Afhverju bankaleynd hjá sumum .....?!?!?

 

     Ég fékk bréf frá Seðlabankanum upp úr áramótum þar sem mér var tilkynnt að í kjölfar "bankahrunsins" man ekki alveg hvernig þetta var orðrétt,-   en allavega var mér tilkynnt að eigur mínar og bankainnistæður yrðu rannsakaðar samkvæmt svo og svonefndum lögum nr: þetta-og hitt osfrv.

  Fyrst hélt ég að þetta væri grín!  En svo reyndist ekki vera. - Held ég!?! -

   Bréfið var undirritað af aðalbankastjóranum þáverandi,  svo ég hugsaði með mér:  Skollinn, pollinn, - ég sem á ekkert inn á banka, nema yfirfullan yfirdrátt, íbúðalán, og svo skuldir.

   Jú, svo átti ég lífeyrissjóð,-   séreignasjóð, sem lagður hafð verið inn í Kaupþing, þegar séreignalífeyrissjóðurin var lagður niður. - 

 Og ég hafði kvartað undan því að "höfuðstóllin" sem var mín séreign,  rýrnaði jafnt og þétt. -  Þrátt fyrir góðærið.  -

  Það fannst mér afar skrítið þar sem mér hafði verið tjáð að "séreign mín" yrði í góðri gæslu og hlyti hæstu vexti. - Svo ég kvartaði.

   Þá var mér sent flísteppi, svona sem dúsu. -  Ég endursendi teppið.

   Og við næstu áramót þegar inneign mín sýndi enn neikvæða niðurstöðu,  og ég bað um skýringu.

  Þá var mér boðið að leika í auglýsingu fyrir Lífeyrissparnað Kaupþings.

  Ég gafst upp, og hugsaði með mér að svona hlyti Davíð að hafa liðið eftir að hafa tekið allt útaf bankabókinni sinni,  en enginn fetaði í fótspor hans, menn höfðu bara skotið að honum fugli, (dulmál yfir að senda einhv. fingurinn.).

   Ég ákvað að gefa mig ekki, en því miður, mínir peningar sætu "pikkfastir" í Kaupþingi þar til ég kæmist á aldur.

   Svo féllu bankarnir hver af öðrum, ég var líka í viðskiptum við Glitni,  en ég skuldaði ekkert þar, og þó féll hann, ekki mér að kenna.

 - Og Landsbankinn, þar var ég líka í viðskiptum frá því ég man eftir mér, hvernig skyldi staðan vera þar?

   Síðast féll Kaupþing og þá var mér allri lokið.  Hvað yrði nú um þær fáu krónur sem ég átti eftir af mínum séreignasjóði,  sem ég sparaði, og lagði til hliðar, svo dætur mínar fengju allavega fyrir útför  minni ef ég félli frá fyrir aldur fram.

   Þegar Kaupþing hafði verið endurreistur,  og skilaskiptastjóranum verið skipt yfir í bankastjóra, og þar sem ég er að mestu sambandslaus hér fyrir norðan, sendi ég e-mail og spurðist fyrir, um séreignasjóðinn minn.

   Það var ekki hægt að segja mér stöðuna núna, en ég fékk að vita hvernig hún var áramótin 07/08,  jafnframt sem mér voru boðnir möguleikar á að setja innistæðu mína sem þeir gátu þó ekki sagt mér hve há væri,  þá buðu þeir mér samt, að leggja lífeyrissjóðinn minn í nýja áhættu, sem gæfi enn meira afsér enn sá fyrri, sem féll. 

   Ég vissi ekki hvort ég átti að gráta eða hlæja.

   Ég skundaði í Kaupþing hér fyrir norðan, hitti þar elskulegan þjónstufulltrúa sem sá um "séreignalífeyrissjóði", honum fannst jafnskrítið og mér hvernig inneign mín hafði rýrnað jafnt og þétt síðustu árin. - Ekki síst vegna þess, að Kaupþing hafði þá reglu áður sem nú,  að ekki mætti nota "séreignasjóð  54ra ára eiganda og eldri til áhættu".  - Þannig höfðu þessir háu herrar ekki bara haft mig og mínar skoðanir að engu,  heldur líka sínar eigin reglur, sem þeir skópu þó sjálfir.  

   Ekki nema vona að Davíð hafi orðið reiður, því auðvitað hlýtur hann að hafa vitað hvernig þeir höguðu sér þarna hjá Kaupþingi.  

   Svo nú bíð ég eftir niðurstöðu rannsóknar Seðlabankans á bankainneign minni, sem þeir gátu þó framkvæmt,  þrátt fyrir mikla "bankaleynd" annarra vafasamra einstaklinga.  -

   Og svo, þegar bankaleyndinni verður "aflétt" eftir kosningar,  vonandi segir Viðskiptaráðherra, þá hlýt ég að fá að vita um mín bankamál, sem nú eru, eða voru rannsökuð af Seðlabankanum.    

   Hey, hey, jibbý jei og jibbý jei !  Kannski á ég pening eftir alltsaman,  vel falinn á Kæman-eyju, eða Tortóla-eyju. - SÉRMERKTUR MÉR.   Jabbídabbídú !

   Í alvöru, út af einhverju er verið að rannsaka mig!


mbl.is Fráleit bankaleynd
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Aprílrós

Vona að þú fári skíringar sem fyrst á þínum banka málum ;) Þetta er ekki gott og margir enn í óvissu ;)

Knús á þig mín kæra ;)

Aprílrós, 17.3.2009 kl. 21:27

2 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Þetta er hið furðulegasta mál !

Og fær mig til að hugsa.  Ég er með séreignasjóð hjá Kaupþingi og bað um - þvert á ráðleggingar ráðgjafa - örugga ávöxtun.  Bara venjulegan innlánsreikning.  Í síðustu viku rak ég augun í að ég var með mínusávöxtun á séreignasparnaði mínum upp á næstum því 10% af höfuðstólnum.  Hann hafði rýrnað um 10% á mjög stuttum tíma.

Hvað er eiginlega í gangi ? 

Anna Einarsdóttir, 17.3.2009 kl. 23:36

3 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Ég er svo heppin að eiga engann séreignalífeyrissjóðsreikning   Samt var ítrekað hringt í mig frá KB banka og mér boðnir besti sparnaðarkostur sem til var á öllu landinu. 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 18.3.2009 kl. 00:38

4 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Þetta er allt hið undarlegasta mál! Ég er líka með séreignasparnað i Kaupþingi sem mér var sagt að stæði algjörlega fyrir sínu og mér væri óhætt að halda áfram að borga í hann e.k. (eftir kreppu ekki krist)

Nú ætla ég að kanna málið og svei mér ef mér er ekki skapi næst að hætta að borga í þessa vitleysu.

Góður pistill og ég vona svo sannarlega að þú komir vel út úr rannsókn seðlabankans :)

Hrönn Sigurðardóttir, 18.3.2009 kl. 08:35

5 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Takk fyrir frábæran pistil og baráttukveðjur.

Jenný Anna Baldursdóttir, 18.3.2009 kl. 13:39

6 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Vona að þú fáir peningana þína Lilja mín, og ef þeir eru þarna á Tortóla eða Langburtistan einhversstaðar að þeir borgi undir þig farið til að sækja þá, minna má það ekki vera.

Annars þetta er sorglegra en tárum taki, og vissulega þarf að fara ofan í saumana á því hvort þarna er ekki einmitt eitthvað saknæmt á ferðinni, sem hægt er að skoða og dæma í.  Knús á þig og vonandi áttu inni allan peninginn þinn.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 18.3.2009 kl. 22:02

7 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

Innlitskvitt og ljúfar kveðjur...:0)

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 18.3.2009 kl. 22:39

8 Smámynd: Eva Benjamínsdóttir

Elsku Lilja mín, ég á ekki til orð. Þetta er allt saman mjög grátt ef ekki sótsvart á litinn. Svona glæpastarfsemi hlýtur að koma í ljós og menn hljóta að verða sóttir til saka.

Mér hefur alltaf fundist óþefur af peningum nema þeim sem koma beint úr verksmiðjunni en þá fæ ég ekki í hendurnar og fæstir því allt er orðið rafrænt.

Gangi þér vel að heimta þýfið, þetta var lærdómsríkur pistill, takk fyrir mig.

kveðja, eva

Eva Benjamínsdóttir, 19.3.2009 kl. 00:25

9 Smámynd: Soffía Valdimarsdóttir

Það verður auðvitað að rannsaka svona glæpapakk eins og mig og þig.

Ég meina við vorum nógu vitlausar til að spara í sjóðum kaupþings - það hlýtur að vera eitthvað fleira gruggugt í okkar fjármálum!

Soffía Valdimarsdóttir, 19.3.2009 kl. 09:34

10 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

séreignarsjóðurinn minn í Landsbanka hefur líka rýrnað

Hólmdís Hjartardóttir, 19.3.2009 kl. 19:48

11 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Já, þetta er allt hið sérkennilegasta mál. - Ég bíð spennt eftir niðurstöðu rannsóknar Evu Joly.

LENGI MÁ MANNINN REYNA. -  ÉG VAR AÐ VONA AÐ ÞESSIR SVIKAHRAPPAR SÆJU AÐ SÉR OG SKILUÐU FENGNUM - Ég er svo bláeygð.

Síðustu fregnir s.s. af arðræningjunum í HB - Granda, og sú dæmalausa siðblinda sem þeir bera á borð fyrir þjóðina, sitjandi í einhverjum skattaskjólum í Suðurhöfum, og þora ekki heim.

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 19.3.2009 kl. 21:36

12 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

OG SVO ER ENN EIN GRÆÐGIN, ÞAR SEM " BYR" ER. - BANKINN HAFÐI VARLA VERIÐ STOFNAÐUR ÞEGAR HANN VAR FARINN AÐ GREIÐA ÚT ARÐ.- 

Og nú eigum við að borga það sukk líka. - NEI TAKK.

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 19.3.2009 kl. 21:39

13 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Flottur pistill hjá þér elskan, bara eins og ævilega.
Knús kveðjur
Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 20.3.2009 kl. 17:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband