SJÓMANNADAGURINN ER HÁTÍÐISDAGURINN Í LÍFI MÍNU!

Sjómannadagurinn er dagur Hátíðar í mínu lífi. - Sjómannadagurinn er,  ásamt 1. maí,  þeir einu Hátíðisdagar í mínu lífi á mínum ungdómsárum sem ég man eftir. - 17. júni man ég fyrst eftir á 7unda ári enda var sá dagur aldrei svipur hjá sjón, á við Sjómannadaginn, og 1. maí,  - enda leiddist mér alltaf á 17. júní, og leiðist enn.  -

En Sjómannadagsins aftur á móti,  var beðið með eftirvæntingu á mínu heimili.  -

Og þegar hinn langþráði dagur rann upp. - Klæddist maður sínu fínasta pússi,  og lagði af stað út í hamingjuríkan dag.  -

Dagurinn byrjaði á Sjómannamessu.

Þar á eftir byrjuðu skemmtiatriðin, sem voru m.a.  kappróður, koddaslagur,  björgunarsund synt í sjóstakki og klofstígvélum, -  sem var og er mitt uppáhald. -

Svo færðist leikurinn upp á íþróttavöll þar sem fram fór m.a. pokahlaup, eggjahlaup, og klifur upp í mastur, og endaði svo í fótboltaleik.  - Þetta var SJÓMANNADAGURINN.

Um kvöldið var svo dansleikur fyrir fullorðna fólkið.

Það var iðulega langur og strangur undirbúningur fyrir dagskrá Sjómannadagsins,  sem stóð yfir í marga mánuði.  - Allt var gert til að gera daginn, sem eftirminnilegastan fyrir Sjómennina og þeirra fjölskyldur.  -  Og bara alla þá sem komu nálægt sjómönnum og þeim störfum sem að þeim sneri. - Sem voru auðvítað flestallir bæjarbúar.  

Að mörgu þurfti að hyggja og mörgu þurfti að redda, til að allir yrðu sáttir, og ættu Gleðilegan Hátíðardag Sjómanna . -

 Það var dásamlegt að fá að fæðast inn í sjávarpláss,- Að vísu var  það  svolítið sér á parti.  - Erfitt ?  Já , að sjálfsögðu.  -

Til dæmis var ég bara 4ra ára þegar ég synti mína fyrstu 200 metra, á Sjómannadaginn og fékk silfurmerki að launum. - Hvernig ég fór að því hef ég ekki hugmynd um, en þetta gerði ég. -

Það var ekki alltaf auðvelt, að búa í "Sjávarplássi", þeir voru nokkrir Bogensenarnir sem áttu Plássin, í þá daga,  staðina sem mynduðu sjávarplássin hringinn í kringum landið. 

 Þeir voru líka misjafnlega stórtækir.  Misjafnt hvað þeir áttu mörg pláss, umhverfis landið. -

 Ekki veit ég til dæmis hvað minn Bogesen í mínu "plássi" átti mörg Pláss,  en þau voru nokkur.

Þá voru "Stéttarfélög" nýstofnuð og "Sjómannafélög" líka nýstofnuð. - Og þeir sem að stofnuðu þessi félög voru ekki vinsælir, meðal Bogesenanna, og þá ekki heldur meðal almennings, sem ekki vildu styggja Bogesenanna, með því að standa með sjálfum sér og öðrum sjómönnum og verkamönnum.  Því þá gætu þeir misst vinnuna. -  En verkalýðsfélagar voru þá strax litnir hornauga, svo ekki sé meira sagt.

En þá voru heldur engir "lífeyrissjóðir" og þá voru engir "Sjúkrasjóðir".  Ekki einusinni "Slysasjóðir.", sem hefðu skipt sköpum fyrir þá sjómenn sem þá voru við sjómannsstörf og þeirra fjölskyldur.

Því þau voru mörg sjóslysin sem sjómennirnir okkar lentu í, jafnvel vegna gáleysis eigenda og/eða sparnaðar eigenda "Plássanna" á kostnað lífs,  og lima sjómannanna okkar, og þeirra fjölskyldna.

Má þar nefna dæmið um mótorbátinn Kristján sem kom að landi,  eftir að hafa verið týndur á hafi úti  í tíu daga, og hafði verið talin af. -  Þar var það þrautseigja Sjómannanna sjálfra sem skilaði þeim sjómannslífum heilum heim, sem þar voru um borð.

Ef ég ber lífið hér á árum áður,  saman við sjómannadaginn nú, árið 2008,  er það fyrsta sem kemur upp í hugann hve, - sjómönnunum okkar hefur fækkað, -  Sem dæmi:  Er ekki til neinn skóli lengur,  sem heitir Sjómannaskólinn, og ekki heldur Vélstjóraskólinn. - Þar er ekki lengur þörf á Sérskólum lengur fyrir þessi störf, sem hafa verið lífæð þjóðarinnar. -  Þar er mikil breyting hjá fiskiþjóðinni á hjara veraldar. 

Því spyr ég : Til hvers erum við þá að halda upp á Sjómannadaginn?

 

Bara til þess að geta sagt: GLEÐILEGA HÁTÍÐ SJÓMENN NÆR OG FJÆR.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Bergur Thorberg

Já Lilja mín. Þetta er nú bara eins og talað úr mínum munni. Þessi reynsla sem þú lýsir hér, gæti allt eins verið mín. Til hamingju með daginn!

Bergur Thorberg, 1.6.2008 kl. 08:10

2 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Ekki tók ég nú virkan þátt í sjómannadeginum en man samt eftir því að pabbi keyrði okkur systkynin alltaf niður að höfn að morgni dags til að sjá fánaborgirnar á skipunum á meðan mamma eldaði sunnudagssteikina.

Til hamingju með daginn sægarpar nær og fjær! 

Ía Jóhannsdóttir, 1.6.2008 kl. 09:17

3 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ég er alin upp hjá sjómanni, stýrimanni úr gamla Stýrimannaskólanum í vesturbæ.  Þannig að ég veit hvað þú ert að tala um.  Þú segir það vel.

Gleðilegan sjómannadag.

Jenný Anna Baldursdóttir, 1.6.2008 kl. 11:37

4 Smámynd: Tiger

  Skemmtileg færsla hjá þér Lilja mín. Það eru fullt af sjómönnum í ættinni og í kringum mig - en sjálfur er ég alger landkrabbi og myndi aldrei treysta mér á sjóinn.

Knús á þig og þína mín kæra og eigðu yndislegan sjómannasunnudag!

Tiger, 1.6.2008 kl. 14:04

5 Smámynd: Helga Guðrún Eiríksdóttir

Sunday

Helga Guðrún Eiríksdóttir, 1.6.2008 kl. 18:32

6 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Þetta er skemmtileg færsla elsku Lilja.  Sjómannadagurinn er líka merkilegur í mínum huga, ótrúlega magnaðar hátíðir í æsku minni.  Takk fyrir góðar kveðjur og ég vona að þú og þínir hafi það sem best.

Ásdís Sigurðardóttir, 1.6.2008 kl. 20:01

7 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Þakka ykkur öllum fyrr góðar kveðjur í tilefni dagsins.  -  Sá örlítið brot af viðtali við stórglæsilega Sjómannsfrú, þar sem hún sagði frá lífi sjómannsins hér áður. - Þá datt mér einmitt í hug hún mamma mín þegar hú átti mig, þá var pabbi á Eldborginni að kenna Grænlendingum að veiða,  við Grænlandsstrendur. -

 Þetta var sex mánaða útivera og hann hafði farið þrem mánuðum áður en ég fæddist og kom heim þegar ég var þriggja mánaða gömul. -  En það voru a.m.k. 6 börn sem áhöfnin á Eldborginni fengu á þrem dögum, á þeim tíma var safnað saman öllum skeytunum þar til allar konurnar voru búnar að fæða, og svo var sent út skeyti með upplýsingum um dag, kyn og stærð. - Af þessu var mikið hlegið á þeim tíma og við börnin kölluð einhverju samnefni - Æ, já, ertu eitt af þeim börnum var sagt við mig, eitt sinn. - Þegar ég var að gefa upp, fæðingardag minn og ár og fæðingarstað.  -

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 1.6.2008 kl. 20:58

8 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Góð spurning og góða færsla.

Gunnar Helgi Eysteinsson, 1.6.2008 kl. 21:06

9 Smámynd: Eyþór Árnason

Til hamingju með daginn Lilja mín. Það hefur verið strax kraftur i þér: Fjögurra ára og syndir 200 m!!! Kveðja.

Eyþór Árnason, 1.6.2008 kl. 23:10

10 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Ég var nú ekkert einsdæmi Eyþór minn, en kraftinn vantaði ekki, þó ég hafi verið ung og óvenju lítil eftir aldri.  -  Var ég var mikill vatnsköttur, eins og sagt var.

En ætli ég hafi ekki verið komin vel á fimmta árið, þó ég hafi verið skrifuð 4ra ára. -  

Annars eins og ég segi,  það er  fjöldinn allur af börnum, sem verða snemma synd, eins og yngri dóttir mín er líka ikill vatnsköttur, og varð snemma synd, eða löngu áður en hún byrjaði í skóla. 

Þó henni hafi lengi vel, fundist best,  að láta mig synda með sig á bakinu. -

Þá lá hún á bakinu á mér, og lét sig fljóta,  og hélt í hárið mér einsog hún héldi í beisli. - þannig leið henni óhemju vel í vatninu.

 Og þannig synti ég með hana, a.m.k. tíu umferðir umferðir inn í Laugardal.

 Þetta var eina ráðið fyrir mig til að fá að synda í friði. -  Því hún var of ung til að vera ein út í djúpu lauginni.

Og ekki gat ég heldur skilið hana eftir eina, þó hún væri í grunnu lauginni. - En ég varð að fá að synda. - Þannig get ég hugsað, og lært textann minn, á meðan eg syndi.

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 1.6.2008 kl. 23:44

11 Smámynd: Eva Benjamínsdóttir

Alveg yndisleg færsla Lilja mín og til hamingju með góðar bernsku minningar á sjómannadaginn. Ég deili þeim með þér og skil þig vel. Pabbi minn og bróðir voru sjómenn og ég bar óumræðanlega virðingu fyrir sjómannsstéttinni og geri enn. - Sé þig í anda syndandi með barnið á bakinu einsog 'Helga Haraldsdóttir Hólmverjanna tigna drottning'.

Eva Benjamínsdóttir, 2.6.2008 kl. 00:55

12 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Það er nú dálítið skondið að þú skulir nefna Helgu Haraldsdóttur, ég held ég hljóti að ég hafi verið með þá sögu í huga þegar ég reyndi þetta fyrst. -

 Án þess samt að gera mér grein fyrir því. - 

En þetta er ótrúlega góð aðferð, við að synda með börn. -

Maður syndir alveg óheftur.- Og byrðin (barnið) verður líka mjög létt i vatninu.

Að ég tali nú ekki um ef maður syndir svona í sjó, það er enn léttara.

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 2.6.2008 kl. 10:45

13 Smámynd: Viðar Eggertsson

Elsku Lilja, þú gleymdir einu:

Sjómannadagurinn byrjaði á því að útvarpað var á þessum sunnudagsmorgni á Rás eitt (nema hvað) 1. þættinum af fjölskylduleikritinu Hræðilega fjölskyldan.!

Þar er nákvæm tímasetning í gangi... óvenjuleg fjölskylda sest að í litlum og friðsælum bæ og allt verður vitlaust!

Er þetta verk ekki að ríma ómótstæðilega við samtíma okkar á litla Íslandi.. að ég tala ekki um litla friðsæla bæi sem taka á móti framandi fjölskyldum...?

ég bara spyr!

kv.

Viðar Eggertsson, 3.6.2008 kl. 18:10

14 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Jú, elsku Viðar minn !  - Það er sko svo sannarlega satt.  - Og takk fyrir að minna mig á það,  ég skil ekki hvernig ég gat gleymt því. -  Eins og ég er búin að eiga yndislegar stundir með Rás1 í vetur.  -

Og nú verður líka gaman í allt sumar. - Þú ert mikil heillastjarna fyrir RÚV, Viðar. - Og ég læt mig ekki vanta við að fylgjast með "Hræðilegu fjölskyldunni" á Rás1 á sunnudagsmorgnum.

Og Viðar !  - Takk fyrir skrifin í Gestabókina mína,-  var fyrst að sjá það í fyrradag, ætlaði þá að svara í sömu mynt en var hálf feimin við það, af því að það er svo langt síðan. -  TAKK FYRIR AÐ VERA LÍKA BLOGGVINUR MINN. -  

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 3.6.2008 kl. 18:22

15 Smámynd: Ólafur Ragnarsson

Sæl Lilja Guðrún!Ég vil þakka þér fyrir þessa færslu sem er frábær lesning.Það yljar gömlum sjóara sem vill dag sjómanna sem mestan um hjartarætur að lesa þetta.Hafðu mikla þökk fyrir.Sértu ávallt kært kvödd

Ólafur Ragnarsson, 6.6.2008 kl. 21:55

16 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Þakka þér fyrir fallega kveðju Ólafur.  -

Það er svo gott að finna að það eru fleiri en ég,  þeirri tilfinningu með mér,  að vilja dag sjómanna, sem mestan og bestan. - 

Kærar þakkir fyrir að skrifa og láta heyra frá þér. - 

 Það er mér mikils virði.

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 7.6.2008 kl. 21:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband