Brjálæðingur á 245 kílómetra hraða á sveitavegi .....

Að hætta sér út á Þjóðvegi landsins nú orðið, er eins og að spila stöðugt í "Rússneskri rúllettu". - Þú veist aldrei HVAR "dauðaskotið" lendir. 

Er ekki komið nóg af þessum brjálæðingum, -  hvernig hugsa menn sem svona haga sér. -

Skyldu þeir gera sér grein fyrir því,  að það er ekki þeim að þakka,  ef, - og ég endurtek "ef"  þeir eru svo heppnir, að sleppa við,  að drepa saklausa vegfarendur. -

Þeim þykir þetta kannski töff, að geta gortað afþví hversu hratt þeir óku, - og hversu klárir þeir voru að sleppa undan löggunni.  - 

En þeir gorta sig ekki mikið liggjandi á líkbörum með munnin fullan af mold. -

Eða liggjandi í fangi lögregluþjóns eða sjúkraliða, hágrátandi, yfir að hafa "óvart" drepið saklausan vegfarenda. -  

Eða finnst þeim kannski "krúttlegt" að ranka við sér liggjand í sjúkrarúmi,  lamaður,  og geta ekki einusinni lyft litla fingri, hvað þá glasi.

Og nú fer í hönd ein mesta umferðarhelgi ársins. - 

ER EKKI BETRA AÐ HUGSA SIG AÐEINS UM ÁÐUR EN TRYLLT ER AF STAÐ. - ÞVÍ AKSTUR ER DAUÐANS ALVARA.

OG RÚSSNESK RÚLLETTA Á EKKI HEIMA Á ÞJÓVEGUM LANDSINS.


mbl.is Á 245 km hraða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnheiður Ólafía Davíðsdóttir

Það eru einmitt þessir menn, ökuníðingar sem aka á lífshættulegum hraða og ógna eigin lífi og annarra, sem setja svartan blett á vélhjólamenn. Hér er um að ræða tilræði við vegfarendur sem á að taka mjög hart á. Ég hef fulla trú á að Ólafur Helgi, sýslumaður, láti kné fylgja kviði í þessu máli og kalli þennan einstakling til ábyrgðar fyrir lífsógnandi athæfi. Ég hef skömm á fólki sem misnotar samgöngutæki á þennan hátt.

Ragnheiður Ólafía Davíðsdóttir, 31.7.2008 kl. 15:11

2 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Nú er að leggjast í bænir og ég meina það.  Ekki bara vegna umferðarinnar heldur vegna allra barnanna sem fara á fyllerí um helgina í aðstæðum sem þau þekkja ekki og hætturnar geta legið við hvert fótmál.

Knús á þig mín kæra, ég saknaði þín.

Jenný Anna Baldursdóttir, 31.7.2008 kl. 15:23

3 identicon

Ef lögreglan hefði veitt eftirför hefði þessi frétt verið um
banaslys en hvergi verði getið um þátt lögreglunar í því einsog
var í að minnsta kosti einu banaslys slysi í fyrrasumar.

Óli (IP-tala skráð) 31.7.2008 kl. 15:43

4 identicon

Já bara svona til að koma hina hliðina á málinu sem þið eigið örugglega mjög erfitt með að skilja en þá erum við mótorhjólafólk eins og býflugur gagnvart ykkur þið eruð skíthrædd við okkur en það er miklu eðlilegra að við séum hrædd við ykkur á bílunum ykkar inní stálbúri þegar þið eruð að mála ykkur, tala í símann og senda sms. Þið sjáið okkur oft ekki og sem dæmi eru 90% bifhjólaslysa útaf öðru ökutæki (BÍLA). Nú ég spyr líka hversu oft hefur bifhjól valdið slysi á öðrum en á sjálfum sér. Nú er ég ekki að réttlæta hraðakstur, ég er bara að koma með fleiri sjónarhorn á málinu. Því ef við ættum alltaf að dæma alla frá einum þá gæti ég allveg eins sagt því ég er sjálfur fórnarlamb ökutækis sem keyrði mig niður, að allt fólk á bílum eru bjánar en ég myndi hljóma svolítið bilaður þá. Eða hvað finnst ykkur?

Vignir (IP-tala skráð) 31.7.2008 kl. 15:47

5 Smámynd: Guðmundur Jónsson

Svona hjól sem er venjulega um 300 kíló með ökumanni þarf að vera á 290 km hraða til að vera jafn hættulegt öðrum vegfarendum og 2,5 tonna sportjeppi á 100 km hraða. þessi einstaklingur var því nær eingöngu að setja sjálfan sig í hættu en ekki aðra vegfarendur.

Guðmundur Jónsson, 31.7.2008 kl. 15:48

6 Smámynd: Hróðvar Sören

Óli færir hér góð rök fyrir því að eftirför lögreglu valdi banaslysi. Ég ætla þó að reyna að berjast í gegnum þau og sjá hvort einhver önnur lausn gæti leynst einhverstaðar. Tökum þetta skref fyrir skref:

1. Ekki keyra yfir hámarkshraða, allavega helst ekki 30-155 km/klst yfir hámarkshraða.

2. Ef lögreglan gefur merki um að þú eigir að stoppa / veitir eftirför, stoppaðu.

Hróðvar Sören, 31.7.2008 kl. 15:53

7 Smámynd: Hróðvar Sören

Guðmundur Jónsson, það sem þú segir hljómar frekar ótrúlega og ekki sérlega sannfærandi ( eða ýkt ). Ég er þó mjög forvitinn að vita og sjá ef þú veist hvar ég get nálgast upplýsingar til að fræðast um slíkt, þá kannski á sama stað og þú fékst þessar upplýsingar þínar.

Hróðvar Sören, 31.7.2008 kl. 15:56

8 Smámynd: Eva Benjamínsdóttir

Takk fyrir þenna pistil Liljan fríð. - Hvað liggur svona mikið á? Mér finnst sorglegast að flestir sem haga sér svona í hraðaakstri eru of ungir til að vera búnir að uppgötva fegurð náttúrunnar. Hún er ekki í hægagangi en hún er í gangi. Hvað er yndislegra en að staldra við, hugsa og njóta þess að koma heill heim, án þess að hafa valdið einhverjum skaða vísvitandi.

Ungir sem gamlir: EFTIR EINN EI AKI NEINN!!! Góða slysalausa helgi.

Eva Benjamínsdóttir, 31.7.2008 kl. 16:16

9 Smámynd: Heiða

Eva: mín reynsla sínir mér það að það hefur nákvæmlega ekkert með aldur að gera þegar hraðakstur er annars vegar þegar við ræðum um mótorhjól. Þetta er fólk á öllum aldri og úr öllum stéttum þjóðfélagsins.

Heiða, 31.7.2008 kl. 16:21

10 Smámynd: Sævar Einarsson

Núúúúúú þá er þetta í góðu lagi Guðmundur Jónsson ... no harm done ... hvernig er hægt að vera vitgrannur. Reiknaðir þú líka inní þetta hvernig fólk bregður þegar hjólið tekur framúr eða mætir öðrum á slíkum hraða ? reiknaðir þú líka hvernig hjól sem er ekið á 245km hraða er ekið framan á bíl á sem er á 100km hraða lítur út og bílinn ? eða reiknaðir þú þetta bara ef hjólið keyrir útaf ?

Sævar Einarsson, 31.7.2008 kl. 16:29

11 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Heyr, heyr, Ragnheiður, ég tek undir hvert orð.

Sammála því Jenný, nú þarf að leggjast á bæn. - En helst vildi ég biðja þess að foreldrar fari með börnum sínum í ferðalagið,  ef þau geta ekki á annan hátt komið í veg fyrir að þau fari. -

Því hvar í heiminum annarsstaðar en hér á Íslandi, sendum vð börnin okkar í gin úlfsins, eftirlitslaust.  - Foreldrar yppta öxlum, og afsaka sig með því að svona hafi þetta nú verið eins lengi og menn muna. -

 En það er rangt. - Eftirlitslausar tilhleypingar, eiga sér engin fordæmi. - M.a.s. bændur fylgjast grannt með sínum tilhleypingum hjá sínum búfénaði, og skrá hjá sér hverja sæðingu dyggilega.

