Hversvegna þurfti að rýma þessi ........

 

   Hversvegna þurfti að rýma þessi hús á Vatnsstígnum, sem verið hafa öllum til ama vegna ástands síns og ömurleika?  

   Afhverju í ósköpunum mega þeir sem þrifið hafa húsin og lagað þau til,  þannig að þau lysti að hefja þar félagsstarfsemi,  sem sárlega hefur vantað í þessu samfélagi.

   Hversvegna er þeim,  sem eru öllum til gleði,  bæði þeim sem njóta þarna liðsinnis,  og einnig þeim, sem bara eiga leið hjá afþví þeir búa í hverfinu, gert að yfirgefa húsin sem þau hafa kappkostað að gera vistarhæf á ný.

Hversvegna mega þau þá ekki vera þarna?!?!?!?

   Þetta unga fólk hefur fullan rétt á, að flytja þarna inn,  því þessi svokallaði eigandi, hefur ekki sinnt þeim skyldum sem honum ber, samkvæmt lögum, sem er að viðhalda þessum eignum þannig að þær séu ekki hættulegar umhverfi sínu.

   Nágrannar, gestir þeirra og gangandi nærsveitamenn, fögnuðu frumkvæði ungmennanna, og sérstaklega þess,  að þarna var komið líf í hverfið á ný, í stað þess drunga sem fylgir auðum og niðurníddum húsum. -

Hústökufólkið er því meira en velkomið í hverfið.

   Það er auðvitað skynsamlegra að leyfa þeim sem býr við húsnæðisskort að nýta allar þessar tómu byggingar í miðbænum, í boði borgar og ríkis, sem annars grotna niður og missa enn meira verðgildi, sem mun þýða enn meir kostnað fyrir okkur borgara þessa lands, eins og þeir vita sem vilja vita. 

   Því hvet ég yfirvöld og þá aðila sem málið varðar,  að sjá til þess,  að þetta unga hugsjónafólk sem gengur undir nafninu hústökufólk, fái þarna inni með sína hugsjónastarfsemi.

   Í stað þess að láta þessar eignir verða enn hættulegri umhverfi sínu, enn þær eru núþegar, vegna þess ástands og þeirrar niðurníðslu sem svonefndur eigandi hefur komið þeim í,  með umhirðuleysi sínu.

Því ungmenninn hafa svo sannarlega fært líf og ljós í hverfið á ný, með hugsjón sinni. 

Þau hafa fært þangað friðsælt miðbæjarlíf eins og við viljum að miðbærinn okkar verði þekktur fyrir.

 


mbl.is Sextán handteknir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Amen.

Pétur K (IP-tala skráð) 15.4.2009 kl. 13:46

2 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Af því eignarréttur Björgólfsfeðga og annarra sukkbaróna er mætari og meiri en okkar hinna sem höfum verið rænd af sömu og það big time.

Jenný Anna Baldursdóttir, 15.4.2009 kl. 13:59

3 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Það er dagljóst að þessir "svokölluðu eigendur" sem siga lögreglunni á ungmennin hljóta að vera  "King Kong" eða eitthvað álíka fyrirbæri, því hvar í veröldinni annarsstaðar mundi þetta viðgangast að fólk sem flytti inn í hús sem staðið hafa auð svo árum skipti, og hreinsa það og mála, sé handtekið með látum og borið út. -

Ég vil nú fá að sjá það staðfest á löggiltan pappír, hver hinn löglegi eigandi er.  -

 Og hvað hinn löglegi eigandi skuldar ríki og borg fyrir hirðuleysi eignanna á Vatnsstígnum.

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 15.4.2009 kl. 16:45

4 Smámynd: Ingibjörg Hinriksdóttir

Þetta voru hús án hirðis, þú veist eins og peningarnir í Sparisjóðunum sem voru bara fé án hirðis og Pétur Blöndal vildi endilega komast í til að gera dautt fé lifandi! Sama átti sér stað á Vatnsstígnum. En kannski hefðu ungmennin átt að sækja um leyfi fyrir starfseminni, hefði það ekki verið betra?

Annars er húsið stórhættulegt núna fyrst þegar löggan er búin að brjóta þar hverja rúðu!

Ingibjörg Hinriksdóttir, 15.4.2009 kl. 19:03

5 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Já hvað ég er sammála þér vinkona. Bara gott mál svo framalega sem ekki var einhver ólifnaður í húsinu.  Skildist að þau hefðu jafnvel hreinsað út kakkalakka sem ég vissi nú ekki að finndust á Ísalandinu góða heheheh...  og gefið súpu þurfalingum og hvað  og hvað...............

Æ ég er alveg orðin heimaskítsmát á öllu því sem er að gerast þarna heima svo best að halda sig á mottunni. 

Góða ferð til Finnlands og poj,poj,poj!

Ía Jóhannsdóttir, 15.4.2009 kl. 21:17

6 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

Knús knús og ljúfar kveðjur :0)

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 18.4.2009 kl. 20:46

7 Smámynd: Aprílrós

Mér fanst þetta gott framtak hjá þessu unga fólki að setja upp smá félagsstarfssemi. En nei bara út með ykkur eftir að þau voru búin að þrífa og laga til.

Knús knús.

Aprílrós, 18.4.2009 kl. 22:09

8 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Veistu Lilja mín maður verður svo reiður inn í sér að upplifa svona.  Ég segi það með þér af hverju mátti þetta unga fólk ekki vera þarna og gera alla skemmtilegu hlutina sem þau ætluðu að gera.  Er ekki hægt að stoppa lögregluna í þessum ofbeldisverkum sínum.  Þeir eru ekki svona snöggir að taka stórþjófana sem settu okkur á hausinn, þá eru lappirnar dregnar í það óendanlega.  Það skyldi þó aldrei vera af því að þeirra maður er yfirmaður lögreglunnar!!!!

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 22.4.2009 kl. 11:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband