22.5.2009 | 17:08
Húsleit á ... !!!!
Þarna er nú dæmi um saknæmt athæfi, þegar "Q Iceland Finance ehf" í eigu Ólafs Ólafssonar og Mohamed Bin Kalifa Al Thani kaupir 5.01% hlut í Kaupþingi, - og fær "lán" fyrir kaupverðinu frá Kaupþingi, í gegnum félag sitt sem skráð er á Jómfrúreyjum, aðeins tryggt með veði í bréfunum og án persónulegrar ábyrgðar.
Það liggur líka fyrir samkv. Mbl. í janúar að bankinn keypti upp eigin bréf af öðrum fjárfestum til þess að selja sjeiknum. Eða réttara er kannski að segja, til að lána sjeiknum, til eigna, því hann borgaði ekki krónu bankinn lánaði honum hlutabréfin gegn veði í bréfunum, og án nokkurrar persónulegrar ábyrgðar.
Á þessum tíma var Ólafur annar stærsti hluthafinn í Kaupþingi.
Jæja þarna er farið að sjást í toppinn á þessum ísjaka.
Þeir segja að svona Markaðsmisnotkun þýði allavega 6 ára fangelsi.
Húsleit gerð á 10 stöðum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ætla bara að vona að allur ísjakinn komi upp á yfirborðið fyrr eða síðar. Trúi ekki öðru þó allir reyni að telja mér trú um hið gagnstæða.
Finnur Bárðarson, 22.5.2009 kl. 18:08
Sammála þér Finnur ég hef ekki nokkra trú á öðru, en, að nú saxist jafnt og þétt af ísjakanum, þar til hann flýtur allur upp á yfirborðið.
Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 22.5.2009 kl. 22:29
Ég er alveg viss um að hreinsanir og hvítþvottur sé staðreynd eftir 8 mánaða biðtíma.
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 23.5.2009 kl. 03:43
Mig langar ekki að vera sú sem ekki trúir! En einhvern veginn held ég að engin verði nú sóttur til saka fyrir þetta. Eftir margra ára reynslu með statista og aukaleikara þá finnst mér þetta vera týpisk hópsena aukaleikara sett á svið til að róa áhorfendur og leikstjórinn er hvergi til staðar! Sorry
Garún, 23.5.2009 kl. 10:27
Innlitskvitt og kveðjur....:)
Linda Linnet Hilmarsdóttir, 24.5.2009 kl. 13:23
Ég myndi vilja sjá botninn á ísjakanum því aðeins 10% af honum er ofansjávar! Takk fyrir þetta.
Ingibjörg Hinriksdóttir, 25.5.2009 kl. 22:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.