En Íslenskir foreldrar, hvað eru þeir að hugsa. - Afhverju gera þeir ekki eins og faðir þinn gerði. -  Það snarvirkaði. - Ég notaði svipaði aðferð og hann á dætur mínar á sínum tíma, og það snarvirkaði líka. -

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 31.7.2008 kl. 16:40

12 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Óli ég veit ekki um hvaða slys þú ert að tala en ég geri ráð fyrir að þú sért með eitthvað sérstakt atvik í huga. -

 Ég er hinsvegar að tala um alla "vitleysinganna" í umferðinni. - og ef að þeir virða lög og reglur þá þarf engan að elta uppi.

Vignir þú veist jafnvel og ég,  að ég er að tala um hraðakstur. - Og það er alveg sama hversu vel þú ekur og hegðar þér í umferðinni. - Það eru hinir vitleysingarnir í umferðinni, sem eru líka út á vegunum, ökuníðingarnir sem þú gleymir að gera ráð fyrir þegar þú ekur langt yfir löglegum hraða, og átt þ.a.l.  ekki möguleika á að varna slysi,  þegar þú lendir á/í svona vitleysingi, ökuníðingi sem brýtur allar umferðareglur, og gefur skít í mannslíf.

Þú ættir að vita,  og minna félaga þína á,  að þú ert ekki einn á veginum, - það eru fleiri vegfarendur á ferð, og það bera að taka tillit til þeirra. -  Og þeim ber líka að taka tillit til þín. - 

En það er þessi gagnkvæma tillitsemi, sem oftar en ekki er skilin eftir heima þegar lagt er af stað út í umferðina.

Og þannig tekur vitleysingurinn völdin, - því það eru bara vitleysingar sem aka eins og brjálæðingar. -  Og virða hvorki lög né reglur.

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 31.7.2008 kl. 16:59

13 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

G.J. Ég nenni ekki að svara svona barnaskap, þér getur ekki verið alvara?- Læt svör Hróðvars til þín duga.

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 31.7.2008 kl. 17:02

14 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Takk fyrir þetta Hróðvar!

Þakka þér fyrir Eva ! Það er nefnilega staðreynd að í all flestum tilfellum eru þetta ökumenn undir 20 ára aldri, sem ættu að eiga allt lífið framundan, en kasta því á glæ fyrir augnabliksglýju yfir að sýna hversu kjarkaður hann er. -

En hraðakstur lýsir kjarkleysi - ekki kjarki. -

Eva: Tölur sýna það svo ekki verður um villst að ungir ökumenn 20 ára og yngri eru í miklum meirihluta þeirra sem eru að valda tjóni í umferðinni, með hraðakstri.

Meðal annars er skýring þeirra: Að þeir hafi látið vinina mana sig í hraðakstur.

Það þarf kjark til að láta ekki misvitra vini æsa sig upp í hraðakstur. -

Það þarf vit til vísa þeim inn á rétta braut sem sýna af sér vítavert gáleysi í akstri. 

HRAÐAKSTUR ER KJARKLEYSI.

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 31.7.2008 kl. 17:16

15 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Heiða ég skrifaði óvart Eva í stað nafna þíns hér að ofan. - Í sambandi við unga ökumenn.

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 31.7.2008 kl. 17:18

16 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Þakka þér fyrir Sævarinn! - Ég segi bara heyr, heyr, við orðum þínum. - Og vona að sem flestir lesi þau og taki þau til sín.

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 31.7.2008 kl. 17:22

17 Smámynd: Heiða

Lilja: já það er alveg rétt að tölurnar sýna þetta rétt, ég er sammála því. En ég var bara að tala um hraðaksturinn.......ekki um mögulegar afleiðingar þess ef eitthvað gerist. Því jú það er oftast reynslan sem bjargar þeim eldri út úr klípunni.

Heiða, 31.7.2008 kl. 17:39

18 identicon

Aldrei hef ég séð frétt um að mótorhjólamaður hafi drepið eða slasað bílstjóra, en nóg er til af bílstjórum sem hafa drepið og slasað mótorhjólamenn, tölfræðilega séð eru litlar sem engar líkur á að mótorhjólamaður muni slasa einhvern af ykkur, það er miklu líklegra að þið bílstjórarnir muni verða hjólamanni að tjóni.

