Jibbý Jey, jibbý jibbý jei, Jibbý Jei og jibbý, jibbý jei !!!!

 

Jæja það er komin ný ríkisstjórn!  Húrra fyrir því !

Það er komin ný ríkisstjórn félagshyggju og velferðarmála !!!

Hip, hip, húrra !

Fyrsta skipti hrein vinstri stjórn á Íslandi !  HÚRRA, húrra!!!

LOKSINS  LOKSINS, NÚ GETUM VIÐ HORFT BJÖRTUM AUGUM TIL FRAMTÍÐAR BARNA OKKAR OG BARNABARNA.  

Svei mér þá hvað það er gaman að lifa þennan dag.

FERFALT HÚRRA -  FYRIR LANDSMÖNNUM ÖLLUM,  NÝJU RÍKISSTJÓRNINNI,  ÞÉR OG MÉR!!!

 


mbl.is 100 daga áætlun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Aðalsteinn Jónsson

Tölum saman eftir ár og athugum þá hvernig þér líður.

Jón Aðalsteinn Jónsson, 10.5.2009 kl. 16:56

2 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Já, Jón Aðalsteinn það skulum við gera !  Allavega getur mér ekki liðið verr en mér hefur liðið undanfarin misseri, á meðan ekki var tekið á málum.

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 10.5.2009 kl. 17:04

3 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Sigrún Jónsdóttir, 10.5.2009 kl. 17:21

4 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Til lukku

Ásdís Sigurðardóttir, 10.5.2009 kl. 17:40

5 identicon

Ekki orð um það hvernig á að bjarga heimilunum eða fyrirtækum , vinstri átu onní sig Esb. Skilaboðin eru einfölt þið skuluð borga eins og þið getið ,við ætlum að passa upp á fjármagnseigendurna spá henni stuttra lífsdaga sem betur fer. Samfylkungunni er ekki treystandi til eins eða neins.

Þorsteinn Sigfússon (IP-tala skráð) 10.5.2009 kl. 17:43

6 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Til hamingju systir mín í baráttunni.

Jenný Anna Baldursdóttir, 10.5.2009 kl. 19:45

7 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Ekki ætla ég að fagna þessari stjórn, fyrr en ég er farin að sjá aðgerðir til bjargar heimilunum.  Mér virðist ekki mikið eiga að gera fyrir okkur sem skuldum verðtryggðu lánin.  En vonandi rætist úr þessu. 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 10.5.2009 kl. 23:54

8 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

´Verður maður bara ekki að segja til lukku eða þannig.  Allt í lagi að leyfa þeim að prófa.  Kveðja inn í góða og bjarta daga Lilja mín. 

Annars vissi ég ekki hvað á mig stóð veðrið þegar ég sá fyrirsögnina hjá þér hélt fyrst að ég hefði misst af einhverju stórkostlegu heheheh 

Ía Jóhannsdóttir, 11.5.2009 kl. 08:24

9 Smámynd: Anna Ragna Alexandersdóttir

Anna Ragna Alexandersdóttir, 11.5.2009 kl. 13:58

10 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Æ, æ, Þorsteinn mikið ansi líður þér illa, en það skil ég vel, mér hefur liðið svona frá því að mer varð ljóst að hrun væri i aðsigi. 

Og framtíð landsins er þyrnum stráð, en við getum þó þakkað fyrir það,   að sú  ríkisstjórn sem kom okkur þjóðinni í þetta klandur, er ekki lengur við völd.

Sú ríkisstjórn hefur fengið hvíld frá því að halda um "stjórnvölinn" og fær vonandi hvíld til langs tíma, því það hefur sýnt sig að þessi svokallaði "Frjálshyggju kapitalismi" hefur beðið afrhoð allsstaðar í heiminum öllum, og hér líka,  þó að við séum alltaf svo aumingjagóð,  og séum fljót að fyrirgefa, og trúum sjaldnast neinu illu upp á náungann. 

Þó að "Náunginn" sé búinn að féfletta okkur inn að skinni, ræna okkur lífsviðurværinu,  atvinnunni, húsnæðinu okkar, og að auki ræna okkur ærunni, þar sem við getum ekki lengur greitt þær skuldir sem "Frjálshyggju Náunginn" skuldbatt okkur til að borga, með leyfi þáverandi stjórnvalda, og annarra ráðamanna. 

 Að þá höfum við verið fljót að fyrirgefa.  Þar til nú!

Því er ég svo glöð yfir að nú sé komin fram ný kynslóð,  kynslóð þekkingar og visku, kynslóð sem sér í gegnum græðgina og sérhagsmunapólitíkina sem hér hefur riðið Þjóðfélaginu að fullu.  

Fram er komin kynslóð sem vill annarskonar stjórnsýslu.

Það er gegnsæ stjórnsýsla, að héðan í frá, verði allt  gegnsætt, allt uppi á borðinu.  

   Nú er komin ríkisstjórn sem þarf að þrífa til og hreinsa upp óhroðann og viðbjóðinn sem græðgis frjálshyggjan skilur eftir sig,  eftir 18 ár samfellda setu við stjórnvölinn. 

  Það eru umsvifamikil þrif sem tekur langan tíma og mikla vinnu,  því það þarna er mikil og þéttur skítur sem þarf að skafa upp, og stinga út, eins og var gert í fjárhúsunum hér áður fyrr,  því skíturinn hefur þjappast svo niður að fólk heldur að þetta sé jú grunnurinn, að lífi þeirra. Svona eigi þetta að vera. -

 Gáðu að því að það fólk sem var að kjósa í fyrsta skipti nú í vor, þekkir ekkert annað stjórnvald.

Trúir þú í alvöru Þorsteinn,  forystumönnum Sjálfstæðis og Framsóknarflokks  sem komu okkur í þessa klípu,  og þeim innantómu frösum sem þeir hafa haft uppi um þessa væntanlegu ríkisstjórn?

Trúir þú því Þorsteinn,  að þeir hefðu gert betur, en þessi ríkisstjórn mun gera? 

Trúir þú því í alvöru?

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 11.5.2009 kl. 16:02

11 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Til hamingju systur í baráttunni, með "Ríkisstjórn Jafnréttis og félagshyggju",  til hamingju með fyrstu meirihluta vinstri stjórn sem hér er tekin við völdum, undir forystu  Jóhönnu Sigurðardóttur.

Nú er tími Jóhönnu kominn!

Og nú er tími Vinstri Grænna kominn.

Ég óska þessarai ríkisstjórn velfarnaðar í þeim erfiðu verkum sem framundan eru,  áður en við landsmenn getum væsnt þess að sjá ljósið á ný.

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 11.5.2009 kl. 16:10

12 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Jóna Kolbrún jú það er byrjað að vinna í þessum málum, allt komið á fullt eins og sagt er.

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 11.5.2009 kl. 16:12

13 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Takk takk elsku Ía mín, ég varð bara svo glöð. 

 Eða aðallega var ég fegin, fegin að sjá,  að þeir sem komu okkur á kaf í þessa skuldasúpu, sökum græðgi, eigi ekki að leika björgunarmennina og fá að "þykjast bjarga" okkur líka.

Því þá værum við búin að vera sem þjóð.

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 11.5.2009 kl. 16:16

14 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já ég er sammála því að það er gott að Sjálfstæðismenn hafa fengið frí og Framsókn líka.  Ég er glöð yfir því.  Það hangir samt ennþá yfir með ESB sverð Samfylkingarinnar.  Ég verð ekki í rónni fyrr en það mál hefur verið til lykta leitt og fullnaðarsigur þeirra sem ekki vilja fórna sjálfstæðinu unnið að fullu og öllu. 

Ég ætla að gefa þessari ríkisstjórn tíma og næði fyrir mína  parta til að sanna sig.  Óttast samt að þetta béfítans ESBmál verði þeim erfitt. 

Bara ef þeim hefði auðnast að setja það í salt meðan unnið er að uppbyggingu landsins.  En maður fær svo sem ekki allt.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 12.5.2009 kl. 08:51

15 Smámynd: Garún

Takk kærlega fyrir.  Hvenær ætlar þú að sækja um þingstól? 

Garún, 12.5.2009 kl. 11:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband