Færsluflokkur: Bloggar
21.2.2008 | 15:20
Á stefnumót í kvöld klukk.. .....
Útvarpsleikhúsið á Rás 1, býður mér , og öllum þeim sem vilja, á stefnumót við George Tabori leikritahöfund, en verkið hans "MÓÐIR MÍN HETJAN" verður flutt þar kl: 22:20.
Þarna fáum við að heyra magnaðan leik, stórfenglegra leikara, flytja eitt þekktasta verk höfundarins, í leikstjórn Hallmars Sigurðssonar
Á meðal leikara eru þarna þeir bestu listamenn sem Ísland hefur átt : s.s. Guðrún Þ. Stephensen, Baldvin Halldórsson, Bríet Héðinsdóttir , Erlingur Gíslason, Þorsteinn Gunnarsson, Sigurður Skúlason, Guðmundur Ólafsson, og Eggert Þorleifsson.
Ó, hvað ég hlakka til að njóta þessarar kvöldstundar í fylgd þessara snillinga. Kv. Lilja
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
20.2.2008 | 16:48
Siðblindur þingmaður ......
Mér þótti oft dapurleg hér um árið, svör þingmannsins Birkis Jóns þegar fréttamenn reyndu að fá svör hjá honum vegna aðkomu hans að svonefnda Byrgismáli, sem fyrrverandi aðstoðarmaður ráðherra og seinna formaður fjárveitinganefndar, voru svör hans svo fáránlega kjánaleg, og ósvífin, að manni féllust hendur. Og enn dapurlegra fannst mér að hann skyldi komast upp með þá ósvífni sem hann sýndi þá.
En núna þegar sjá má hvernig hann reynir, á jafn ósvífinn hátt og áður, að réttlæta gjörðir sínar um þátttöku sína, í ólöglegu spilavíti, þá getur maður ekki orða bundist.
Þó maðurinn sé spilafíkill þá ætti hann sem þingmaður að sjá sóma sinn í því að spila í löglegum spilum, til að fá fíkn sinni fullnægt, en þar sem sýnt þykir, að græðgisfíknin, nær út yfir öll lögleg mörk, þá ætti hann að skammast sín, og segja af sér þingmennsku nú þegar.
Því hann situr í umboði kjósenda á lögþingi okkar Íslendinga sem hefur kosið hann til að framfylgja lögum og rétti landsmanna, og eftir þeim lögum og rétti skal hann fara og sýna þar fordæmi samvkæmt eiði sem þingmenn sverja þegar þeir setjast á þing.
Þar sem þú Birkir Jón virðist ekki skilja, eða hefur verið það hrokafullur að eiður sá er þú sórst er þú settist á þing er þér einskis virði, og þú hefur gleymt, hvað þér ber að gera á þingi, og í hvers umboði þú situr á Alþingi , skaltu skammast þín og segja af þér, já þú skalt skammast þín fyrir þann hroka sem þú sýnir Íslensku þjóðinni, og þú skalt skammast þín, fyrir þau ummæli sem þú lætur þér um munn fara og höfð eru eftir þér í fjölmiðlum þar sem þú t.d. jafnar "fjárhættuspilinu Póker" við skákmót og bridgemót og setur þau á sama standard sem afsökun fyrir lögbroti þínu. Því fjárhættuspilið Póker er bannað með lögum hér á Íslandi og afhverju heldur þú að það sé? Lægra er ekki hægt að leggjast í valdahroka Birkir Jón
Bloggar | Breytt 21.2.2008 kl. 11:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
19.2.2008 | 21:57
Íslenskukennsla í Útvarpsleikhúsi
Fyrir rúmum áratug eða svo var ég einusinni sem oftar á leiklistarhátíð , en þá reyni ég sjá eins mikið af góðum sýningum og mögulegt er, en þarna var ég á Alþjóðlegri leiklistarhátíð í Hollandi og hafði séð margar góðar leiksýningar og gott dansleikhús sem var þarna áberandi þetta árið í Amsterdam.
En sá þá auglýst í prógrammi Listahátíðarinnar afar spennandi sýningu í Den Haag, svo við ákváðum dætur mínar og ég að skella okkur til Dan Haag fara á ströndina sem er mjög skemmtileg þarna og fara svo í leikhús á eftir. Þetta var útileikhús sem sett hafði verið niður á aðaltorgi borgarinnar (spennandi), þar, á torginu semsagt, hafði verið byggt einhverskonar hús "snjóhús" og í kringum það var verið að setja upp ljós.
Við keyptum okkur miða á sýninguna og fórum svo á ströndina og svo þegar fór að bregða birtu drifum við okkur inní borg og niðrá torg. Þar var okkur áhorfendum leiðbeint inn í leikhúsið ( inn í snjóhúsið), gegnum lítið þröngt op, eins og gjarnan er á snjóhúsum, og þegar inn var komið, þá mátti sjá, að ljósið frá ljóskösturunum sem stóðu fyrir utan, lýstu í gegnum veggina , og inn í húsið, inni var allt fljótandi í vatni enda fjallaði verkið um vatn. Verur birtust allsstaðar bæði ofanum lítið gat í loftinu sem og skríðandi í gegnum smugur sem við áhorfendur sáum ekki svo glöggt. Leikararnir sem í þessu tilfelli voru líka dansarar komu í þögn og uppgötvuðu snertinguna við vatnið og þegar þau höfðu fengið kraftinn úr vatninu byrjaði ein sú kraftmesta og flottasta sýning sem ég hef séð.
Þetta var mjög eftirminnileg sýning, þar sem allt spilaði saman, og útkoman varð glæsileg , en strax í upphafi sýningar tók ég eftir ungri stúlku sem bókstaflega stal senunni með þvílíkum sviðssjarma og útgeislun að allir meðleikarar og dansarar féllu bókstaflega í skuggann af þessari "Valkyrju" sem þessi stúlka lék, stúlkan talaði bæði frönsku og flæmsku ég skildi ekki orð en skildi samt allt og yngri dóttir mín ellefu ára var sama sinnis þegar við fórum að ræða sýninguna á heimleiðinni.
Þá segir eldri dóttir mín mér að þetta sé íslensk stúlka og ég muni hitta hana á morgun. Þá kemur semsagt í ljós að stúlkan Lilja Björk Hermannsdóttir er fædd og uppalin í Luxemborg svo þessvegna hafði ég aldrei séð neitt til hennar fyrr, en það sem kom mér mest á óvart þegar ég hitti hana var, hve fallega íslensku hún talaði, og talar enn, ég varð alveg gáttuð, það örlaði ekki á hreim og málfræðin alveg pottþétt og orðaforðinn var meiri enn hjá mörgum Íslendingnum sem hafa þó búið hér alla sína ævi., og munu margir geta öfundað hana af fallegu orðfæri. Þá sagði hún mér að hún hafi reynt að koma til Íslands á hverju sumri og búið þá hjá afa sínum og ömmu, til að læra íslensku, en það sem hún gerði alltaf og hefði hjálpað henni mest og best , og væri henni sem helgistund það er að hlusta á Útvarpsleikhúsið, hér áður fékk hún kassettur af gömlum upptökum en eftir að netið kom þá eru fimmtudagskvöldin og sunnudagarnir henni heilagir því þá hlustar hún á leikritin í gegnum tölvuna hvar sem hún er í heiminum.
Og nú er þessi unga stúlka orðin leikkona og er að gera það gott út í heimi, en ég á mér þann draum og þá ósk heitasta að hún fái sem allra , allra fyrst, að leika á íslensku sviði. Mest væri samt gaman ef að hún fengi fyrst að leika í Útvarpsleikhúsinu, leikhúsi allra landsmanna (um allan heim) . Í leikhúsinu sem ól hana upp listalega séð. Þar sem Útvarpsleikhúsið hefur lagt fram sinn skerf að framtíð þessarar ungu , kraftmiklu og glæsilegu leikkonu, og jafnvel gerði það að verkum að hún ákvað að stíga þetta spor að verða leikkona.
Útvarpsleikhúsið hefur semsagt jafnvel verið öflugasta leikhúsið í útrás hér áður og er kannski enn. Er þetta ekki merkilegt ?!?!?. Jú, þetta er sko merkilegt. Þessvegna varð ég að segja ykkur frá þessu. Og ég er líka viss um að þið takið undir ósk mína um að Lilja Björk verði boðin velkomin á íslenskt svið. Kv. LG.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.2.2008 | 22:58
Magnað leikhús Útvarpsleikhúsið og ódýrt ....
Ó, það var svo gaman að hlusta á " Engill í Vesturbænum" í Útvarpsleikhúsinu s.l. sunnudag leikgerð Jóns Hjartarsonar gerð eftir þessri yndislegu bók í leikstjórn Sigrúnar Eddu Björnsdóttur þessarar frábæru leikkonu og rithöfundar m.m. og í gær sunnudag hlustaði ég á "Nornirnar" það er svo gaman að fylgjast með börnum hlusta á útvarpsleikrit þau lifa sig svo inn í verkið, ég sem hélt að það hefði bara verið í gamla daga sem börn sátu límd við útvarpið og þorðu varla að anda til að trufla ekki útsendinguna,
En það er nú eitthvað annað ég segi það satt, ég komst að því þegar ég í lok síðasta árs fylgdist í fyrsta skiptið með barnabörnunum mínum þrem já, bónusbarnabarnið meðtalið hlusta á Útvarpsleikhúsið, Ég hefði aldrei trúað þeirri sýn að óreyndu. Þarna sátu þau og hlustuðu af þvílíkri andakt á leikritið um "Uppfræðslu Litla Trés" að ég sá að sannarlega hefði engin breyting orðið á áhuga og hlustun barna nú og á þeim börnum sem hlustuðu fyrir 20 - 30 árum. Ég gapti af undrun. En þau göptu af spennu.
Þar sem ég vann sjálf við verkið "Uppfræðsla Litla Trés" hafði ég gjörsamlega heillast af snilldar velgerðri leikgerð Benónýs Ægissonar og þeirri natni sem leikstjórinn Lárus Ýmir Óskarsson lagði í leikstjórnina. Beið ég því spennt eftir að fá tækifæri til setjast niður með þrem barnabörnum mínum og fylgjast með upplifun þeirra á útvarpsleikriti og hvort þau yrðu líka jafnhrifin af verkinu og ég var.
Það verður að segjast að ekki stóð á viðbrögðum barnanna því svo heilluð voru þau að þau sátu sem límd við tækið m.a.s. sá litli þá rétt tveggja ára sat sem negldur við útvarpstækið og þegar útsendingu var lokið vildi hann fá að hlusta aftur og átti erfitt með að skilja afhverju það var ekki hægt ég reyndi að útskýra fyrir honum að þetta hafi verið fyrri hluti og næsta sunnudag eftir viku gætum við hlustað á seinni hlutann Ursúla stóra systir hans og Gígja frænka hans biðu með óþreyju eftir næsta sunnudegi og það var eins og hann skynjaði þetta líka því þegar komin var sunnudagur settist hann við útvarpið og vildi að láta kveikja á því .
Því loks væri sunnudagur runnin upp og nú ætlaði hann að hlusta á Litla Tré ,lloksins kom að því að seinni hluti verksins hljómaði á öldum ljósvakans og aftur varð "þögn" á heimilinu , þessi þögn sem var fyllt af eftirvæntingu og spennu sem börnin skópu sjálf með þögninni. ótrúleg þögn á þessu barnmarga heimili og amma Lilja upplifði það í fyrsta sinn að sitja á gólfinu með barnabörnum sínum og hlusta á Útvarpsleikhúsið, Leikhús allra landsmanna senda út leikritið "Uppfræðsla Litla Trés" verk sem erindi á til allra. Þó ég hafi aldrei getað ímyndað mér að ég ætti eftir að upplifa þessa hamingjustund barnabarnanna þegar þau uppgötvuðu þennan galdur sem Útvarpsleikhúsið er , þá er ég svo stolt af því að Útvarpsleikhúsið skuli enn vera til og enn jafn metnaðarfullt að standa sig sem stærsta leikhús landsins sem betur fer fyrir barnabörnin mín og fyrir mig og alla þá sem vilja njóta góðs Leikhúss og það vilja ömmubörnin mín ekki síst 2ja ára drengurinn sem hefur síðan hlustað mikið á útvarp og mest finnst honum gaman að hlusta á útvarpsleikrit og það finnst ömmu líka.
En ég missti af frábæru verki "Andvaka" eftir Tabori sem var sent út s.l. fimmtudagskvöld ég var búin að kveikja á útvarpinu stilla á rás1 og allt var tilbúið til hlustunar og klukkan að verða 22:20 þá sofnaði ég sótthitasvefni og vaknaði ekki einusinni þegar verið var að afkynna verkið svo nú verð ég bara að vona að ég sofi ekki af mér næsta leikrit sem sent verður út n.k. fimmtudagskvöld kl: 22:20 því það verður ekki síður spennandi að hlusta á það. Góða skemmtun
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.2.2008 | 23:46
Já, ástin ! Var búin að hóta að ....
Það var verið að minna mig á að ég var búin að hóta því að ég ætlaði að skrifa um ástina þegar ég bloggaði næst. Ég ætlaði að hætta að skrifa um pólitík og einbeita mér að skrifa um ástina þannig lauk ég skrifum mínum sem ég birti hér á blogginu fyrir nokkru, þá hvarflaði ekki annað að mér en að strax daginn eftir mundi ég standa við þessa hótun, þá grunaði mig ekki að strax daginn eftir mundi ég veikjast svo heiftarlega að ég gæti ekki einusinni lesið bloggið mitt hvað þá skrifað nýtt. Ég vaknaði semsagt óvenju slöpp næsta dag og fljótlega kom í ljós að ég var alls óvinnufær sökum flensu og þannig steinlá ég með sótthita og hor í nös kryddað með hálsbólgu og beinverkjum næstu sólarhringa sem gerði það að verkum að ég opnaði ekki einusinni tölvuna hvað þá að ég skrifaði staf. Svo í dag var ég búin að gleyma að ég hafði boðað skrif um ástina. Enda er þessi svokallaði Valentínusardagur liðinn þetta árið en það var einmitt ætlun mín að leggja út frá honum. Svo nú verð ég að finna aðra leið til að segja ykkur sögu ástar og sögu heitra tilfinninga , ég verða að finna aðra nánd á efninu ef svo má að orði komast. Því ég ætlaði einmitt að nota tækifærið og ræða þegar ég uppgötvaði hina einu og sönnu ást og hvernig á því stendur að maður verður alltaf hálf feimin þegar maður hugsar um þessa stóru tilfinningu sem kviknar hjá manni þar sem "Stóra Ástin" í lífi manns er. Og hvernig hún birtist manni tilfinningin um ástina og hvernig ástin birtist manni í daglegu amstri. Ástin er allsstaðar allt um kring það er bara að hleypa henni að, hleypa henni að hjarta sér. Örsaga: Lítill maður lýkur við kvöldmat sinn og segir um leið og hann leggst niður á tvo stóla sem standa hlið við hlið , hann teygir úr sér á stólunum pakksaddur og ánægður en þreyttur eftir daginn og vinnuna á leikskólanum sínum : Amma Lilja segir hann, Amma Lilja hvað ertu að gera? spyr litli maðurinn og stynur þungan af seddu. Ég er bara að ganga frá svarar amma Lilja litla manninum sínum , - Amma Lilja komdu aðeins segir þá litli maðurinn - Hvað er það vinur? spyr amma Lilja um leið og hún gengur til hans. - Amma Lilja sestu hérna segir hann og færir sig aðeins svo amma geti tyllt sér við hlið hans á annan stólinn. - Amma Lilja viltu hvísla að mér : Spyr litli maðurinn svo. - Amma lýtur niður að litla snáðanum og hvíslar að honum lítilli stöku. - , Amma Lilja viltu hvísla ég elska þig , segir hann lágt og lygnir aftur augunum. Og amma laut aftur niður að litla snáðanum sínum og hvíslaði : ÉG ELSKA ÞIG - og við að heyra þessum orðum hvíslað að sér , lokaði litli snáðinn augum sínum og tímdi ekki að opna þau þó að amma bæri hann inn í herbergi og gerði hann kláran fyrir háttinn bæri hann fram á bað og burstaði tennurnar osfrv. það var ekki fyrr en amma breyddi sængina ofaná hann og beygði sig yfir hann til að kyssa hann góða nótt að hann hvíslaði : - ELSKA ÞIG LÍKA amma Lilja - enn með lokuð augu og þar með var hann sofnaður eins og slökkt hafi verið á honum. Þetta er ÁST.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
17.2.2008 | 17:56
Geir góður og Stefán Jón hrei..
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
13.2.2008 | 14:49
Hætt að skrifa um pólitík ....
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
12.2.2008 | 02:44
Staðgengill Borgarstjóra
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
11.2.2008 | 15:02
Ég varð svo reið að ég gat ekki sofnað sagði rödd . .......
Sagði rödd í símanum í gærkveldi, um það leyti sem ég var að gera klárt fyrir svefninn hringdi síminn og þegar ég svaraði var sagt: já, gott kvöld fyrirgefðu að ég hringi svona seint en ég varð svo reið þegar ég las bloggið þitt að ég varð bara að hringja . Nú , svaraði ég afhverju skrifarðu ekki bara í athugasemdademdadálkinn er það ekki það sem á að gera.? Jú, sagði konan en það sem ég ætla að segja við þig vil ég ekki að fari í fjölmiðla. Ó, Guð , hugsaði ég: ég rétt að stíga fyrstu skrefin á blogginu og strax búin að fá upphringingu. Ég skil ekki alveg svaraði ég hikandi hvað er það sem má ekki heyrast. - Jú , ég sé að þú þekkir ekkert til mála svo ég vil bara segja þér að þú veður bara í villu og svima - þú ert ekki í flokknum og veist ekkert hvað gengið hefur á svaraði konan og ég heyrði á rödd hennar að hún var djúpt særð það var enginn æsingur , bara sársauki. Bíddu við þú verður að segja mér betur hver þú ert svo að ég skilji þig ég er svo ný á blogginu var og er bara að fikra mig áfram inn í þennan bloggheim svo þú skilur að ég veit ekki alveg hvað þú ert að fara. hvað er það sem ég gerði vitlaust á blogginu.
Ég er bara að reyna að segja þér á kurteisan hátt að þú veist ekkert um það sem er að gerast bak við tjöldin . Þú heldur að allt sé Vilhjálmi að kenna , þú gerir þér enga grein fyrir að það geti nú verið að hann hafi verið dreginn inn í þetta með blekkingum og falsi. Vilhjálmur er góður maður og trúgjarn og jú það má segja að hann hafi látið draga sig á asnaeyrunum en það gerðu nú fleiri.
Ég held ekki neitt því ég eins og þú segir réttilega er ég ekki innsti koppur í búri þeirra sjálfstæðismanna sem þarna halda á spilunum, flýtti ég mér að segja:, ég hef hinsvegar eins og margir aðrir borgarbúar þessa daganna verið að reyna að átta mig á málavöxtum. - Það er einmitt það sem ég vil ræða við þig sagði konan Ertu tilbúin að hlusta? Ha,jájá, ég er sko til í það svaraði ég óðamála. Gott og vel sagði röddin og síðan hófst frásögn hennar.
Klukkan var að verða 3 þegar ég skreiddist loks upp í rúm ég veit ekki hvað klukkan var loks þegar ég sofnaði undir morgunn, en ég veit bara að ég var alltaf að hrökkva upp og athuga hvað klukkan væri ég var svo hrædd um að vakna ekki við vekjaraklukkuna.
Enda var það heldur framlág , ósofin bloggkona sem skrölti fram úr rúminu í morgun. Eitt er víst að hafi blessuð konan verið reið þegar hún ákvað að hringja í mig og segja mér allt þetta þá var það ekki bara undrandi kona sem hún kvaddi í lok samtals heldur var ég líka enn rignlaðri enn ég hef nokkurn tíma verið. Allt í einu var ég komin inn í miðja hringiðu "aðalmála málanna" í pólitíkinni án þess að ég hef nokkuð til þess unnið nema að prufa að blogga. Og þar sem ég sat og maulaði morgunkornið í morgun og fór yfir þetta langa samtal í huganum , fann ég að ég vorkenndi þeim alveg rosalega sem þurfa að axla ábyrgð á mistökum sínum og atburðum síðustu missera í borgarpólitíkinni , en það var ekki fyrr en síminn hringdi í þann mund að ég var að fara útúr dyrunum og nú var það karlmaður sem átti röddina kynnti sig og spurði hvort hann mætti eiga við mig orð að ég gerði mér grein fyrir að lífið er ekki bara leikur í henni pólitík eða í bloggheimum.........meira um það seinna. En eitt get ég sagt ykkur að ekki hafði það hvarflað að mér að bloggið hefði svona mikil áhrif.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.2.2008 | 15:14
Búnir aððví sagði....
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)