Andri (IP-tala skráð) 31.7.2008 kl. 17:39

20 Smámynd: Aprílrós

Ökum á löglegum hraða. Ég fór hringveginn nú á dögunum og ók á 80-90 km hraða, og jafnvel oft var ég ekki á nema 60-70 km hraða og fannst mér það alveg feyki nógur hraði.

Kveðja Guðrún Ing

Aprílrós, 31.7.2008 kl. 20:14

21 Smámynd: PSP

"In multiple vehicle accidents, the driver of the other vehicle violated the motorcycle right-of-way and caused the accident in two-thirds of those accidents."

"The failure of motorists to detect and recognize motorcycles in traffic is the predominating cause of motorcycle accidents."

"Intersections are the most likely place for the motorcycle accident, with the other vehicle violating the motorcycle right-of-way, and often violating traffic controls."

"The median pre-crash speed was 29.8 mph, and the median crash speed was 21.5 mph, and the one-in-a-thousand crash speed is approximately 86 mph. "


The Hurt Report
"Motorcycle Accident Cause Factors and Identification of Countermeasures"
http://www.ct.gov/dot/LIB/dot/Documents/dhighwaysafety/CTDOT_Hurt.pdf

PSP, 31.7.2008 kl. 21:22

22 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Andri skilurðu ekki hvað er verið að tala um hér eða þykist þú ekki skilja það?

Afhverju heldur þú að það sé mismunandi hraðatakmörkun hér á vegum landsins. - Heldurðu kannski, að hraðatakmörkun sé bara til að hrekkja ökumenn ?

Þú veist allavega að leyfilegur hámarkshraði er alltaf miðaður við bestu hugsanlegu akstursskilyrði. -  Ég veit að þú veist það.

Og þú veist líka að ef þú ert á 245 kílómetra hraða á sveitavegi hér á landi, að kvöldi til þegar farð er að rökkva,  og kólna yfir nóttina eins og í gær og fyrrakvöld, að þá sækjast  rollur í að leggjast á vegina vegna hitans frá malbikinu og saltsins sem í því er. - 

Hvað heldur þú að gerist ef mótorhjól ekur á lamb sem stekkur í veg fyrir hjólið í rökkrinu?

Eða ekur á rollu sem liggur á veginum, -  og ökumaðurinn sér það, - hvenær?-

Og hvað þarf langan auðan vegarkafla til að ná að bremsa áður en komið er að fyrirstöðunni sem á veginum er?

Og hvað þarf viðbragðið að vera snöggt,  fyrir ökumann mótorhjóls á 245 km. hraða til að ná því að bjarga sér frá því að fara sér,  eða öðrum að voða, þegar hann mætir fyrirstöðu á veginum við þessi skilyrði. 

Svo hef ég horft á mótorhjólamann skaða sjálfan sig og farþega sinn, þegar hann prjónaði af stað á ljósum, missti stjórn á hjólinu, og dróst með því ásamt farþeganum sem varð fyrir óbætanlegum skaða, og er 100 % öryrki síðan. - Það er enginn heilagur. - Og það ætlar sér enginn að skaða neinn. - En slysin gerast, -  og þau gerast enn frekar ef óvarlega er farið.

Þessvegna á enginn að leika sér að hættunni.

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 31.7.2008 kl. 22:05

23 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Ég sé þetta nú ekki alveg svona svart/hvítt.  Mótorhjólamenn eins og ökumenn eru vel flestir hið besta fólk og virðir lög og reglur.  Veit ég að leiðin Þingvellir-Mosó, hefur oft verið notuð til hraðaksturs og þá hafa þeir oft þann háttinn á að það er undanfari sem fylgist með bílaumferð og gefa svo grænt ljós og þá er keyrt hratt.  Ökumenn bíla eru tillitslausir við ökumenn hjóla og sonur minn sem hefur mikið hjólað, segist alltaf haga sér þannig að hann sé ósýnilegur, öðruvísi er ekki hægt að lifa þetta af, því bílstjórar viðra ekki, nema í undantekningartilfellum, hjólreiðamenn.  Að mæta bílum hér á leiðinni Selfoss/Reykjavík, er glæpsamtlegt oft á tíðum,fólk í símanum eða að gera eitthvað annað og allt of oft höfum við þurft að fara út í kant vegna einhvers hálfvita sem gleymir sér og kemur á móti manni inni á hálfri okkar akgrein, hér á milli þarf sko að vera extra vel vakandi, hjólamenn eru ekki vandamál nema í fáum undantekningartilfellum, bílstjórar eru stórhættulegir margir hverjir, því miður allt of margir. Ég sé samt alveg alvarleika málsins, en er á móti því að það sé alltaf talað um þegar hjólamenn missa sig en mun minna um bílstjóra sem missa sig.  Annars er ég bara góð  Baseball Head 

Ásdís Sigurðardóttir, 31.7.2008 kl. 23:53

24 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Það er ekkert sem afsakar ofsaakstur og mér finnst að slíka ökumenn, hvort sem þeir eru á mótorhjóli eða í bíl, eigi að ákæra fyrir tilraun til manndráps.

Hvað er þetta annað?

Lára Hanna Einarsdóttir, 31.7.2008 kl. 23:55

25 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Elsku Ásdís mín ég er að tala um ofsaakstur, hraðakstur hvert sem ökutækið er. -

Akkúrat Lára Hanna! - Ég er alveg 100% sammála þér. - Ofsaakstur er glæpur, og þá sem stunda slíkan glæp á vegum landsins, ber að ákæra fyrir tilraun til manndráps.  -  

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 1.8.2008 kl. 00:09

26 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Ég sé nú ekki alveg tengslin á milli banaslyssins sem Óli vísar í og þátt lögreglunnar í því!

Kannski vegna þess að ég veit betur........ 

Hrönn Sigurðardóttir, 1.8.2008 kl. 00:32

27 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Hrönn ég fletti þessu upp, og mér sýnist þetta vera nákvæmlega þetta: Ofsaakstur á sér stað, lögreglan gefur ökumanni um að stoppamerki með bláum ljósum og sírenum. - Ökumaður virðir stöðvunarmerki lögreglunnar að vettugi, eykur hraðann missir stjórn á hjólinu,  og það endar á þennan skelfilega hátt. -   

Þetta er eingöngu ofsaakstrinum einum um að kenna. - Og fyrir ofsaakstri er engin afsökun. -  

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 1.8.2008 kl. 00:54

28 Smámynd: Cartman

Afhverju er fólk að hafa áhyggjur af fólki sem keyrir hratt?

Eigum við ekki frekar að hafa áhyggjur af vondum ökumönnum, sem eru að valda slysum og eru að keyra á? 

Cartman, 1.8.2008 kl. 02:19

29 Smámynd: Brynja skordal

Hafðu ljúfa helgi Elskuleg

Brynja skordal, 1.8.2008 kl. 08:56

30 Smámynd: www.zordis.com

Zad er engan veginn réttlaetanlegt ad fólk aki um á slíkum ógnarhrada zegar lög segja til um annad.

Ótrúlegur hradi sem á ad sekta fyrir!

Njótum helgarinnar öll sem eitt án slysa.

www.zordis.com, 1.8.2008 kl. 10:01

31 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Cartman, ég hef engar "áhyggjur" af því fólki sem keyrir of hratt, - ég hef áhyggjur af þeim "skaða" sem þetta sama fólk getur valdið "saklausum vegfarendum" með aksturslagi sínu . -

Það eru "vondir" ökumenn sem ekki virða  umferðalög, og hámarkshraða. -

Og það eru vitleysingar sem ekki skilja hvað hámarkshraði þýðir. - Og þeir hinir sömu ættu ekki að vera með ökupróf. -

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 1.8.2008 kl. 12:44

32 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Takk sömuleiðis Brynja mína. Og til hamingju með afmælið

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 1.8.2008 kl. 12:45

33 identicon

Lilja já þetta er alveg rosalegt, að maðurinn skuli hafa leift sér þetta, og alveg ótrúlegt að margir bílstjórar og hjólamenn hafi margoft keyrt á þessum hraða á þjóðvegum landsins og komist upp með það.

En er ekki betra að horfa bara beint á tölfræði málsins, þá sjáum við strax hvaða ökumenn og tæki eru RAUNVERULEGA hættuleg í umferðinni og hvað það er sem drepur og slasar.

Alvarleiki málsins er ýktur, þarf ekki að byggja alvarleika hraðakstursins á einhverjum tölfræðilegum upplýsingum sem styðja það að slíkt athæfi sé virkilega vítavert og morðtilraun, er virkilega hægt að kalla 245km hraða morðtilraun og bakka það ekki upp með neinum haldbærum sönnunum, bara það sem þið haldið að muni gerast, og er sanngjarnt að finna eitt dæmi um það sem mótorhjólamaður slasar annan þegar 90% slysa eru bílstjórum að kenna.

Kannski ættu mótorhjólamenn að skrifa nokkur blogg á dag um alla þá bílstjóra sem svínuðu fyrir þá og útnefna þá sem morðingja og annað, það væri þó bakkað um með einhverjum staðreyndum.

Andri (IP-tala skráð) 1.8.2008 kl. 12:59

34 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Þórdís þakka þér fyrir, ég er alveg fyllilega sammála þér. - En það virðist einhvernveginn vera okumenn sem halda að þeir séu einir í heiminum, og aleinir á vegunum, -

Þeir aka eins og brjálæðingar, og halda því fram að það sé allt í lagi. -

En þeir gleyma því að það eru fleiri vitleysingar eins og þeir sjálfir á vegunum, og þegar þeir mætast eða eru nálægt hver öðrum þá er voðinn vís.

Eins og myndbandið sýndi,  sem ég birti hér í síðustu færslu. 

Skoðið það Vignir, Óli, Andri, Heiða, PSP,  Cartmann, og þið öll hin, sem eruð út á vegunum og haldið að það sé hraðinn sem skiptir öllu máli.

Einusinni varð ég vitni að því að "Ráðherrabíl" með ráðherra innanborðs, var ekið af ofsahraða, frá Leifsstöð,  síðan ók hann framúr öfugu megin á Reykjanesbrautinni, og sikk sakkaði inn og út úr bílaröðinni, tók ósvífna sjénsa, og stórhættulega sjénsa og þannig hvarf hann sjónum mínum, nema þegar ég kem að ljósunum sem krossa gamla Hafnarfjarðarveginn, Keflavíkurveginn, Álftanesveg, hver er þá næsti bíll á undan mér á ljósunum, jú, sami ráðherrabíll. -

Þá hafði bílstjórnn ítrekað lagt sig og ráðherra sinn í lífshættu með fáránlegu aksturslagi sínu. - Og lagt aðra vegfarendur í lífshættu með stórhættulegum akstri sínum.-

Og hvað hafði hann upp úr þessum háskaakstri? - Ekkert !

Akkúrat ekkert! -

Ég ók á löglegum hraða, þeim sama hraða og aðrir ökumenn héldu sig á, sem á Brautinni voru,  - svo bílstjóri Ráðherrabílsins græddi varla tvær mínútur,  þar semhann var næsti bíll á undan mér, eins ég áður sagði.

Svo, þegar upp er staðið:   Þá græðir enginn á ofsaakstri, í umferðinni. - 

 Nema, hann kemst kannski fyrr inn í eilífðina, eða það sem öllu verra er, hann kemurjafnvel öðrum saklausum vegfarendum fyrr inn í dauðann, -  Og það er glæpur. 

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 1.8.2008 kl. 13:18

35 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Einar þetta er útúrsnúningur hjá þér, stundum bjóða aðstæður ekki upp á annað en að aka á 60 - 70 km hraða, jafnvel þarf að fara niður í 50 þar sem vegaframkvæmdir eru. -  og þær hafa verið miklar hringinn í krngum landið.

Þetta mundir þú vita hafir þú verið á ferðinni um landið undanfarnar vikur. -

Aðalatriðið er að fylgja straumnum á löglegum og jöfnum hraða þannig gengur umferðin best fyrir sig. - og allir ættu að komast heilir á leiðarenda. 

Því mundu það að hámarkshraði er leyfilegur 90 km. pr. klst. - Og þá er miðað við bestu hugsanlegar aðstæður.

Annars finnst mér að nú sé rétti tíminn til, að einhenda sér í,  að tvöfalda hringveginn eins og hann leggur sig. -

Þá væri ekkert atvinnuleysi næstu 4 árin a.m.k. -

Og þá mundum við losna við mörg slysin og svona mætti lengi telja. -l

Og tvöfaldur hringvegur dugar í tvær aldir, en álver í tuttugu ár. -

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 1.8.2008 kl. 16:04

36 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Sæl bloggvinkona - Sendu mér ósk, myndir og nauðsynlegar upplýsingar svo ég geti hjálpað þér - Minn e póstur er : eysteinsson@compaqnet.se

Gunnar Helgi Eysteinsson, 1.8.2008 kl. 16:43

37 Smámynd: Ingibjörg Hinriksdóttir

Sæl Lilja og takk fyrir áhugaverðan pistil. Þetta eru orð að sönnu hjá þér. Viðbrögðin hafa líka ekki látið á sér standa eins og svo oft áður þegar þú stingur á það sem óhætt er að kalla þjóðfélagsmein. Ökumenn vélhjóla eru ekki verri eða betri ökumenn en þeir sem aka bílum. Það er hins vegar ekki framhjá því litið að ökumenn vélhjóla geta þanið þau uppí hreint ótrúlegan hraða þar sem þessir ökumenn setja sjálfa sig í gríðarlega mikla hættu. Það er þó ekki afsökun fyrir því að aka svona hratt ... að þeir stefni ekki öðrum í hættu en sjálfum sér. 

Ökumenn allra vélknúinna ökutækja eiga að hugsa um aðra í umferðinni og forðast að hugsa bara um sitt eigið líf og sína limi. Við erum öll saman í umferðinni og verðum að hugsa sem ein heild. Vonandi verður helgin slysalaus og farsæl.

Ingibjörg Hinriksdóttir, 1.8.2008 kl. 18:03

38 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Takk Gunnar ég geri það. Kærar þakkir.

Þakka þér fyrir Ingibjörg, ég vona líka svo sannarlega að helgin verði slysalaus, en strax í dag urðu fjögur umferðaróhöpp, -  þar sem betur fer, fór betur en áhorfðist í fyrstu í þeim öllum. - Svo ég vona að þannig haldist það yfir helgina.

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 2.8.2008 kl. 00:38

39 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Einar mér þykir vænt um að heyra, að þú skulir vera sammála mér um mikilvægi þess, að tvöföldun á þjóðvegi 1, skuli vera sett í forgang, strax í gær. -

Þakka þér fyrir það Einar. Og bestu kveðjur til þín með ósk um góða helgi. 

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 2.8.2008 kl. 00:44

40 Smámynd: Magnús Paul Korntop

Bara eitt við þessu að segja og það er þetta:SVIPTA MANNINN PRÓFINU,TAKA AF HONUM HJÓLIÐ,LÁTA HANN SÆKJA ÞAÐ OG LÁTA HANN BORGA NÆGILEGA SEKT.

Magnús Paul Korntop, 2.8.2008 kl. 22:00

41 identicon

Þegar ég bjó á Íslandi þá bauð vinnan mín mér mikið upp á akstur á þjóðvegum landsins,  Það var oft á tíðum því að þakka að pabbi gamli kenndi mér að aka alltaf eins og allir væru brjálæðir vitleysingar í kringum mig.  Þ.e.a.s. passa mig á þvi að hafa gott bil á milli bíla, og svo framvegis.  Oft varð einmitt þessi hugsun mér til lífs. Ég hef oft orðið vitni af óskemmtilegum óhöppum á þjóðvegum landsins og oftast hefur mátt rekja það til einmitt óvarkárni í umferðinni og óþolinmæði

Þörf ábending og umræða.  

Guðrún B. (IP-tala skráð) 2.8.2008 kl. 22:25

42 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Já Magnús, það er líklega það eina sem dugir, við svona ökuniðinga. - Það er að svipta þá leikfanginu sínu. - Því vegirnir okkar er ekki leikvöllur.

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 2.8.2008 kl. 22:40

43 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Það er einmitt málið Guðrún B. - Pabbi þinn hefur þar metið aðstæður rétt. - Svona hef ég líka hugsað og kennt mínum börnum að hugsa, þegar við erum í umferðinni. -

Þakka þér kærlega fyrir þetta frábæra innlegg í umræðuna um brjálaðan hraðakstur , og afleiðingar af völdum ökuníðinga. 

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 2.8.2008 kl. 22:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband