Þetta er glæpur !

Ökumaður þessarar bifreiðar sýnir þarna af sér glæpsamlega hegðun. -  Vítavert gáleysi, er of vægt til orða tekið. -  Ég mundi segja tilraun til manndráps. - Hann ætlar sér þarna að fara famúr þéttri bílaröð þar sem er bíll við bíl,  á tvöfaldri heilli línu, í beygju, við gatnamót. - Margfaldur brotavilji. - Svona ökumaður á ekki að hafa ökuleyfi. - 

Ökumaðurinn er auðsjáanlega að flýta sér inn í eilífðina, og svífst einskis til að ná fram ætlun sinni. 


mbl.is Hættulegur framúrakstur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ekki nóg með að þeir séu að flýta sér inn í eilífðina, þeir hafa ekkert á móti því að taka aðra með sér (blót og ragn ekki prenthæft).

Ég saknaði þín.

Jenný Anna Baldursdóttir, 23.7.2008 kl. 21:36

2 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Því miður hef ég séð þetta of oft hér á milli borgar og Selfoss, af þeim sökum erum við hætt að vera á ferðinni í mikilli umferð.  Þetta er hryllilegt og skilar engu.  Ertu ekki annars þokkaleg hress mín kæra??  kveðja og knús

Ásdís Sigurðardóttir, 23.7.2008 kl. 21:42

3 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Já, Jenný það er nefnilega það að þeim er "skítsama" um þau mannslíf sem þeir ógna með aksturslagi sínu. - Og því á fólk sem svona hagar sér ekki að hafa bílpróf, stundinni lengur.

Saknaði þín líka hef ekki haft aðstöðu til að vera mikið á blogginu.

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 23.7.2008 kl. 21:55

4 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Satt segirðu Ásdís þetta skilar engu nema fjölgun alvarlegra umferðarslysa, og ótímabærra dauða saklausra vegfarenda sem eru svo óheppnir að vera á ferðinni á sama tíma og þessir óhugnanlegu ökuníðingar. -

Jú, jú ég er hress, er núna að jafna mig eftir smáaðgerð, þar sem allt gekk að óskum og allt er samkv. áætlun. Knús og kærleikskv. LG

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 23.7.2008 kl. 22:03

5 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Ég hef ósjaldan lent í því á leiðinni milli Rvk og Selfoss að það taki bílar fram úr mér á tvöfaldri heilli línu! Það er eiginlega regla fremur en undantekning að lenda í þannig framúrakstri á þessari leið. Samt þyki ég nú ekki keyra neitt tiltakanlega hægt.

Hrönn Sigurðardóttir, 23.7.2008 kl. 22:13

6 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Þetta er óhugnanlegt að heyra Hrönn, en ég veit að þetta er satt. - Það er því miður alltaf fullt af vitleysingum sem liggur "lífið" á. - 

Það sem mér finnst sárast er að þessir ökufantar, fórna lífi og limum saklausra vegfarenda, sem ekkert hafa til saka unnið. 

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 23.7.2008 kl. 22:21

7 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

verst hvað margir eru á vegunum undir áhrifum áfengis og/eða fíkniefna.

Hólmdís Hjartardóttir, 24.7.2008 kl. 00:09

8 Smámynd: Ingibjörg Hinriksdóttir

Þetta myndband er náttúrulega bara fáránlegt, ég tek undir óprenthæfa bölvið og ragnið hennar Jennýar og bæti talsverður sóti við það!

Ingibjörg Hinriksdóttir, 24.7.2008 kl. 00:11

9 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Ég tek heilshugar undir óprenthæft blót og ragn sem aðrir hafa ýjað að! Mér finnst að fólk sem keyrir svona ætti að vera ákært og dæmt fyrir tilraun til manndráps - því hvað er þetta annað? Ég vil líkja þessu við að sveifla skambyssu og skjóta af handahófi út í loftirð í mannþröng. Hvernig ætli yrði tekið á því?

Náðist ekki bílnúmerið?

Lára Hanna Einarsdóttir, 24.7.2008 kl. 01:54

10 Smámynd: Aprílrós

Er alveg sammála ykkur öllum , það er stórhættulegt að vera úti í umferðinnni orið fyrir svona fólki.

Kveðja Guðrún Ing

Aprílrós, 24.7.2008 kl. 04:16

11 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

Knús og bestu kveðjur til þín frá mér

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 24.7.2008 kl. 17:39

12 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Hárrétt, verst er að þeir eru ekki af flýta sér inn í eilífðina, hafa ekki einu sinni vit á því að hugsa það  fyrir spennufíklinum sem í þeim býr, eina ráðið við svona gaura er prófsvipting til 5 ára eða lengur.
Tek svo sannarlega undir allt óprenthæft.
Knús kveðjur
Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 25.7.2008 kl. 08:57

13 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Ég verð vitni að svona akstri næstum í hvert skipti sem ég ek austur yfir fjall.  Það á að svipta svona ökumenn ökuleyfinu.

Ágúst H Bjarnason, 25.7.2008 kl. 22:02

14 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Sammála þér þarna, ótrúleg bíræfni og brotavilji.  Það ætti að svifta slika ökumenn leyfinu á staðnum.  Því líkt og annað eins.  Annars knús á þig inn í helgina Lilja mín.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 26.7.2008 kl. 11:16

15 Smámynd: Magnús Paul Korntop

ÞAÐ Á AÐ SVIPTA SVONA ÖKUMENN MEÐ BROTAVILJA Í AKSTRI ÖKURÉTTINDUM Í LANGAN TÍMA OG LÁTA ÞÁ TAKA PRÓFIÐ AFTUR..

Magnús Paul Korntop, 26.7.2008 kl. 11:24

16 identicon

Það eru ótrúlega margir ökumenn svona

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 26.7.2008 kl. 19:47

17 Smámynd: Guðrún Jóhannesdóttir

skelfilegt að sjá þetta því miður alltof mikið af svona bílstjórum.

Knús 

Guðrún Jóhannesdóttir, 30.7.2008 kl. 09:09

18 Smámynd: Brynja skordal

já því miður er þetta allt of algeng sjón veit svei mér þá ekki hvað svona fólk hugsar kannski ekki neitt nema um sjálfan sig og að það gæti komið 5 mínútum á undan hinum heim erum oft drullusmeik á þjóðvegum landsins og oft bölvað yfir svona ökuföntum sem stofna öllum í hættu keyrði einmitt framm á hræðislegt slys á síðustu helgi út af frammúrakstri vona að Guð gefi það að komandi verslunarmanna helgi skili öllum heilum heim og ökufantar þessa lands verði bara heima sér knús á þig elskuleg

Brynja skordal, 31.7.2008 kl. 10:03

19 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

tolvuguruKnús knús og góðar kveðjur.

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 2.8.2008 kl. 20:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband