Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
23.10.2009 | 00:09
Svandís Svavars þorir, vill, og getur ....
Það var eins gott að Svandís hafði kjark og þor til að setja hina svokölluðu Suðvesturlínu í umhverfismat.
Ekki viljum við Reykvíkingar fá línuna lagða þvert yfir vatnsverndarsvæði okkar.
Það er ekki nema von að Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur hafi haft þungar áhyggjur.
En Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra, er svo sannarlega starfi sínu vaxin.
![]() |
Heilbrigðiseftirlit lýsir yfir áhyggjum vegna vatnsverndarsvæðis |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 00:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
9.8.2009 | 00:26
Véfréttin hefur talað ......, .... ....
Hvað gengur formanni rannsóknarnefndar Alþingis Páli Hreinssyni til.
Hversvegna er hann að koma í fjölmiðla, og tala í véfréttar stíl, um það, hve vondar fréttir nefnd hans mun flytja þjóðinni.
Ef hann þarf að segja þjóðinni svona vondar fréttir, afhverju gerir hann það þá ekki strax? Eftir hverju er hann að bíða? Spennitreyju?
Eða er hann að boða til keppni í : Hver segir þjóðinni verstu fréttirnar !
Og ætlar sér vera bestur, og mestur, og segja alltaf verstu fréttirnar sama hvað, hver segir.
Svo nú er að sjá, hvort fleiri nefndir, taki þessari ákorun Páls Hreinssonar, og keppi við hann um, verstu nefndarfréttir allra tíma.
Úrslit keppninnar verður svo gerð opinber 1. nóvember n.k. samkvæmt formanni rannsóknarnefndar Alþingis.
Nefndin.
![]() |
Verri fréttir en nokkur nefnd hefur þurft að færa |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
10.7.2009 | 02:30
Fyrir utan það .....
Er ekki alltaf verið að tala um samkeppni? - Og hversu holl samkeppnin sé, á milli Tryggingafélaganna!
Nóg eru nú tryggingagjöldin há!
Eða á maður að segja nógu voru nú tryggingagjöldin há þetta árið, og árið í fyrra, og þar áður!
Hversu há, ætli tryggingagjöldin yrðu, ef engin væri nú samkeppnin?
Nei, ætli það sé nú ekki hagur okkar allra að hafa þessa "heilbrigðu" samkeppni milli tryggingafélaganna?
Svo langt sem sú samkeppni nær!
En við verðum þá að muna það, að það er í okkar valdi, að veita aðhald, og beita aðhaldi, við tryggingafélögin, hverju nafni sem þau nefnast, beita aðhaldi gegn háu vátryggingagjaldi.
Og standa saman!
![]() |
Hefðu ekki getað tekið við viðskiptavinum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 02:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
8.7.2009 | 15:21
Afneita afskiptum .....
Jæja hvað ætli Höskuldur Þórhallsson og aðrir þeir sem sögðust hafa það fyrir satt, að stjórnvöld í Hollandi styddu undirbúning 469 aðila að lögsókn gegn íslenskum stjórnvöldum.
Þetta var og er röng fullyrðing, eins og kom fram í bloggi mínu hér á undan.
En margir staðhæfðu hið gagnstæða, og viðhöfðu ótrúlegar lýsingar.
Hvað segja þeir nú ?
![]() |
Hollensk stjórnvöld afneita afskiptum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
5.7.2009 | 20:39
Kemur hvergi fram .....
Það kemur hvergi fram, á síðu Gerard van Vliet, að hann hafi stuðning Hollenska þingsins, til að fara í mál við íslenska ríkið.
Í þessari frétt Mbl. er bent á síðu Gerard van Vliet, sem er fulltrúi þeirra 469 sparifjáreiganda er áttu yfir 100 þúsund evrur inn á reikningi Icesave í Hollandi. Því til stuðnings að í undirbúningi sé lögsókn þessara tilteknu sparifjáreiganda gegn íslenska ríkinu.
Á síðu Gerard v.V. kemur hinsvegar fram að hollenski fjármálaráðherrann hafi í fjölmiðlum Hollands, lýst andstöðu sinni við það, að þessir 469 einstaklingar fari í mál. - En eins og öllum er kunnugt þá getur hvaða einstaklingur sem er höfðað mál gegn Íslenska ríkinu. Alveg á sama hátt og hver einasti einstaklingur á Íslandi getur farið í mál við Icesave.
Og þessi undirbúningur þessara einstaklinga á lögsókn, er alfarið gegn vilja Fjármálaráðherrans Hollenska.
Því þeir hafi (þ.e. þessir 469)., eins og allir aðrir sem áttu inni í Icesave upp að 100 þúsund evrum, sem tryggingasjóðurinn náði til, núþegar fengið greitt að fullu. - 20 þúsund evrur frá Íslenska ríkinu, sem Hollendingar lánuðu Íslandi fyrir, og 80 þúsund evrur frá Hollenska ríkinu.
Því væri lögsókn algjörlega gegn vilja Fjármálaráðherra Hollands. Þessu hefur Fjármálaráðherrann lýst yfir í hollenskum fjörlmiðlum, eins og kemur fram á síðu G.v.V.
OG ....á síðu Gerards Van Vliet
- "KEMUR EKKI FRAM" AÐ HANN HAFI STUÐNING ÞINGSINS. Eins og Morgunblaðið kýs að segja, í þessari frétt.
Hinsvegar kemur fram á síðunni að stjórnmálamenn séu uggandi yfir Icesave, og að þeim finnist nauðsynlegt, að lausn verði fundin á þessum Icesavevanda.
Og það kemur einnig fram, að Gerard Van Vliet heldur því fram, að enginn Íslendingur, "ekki einn einasti aðili" , hafi tapað sparifé sínu eða fé úr tengdum sjóðum í Bankahruninu á Íslandi, þar tapaði enginn Íslendingur, segir hann.
Hvaðan svo sem hann hefur það.
En hann vísar hinsvegar til þess góða, samstarfs, sem hann á við "Indefense hópinn" íslenska.
Og, að lokum, það kemur hvergi fram á síðu hans, að hann eða hópur hans, hafi stuðning Hollenska þingisins.
Þar hefur Mogginn skáldað glatt.
![]() |
Undirbúa lögsókn gegn Íslandi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (20)
5.7.2009 | 00:34
Á trúnó með Davíð og Geir ....
Morgunblaðið stendur í söluátaki þessa daganna, sem felst m.a. í því að safna áskrifendum að blaðinu.
Morgunblaðið býður landsmönnum öllum "ókeypis áskrift" á Morgunblaðinu í mánuð, gegn því að landsmenn hringi svo inn sjálfir og tilkynni ef þeir ætla ekki að halda áskriftinni áfram.
Til þess að vekja athygli á þessu áskriftarátaki Morgunblaðsins, er m. a. lagt upp með, að slá upp krassandi trúnaðar og forsíðuviðtölum við fyrrum ráðamenn Þjóðarinnar, sem áttu hvað mestan þátt í aðdraganda efnahagshrunsins sem hrundi yfir Ísland í október 2008, og við landsmenn erum að súpa seyðið af þessa daganna.
Í sunnudagsblaði Moggans verður opinskátt krassandi viðtal við Davíð !
Og í smáfrétt í Mogganum í dag, er vitnað í "trúnaðarsamtal" blaðamanns Mbl. og Geirs H. Haarde, svona til að kynda upp í áhuga væntanlegra áskrifenda á Morgunblaðinu, með vísun í fleiri sögur úr trúnaðarsamtali þeirra félaga, sem fram fór á algjöru "Trúnó" milli Geirs og blaðamannsins.
Og næst má sjá dapurlega litla smáklausu þar sem Árni Matt. rekur raunir sínar, um, hvort þetta var viljayfirlýsing eða minnisblað, nema hvort tveggja væri eða hvorugt og þá allsekki.
Ég á enn nokkra daga í að ákveða mig um, hvort ég ætla að halda áfram áskriftinni eða ..........
![]() |
Geir Haarde: Hann tók því illa |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 03:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
3.7.2009 | 15:53
Í skuldafangelsi ...............
Fólk er jú sett í fangelsi fyrir minni glæp en stuld á heilum milljarði !
Árið 2006 tóku sig til 22 stjórnendur og lykilstarfsmenn Kaupþings, og fengu sér 23.5 milljarða, til að gambla með, og kaupa sér hlutabréf í Kaupþingi.
Þetta gerðist árið 2006. Árið sem bankar í Evrópu og á norðulöndum voru farnir að senda út aðvaranir til Seðlabankans á Íslandi og þáverandi ríkisstjórnar, um íslensku bankastarfsemina.
Hverjir sátu þá við völd ? Þeir sem gáfu bankanna? Framsókn og Sjálfstæðisflokkur.
Þeir felldu niður skuldir sínar við Kaupþing, í lok september 2008, og tóku fé sitt sem eftir var í bankanum, og fluttu það í skjóli myrkurs í skattaskjól.
Interpool lét vita, og einnig bankar annarra landa létu vita af óeðlilegu fjármagnsstreymi frá landinu.
Hrunið var gert opinbert 6. október 2008 með "Guð blessi Ísland" ræðunni.
Þá voru allar fjárhirslur Íslands tómar.
Þetta fólk sem þarna stal þessu fé í Kaupþingi með því að lána sjálfu sér til hlutabréfakaupa, og samþykkja svo að fella niður skuldir sínar við bankann, - verður nú að taka afleiðingum gjörða sinna.
Þá er að vita hvað fór mikið útúr hinum bönkunum? Og hverjir voru þar að verki?
![]() |
22 fengu 23,5 milljarða að láni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
2.7.2009 | 12:47
Góður Steingrímur J. !!!
Mikið asskoti stendur Steingrímur sig vel !
Er að hlusta á umræður um "Ríkisábyrgð á lántöku tryggingarsjóðs innistæðueigenda og fjárfesta".
Eina leiðinlega við þetta er stöðugt frammíkall og gjamm alþingismanna, m. a. s. þegar Fjármálaráðherra var að flytja framsöguerindi sitt.
Þetta er alveg með ólíkindum, hvílíkt agaleysi. - Þau hlusta ekki á framsöguerindið og tala svo!
Nei, nei, - Þau hlusta ekki, heldur gjamma stöðugt fammí, ég hef bara aldrei vitað annað eins, og hef þó fylgst vel með störfum Alþingis í síðustu áratugina.
Það er ekki nema von að þjóðfélag okkar sé komið á þann stað sem það er nú.
En mikið assskoti stendur Steingrímur J. sig vel.
![]() |
Dýrustu milljarðar Íslandssögunnar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 3.7.2009 kl. 15:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
1.7.2009 | 02:00
Aumingja Árni og aumingja hann .......
Árni átti í vök að verjast ?!?!?! Skiljanlega !
Kommon, þetta var á fundi fjármálaráðherra Evrópusambandsríkja og EFTA í nóvember 2008!
7. október 2008 talaði hann við Darling!
11. október 2008 skrifaði hann undir samninginn við Hollendinga.
Hvernig átti hann í vök að verjast ?
Var hann settur í gapastokk, og hótað að hann mundi ekki losna fyrr en hann hefði samþykkt skuldbindingar tryggingasjóðsins.
Hann samþykkti, hann átti ekki annara kosta völ enda búinn að samþykkja hjá Hollendingum!
Nema að hann gleymdi að segja Íslensku Þjóðinni frá því, þegar hann kom heim, að hann væri búinn að semja, m.a.s. búinn að skrifa undir.
Aumingja Árni !
Og aumingja Geir !
Já, aumingja þeir !
Þeir eru ekki öfundsverðir!
Afhverju þorðu þeir ekki að horfast í augu við stöðuna eins og hún var, í raun og veru. Afhverju fóru þeir undan í flæmingi, sem varð til þess að þeir hrökkluðust frá völdum.
Án þess að segja sannleikann!
Og enn þora þeir ekki að segja sannleikann, t.d. um fundina og aðvaranirnar um efnahagshrun Íslands ef þeir sætu aðgerðarlausir hjá. Aðvaranir sem þeir fengu í lok árs 2006 og fyrri hluta árs 2007, og fundinn í janúar 2008, OG SVO ÞAÐ AÐ ÞEIR HAFI "NEYÐST" TIL AÐ SKRIFA UNDIR OG SAMÞYKKJA AÐ BORGA.
ÞVÍ ÞAÐ VEIT SÁ SEM ALLT VEIT ........
AÐ SANNLEIKURINN ER ALLTAF SAGNA BESTUR !
En þeir trúa því líklegast og treysta á, að skammtímaminni Íslendinga, sé enn, ábótavant, - og því sé nú hægt, að kenna núverandi ríkisstjórn um hvernig komið sé, og fyrir, að hafa gert svona líka fáránlega samninga.
Já, þeir eru samir við sig Sjálfstæðismenn og Framsóknarmenn, enda hafa þeir heilmikið að fela.
Það nýjasta hjá þeim, er, að það eigi jú að semja annað sé fáheyrt, en hinsvegar séu það vextirnir, sem þeir geta ekki fellt sig við.
Hvað verður það næst?
Að pappírinn sem sem skrifað var á sé svo ljótur.
![]() |
Árni átti í vök að verjast |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
7.6.2009 | 22:30
Hugsanlega hugsanlegt ....
Þeir sem valdir urðu að íslenska efnahagshruninu og framreiddu þann skuldabagga sem íslenska þjóðin situr nú uppi með, gala hátt þessa daganna.
Mogginn segir að þeir m. a. s. hóti hugsanlegum mótmælum. - Segir að það sé líklegt að hugsanleg mótmæli verði hugsanlega viðhöfð á Austurvelli. Það segir Mogginn, og ekki lýgur mogginn.
En hvorki Mogginn, né þeir sem stærstan þátt áttu að Icesave, - og síðar Icesave-deilunni, þ.e. fyrrverandi ríkisstjórn Framsóknar og Sjálfstæðisflokks, - minnast ekki á það einu orði að bæði Bretar og Hollendingar, gerðu allt sem í þeirra valdi stóð til að aftra því að Ísland fengi á sig dóm fyrir glæpsamlegt athæfi.
Hollenski Fjármálaráðherrann segir það í blaðaviðtali, að hann hafi ógilt dóm sem féll Hollendingum í hag, gagnvart Íslandi, á meðan Íslendingar leituðu leiða til að semja um þessi mál.
- Þegar ekkert gerðist í þeim málum ógilti Hæstiréttur Hollands ógildingu ráðherrans í lok apríl s.l.
Ég er svolítið hissa á þessu áhugaleysi fjölmiðla, að hafa ekki gert sér mat úr þessum upplýsingum Hollenskra ráðherrans og hafið rannsóknarblaðamennsku á ný.
Því það er ljóst á orðum ráðherrans að hann virkilega barðist "fyrir hönd" Íslands en "ekki gegn" Íslandi.
Ég er handviss um að við hefðum ekki séð neinn Íslending hætta ráðherradómi sínum til bjargar málstað Breta eða Hollendinga.
Hvernig væri að bíða og sjá hvað þessi samningur hefur að gefa, og fá í kjölfarið allar staðeyndir upp á borðið, - því það má líka skilja á orðum ráðherrans að við höfum ekki fengið alla söguna enn.
Ég ætla að bíða, og sjá.
Helst vildi ég vera fluga á vegg, hjá þessum aðilum sem ég nefni hér fyrir ofan, þegar þeim verður ljóst, að upp komast svik um síðir, sama hversu hátt þeir gala !
![]() |
Hugsanleg Icesave mótmæli á Austurvelli |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 9.6.2009 kl. 21:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)