sem eftir eru af kjörtímabilinu.

Ég held reyndar að það sé eitthvað svo alvarlegt ástand í gangi í stjórn borgarinnar að það hljóti að verða sagt stopp og stokkað upp einu sinni enn þó að það kosti ein biðlaunin enn.

Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 12.8.2008 kl. 20:39

57 identicon

PS: Svo það sé á hreinu: Með "bjargvættur" á ég við að Ólafur F. verði látinn taka pokann og Óskar komi inn í staðinn. 

Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 12.8.2008 kl. 20:42

58 Smámynd: Rúna Guðfinnsdóttir

Hver bjargar hverjum? Er það ekki líkt með "skít og kúk"Evil Grin And Eyebrow Raising ? (afsakið orðbragðið)

Rúna Guðfinnsdóttir, 13.8.2008 kl. 00:05

59 Smámynd: Tiger

Hahaha ... Lilja mín - þakka þér - hláturinn og gleðitárin sem núna hrapa niður vangana! Ég bara gat ekki annað en hlegið að lestri loknum, svoddan snildar uppsetning hjá þér að hálfa hefði verið brilljant ..

En, ég vil bara tannstöngulinn burt úr borgarstokknum - sjálftæðismenn og brúður burt - fá bara aftur alvöru fólk í stólana!

Knús og kram á þig Lilja mín og hafðu ljúfa nóttina ...

Tiger, 13.8.2008 kl. 04:13

60 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Ég held að þarna hafir þú rétt fyrir þér Anna, en Formaður Framsóknar þarf að vinna sér inn nokkra plúsa áður en þing byrjar í haust, því þá mun hann hvefa í skuggann á ný. - 

Þessvegna held ég að sjálfur Guðni Ágústsson mun verða sá sem fær heiðurinn af "bjargvættarnafnbótinni". þó svo að hann slái í leiðinni á allan frama Óskars Bergs í leiðinni.

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 13.8.2008 kl. 13:05

61 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Nei, Rúna ekki alveg. - Það getur að vísu verið líkt með þeim, en yfirleitt er annar er mjúkur,  en hinn er linur, - og stundum er það alveg öfugt.

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 14.8.2008 kl. 00:49

62 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Takk sömuleiðis ljúfasti TíCí, ! - Ég er sammála þér ég vil bara fá alvöru fólkið aftur í stólanna. -

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 14.8.2008 kl. 00:53

63 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Óskar Bergsson gæti reyndar fengið tækifæri fyrr en hann grunar að leiða B listan í kosningum ef hann ákveður að taka ekki þátt í Fáranleikasirkúsnum og segir nei við D. Tel það raunar ekki líklet, en ef einhver virðing væri fyrir kjósendum, þá væri nú þegar búið að boða til nýrra kosninga í Reykjavík!

Magnús Geir Guðmundsson, 14.8.2008 kl. 02:46

64 Smámynd: www.zordis.com

www.zordis.com, 14.8.2008 kl. 11:56

65 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Já, Magnús ég veit það og ég býst við að Óskar viti það líka, en spurningin er hvort að sumir aðrir í Framsóknarflokknum þrýsti ekki á hann, til að fá "Bjargvættarstimpilinn"  til sín. 

 Annars held ég að þesssi sirkus "fáránleikans sé líka að hluta "smjörklípa" í anda ömmu Davíðs, vegna bókar Vals Ingimundar  og þess vandræðagangs og vanþeekingar og hroka sem þar kæmi upp, og viðhöfð var af þáverandi stjórnvöldum. - 

 Ef fólk læsi og fylgdist með þeim fréttum. - Þ.e.a.s. ef fjölmiðlar stæðu sig í stykkinu og kafaði ofaní þau mál. - Sem einhverra hluta vegna "þeir" hafa engan "áhuga" á.

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 14.8.2008 kl. 14:14

66 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Elskulega Þórdís ertu þarna einhversstaðar? Í bænum kannski?

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 14.8.2008 kl. 14:16

67 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Viltu fara inn á síðuna mína Lilja Guðrún og taka þátt í áróðrinum?

Edda Agnarsdóttir, 14.8.2008 kl. 15:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband