MISTÖKIN REYNDUST OG MISTÖKIN LEYNDUST !!!!

Í níu mánuði hefur frumvarp til laga um breytingu á eftirlaunalögum legið fyrir á Alþingi.  Frumvarpið  var  lagt fram af nokkrum þingmönnum Samfylkingarinnar undir forystu Valgerðar Bjarnadóttur varaþingmanns Samfylkingarinnar. - 

 Formanni Allsherjarnefndar þótti ekki taka því að ræða frumvarpið í Allsherjarnefnd þar sem Stjórnarfrumvarp um breytingu á Eftirlaunalögunum væri á leiðinni. - Og bíða ætti eftir því.

Og það var beðið og beðið og BEÐIÐ...

Og beðið í 1 mánuð, -  og spennan jókst. - og .... ekkert heyrðist frá Stjórnarandstöðu

Og það var beðið í 2 mánuði, -  og ekkert spurðist til Stjórnarfrumvarps.  -  frumvarp stjórnarliða úr Samfylkingingunni lá frammi. - ekkert heyrðist frá Stjórnarandstöðu.

Það var beðið í 3 mánuði, - og enn spurðist ekkert til Stjórnarfrumvarps. - En frumvarp Valgerðar  beið þess að um það væri fjallað. - EKKERT HEYRÐIST FRÁ STJÓRNARANDSTÖÐU

Það var beðið í 4 mánuði, - og enn bólaði ekkert á Stjórnarfrumvarpi um breytingu á Eftirlaunalögunum. - OG ENN HEYRÐIST EKKERT FRÁ STJÓRNARANDSTÖÐU

þegar búið var að bíða í 1, 2, 3, 4, 5 mánuði,  - og komið nýtt ár,  og ekkert spurðist til Stjórnarfrumvarpsins -  Þá var Birgir Ármannsson formaður Allsherjarnefndar inntur eftir hvað tefði fæðingu "eftirlaunafrumvarps" Valgerðar Bjarna & Co, - Birgir taldi óþarfa að ræða það,  þar sem Stjórnarfrumvarp væri í deiglunni.- ENGIN VIÐBRÖGРFRÁ STJÓRNARANDSTÖÐUFLOKKUNUM 

það var beðið í 6 mánuði,  - og maður heyrði,  að á kaffihúsum og í matartímum,  og í spjalli á vinnustöðum var fólk alvarlega farið að velta því fyrir sér,  - hvað liði leiðréttingu á þessum ósvífnu og vitleysu lögum, sem sett voru fyrir ráðamenn og embættismenn. - OG AFHVERJU HEYRÐIST EKKERT FRÁ STJÓRNARANDSTÖÐUNNI?

7 mánuðir liðu í bið, -  og fólk var hætt að hafa þetta í flimtingum. -  Nú var kominn þungi í umræðurnar á vinnustöðunum og í kaffihúsum og hvar sem fleiri en tveir komu saman. - Allsstaðar var talað, og nú var fólk orðið vonsvikið,  reitt út í ALLA Alþingismenn hvar í flokki sem þeir voru. - ÞVÍ EKKERT HEYRÐIST FRÁ STJÓRNARANDSTÖÐUNNI?

8 mánuðir liðu í bið, og enn kom ekkert frá Ríkisstjórninni. -  Kurr var kominn í hinn almenna kjósanda, hvort heldur þú hittir hann, á vinnustað, í búðinni, eða á götunni. -  Nú var spurt sem svo: AFHVERJU HEYRIST EKKERT FRÁ STJÓRNARANDSTÖÐUNNI ?  STJÓRNARANDSTAÐAN LOFAÐI AÐ .AFNEMA ÓSÓMANN !

SVO VAR LÍKA SAGT - STJÓRNARFRUMVARP!  AFHVERJU ÞARF AÐ BÍÐA EFTIR ÞVÍ? -  HVURSLAGS RUGL ER ÞETTA!  -

VORU ÞAÐ EKKI STJÓRNARLIÐAR SEM LÖGÐU ÞETTA FRUMVARP FRAM?

Já, hvurslags rugl er þetta, - er það ekki í verkahring þingmanna að vinna að,  og leggja fram frumvarp,  og samþykkja. - Og síðan Ríkisstjórnar og ráðherra að koma samþykkt Alþingis í framkvæmd. - Hversvegna er ekki unnið samkvæmt Stjórnsýslulögum?

Í 9 mánuði hefur verið beðið eftir því að frumvarp Valgerður og Co verði tekið fyrir,  rætt,  og það verði að lögum áður en þingi lyki í vor. -

 En nú er komið að þinglokum, og ekkert hefur breyst -  eftirlaunalögin enn í fullu gildi. -

Formaður Allsherjarnefndar Birgir Ármannsson hefur barist hatrammlega gegn umræðu um frumvarpið. -  Og fékk við það dyggilegan stuðning allra þingmanna allra flokka utan nokkurra Samfylkingarmanna sem voru meðflytjendur Valgerðar, og Ögmundar Jónassonar sem hefur sagt að hann vildi styðja frumvarp Valgerðar Bjarnadóttur.

Það frumvarp sem búið er að liggja hjá Allsherjarnefnd frá upphafi þings s.l. haust. -  Hafði enginn áhuga á að fá í umræðuna hvað þá að það yrði að lögum.  - Og auðvitað bólaði ekkert á frumvarpi frá Ríkisstjórninni,  um breytingu á eftirlaunalögunum. - Augljóst er að það stóð heldur aldrei til. -

OG EKKI KVARTAÐI STJÓRNARANDSTAÐAN - ENDA VIRTIST ENGINN ÞAR HAFA ÁHUGA  Á AÐ BREYTA EFTIRLAUNALÖGUNUM. - NEMA ÖGMUNDUR JÓNASSON.

Formenn allra flokka mættu í síðasta þátt vetrarins á Silfri Egils.  

Fomenn allra flokka sögðu að mistök hefðu átt sér stað við gerð eftirlaunalaganna á sínum tíma sem þyrfti að laga.

Formenn allra flokka, sögðust sammála um að mistökin þyrfti að laga, og það sem fyrst.

Formenn allra flokka vildu allir að frumvarp um breytingar á eftirlaunalögunum næðu fram að ganga, um það var enginn ágreiningur.

Steingrímur J. lýsti því yfir í Silfri Egils að hann styddi Frumvarpið hennar Valgerðar & félaga um breytingar á títtnefndum lögum.

EN AFHVERJU HEYRÐIST ÞÁ EKKERT FRÁ FORMÖNNUM STJÓRNARANDSTÖÐUNNAR ÞÁ NÍU MÁNUÐI SEM FRUMVARPIÐ LÁ FYRIR ?

ALLIR ÞINGMENN SEM ÉG HEF RÆTT VIÐ SEGJAST STYÐJA FRUMVARP VALGERÐAR BJARNADÓTTUR & FÉLAGA -  HVERSVEGNA LÉTU ÞEIR ÞÁ EKKI SKOÐUN SÍNA Í LJÓS Á ALÞINGI? -

OG HVERSVEGNA NÁÐIST ÞÁ EKKI AÐ KOMA ÞESSU FRUMVARPI Í GEGNUM ÞINGIÐ, ÚRÞVÍ ALLIR ERU SVONA SKRATTI SAMMÁLA.  - 

HALDIÐ ÞIÐ AÐ EFTIRLAUNALÖGUNUM VERÐI EITTHVAÐ FREKAR BREYTT EFTIR SUMARFRÍ, ÞEGAR ÞING KEMUR SAMAN Á NÝ?

NEI, AFHVERJU ÆTTU ÞINGMENN FREKAR AÐ VILJA BREYTA ÞESSUM ÓSÓMA Í HAUST? 

AFHVERJU EKKI?

AFÞVÍ AÐ ÞEIR VILJA ALLSEKKI BREYTA EFTIRLAUNALÖGUNUM.

ÞINGMENN VILJA FÁ ÞAÐ Í SINN HLUT SEM ÞEIM VAR LOFAÐ ÞEGAR ÞEIR SAMÞYKKTU EFTIRLAUNALÖGIN.

 

 

 


mbl.is Farið yfir eftirlaunalög í sumar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

Veistu það elsku Liljan mín,ég verð svo reið ef ég byrja að tala um pólitík að það er langbest fyrir mig bara að þeygja

annars knús knús og bestu kveðjur til þín og þinna

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 29.5.2008 kl. 20:14

2 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Brilljant súmmering á glötuðu ástandi.

Jenný Anna Baldursdóttir, 29.5.2008 kl. 21:45

3 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Góð.  Ég er foxill yfir því að ekki "náðist" að leiðrétta þessi "mistök"

Hólmdís Hjartardóttir, 30.5.2008 kl. 01:39

4 identicon

ÞETTA sem ég les hjá þér er greiningin sem Stöð 2 átti að vinna í stað þess að hamast á einni konu þegar hvorki gekk né rak með þetta eftirlaunamál. Hafðu þökk fyrir Lilja.

Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 31.5.2008 kl. 18:55

5 Smámynd: Tiger

Æi, er ekki bara sami rassinn undir þeim öllum - sami rass og var/er undir fyrrum harðstjóra og einræðisherra Sjálfstæðisflokksins - allir tala um að gera eitthvað, breyta einhverju - en engin hefur dug til að starta neinu - og engin hefur raunverulega áhuga á því að skerða eigin köku? Ef það ætti að leiðrétta eða skerða eitthvað hjá þeim lægst launuðu í þjóðfélaginu - þá væri löngu búið að klára það mál til fulls...

Knús á þig Lilja mín og eigðu yndislegan sunnudag.

Tiger, 1.6.2008 kl. 02:45

6 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Ég held TíCí að þessi mýta um að það sé sami rassinn undir öllum Alþingismönnum, hjálpi þeim að svíkja bæði sjálfa sig og kjósendur undir þessu kjörorði:  Æ, það er nú einusinni sami rassinn undir þeim öllum. - Þannig hafa þeir komist upp með allan andskotan og horfið í fjöldan undir þessu "kjörorði" :  Er ekki sama rassgatið undir þeim öllum.

Nei það er það ekki : En það verður það, ef við leyfum þeim,  að haga sér svona.-   En það er það ekki ennþá,  því .....

Þá hefði Valgerður Bjarnadóttir varaþingmaður Samfylkingarinnar ásamt fleiri þingmönnum frá Samfylkingunni ekki lagt fram frumvarp til laga um breytingar á eftirlaunalögunum. -

Það er ekki sami rassinn undir þeim öllum,  því þá hefðu þessir "allir" þingmenn,  sem þykjast styðja, "breytingar" við "Eftirlaunalögin," ekki bara verið að "þykjast" heldur hefðu þeir þá fylgt,  þeim þingmönnum sem lögðu fram frumvarpið. 

Það er nefnilega alveg hárrétt, hjá þér TíCí,  að ef að það hefði átt að skerða rétt þeirra lægst launuðu,  í eftirlaunalögunum, (sem það gerir í sjálfu sér gáðu að því) -  þá væri löngu búið að því, -  svona eins og dæmin sanna - og ekki bara einusinni, og ekki bara tvisvar, heldur oftar. - Samanber lögin sem sett voru á Aldraða og Öryrkja í tíð Davíðs og Halldórs.

Þrátt fyrir dóm, þá settu þeir "fóstbræður" og þeirra ráðherrar, lög á aldraða og Öryrkja.  Og komust upp með það, vegna þessarar mýtu :  Æ, er ekki bara sama rassgatið undir þeim öllum.

En ætlum við sem eigum að heita "viti bornar manneskjur" að láta þetta yfir okkur ganga, og skila þannig þjóðarbúinu til arfleifðar okkar? 

 Ég bara spyr.

Ég vil að við forgangsröðum upp á nýtt, fyrir þá sem á Alþingi sitja, og ef þeir skilja ekki þá forgangsröðun sem við viljum hafa í Þjóðfélagi okkar, þá kjósum við þá ekki.  -

Því það erum við landsmenn sem eigum valið.  - Og hjá okkur er valdið

Og hvar hefur STJÓRNARANDSTAÐAN verið, það hefur ekki herst múkk frá þeim. 

Frú fyrrverandi ráðherra Siv Friðleifs sagðist hafa verið að bíða eftir hvernig þau klóruðu sig útúr þessu. - Og átti væntanlega við þau Geir H. Haarde og Ingibjörgu Sólrúnu. - 

 En hún "gleymdi" að geta þeirra hundruð þúsunda sem legðist ofaná hennar eigin "fyrrverandi ráðherralaun" á mánuði í eftirlaunum, að ég tali nú ekki um laun Guðna Ágústssonar, og annarra fyrrv. ráðherra sem dobblast ef ekki redobblast. 

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 1.6.2008 kl. 03:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband