Klækir eða klúður nema hvorttveggja sé ! - Allt er þegar þrennt er !!

Nú gerast hlutir svo hratt að maður hefur ekki undan að breyta og bæta pistilinn, ég held að ég gefist upp í bili, og gefi orðið laust .

Nú virðist semsagt Óskar sé búinn að samþykkja, að ganga í sæng með Hönnu Birnu og Vilhjálmi. - Hanna Birna verður Borgarstjóri fyrst, Vilhjálmur Forseti Borgarstjórnar, og Óskar form. Borgarráðs.

- Sömu klækir - Sama klúður -

- Ætlar að endurtaka sig þar á bæ. - 

- Allt er þegar þrennt er -

Þá hefur hringurinn í kringum klæki og klúður Sjálfstæðismanna lokast !

 

   En það liggur fyrir að í morgun bauðst  Ólafur F. til þess að segja af sér og víkja þannig fyrir  Margréti Sverrisdóttur til að greiða fyrir myndun nýs Tjarnarkvartetts. -

 

   Ég vona og bið,  að sú verði raunin,  að við fáum í lok dags,  að sjá "Tjarnarkvartettinn" koma til baka, brosandi og hlý og segja okkur að þau séu tekin við Borginni á nýjan leik. - Og þá geti maður leyft sér að líta upp og anda léttar af feginleik.  -

   Seinna getur maður svo litið til baka til síðustu mánaða, og litið yfir það sem þar gerðist,  eins og þetta hafi bara verið,-  eins og sjö mánaða hryllingsmartröð,  -  sem virtist engan endi ætla að taka.   -  En nú værum við laus úr ánauð þeirrar valdagræðgi og firringar,  sem þessari martröð fylgdi.  -

    Einungis gerð til þess, að við gætum lært af því hvernig fer,  ef við ekki vöndum val okkar til þeirra fulltrúa,  sem eiga að fara með völdin í þessari borg.  - Og við gætum brosað til lífsins á nýjan leik. 

- Því fjöregg okkar væri komið í hendur þeirra sem fara fyrir félagshyggju. 


mbl.is Ólafur vildi Tjarnarkvartett
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hallur Magnússon

Hallur Magnússon, 14.8.2008 kl. 15:37

2 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Mikið er ég hrædd um að martröðinni sé ekki lokið. Er meira en til í að skreppa niður í Ráðhús

Hólmdís Hjartardóttir, 14.8.2008 kl. 15:47

3 Smámynd: Bjarni Kjartansson

Sjúkkitt!

ÞArna munaði m´jou, að Dagur egósentríski yrði Borgarstjóri með keðju og allt, líkt og hinn læknirinn

Skúkkitt slúbbitt

Bjarni Kjartansson, 14.8.2008 kl. 15:54

4 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Hallur þetta er ekki málið ! -  þetta snýst ekki um málefni. -

"Þetta snýst um völd"

Annars væri Björn Ingi enn í stjórnmálum. - Og sá meirihluti enn við völd.

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 14.8.2008 kl. 16:06

5 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Já, Hólmdís ég get tekið undir með þér.  Þessu er hvergi nærri lokið,  því borgarstjórnarflokkur Sjálfstæðisflokksins á eftir að taka til í sínum ranni, fyrr lýkur ekki þessari martröð.

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 14.8.2008 kl. 16:08

6 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Það verður íhald plús hin pólitíska gleðikona framsóknarmaddaman.

Arg.

Jenný Anna Baldursdóttir, 14.8.2008 kl. 16:15

7 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Bjarni ég get alveg unnt Hönnu Birnu þess að fá að máta keðjuna og er viss um að hún klæðir hana mjög vel enda er Hanna Birna skörulegur stjórnmálamaður. -

En hún ætti skilið að fá að byrja sinn feril með hreint borð. - Því hefði verið eðlilegra að Sjálfstæðisflokkurinn hefði gert hreint fyrir sínum dyrum. - Þannig að borgarstjórnarmeirihlutinn verði starfhæfur.

Því ég held að þar hafi hnífurinn staðið í kúnni allt frá því myndun nýs meirihluta var myndaður, eftir kosningar 2006. -

Og því verða þau að byrja þar. -

Það er ekki nóg að flæma Gísla Martein burt. -

HNÍFURINN STENDUR ENN Í KÚNNI. -

Og á meðan svo er,  gefur "kýrin" ekkert af sér,  en sársaukaveinin heyrast langar leiðir, jafnvel út fyrir landsteinanna.

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 14.8.2008 kl. 16:17

8 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Þetta er ótrúlegra en nokkur lygasaga.  Djö. þykir mér Ólafur leim að bjóða Margréti inn í sinn stað aftur, eins og hann er búinn að tala og bulla um þann meirihluta, allt virðist þetta vera vegna valdabaráttu og er ég viss um að Guðni og Geir eiga hlut að máli.  Næst er það svo ríkisstjórnin, hún slitnar í sundur og í staðinn koma B og F, vittum til, endalaus steypa allt saman.

Ásdís Sigurðardóttir, 14.8.2008 kl. 16:21

9 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Já, Jenný ! Framsóknarmaddaman er mætt til leiks tvíelfd ! Formaðurinn hefur legið á dyrabjöllum Sjálfstæðismanna og boðið hana "fala" fyrir slikk, - hverjum sem þiggja vildi.

Guðni hefur farið eins og þeytispjald milli fjölmiðla, til að básúna út hvernig staðan er,  og hverjir einir gætu komið til bjargar. -

Hann hefur mætt hálfklæddur í hvert viðtalið á fætur öðru, með skyrtulafið uppúr og kragan þvældan,  og jakkan í kuðli. - Það hefur í raun ekki verið sjón að sjá hann. -

Ég hef einmitt velt því fyrir mér hvar hin velklæddi snyrtilegi fyrrum Landbúnaðarráðherra hafi stigið fram úr þessa síðustu daga.

En semsagt Framsóknarmaddaman er komin upp í til Vilhjálms á nýjan leik, og hafa gert Hönnu Birnu ábyrga fyrir þeim gjörningi,  og myndun tríósins.

Svo nú er það trekant,  sjó sem synt verður næsta misserið. - Í boði Sjálfstæðisflokksins, og Framsóknarmaddömunnar.  Æft og stílfært af Geira Slark sem mun opna nýjan Súlustað fljótlega.   

afi verið mætt á svæðið ko

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 14.8.2008 kl. 16:33

10 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Ásdís ég hélt, reyndar er ég nú alveg viss um,  að Ólafur hafi verið blekktur illilega af þeim "öflum" sem hafa gjöreyðilagt alla vinnu innan borgarstjórnarfulltrúahóps Sjálfstæðismanna þetta kjörtímabil allt. - 

Þessi hópur svífst einskis til að ná völdum og ota sínum tota, svo þeir véluðu Ólaf F. til liðs við sig. -  og sprengdu þannig meirihluta Tjarnarkvartettsins. -

Næsta verk,  var að klekkja þannig á Ólafi F.,  að hann yrði óstarfhæfur, en það tókst þeim ekki.  - Ólafur sá við þeim,  en bara of seint. - En hann lét það ekki eftir þeim að "veikjast". -  Og það var bölvað fyrir "baktjaldavaldið"

Þá voru góð ráð dýr, svo það var um að gera að eyðileggja allt innra starf hjá borgarfulltrúm Sjálfstæðisflokksins, - sem þeim tókst auðvitað að gera, þar hefur ekki verið starfsfriður fyrir illgjörnum öflum sem þora þó ekki að koma fram úr skúmaskotum "baktjaldamakksins" - og ég hef ítrekað bent á,  á blogginu að það góða fólk hefur ekki átt sjö dagana sæla.

Nú er svo komið að Gísli Marteinn er farinn, búið að eyðileggja hans stjórnmálaferil. - 

Og það hefur ekkert heyrst frá Þorbjörgu Helgu sem hefur verið að vinna,  að góðum málum enda virkilega athyglisverður stjórnmálamaður þar á ferð. - Nú virðist vera búið að eyðileggja hennar feril líka. -   

Og fjórði meirihlutinn kominn til valda, á kjörtímabilinu.  -

  Sem getur nú farið að haga sér eins og þeim sýnist, og þeim sem á bak við hann standa, geta nú dillað halanum, og hreykt sér af illum verkum sínúm skuli nú loks verið komið í kring.  -  Því þeir eru nú "bjargvættirnir".  Eins og dofrarnir forðum.

Að vísu bjargvættir sem gleymdu að bjarga flokknum sínum frá sjálfum sér. - En það er akkúrat í anda Dofranna.

Svo við spyrjum að leikslokum.

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 14.8.2008 kl. 16:57

11 Smámynd: Rúna Guðfinnsdóttir

Nei..... nú segir malarbúinn pass...Sleeping

Rúna Guðfinnsdóttir, 14.8.2008 kl. 18:55

12 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Ég er ekki hissa á því Rúna, og þó fyrr hefði verið. 

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 14.8.2008 kl. 18:59

13 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Þetta er bara að mínu mati til háborinnar skammar, henda fólki út og suður
eyðileggja feril fólks sem er að gera góða hluti, en hver kippir í spottana.
nú verður bara gaman að sjá hvort maður getur hlegið að næsta skrípaleik.
Trúlega getur maður það ekki.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 14.8.2008 kl. 19:49

14 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Ég trúi því mátulega að ekki hafi verið valkostur að mynda annan Tjarnarkvartett, en það á eftir að gera heilmargt upp. Það sem eftir stendur er að fylgir þeirra flokka sem taka við völdum er nú um 29% og borgarbúar þyrftu að fá tækifæri til að kjósa.

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 14.8.2008 kl. 20:57

15 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Það er rétt Milla þetta er til háborinnar skammar! - Nú eru fjórir Borgarstjórar á launum.

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 14.8.2008 kl. 21:09

16 Smámynd: Steinunn Þórisdóttir

Ég segi nú bara eins og Rúna PASS. Mér finnst við borgarbúar bara vera núll og nix, sem getum tekið við hverju sem er. Tjarnarkvartettinn var góður.

Steinunn Þórisdóttir, 14.8.2008 kl. 21:12

17 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Já, Bogga  þetta er sannkallað ruglum bull,  og bullum sull. -  Sem á engan sinn líka og vonandi gerist svona lagað aldrei aftur í pólitíkinni. -

En auðvitað er þetta undir kjósendum komið, fólk verður að fara varlega með atkvæði sitt,  ef það vill ekki fá aftur svona darraðardans í kringum valdatafl og vitelysu, eins og nú hefur blómstrað. 

Því það er á engan hátt hægt að kenna málefnunum um, nú, frekar enn þegar Ólafur F. sprengdi Tjarnarkvartettinn á limminu. 

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 14.8.2008 kl. 21:18

18 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Já, Anna !  Ég hreinlega get ekki sagt neitt um Tjarnarkvartettinn, kannski hefur Óskar ekki haft áhuga lengur á því, eða,  viljað kanna tilboðið frá Sálfstæðismönnum, - sem áreiðanlega hljóðar upp á gull og græna skóga, ef Óskar vil bjarga þeim frá drukknun. - Enda hefur Guðni lagt hart að Óskari að skríða upp í til Vilhjálms, og Hönnu.

En málið er,  eins og þú bendir réttilega á,  að það á eftir að gera upp málin, og gera hreint fyrir sínum dyrum, - og á meðan það er ekki gert, er þetta  væntanlega meirihluta samstarf ansi fallvalt,  á sínum brauðfótum.  

    Svo maður er ekki bjartsýnn á þetta nýjast útspil þeirra Vilhjálms og Co. -

En Vilhjálmur er sem sagt enn og aftur komin til æðstu valda í Borgarstjórn Reykjavíkur. -

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 14.8.2008 kl. 21:36

19 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Ég er sammála þér Steinunn, mér finnst við Borgarbúar ekki eiga þetta skilið. Þér og Rúnu ásamt fleirum, miklu fleirum, líður þannig að, þeir borgarfulltrúar sem kosnir voru,  og fengu umboð til að fara með stjórn Borgarinnar þetta kjörtímabil, líti svo á að þeir geti valsað, um stjórnsýsluna, eins og þeim sýnist, og eftir eigin geðþótta,  úr því við vorum svo vitlaus að kjosa þau. -

Auðvitað á svoleiðis vanlíðan ekki að koma upp í neinu samfélagi, hvað þá hér í okkar hreinu og fallegu Reykjavík. -

Þessvegna verðum við að muna,  að passa upp á,  að svona staða geti ekki gerst aftur.- Aldrei

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 14.8.2008 kl. 21:47

20 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Anna, ég gleymdi að skrifa í sambandi við það fylgi sem á bak við þennan væntanlega meirihluta stendur,  sem er um 29%. - Þá væri gott að hafa lög sem mundu kveða á um kosningar,  ef og þegar, að svona "stjórnarkreppa" eins og ríkt hefur í borginni alltof lengi, kemur upp. -

En slík lög gætu líka leitt til hins verra, þ.e. að það gæti reynst mun auðveldara fyrir  valdafrík,  að losna við að standa við þau málefni sem þeir voru kosnir til,  að leysa úr - , því þeir gætu alltaf sprengt sig út úr óþægilegum stjórnum þegar illa áraði fyrir þá, með nýjum kosningum.  - Bara óúthugsuð pæling.

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 14.8.2008 kl. 22:06

21 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Þetta snýst um völd og bitlinga og framkoma við borgarbúa er hrikaleg.  Ég sá að þú komentaðir einhverstaðar Lilja að þú hefðir það á tilfinningunni að það væri verið að kóa með einhverjum eða fela eitthvað.  Ég hef líka þá tilfinningu og held að það hafi eitthvað með Orkuveituna að gera.  Við skulum taka vel eftir hver verður settur þar í stjórn og formennsku stjórnar.

Sigrún Jónsdóttir, 15.8.2008 kl. 00:11

22 Smámynd: www.zordis.com

Úffff ... þetta er orðið bísna flókin pólitík ...

www.zordis.com, 15.8.2008 kl. 01:05

23 Smámynd: Eva Benjamínsdóttir

Íslendingar geta skipulagt leiðtogafund á tíu dögum en geta ekki athugað breytingar á kosningalögum í lýðræðisátt í áraraðir. Við verðum bara að sætta okkur við fólkið sem við kusum ekki yfir okkur.

Ég trúi ekki öðru en að þessu verði breytt á þann hátt að menn geti ekki misnotað aðstöðu sína með valdaráni. -  Að fólkið geti tekið þátt í lýðræðislegri kosningu um framhaldið. Tveir Borgarstjórar á kjörtímabilinu er meir en nóg. En að hafa fjóra Borgarstjóra á launum í eitt kjörtímabil, er út í hött.

Eva Benjamínsdóttir, 15.8.2008 kl. 10:27

24 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Skil ekki af hverju fólk er svona tilbúið að trúa Ólafi F. núna! Ég hef lesið blogg eftir blogg þar sem hann er rakkaður niður - allt í einu er hann orðinn góði gæinn!!??

Hrönn Sigurðardóttir, 16.8.2008 kl. 20:58

25 Smámynd: Rúna Guðfinnsdóttir

Nú ég er hætt að fylgjast með þessum fíflalátum.

Það eina sem ég hef um málið að segja, að mér hefur fundist illa farið með Ólaf. Hann er hafður að háði og spotti, lítið gert úr honum á alla lund. Ég sé ekki að hann hafi verið nokkuð verri en hin fíflin...og hana nú. 

Ég held að  riddarar hringborðsins, allir sem einn,  ættu að taka hatt sinn og staf, pakka niður í hvelli og láta aðra um málin.

ES: Taka skal fram að Ólafur er ekki minn maður í pólitík, hann á stuðning minn samt sem áður hvað þennan skrípaleik varðar..

Rúna Guðfinnsdóttir, 16.8.2008 kl. 21:12

26 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Sigrún ég er þér svo sannarlega sammála, - hér eru ekki stjórnmál á ferðinni eða pólitísk málefni sem varða borgarbúa sett á oddinn. - 

   Ónei,  hér er valdabarátta og eiginhagsmunapot, plott, níð og það allra lágkúrulegasta og ómálefnalegasta aðferð sem hugsast getur notuð, í öllum hornum.  - Rógsherferðin, - Rógurinn og níðið er það sem virðist alltaf vera sett á oddinn hjá Sjálfstæðismönnum þegar þeir þurfa að sækja að pólitíkusum og/eða knésetjaeinhvern. -

   Þeir geta aldrei unnið á málefnalegum forsendum. - Sama hvort það eru mótherjar eða samherjar, eða jafnvel innherjar, innan þeirra eigin raða. -  Þessvegna get ég ekki séð að nokkuð muni breytast, þó Óskar taki við "bitbeininu"  frá Ólafi F. það breytir ekki vinnubrögðum þeirra Sjálfstæðismanna sem nú eru komnir aftur að kjötkötlunum. - 

   Já, Zordis þetta er býsna flókið, en þetta er "ekki" pólitík.  Því Pólitík er stjórnmál, þar sem málefnin eru sett á oddin, og þeim er stjórnað til að leysa úr þeim vandamálum sem við blasir hverju sinni.  - 

   Hegðun Borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokks undanfarin misseri hefur ekkert með "Stjórnmál að gera.  Þar er eingöngu um valdasýki óverðugra sem svífast einskis til að ná sínu fram. - M.a. Rægja og níða sína eigin samherja og flokksmenn. -

   Það er umhugsunarefni Eva, hversvegna málum er svona komið árið 2008.  Stefna stjórnvalda þeirrar ríkisstjórnar sem fór frá völdum fyrir rúmu ári, hneigðist sífellt meir,  og meir, að einræði þau tólf ár sem þeir voru við völd saman. 

   Það kom skýrt fram þegar þeir kumpánar Davíð og Halldór samþykktu að fara í stríð við Írak, og lugu svo að þjóðinni, hvernig og hvenær þeir hefðu samþykkt, og gera enn. -  Þeir urðu hræddir við hörð viðbrögð þjóðarinnar gegn þeirri ákvörðun, að styðja innrásina í Írak, sem braut í bága við Stjórnarskrá Lýðveldisins.  - Þeirra framferði lagði línurnar fyrir þá stjórnmálamenn sem hafa verið að taka við völdum síðan. -  Hroki, undirferli og ósvífni. - Dæmi er þegar herinn tilkynnti um brottför sína,  og sú lygavél sem þá fór í gang, og spinnst enn dag frá degi.  - Um það má líka lesa í bók Vals Ingimundarsonar. 

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 16.8.2008 kl. 23:28

27 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Hrönn,  þetta er ekki spurning um að trúa eða ekki trúa orðum Ólafs, - þetta er spurning um það að:

    Enginn þekkir betur til Ólafs F. en vinir hans,  fyrrverandi samherjar og samflokksmenn í Borgarstjórnarflokki Sjálstæðismanna, þeir Vilhjálmur og Kjartan. -  Þeir þurftu að hrökklast frá völdum útaf innanflokksdeilum innan síns eigin borgarstjórnarflokks. - Þeir gátu ekki komið sér saman um nokkurn skapaðan hlut.  - Svo það endaði með því að Björn Ingi átti ekki annarra kosta völ en að slíta samstarfinu. -  

   Við það gátu fyrrverandi félagar Ólafs F. ekki unað, svo þeir lögðu snöru fyrir Ólaf sem var í veikindaleyfi, - Buðu honum gull og græna skóga, - hann fékk 70% af kosningaloforðum F-listans sett inn í sjálfan "stjórnarsáttmálann" + borgarstjóratitillinn helming tímabilsins. 

   Og Ólafur trúði,  svona eins og ég hefði vafalaust líka gert,  hefði mér verið boðið upp á svona fínerí. -

   Enn allir, sem til þekktu, vissu betur, Sjálfstæðismenn vissu líka betur, eins og nú hefur komið á daginn. -  Þetta var alllt einn blekkingarleikur, frá upphafi til enda.

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 16.8.2008 kl. 23:47

28 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Já Rúna það væri mjög eðlilegt,  að þeir,  sem stunduðu þessi vélabrögð tækju staf sinn og hatt,  og gengju út til hægri. -

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 16.8.2008 kl. 23:49

29 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Já - ég veit ekki! Hef ekki fylgst með sveitarstjórnarpólitíkinni í Reykjavík af neinum áhuga. Mér hefur virst Ólafur F. vera klaufi í samskiptum við fólk. Hélt lengi vel að hann væri frekar klár náungi og að þetta háði honum dálítið mikið. Nú sýnist mér hann alls ekki vera neitt klár náungi og enn finnst mér hann vera klaufalegur í samskiptum við fólk!

Hef enga samúð með honum þótt hann hafi hrökklast frá völdum. Hann sýndi það og sannaði á meðan hann var við stjórn að hann fylltist sömu græðginni og ýmsir aðrir sem hafa komist til valda í gegnum tíðina.

Hrönn Sigurðardóttir, 17.8.2008 kl. 14:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband