Slúðrið á fullu í Kraumi Aðalstræti 10 á menningarnótt ......

Jæja, þetta eru búnir að vera viðburðarríkir dagar,  síðustu dagar. - Við höfum verið að hittast H-bekkurinn sem útskrifuðumst saman úr Leiklistarskóla Íslands fyrir 30 árum, við ætlum að vera með dagskrá úr útskriftarverki  okkar Slúðrinu sem er eftir hann Flosa Ólafsson,  og byggt á sögu H.C Andersen um "Fjöðrina sem varð að fimm hænum" og í meðferð okkar hlaut nafnið "SLÚÐRIÐ", og Leifur Þórarinsson tónskáld samdi tónlistina sérstaklega fyrir verkið. -  Við frumsýndum Slúðrið rétt rúmum 30 árum, og sýndum leikritið fyrir troðfullu húsi, svo lengi sem við höfðum húsið til afnota,  við hefum getað haldið áfram að sýna heilt leikár í viðbót, - engin önnur sýning í Nemendaleikhúsi hefur náð jafnmikilli aðsókn og Slúðrið. -

Þetta eru búnir að vera alveg hrikalega skemmtilegir dagar, það var svo ótrúlega fyndið og skemmtilegt, að rifja upp vinnu okkar og tilurð þessa skemmtilega verks undir dyggri og frábærri leikstjórn Þórhildar Þorleifsdóttir, sem jafnframt því að leikstýra okkur, var dramatúrg verksins, og kóriugraf sýningarinnar. - Hún hefur þá strax verið orðin  sá snillingur sem hún er enn í dag, og átti ekki svo lítinn þátt í að byggja upp og styðja við framtíð og karaktersköpun minnar kynslóðar leikara. - Og búningana gerði hún Messíana Tómasdóttir myndlistarkona m.m. -

  En verið velkomin  allir sem vettlingi geta valdið í KRAUM Aðalstræti 10.  Þar verðum við á loftinu, í loftinu og bjóðum ykkur velkomin í 30 ára leikaraafmæli okkar. - Sjáumst kl: 13:00 - 15:00.  - Allir meira en velkomnir.  - SJÁUMST   Klukkan 13:00 - 15:00  Hlakka til að sjá ykkur sem flest.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rúna Guðfinnsdóttir

Þurfti loft og þráði Loft

þunga af Lofti bar hún,

uppi á lofti upp í loft

undir Lofti var hún.

Góða skemmtun og til hamingju með afmælið Dancing Bannana

Rúna Guðfinnsdóttir, 23.8.2008 kl. 01:04

2 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Takk fyrir það Rúna!  Ætlarðu ekki að kíkja til okkar?

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 23.8.2008 kl. 01:07

3 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Goða nóttt.

Ásdís Sigurðardóttir, 23.8.2008 kl. 01:09

4 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Takk fyrir sömuleiðis elskulega Ásdís! Góða nótt og dreymi þig fallega.

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 23.8.2008 kl. 01:14

5 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ég kíki ef ég verð á ferðinni.

Var að skoða albúmið þitt, og þið eruð öll svo sæt, þú, dæturnar og yndislegu barnabörnin.

Við erum heppnar konur.

Jenný Anna Baldursdóttir, 23.8.2008 kl. 01:52

6 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Þakka þér fyrir Jenný, það væri virkilega gaman að sjá þig á morgun. - Já, það er satt við erum sko heppnar konur, að eiga þessi yndislegu afkomendur. - Mér finnst svo flott að geta sagt að barnabörnin séu afkomendur mínir. - Finnst þér það ekki líka flott að geta sagt: Þetta er afkomandi minn !?

En það er í raun aldrei fullþakkað fyrir hvern þann dag sem maður fær að njóta samvista , við börnin sín og barnabörn. - Því þegar á allt er litið þá er það ekkert sjálfgefið. - Því enginn veit hvað næsti dagur ber í skauti sér. -

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 23.8.2008 kl. 02:09

7 Smámynd: Rúna Guðfinnsdóttir

Það segir þú satt Lilja. Maður á að lifa lífinu til fulls, ekki fresta öllum hlutum. Við höfum ekkert endilega tímann með okkur!

Góða nótt og góða helgi!

Rúna Guðfinnsdóttir, 23.8.2008 kl. 02:42

8 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Til hamingju með 30 ára afmælið Lilja mín!  Mér finnst eins og þetta hafi gerst í gær þegar þið settuð upp Slúðrið.  Hriklega er tíminn fljótur að líða.

Góða skemmtun í dag!!!!!

Ía Jóhannsdóttir, 23.8.2008 kl. 08:13

9 Smámynd: Bergljót Hreinsdóttir

Til hamingju með þrjátíu árin...og góða skemmtun í dag!!!!

Bergljót Hreinsdóttir, 23.8.2008 kl. 11:00

10 Smámynd: www.zordis.com

Hrikalega gaman að þessu!  Ég fór í Kraum í gær og fannst gaman að koma og skoða!

Ég ætla að reyna að kíkja til ykkar!!!

www.zordis.com, 23.8.2008 kl. 12:12

11 identicon

Til hamingju með 30 árin Lilja mín í H-bekknum, vona að þið hafið átt góðan dag. hef verið með ykkur í huganum, er ekki í bænum annars hefði ég kíkt.

Edda V. (IP-tala skráð) 23.8.2008 kl. 20:22

12 identicon

ætlaði að nú að tengja minn bekk við mig þarna áðan.

Edda V í Sál bekknum (IP-tala skráð) 23.8.2008 kl. 20:33

13 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

Til hamingju með þrjátíu árin...og góða skemmtun í dag!!!!

Og Áfram Ísland

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 23.8.2008 kl. 20:35

14 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Sá ég þig í Aðalstræti í dag? Hvar er Aðalstræti 10? Númer hvað er Hótelið?

Hrönn Sigurðardóttir, 23.8.2008 kl. 21:04

15 Smámynd: Eva Benjamínsdóttir

Eitt það yndislegasta sem skeði í dag var að hitta þig Liljan mín fríð. Takk!

Til hamingju með sýninguna og afmælið. - Seinna lít ég á klukkuna tvisvar til öryggis. - Við verðum í bandi, góða nótt sweet

Eva Benjamínsdóttir, 23.8.2008 kl. 23:38

16 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Til hamingju með 30 ára afmælið......og silfrið

Hólmdís Hjartardóttir, 24.8.2008 kl. 13:45

17 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Guðrún Lilja, svo mikið að gera stundum, er fyrst að sjá þetta núna - leiðinlegt fyrir mig. Ætlið þið að sýna þetta aftur? Eða eru á leið í Mýsnar?

Til hamingju með leikafmælið!  Ekki laust við að mér finnist við orðnar dáldið gamlar, en hvað með það, bara skemmtilegar stundir með afkomendunum.

Edda Agnarsdóttir, 24.8.2008 kl. 14:38

18 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Obb, obb, obb.. var líka að sjá þetta núna! Til hamingju með þig sjálfa og allt!

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 25.8.2008 kl. 11:03

19 Smámynd: Rúna Guðfinnsdóttir

Vonandi var gaman hjá þér um helgina.

Bestui kveðjur af Ströndinni!

Rúna Guðfinnsdóttir, 25.8.2008 kl. 18:50

20 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Elskulegu bloggvinir takk kærlega fyrir falleg orð og fallegar kveðjur til mín í tilefni af 30 ára leikafmæli mínu. - Það var alveg rosalega gaman á laugardaginn, það mættu svo margir og skemmtu sér konunglega að sögn, og ég er þess fullviss að við sjálf H-bekkurinn , höfum ekki skemmt okkur síður en gestir okkar. - Verst þótti mér að fólkið sem kom klukkan þrjú hafði misskilið hlutina og hélt að við yrðum með uppákomu klukkan 13:00 og svo aftur klukkan 15:00. - En við vorum að milli 13:00 og 15:00, þá lukum við okkar prógrammi. - En hinsvegar klukkan 15:oo byrjuðu listamennirnir og snillingarnir Jóel Pálsson og Sigurður Flosason og voru náttúrulega algjört æði eins og þeirra er von og vísa. -  

Elsku Eva takk fyrir komuna mikið var gaman að hitta þig og sjá.  - Þú ert algjört æði.  -

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 25.8.2008 kl. 22:01

21 Smámynd: Eva Benjamínsdóttir

Takk, takk elsku Lilja mín, veistu að þetta er alveg gagnkvæm tilfinning: Þú ert algert æði. Heyrumst kveðja og gangi þér vel.

Rúna skrifar vísu svona:

Þurfti loft og þráði Loft

þunga af Lofti bar hún,

uppi á lofti upp í loft

undir Lofti var hún.

Ég lærði vísuna svona:

Hún þurfti loft og þráði Loft

þung af lofti var hún

upp á lofti upp í loft

undir Lofti var hún.

Ég er bara svo rosalega forvitin : Hvor vísan er rétt? eða eru þær báðar vitlausar? Veit það einhver?

kveðja

Eva Benjamínsdóttir, 25.8.2008 kl. 23:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband