Hótaði að sprengja sig í ..........

Fyrir um þrem árum síðan, var ég og fjölskylda mín að koma seint heim eitt kvöldið, klukkan var orðin margt og það var dimmt úti, en afskaplega stillt og fallegt veður, og stjörnubjartur himinn. -

Þegar við 3 fullorðin, með eitt sofandi barn, stígum út úr bílnum, heyrum við neyðaróp, -  einhver hrópar á hjálp í myrkrinu, og svo er eins og ópin séu kæfð. -

Okkur bregður illilega, ég tek við sofandi barninu og fer með það inn,  á meðan reyna hin að átta sig á,  hvaðan neyðarópið barst.  -  Þau hlaupa um og kalla, en fá ekkert svar. -  Þau eru við það að gefast upp á leitinni. - Þegar allt í einu, kona birtist á svölum blokkar og hrópar á hjálp því hann ætli að drepa sig. - Í því ryðst maður út á svalirnar, angist konunnar er mikil, - karlinn grípur í konuna, hún rígheldur í svalahandriðið og hrópar til hjálparsveitarinnar að hjálpa sér,  - Karlinn tekur hana hálstaki og tekur fyrir munn konunnar til að kæfa niður ópin, og dregur hana inn.  -  Lokar svaladyrunum,  og slekkur öll ljós. - Hjálparsveitin  mín kallar að það séu búið að hringja á lögregluna. -  Þögn -

Já, ég hringdi á lögregluna, strax, á meðan þau voru að reyna að finna út hvaðan neyðarópið barst. -

Lögreglan kemur, -   Hjálparsveitin segir þeim hvað þau höfðu heyrt og séð, - Og hvar atburðurinn hafi gerst !

Lögreglan segir að þarna sé allt slökkt svo varla sé nokkur vakandi þar.

Þau endurtaka frásögn sína og segjast hafa mig sem vitni að þessu líka. 

Það tekur tíma fyrir lögregluna að finna út úr því hvaða dyrabjöllu þeir eigi að hringja,  til að tala við húsráðendur.  - Þegar það hefur tekist koma þeir út aftur og segja hjálparsveitinni að þarna hafi allt verið með felldu,  - þau hjón hafi verið sofandi,  vaknað við dyrabjölluna, og ekki kannast við neitt. -

Enda beri framkoma mannsins ekki vitni um annað en að hann segi satt.

Þá gat ég ekki á mér setið, gaf mig fram og spurði hvort að þeir hefðu talað við konuna. - Nei, þeir höfðu ekki gert það.  - Þeir töluðu við húsbóndann -

Væri ekki ráð að tala við húsfreyjuna sjálfa ? spurði ég : Og endurtók það sem áður hefur komið fram.

Þeir fóru inn aftur hringdu dyrabjöllunni, og báðu húsbóndann um að fá að tala við "konuna". -  Húsbóndinn sagði það ekki hægt, þar sem hún svæfi, og hann vildi ekki vekja hana vegna svona tittlingaskíts, -

Lögreglan sagði honum, að þeim hefði borist kvartanir, um rifrildi og hávaða. - Já, já, svaraði húsbóndinn, við höfum kannski hækkað róminn, við vorum með sjónvarpið á fullu líka, og konan verður stundum svo æst að hún stekkur út á svalir, til að jafna sig. - En við vorum sofnuð,  og hún er steinsofandi og þarf að vakna snemma í fyrramálið svo það kemur ekki til greina að ég fari að vekja hana núna.

Og við það sat, -  lögreglan sagði okkur líka,  að maðurinn hefði komið alveg afskaplega vel fyrir, - og því væri þetta örugglega bara misskilningur  hjá hjálparsveitinni. - 

En hvað ef þetta gerist aftur ? spurði ég? - Þá hringið þið aftur: svaraði lögreglan.

En ef það er líka misskilningur þá? - Látiði okkur um að meta það. -   

Og með það fór lögreglan. -

 

Daginn eftir mætti ég "konunni", - Hún reyndi að fela andlit sitt, þegar ég nálgaðist og bauð henni góðan dag. - Hún var bólgin og rauðblá og marin í andliti , - mér brá illilega. - Karlinn kom og hvæsti á mig: Góðan dag. -

Seinna frétti ég frá nágranna að skýring karlsins á útliti konunnar hafði verið,  að hún hafi farið til lýtalæknis ?!?!?!?!  -  í misheppnaða aðgerð hlýtur að vera,  - bætti nágranninn við,  kaldhæðinni röddu. -  því það var alveg hroðalegt að sjá hana. -

Og nú eru þau skilin. - en hann lætur hana samt ekki í friði. -

Þó hún sé flutt .... í Hafnarfjörð.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Don´t get me started.  ARG, svo margar svona sögur og ekkert eða lítið hægt að gera.

Jenný Anna Baldursdóttir, 3.8.2008 kl. 15:48

2 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Ég fæ hroll....

Hólmdís Hjartardóttir, 3.8.2008 kl. 15:50

3 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Djö. ég verð svo salt vond að heyra um svona viðbjóð, ég hefði heimtað konuna fram ef ég hefði verið löggan, hvernig gátu þeir hundsað það sem þið sögðuð, minnir mig helst á barnaverdarnefnd sem er oftar en ekki gagnslaus í þau fáu skipti sem ég hef neyðst til að tilkynna þeim vanrækslu //&/$&%

Ásdís Sigurðardóttir, 3.8.2008 kl. 15:55

4 Smámynd: Ingibjörg Hinriksdóttir

Þetta er með ólíkindum, ég verð öskuill við að heyra svona sögur. En þetta er alltaf dálítið erfitt við að eiga, það kom fyrir að það væru svona læti í stigaganginum hjá mér ... þá þorði ég ekki fyrir mitt litla líf út úr húsi, hringdi bara á lögguna og lét þá um að stilla til friðar.

Ingibjörg Hinriksdóttir, 3.8.2008 kl. 17:08

5 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Ég fæ hroll og finn smá hatur gagnvart svona aumingjum...

Gunnar Helgi Eysteinsson, 3.8.2008 kl. 17:21

6 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Saltvond það er rétta orðið, eða hvað er það eiginlega, held að maður geti bara orðið snælduvitlaus, eiginlega veit ég ekki hvað það er heldur.
ég veit bara að þegar hjartað er að springa þá er maður reiður.
Er ekki hægt að fá nálgunarbann á fjandans manninn, eða bara láta einhvern hóta honum, þetta eru svo miklir aumingjar að þeir eru hræddir við hótanir, En konunni þarf að hjálpa það veit ég.
Guð blessi hana.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 3.8.2008 kl. 22:14

7 Smámynd: Eva Benjamínsdóttir

Ef ég set mig í dómara sætið þá voru því miður þessar löggur sömu aumingjarnir og ofbeldismaðurinn. En ég veit um löggur sem þyrmdu mér og komu mér út úr húsi áður en ég yrði jafnvel drepinn.

Löggan vill einhvernvegin ekki skipta sér af heimilisofbeldi 'það er víst nóg annað á þeirra könnu, eða þannig'. Heimilisofbeldi er dauuðans alvara. ég meina það! Mér finnst að allir sem verða varir við slíkt, beri að tilkynna það til lögreglunnar og koma því á skrá í það minnsta. - Þeir hljóta fyrir rest að verða að trúa heiðarlegu fólki, sem láta sér málin varða, það er ómögulegt annað....Finn til með konunni og bið hana að tala við nýju nágrannana, ef hún er ekki viss hvort litli auminginn, haldi áfram að áreita hana á nýjum stað.

Ég bíð eftir hýðingum á torginu...er ég gamaldags? Þetta ráðslag virksr ekki!

Takk fyrir að vekja máls á þessu Liljan mín fríð

Eva Benjamínsdóttir, 4.8.2008 kl. 00:31

8 Smámynd: Bergljót Hreinsdóttir

ÚFF....skelfilegt....

Það er alltaf veriðað ítreka þetta með tilkynningaskylduna...en svo þegar fólk lætur vita er friðhelgi einkalífsins svo sterk að ekkert er hægt að gera....nema lætin standi enn og löggan verði vitni að ólátunum og ofbeldinu...

Vonandi er þó líf þessarar vesalings konu betra eftir skilnaðinn.... 

Bergljót Hreinsdóttir, 4.8.2008 kl. 00:33

9 Smámynd: Aprílrós

Ég er alveg sammála ykkur , ég verð bál vond þegar ég heyri svona og horfi uppá svona og geta ekkert gert. Já bæði þurfa þau hjálp á sinnhvorn háttinn. Hann hefur verið laminn sennilega í æsku án þess að ég geti sannað það.

Kveðja Guðrún Ing 

Aprílrós, 4.8.2008 kl. 00:37

10 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Sumir hafa fengið erfitt uppeldi, aðrir ekki, veit um einn sem eigi var laminn í æsku, en lamdi samt allt og alla líka mig, og það var aldrei honum að kenna
allta mér, þó hafði ég aldrei hugmynd um fyrr en hann var búin að lemja mig
það kom ætíð einhvern undir þeim kringumstæðum sem síst skyldi.
Svona menn eru hættulega veikir og því fyrr sem konurnar skilja það því betra, þeir hætta aldrei þessir menn.
Kveðja
Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 4.8.2008 kl. 12:43

11 Smámynd: www.zordis.com

Hrikalegt að lesa þetta og sárara að vita að svona skuli þrífast í samfélaginu okkar!

Vona að konan hafi fundið friðinn og gerandinn sjái að sér (ef svo ólíklega vildi til) ....

www.zordis.com, 4.8.2008 kl. 14:03

12 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Sorgarsaga Lilja.  Ótrúlegt hvað sumar konur láta bjóða sér.

Ía Jóhannsdóttir, 5.8.2008 kl. 10:37

13 Smámynd: Eva Benjamínsdóttir

Nú brá mér Ía mín, veistu ekki að konur láta ekki bjóða sér slíkt og þvílíkt. Þær eru fórnarlömb brjálæðinga sem í flestum tilfellum er ekki maðurinn sem þær byrjuðu með. Það stendur nefnilega ekki utaná þeim, að þeir eigi eftir að misþyrma konum.

Eva Benjamínsdóttir, 5.8.2008 kl. 19:46

14 Smámynd: Steingerður Steinarsdóttir

Þetta er skelfilegt. Ég man eftir frásögn konu í sjónvarpinu sem var fórnarlamb heimilisofbeldis. Hún sagði frá því að eitt sinn hafði karlinn hennar elt hana út á gang og lamið hana að öllum í blokkinn ásjáandi. Hún hélt sér í stighandriðið en hann sleit hana lausa og dró hana æpandi inn í íbúðina. Þar hélt hann áfram að berja hana en enginn í blokkinni hringdi á lögreglu.

Steingerður Steinarsdóttir, 6.8.2008 kl. 10:41

15 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Ömurleikin í allri sinni mynd. Ef kúgun er byrjuð á andlega sviðinu endar það með líkamlegu ofbeldi, segja þeir sem til þekkja. Svo, farið í burtu um leið og það byrjar - ekki bíða og sjá til.

Edda Agnarsdóttir, 6.8.2008 kl. 11:54

16 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Don´t get Jenný started! ... Tek undir það sem  sagt er hér að ofan -

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 6.8.2008 kl. 23:14

17 Smámynd: lady

ufff mikið er erfitt að heyra þetta ,en því miður er þetta á mörgum stöðum,,þegar xf lagði á mig hendur gekk ég með sólgleraugu og sagðist hafa rekist á hurð,,þetta er alveg ótrúlegt hvað við sem lendum í líkamlegt ofbelti hvað við erum dugleg að fela og segja ekki satt,,konan á alla mína samúð og vonandi fær hún frið sem fyrst ,sendi til þín innilega kveðju kv Ólöf

lady, 6.8.2008 kl. 23:24

18 identicon

Var ekki verið að sýkna mann sem sagði að konan hefði gengið á höndina á sér? Konan sem áður hafði kært ofbeldi mannsins breytti framburði sínum og staðfesti sögu mannsins og fósturdóttirin þorði ekki heldur að vitna í málinu. Mér finnst niðurstaðan í því máli ein verstu skilaboð sem hægt er að senda út í samfélagið um heimilisofbeldi. Hún sýnir hvers lags hrikaleg kúgun er á ferðinni þegar heimilisofbeldi er annars vegar. Mér varð illt þegar ég las fréttina um þetta mál.

Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 7.8.2008 kl. 17:02

19 identicon

Guðrún B. (IP-tala skráð) 7.8.2008 kl. 18:56

20 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Jú, Anna það var verið að sýkna mann, sem sagði að konan sín hefði fengið áverka á andlit, af því að ganga hvað eftir annað á hönd mannsins, og áverkar á líkamann fékk hún við að detta um ferðatösku sem var í gangveginum, og svona mætti lengi telja. -

Aumingja konan heldur að hún sé að kaupa sér betra líf með því að samþykkja lygilegar útskýringar mannsins, en hún á eftir að komast að því nú fyrst versnar það. -

 Því nú finnst honum,  hann hafa öll tromp í hendi, og hana alveg í vasanum, þar sem hún hefur logið að Dómstólunum, og á ekki afturkvæmt í skjól þar í bráð. - 

En það er ekki svo, hún getur alveg snúið til baka, og sagt sannleikann, hvenær sem er, - og ég vona hennar vegna og barna hennar að hún geri það sem fyrst. -

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 8.8.2008 kl. 00:07

21 Smámynd: Eva Benjamínsdóttir

Guð minn góður, konan er gísl og ekkert annað.  Og að dómstólarnir skuli ekki virða nálgunarbannið er fyrir neðan allar hellur. Glæpur, tær glæpur . Erum við ekki í samfélagi mannanna Það er þetta dómskerfi, sem engin kona getur látið yfir sig ganga. Við verðum að mótmæla þessari vitleysu, konur!!!

Eva Benjamínsdóttir, 8.8.2008 kl. 16:59

22 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Já, Eva við verðum að mótmæla þessu. - Jenný Anna skrifaði mjög góðan pistil í gær, nokkurskonar opið bréf til Dómsmálaráðherra Björns Bjarnasonar, þar sem hún gerði þessu góð skil. - Hvet alla til að lesa þann pistil.

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 8.8.2008 kl. 17:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband