11.7.2008 | 13:03
Segir undirheimunum stríð á hendur !!!!!
Segir undirheimunum stríð á hendur. -
Vill meina að það séu aðallega foringjar glæpagengja undirheimanna sem berjast á móti lögleiðingu.
Eitthvað hljómar þetta kunnuglega, - Hvaða kóngur er það hér á Íslandi sem vill ekki lögleiðingu?
Berst fyrir lögleiðingu fíkniefna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Færsluflokkar
Bloggvinir
- stjaniloga
- steinunnolina
- annaeinars
- annabjo
- gelgjan
- annaragna
- agbjarn
- aslaugas
- beggita
- kaffi
- beggipopp
- skordalsbrynja
- dofri
- eddabjo
- eddaagn
- eythora
- eggmann
- hjolagarpur
- evabenz
- einarorneinars
- garun
- rannug
- kokkurinn
- gurrihar
- kruttina
- jyderupdrottningin
- mammzan
- skulablogg
- blekpenni
- himmalingur
- hronnsig
- holmdish
- ingibjhin
- iaprag
- jenfo
- joningic
- prakkarinn
- nonniblogg
- jonaa
- photo
- kolgrima
- lindalinnet
- larahanna
- mariakr
- ruth777
- meistarinn
- korntop
- margith
- markusth
- astroblog
- lady
- ranka
- ragnhildur
- marzibil
- amman
- slembra
- rosa
- steingerdur
- steinibriem
- pandora
- svanurg
- tigercopper
- topplistinn
- valgeirskagfjord
- thorasig
- thorsteinnhelgi
- zordis
- oliskula
- helgatho
- jogamagg
- x-e
- gral
- madddy
- moguleikhusid
- drum
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hata fíkniefni, eins barnalegt og það hljómar. Hvernig væri að lögleiða frekar manngæsku? knús á þig elskan
Ásdís Sigurðardóttir, 11.7.2008 kl. 14:25
knús knús og bestu óskir um góða helgi
Linda Linnet Hilmarsdóttir, 11.7.2008 kl. 14:54
En Ásdís er áfengi og tóbak ekki fíkniefni !?!!? - Knús til þín á móti ljúfan.
Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 11.7.2008 kl. 15:03
Takk sömuleiðis elsku Linda mín, og hafðu það gott um helgina.
Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 11.7.2008 kl. 15:04
Vid setjum ýmislegt eitrid í kroppana okkar og zad er spurning hvort glaepir myndu ekki minnka eitthvad.
Góda helgi kaera Lilja
www.zordis.com, 11.7.2008 kl. 18:28
Þeir segja það sem vita hafa á, að glæpir munu minnka, þar sem eftirspurn muni minnka líka. - Og þessvegna eru þeir sem Undirheimunum stjórna á móti lögleiðingu því þeir vilja stjórna framboði og eftirspurn, eftir sínum hengtuleikum. -
Þeir segja líka t.d.: Því hver vill kaupa rándýrt efni blandað einhverri drullu, sem þú veist ekkert hver er, á uppsprengdu verði, - þegar þú getur farið út í búð og keypt þetta hreint óblandað á eðlilegu verði, þegar þig langar og ef þig langar. -
Og þá þýðir ekert fyrir sölumenn dauðans, að reyna að lokka skólabörn til neyslu með því að gefa þeim fyrstu skammtanna, þegar börn vita og eru upplýst um möguleikana sem þau eiga.
Og sem dæmi þá segja þeir: Hver kaupir t.d. landabrugg núna sem þú veist ekkert hvað er hvort það er tréspíri eða e-hvað annað eitur. - Þegar þú getur labbað þér út í búð og keypt t.d. Vodka, það sem þú veist þó hvað er og hvert innihald það hefur að geyma.
Enda þýðir ekkert fyrir landabruggara lengur að reyna að selja skólabörnum, allskonar ólyfjan eins og tíðkaðist fyrir 10 - 20 árum síðan, en hinsvegar gengur það mun betur með helvítis dópsalana, og þessvegna verður að stoppa þá, betra seint en aldrei..
MEÐ ÞVÍ AÐ EYÐA EFTIRSPURNINNI EFTIR ÓLÖGLEGUM EFNUM. -
Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 11.7.2008 kl. 19:05
Flott hjá þér Lilja, þetta er nákvæmlega það sama og ég hef verið að tauta (yfirleitt fyrir daufum eyrum). Neyslubönn kalla á mafíur með tilheyrandi neðanjarðarhagkerfi og viðbjóði og verðið á dópinu skrúfast upp. Væri ekki hreinlegra að fíklarnir fengju skammtinn sinn löglega hjá SÁÁ?
Að lokum, hvort á að vernda almenning fyrir þjófum og dópsölum eða fíklana fyrir sjálfum sér???
Sveinn (IP-tala skráð) 11.7.2008 kl. 21:13
Sonur minn var og er fíkill, þó hann haldi sér góðum í dag, veit maður aldrei. Ég barðist við þennan djöful í núna rúm þrjátíu ár. Og ég segi, það er fáránlegt að vera að leggja svona mikla áherslu á að gera fíkla að glæpamönnum. Í Bretlandi hættu þeir að hafa afskipti af þessum 0.eitthvað grömm í vasa fíklum, en fóru að einbeita sér að innflytjendunum, þeim sem fjármagna og sjá um söluna. Að eltast við brotið fólk, og taka af þeim grömmin, gerir ekkert annað en að auka eftirspurnina og auka gróða hinna raunverulega glæpamanna. Óvinarins andlitslausa. Þann sem hannar atburðarrásina, flekar börnin okkar, og venur þau á dópið.
Þess vegna á að gefa hass neyslu frjálsa og hafa rýmri reglur um annað slíkt dóp. Það tekur glæpinn burtu frá þessum sölumönnum dauðans. Þeir eru ófreskjurnar sem lifa og hagnast á boðum og bönnum. Það mætti til dæmis hafa dópið til sölu í apotekum og jafnvel út á lyfseðil, og alvarlega veikum fíklum á að gefa dópið á spítölum. En síðan þarf að stofna lokaða meðferðarstofnun þar sem fíklar eru dæmdir til lokunar á, þegar þeir brjóta af sér, þar mundu þeir undirgangast 12 sporakerfið, og ekki fá að fara út, fyrr en þeir væru tilbúnir að takast á við lífið.
Það er svo margt sem ég vil breyta í þessum undirheimum. En að gefa veiðileyfi á börnin okkar með þessum níðingum, er asnastrik sem ég bara skil ekki að skuli vera í gildi árið 2008 og hana nú !
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 11.7.2008 kl. 21:51
Þakka þér fyrir Sveinn, ég er nefnilega alveg fullkomlega sammála þér.
Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 11.7.2008 kl. 22:28
Elsku Ásthildur mín mikið er ég fegin að þú skulir skrifa þetta, þar sem þú þekkir málvöxtu svona þetta vel. -
ÉG VONA AÐ SEM FLESTIR LESI ÞAÐ SEM ÞÚ SKRIFAÐIR ÁSTHILDUR ! --
Því ég er sammála öllum þeim tillögum um úrbætur sem þú leggur hér fram. - í athugasemdum þínum. TAKK FYRIR ÞAÐ
Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 11.7.2008 kl. 22:36
Hvílík þvæla...
Páll Geir Bjarnason, 12.7.2008 kl. 00:16
Varla meira en svo að þú þurftir að hafa orð á því Páll Geir Bjarnason, en hver er þvælan greyið mitt ?
Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 12.7.2008 kl. 00:47
Þetta er lýsandi fyrir ákveðinn hóp fólks sem slær gjarnan fram stóryrðum án þess að rökstyðja mál sitt neitt frekar (sbr. Páll). Skyldi þessi hópur halda að virðing okkar hugsandi fólks fyrir þeim fari vaxandi af slíku tilefni?
Sveinn (IP-tala skráð) 12.7.2008 kl. 01:39
Takk fyrir orð þín Lilja. Ég hef lengi skrifað um þessi mál, og þegar tekið er saman hvað það kostar samfélagið að hafa fíkla á götunni, þá er það dýrara en þó sett verði á fót lokuð meðferðarstofnun, sem sinnir þeim. Þar má margt telja upp;
Fyrst er það meiri löggæsla, þar sem fólk gerir ýmislegt í annarlegu ástandi.
Svo er það læknahliðin, margir slasast, veikjast, og svo eru foreldrar og aðstandendur sem þurfa lyf og geðhjálp.
Það er dómskerfið líka sem þyngist, því séfellt er verið að dæma og refsa þessum greyjum, sem eru ekki lengur sjálfráð gerða sinna.
Það eru innbrot í fyrirtæki og til einstaklinga, sem missa eigur sínar, og jafnvel heilsu.
Það má tala um félagsmálakerfið, en margt lendir þar inn á borði vegna fíknar, bæði forræðismál, og aðstoð við fólk.
Skemmdir á eignum, limlestingar á fólki, jafnvel morð.
Óöryggi almennings á götum úti.
Dómsmálin, það er dýrt að hafa brotið fólk í fangelsi, þegar það á heima í meðferð.
Það er svo margt og margt. Mér finnst við ekki geta horft fram hjá þessu vandamáli lengur. Lögregla, dómarar, læknar, félagsfræðingar, heilbrigðiskerfið, aðstandendur og aðrir sem að þessum málum koma, ættu að leiða saman hesta sína í stórri ráðstefnu, þar sem yrði tekin ákvörðun um hvernig eigi að bregðast við þessum vanda.
Það hefur nefnilega aldrei verið gert. Heldur öll þeirra mál rekið á reiðanum. Aðstandendur eru heldur ekki þrýstihópur, þeir eiga nóg með sig og sín persónulegu vandamál, vegna aðstæðnanna. Heilu fjölskyldurnar eru meira og minna brotnar kring um einn fíkil. Þetta bara gengur ekki upp lengur. Hér þarf rödd sem heyrist hátt og skírt og heimtar svör, og aðgerðir.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 12.7.2008 kl. 11:50
ég þekki þetta sem betur fer ekki, en sannarlega er kominn tími til að hætta að elta ólar við fíkilinn, það er víst örugglega ekki hann sem makar krókinn á sölunni, það eru stærri laxar sem svífast einskis.
Annars, bara innlitskvitt og knús
Guðrún Jóhannesdóttir, 12.7.2008 kl. 12:36
Elsku Ásthildur, ég hef fylgst með framvindu þessara mála frá því fyrir kosningarnar 95. Vegna þess, að þá hafði ég verið að leika móður ungs fíkniefnaneytanda í leikriti eftir eitt fresmsta leikskáld okkar Guðmund Steinsson.
Og í kjölfarið höfðu aðstandendur fíkla samband við mig og báðu mig um að lesa erindi frá "Félagi aðstandenda": Erindið sem var frásögn foreldra á upplifun sinni við barn sitt, fíkilinn. og svo kerfið. - Á þessum árum hafði verið mikið atvinnuleysi og fyrstu alvöru merkin um að "Fíkniefnavandinn" hafði náð verulegri fótfestu á Íslandi. -
Ég flutti þetta erindi fyrir "Foreldranna" sem ekki treystu sér til að koma fram undir nafni, á fundum flokkanna um þessi mál. - og hlustaði á umræður frambjóðanda og kjósenda á framboðsfundum. -
Og þar sem ég var ekki aðstandandi, heldur hafði bara verið að leika aðstandenda, fékk ég líklega miklu hreinni og beinni svör, en foreldrarnir. nokkurntíma fengu. - Og ég man eftir vantrúnni og fordómunum. -
Flestum frambjóðendum var mikið í mun að láta vita að þeir væru sko til í að gera mikinn skurk í þessum málum. - Og margir voru með hástemmdar lýsingar um aðgerðir. - En minna hefur borið á efndunum. -
Enda held ég að þessi vandi sem þá var kominn, hafi komið öllum á óvart og því hafi sumir ekki trúað að ástandið væri orðið þetta slæmt. -
En ég veit að þessir foreldrar sem lögðu líf sitt að fótum flokkanna, gáfu allt sitt, og alla sína orku í, að ná fram einhverjum skilningi á vanda barna sinna. Hafa örmagnast af því sinnuleysi sem þeim hefur verið sýnt síðastliðinn áratug. -
Því það eru takmörk fyrir því hve lengi fólk getur haldið úti baráttu fyrir bættu samfélagi, í landi sem hefur sett græðgisgildið ofar manngildi. -
En nú er tími til að berja á dyrnar og láta frá sér heyra. -
Því nú þarf að taka til á heimilinu Íslandi. - "Manngildið ofar öllu" er mottó dagsins í dag um framtíða alla.
Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 12.7.2008 kl. 14:13
Ég veit Guðrún en eins og þú sérð hér fyrir ofan þekki ég ekki heldur þennan vanda á eigin skrokki eða mínum nánustu sem betur fer.- En ég hef vegna vinnu minnar þurft að kynna mér þessi mál, - Og hef þessvegna kynnst ýmsu sem væri ég aðstandandi. -
En ósk mín er sú að allir taki höndum saman og skoði sinn hug til þessara mála, í nútíð og framtíð.
Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 12.7.2008 kl. 14:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.