Afmælisbarn dagsins er eina leikkonan sem vitað er um að hafi tvöfaldað aldur sinn á meðan á tökum, myndarinnar stóð.! - Hver er þessi stúlka? Það er auðvitað litla stóra stelpan mín !
Ég var ósköp þreytt þegar ég vaknaði þennan dag að morgni 20. maí. - Ég man að ég leit á klukkuna, og hugsaði mér að ég yrði að dröslast á fætur og fara í mæðraskoðun úrþví litli kúlubúinn, litla jóðið mitt vildi ekki yfirgefa sitt huggulega jóðlíf og koma yfir í heiminn til mín.
Væri alveg til í að fara beint upp á deild núna og fæða í einum grænum, tilkynnti ég manni mínum og börnum loks þegar ég skreiddist á fætur, og rak þau fram úr í leiðinni. -
Ég var þreytt, hafði leikið 86 sýningar á Gæjum og Píjum og aðrar 80 sýningar af Soffíu frænku í Kardimommubænum, og ljósmóðirin sem skoðaði mig, í seinustu skoðun, hafði sagt ósköp varlega, við mig, að hún hefði áhyggjur, af miklum kviðvöðvum mínum, - ég sagði henni að ég hédi að það væri útaf því hvernig ég beitti vöðvunum þegar ræningjarnir væru að ræna Soffíu frænku og bera hana á milli í hengirúminu sínu. - Hún sagði að það gæti orðið erfiðara fyrir mig að fæða, ef vöðvarnir væru svona hertir, stórir og stæltir.
En nú var sýningum á Kardimommubænum lokið, fram að hausti. - Og söngleiknum "Gæjar og Píur" var líka lokið, allra, allra síðasta sýning hafði verið þann 17. maí. -
Svo nú var, næst á dagskrá, hjá mér, að fæða barnið mitt, áður en ég færi að vinna við næsta verkefni. -
Mikið hafði ég verið fegin að lokinni sýningu, þann 17. maí, ég hljóp upp alla stiganna upp á saumastofu og skilaði af mér búningunum mínum, hoppaði svo niður alla stigana, alveg niður í leikhúskjallara, hljóp aftur alla leið upp, og niður aftur, og hljóp upp aftur, og kvaddi alla samstarfsmenn mína, í sýningunni.
Þar var m.a. Sæbjörn Jónsson, sem var hljómsveitarsjóri sýningarinnar, hann ásamt fleirum úr sinfóníuhljómsveitinni fannst spennandi að fylgjast með hvernig tóneyra Jóðið í Kúlunni minni, hefði, þegar fram liðu stundir.
- Nema þegar ég hafði kvatt allt þetta góða fólk og þakkað öllum fyrir gleði og gæfuríkt samstarf á leikárinu. Gekk ég út úr leikhúsinu sannfærð um að ég mundi fæða strax núna, svona korter yfir,- auðvitað næði ég heim fyrst, en ekki meira en svo. - En mér varð nú ekki af ósk minni.
Þegar heim kom gerði ég allt klárt fyrir ferð á Fæðingarheimilið. Og fór svo að sofa, örþreytt, en líka full eftirvæntingar. - Því var ég mjög hissa, reyndar hálf móðguð, þegar ég vaknaði um morgunin og barnið var enn ekki komið. -
Og það leið önnur nótt og ekkert gerðist, - engir verkir, ekki einusinni verkir, eins og verkirnir sem komu á sýningunni þann 1. maí, - þá byrjuðu harðir verkir strax í opnunaratriðinu, breyttust svo í nokkuð harðar hríðar, sem fóru vaxandi, ég ákvað í samráði við sýningarstjóra, að reyna að halda út fram að hléi, allavega reyna að klára aðal spilanúmerin mín, því ég spilaði líka á Alt Horn í þessari sýningu, og varð því að reyna að halda út eins lengi og ég gat. - Í síðasta atriði fyrir hlé var ég sannfærð um að ég væri að fara að fæða.- Sýningarstjórinn var jafn sannfærð og var búinn að skipa sviðsmönnum að sækja sjóðandi vatn og hafa tilbúið á sviðskantinum. - En í hléinu datt allt í dúnalogn. - Bara stoppaði allt. -
Þessvegna var ég þreytt og fúl þegar ég vaknaði þennan fallega morgunn. - En það stóð nú ekki lengi. - Ég fór í skoðun, og á eftir fór ég út á Fæðingarheimili og hitti lækninn minn hann Andrés besta lækni í heimi, hann spurði mig hvort ég vildi ekki bara leggjast inn, og hvíla mig, af því að ég væri þetta þreytt. - Svo gætum við séð til, hvað gerðist daginn eftir. - Ég var alveg til í það, og þakklát, skreið ég strax bara upp í rúm og steinsofnaði.
Um sexleytið vakna ég við að ég er að missa vatnið, ég ætlaði varla að trúa mínum eigin augum, ljósan kemur og skoðar mig, kallar á Andrés, í því kemur eiginmaðurinn minn sem ætlaði bara að kíkja við, með töskuna sem ég var búin að útbúa, og vita svona, hvernig mér liði. Hafði verið í búðinni og svona að kaupa í matinn. - Andrés er að skoða mig. - þegar hann kemur inn, svo minn fyrrverandi spyr hvort að ég sé að fara að fæða,: Neeei ekki alveg strax en það kemur, aðþví. svarar læknirinn. - Er mér óhætt að fara heim að borða spyr minn fyrrv. dálítið órólegur, klukkan að verða hálfsjö og börnin ekki farin að sjá vott af mat. - Já, já, segir læknirinn þér er alveg óhætt að fara heim og elda og borða mikið og vera lengi að því, og það ætla ég líka að gera. - svaraði læknirinn:
- Því barnið kemur ekki strax, kannski á þessum sólarhring, enn ekki á þessum degi.- Hélt læknirinn áfram og segir síðan: - Svo við skulum bara fara báðir í mat, og hvíla okkur vel, og koma svo endurnærðir, og tilbúnir, að taka vel á móti barninu, þegar sá tími kemur.
- Svo snýr læknirinn sér svo að mér: - En Lilja mín, það er búið að búa um þig uppi á fæðingarstofu, svo þú skalt bara fá þér að borða og fara svo upp þegar þér hentar.
- Ég ætla nú að byrja á því að fá að skella mér í sturtu svara ég um leið og þeir hverfa út úr dyrunum. -
Oh, hvað mér leið vel, ég byrjaði á, að biðja stúlkuna um leiðbeiningaspóluna, um fæðingar sem Hulda Jensdóttir talar inn á, og mér var sagt af mínum kvenkollegum sem fætt höfðu á Fæðingarheimilinu, að þetta væri mjög góð slökunar og öndunarspóla.
Stúlkan var snögg að verða við bón minni og sagðist stinga henni í tækið upp á fæðingarstofu, þá væri spólan tilbúin til hlustunar þegar ég vildi. - Ég ákvað að hlusta á hana þegar ég væri búin í sturtu.
Ég dansaði um, af hamingju, á leið í strutuna, greip handklæði, tók fram sjampó og svoleiðis og steig svo léttfætt, undir sturtuna. - Það voru alveg dásamlegar sturtur á Fæðingarheimilinu, og það var svo gott að standa undir bununni lengi, lengi, og afþví að ég þurfti ekkert að flýta mér, þar sem enginn beið eftir að komast að, lét ég það eftir mér, að njóta þess, að standa, örlítið lengur.
- Mér leið alveg hreint dásamlega, svona eins og "drottningu" litla Jóðið mitt hafði ákveðið að yfirgefa jóðlífið og koma til mín og á morgunn mundum við hittast.
- Einhver frelsistilfinning, greip um sig, í brjósti mér, og mér fannst ég standa með kyndilinn, tilbúinn að fagna komu litla kúlubúans í þennan heim, með opinn faðm.
Þegar ég hafði lokið við að klæða mig fór ég inn á fæðingarstofuna, - ég fann að ég var hálf dösuð, eftir slakandi og heita sturtuna, svo ég ákvað bara að leggja mig aðeins, og njóta þess að hlusta á slökunarspóluna. - Áður en ég færi niður að borða. - Ég kveikti á tækinu og skríð upp í rúm, - en um leið og ég ætla að leggjast niður fæ ég alveg rosalega rembingshríð, í því kemur stúlkan inn til að vita hvort ég ætli ekki að borða, - þá kemur annar rembingur, - stúlkan flýtir sér út til að kalla á ljósmóðurina sem kemur hlaupandi og segir stúlkunni að hringja strax á lækninn, hann væri bara handan við götuna, og hringja svo í mannin minn. - Þegar Andrés kom var kollurinn kominn, það var enginn tími fyrir deyfingu, svo ég spurði hvort ég gæti ekki fengið þetta gas sem allir töluðu um. - Andrés rétti mér einhverja dós með stút á, en það reyndist tómt. - Eiginmaðurinn fyrrverandi birtist náfölur í dyrunum með myndavél. - Ég umhverfðist. - Þú tekur engar myndir hér, hvæsti ég á hann. - - Hann lofaði að halda sér á mottunni. - Ég urraði að það væri eins gott, og bölvaði því að fá ekki deyfingu -
Þetta skiptir engu Lilja mín vertu bara fegin að það er engin deyfing, þá slepp ég við að byrja á að afdópa barnið. -
Því hér er hún komin með tvívafða perlufesti um hálsinn. - Klukkan var fimm mínútur yfir hálf átta. - 19:35 að kvöldi hins 20. dags maí mánaðar. var hún komin í fang mitt. - lá á bringu minni og virti mig fyrir sér.
Og þegar pabbi hennar spurði, ósköp varlega, hvort hann mætti taka myndir núna, lyfti hún höfðinu og sneri sér að honum, virti hann fyrir sér, og hneigði svo höfuðið aftur niður á bringuna mína.
- Pabbi hennar tók þessi viðbrögð hennar sem samþykki og tók til við að mynda. - Það tók mig nokkra stund að átta mig á að hún væri komin til mín, - ég skalf svo mikið eftir þessi hörðu átök, - að ég var dauðhrædd um að missa litla kraftaverkið mitt, svo ég tók svo þétt utanum hana að ég var dauðhrædd um að meiða hana.
- Í ljós kom að allur próssessinn hafði ekki tekið lengri tíma en 40 - 50 mínútur, frá því að þeir fóru og ég fór í sturtu var ekki liðin klukkustund, þar til barnið var fætt, enda náði ég aldrei að hlusta á slökunarspóluna, hún var enn í gangi í tækinu, þegar læknirinn og ljósan fóru að ganga frá eftir fæðinguna og pabbinn var byrjaður að mynda.
- Við fengum öll hláturskast þegar við áttuðum okkur á því, spilunin tók hálftíma á hvorri hlið og henni hafði ekki verið snúið við. - Þvílíkur hvellur - Þessi rúmlega 14 marka og 50 sentimetra langa stúlkubarn, steypti sér út í heiminn, á örskotsstundu.
Og stelpan var ótrúlega vakandi. - Athyglin og Hlustunin fullkomin - Augun stór og möndlulaga, hárið svart, og svo grét hún svo kurteisum og penum gráti, sagði læknirinn, - mömmunni fannst hún of kurteis. -
Hún var ofboðslega vel vakandi, og eftir að búið var að baða hana, og mamma hennar hafði fengið heitt kakó og brauð, lágu þær mæðgur og virtu hvor aðra fyrir sér,
- Skildi henni ekki líka við mig, hugsaði mamman óörugg,- hún horfir svo íhugul á mig, - hún er svo ung, hvað ætli hún sé að hugsa.
- Svo sofnuðum við báðar - Um tíuleytið vorum við fluttar niður á stofu.
Ég vaknaði við það um morgunin að yfirljósmóðirin kom inn til mín og spurði hvort að ég gæfi leyfi fyrir því að litla nýfædda dóttir mín, léki tvíbura í sjónvarpskvikmynd, sem verið væri að gera.
En hún er svo ung, svaraði ég undrandi. - Ég veit, sagði ljósan. - En hún er bara svo spræk og vel vakandi að hún virkar jafngömul og sú sem leikur hinn tvíburann. Svo ég veitti góðfúslegt leyfi til myndatöku. - Enda leikstjórinn enginn annar en leikritaskáldið Sigurður Pálsson, og höfundurinn ein af mínum uppáhalds Steinunn Sigurðardóttir. Og sjónvarpsmyndin heitir " Bleikar slaufur".
Þannig kom það til að afmælisbarn dagsins, er "eina leikkonan" sem vitað er um að hafi tvöfaldað aldur sinn á meðan á tökum leikverksins stóð. - Samkvæmt niðurstöðu könnunar sem Leikstjórinn Sigurður Pálsson gerði og ég veit að hann fer ekki með fleipur sá frómi maður.
Og afmælisbarnið sem fyrir 23 árum síðan lék aðra tvíburastelpuna í "Bleikum slaufum" eftir Steinunni Sigurðardóttir í leikstjórn Sigurðar Pálssonar. - Er nú sjálf tvíburamóðir. - tveggja yndislegra stúlkna sem urðu ellefu mánaða í gær.
Hún var líka strax dálítið spes, því hún svaf ekki svona á hlið í hnipri eins og flest ungabörn, - nei, hún lá á bakinu, með annan fótinn upp á vöggubrúninni, og hinn vafin utanum sængina. - og önnur höndin upp fyrir höfuð, hin ofaná sænginni.
Mamman vaknaði eina nóttina við mikið fliss í dyrum stofunnar sem þær mæðgur höfðu til umráða, þegar betur var að gáð sögðu flissandi læknar og ljósmæður afsakandi að þau hafi bara orðið að fá að sjá svefnstellingar nýburans. - Og sjá svo að móðirinn svaf alveg eins nema húm hafði vafið sænginni þannig að hún gæti haft löppina upp á henni. Við sváfum semsagt í eins stellingum. - Og það sem meira er systir hennar sefur líka í þessum stellingum.
TIL HAMINGJU MEÐ DAGINN ELSKU HJARTANS STELPAN MÍN. - HÚN Á NEFNILEGA AFMÆLI HÚN INGUNN VALGERÐUR ! - OG HÚN SYNGUR EINS OG ENGILL ! HÚN ER LÍKA ALGJÖR GULLMOLI !
Athugasemdir
Innilega til hamingju með hana
Marta B Helgadóttir, 20.5.2008 kl. 20:03
Lilja mín innilega til hamingju með dóttur þína.
Ía Jóhannsdóttir, 20.5.2008 kl. 20:04
Þakka ykkur fyrir elsku Marta og Ía. Ég er svo mikið stolt af henni.
Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 20.5.2008 kl. 20:07
Þakka þér fyrir elsku Hallgerður, þetta er fallega sagt.
Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 20.5.2008 kl. 20:46
Þetta var yndisleg og vel skrifuð frásögn sem snart mig. Til hamingju með dótturina, elsku Liljan mín.
Ef þú værir hryssa, kæmist þú án efa í úrfalsflokk í undaneldi!
Ragnheiður Ólafía Davíðsdóttir, 20.5.2008 kl. 21:39
Þetta var yndisleg lesning. Ég var alveg komin í spennu þarna áður en það brast á með fæðingu. Ég lenti í því líka á Fæðó að eiga óforvarandis, engin deyfing, arg svo vont, en hamingjan þegar allt er yfirstaðið toppar allt annað.
Mikið skelfing er þetta fallegur pistill svo ég segi það nú enn og aftur.
Svona mömmur á að fjölfalda
Jenný Anna Baldursdóttir, 20.5.2008 kl. 21:40
Takk takk mamma mín :) Verst að þú gast ekki verið með okkur í kvöld, fæ að knúsa þig í fyrramálið :)
Mundu ( að ég elska þig endalaust )
Ingunn Valgerður Henriksen (IP-tala skráð) 20.5.2008 kl. 22:28
Hjartans hamingjuóskir með dóttluna og dóttla - til hamingju með daginn!
Frábær skrif hjá þér, maður dettur bara inn í ferlið sko eða þannig! Knús á þig Lilja mín og eigðu ljúft kvöld og góða nótt..
Tiger, 20.5.2008 kl. 22:38
Takk elsku Ragnheiður líkingin við hryssuna minnir mig á lag Jóns Ásgeirssonar við ljóð Skáldsins. -
Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 20.5.2008 kl. 23:06
Elsku Jenný ég klökkna nú bara við þessi orð, sko af monti sjáðu til !
Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 20.5.2008 kl. 23:10
Ljúfasta ljúfa elska þig alveg óumræðilega.
Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 20.5.2008 kl. 23:12
Takk elsku TíCí ! Ég held að ég skilji fullkomlega hvað þú átt við. - Því ég les bloggið þitt. -
Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 20.5.2008 kl. 23:15
Yndisleg mömmuástarfaersla! Mikid hefur zú nád ad slaka á í sturtunni og zú komst med dúlluna yfir zig hamingjusöm í heiminn ....
Knús inn í nóttina!
www.zordis.com, 20.5.2008 kl. 23:46
Elsku Lilja mín innilega til hamingju með dóttur þínaog elsku Ingunn Valgerður til hamingju með daginn
Linda Linnet Hilmarsdóttir, 20.5.2008 kl. 23:47
Falleg saga hjá þér, þú segir svo skemmtilega frá. Innilegar hamingjuóskir til þín og frænku . Knús á ykkur báðar.
Ingibjörg Hinriksdóttir, 20.5.2008 kl. 23:53
Til lukku.
Hólmdís Hjartardóttir, 21.5.2008 kl. 00:05
Æðisleg frásögn af yndislegri fæðingu Awww krútt Til hamingju með Fallegu stelpuna ykkar Hafðu Góða nótt Elskuleg
Brynja skordal, 21.5.2008 kl. 00:17
Til hamingju með dótturna. Hafið það gott og njótið lífið
Margith Eysturtún, 21.5.2008 kl. 20:34
Ég held Þórdís að öll kvenspendýr jarðar, eigi það sameiginlegt, að þegar nær dregur fæðingu, draga kvendýrin sig út úr hringiðu daglegs lífs, og koma sér fyrir afsíðis, þar sem þær kjósa að vera látnar í friði, með sjálfum sér, og önduninni,- ég hef séð þetta hjá hryssum, kúm, kindum, læðum, og tíkum, og lesið um að índíánakonur gera þetta líka. -
En mér hafði aldrei dottið í hug að ég þyrfti sjálf á því að halda. - þó hafði ég á vissan hátt, haft sömu tilburði og takta í frammi, þegar ég fæddi eldri stelpuna mína, án þess að ég hafi haft hugmynd um, né gert mér nokkra grein fyrir því, fyrr en nú.
Þetta er svona okkar hreiðurgerð, sem við búum okkur til, og leggjumst svo fyrir í, þegar rétti tíminn er kominn. - En þá erum við líka tilbúnar, fyrir alla þá aðstoð, sem býðst, og þurfa þykir. -
Takk elsku Linda ! Þú hefur nú aldeilis staðið í ströngu fætt fimm föngulegar meyjar. - Svo þú þekkir þetta.
Og þú líka Ingibjörg ! Svona þér að segja er því ekkert skrítið þó Ingunn syngi eins og engill og semji líka falleg lög. -
Því þegar hún var óþolinmóð yfir að bíða eftir að fá að drekka, þegar hún var kríli, prófaði ég samkvæmt tillögu strákanna úr Sinfó, sem spiluðu tónlistina í þessum tveim verkum, sem Ingunn hlustaði á daglega þá níu mánuði sem hún dvaldi í móðurkviði, - þá prófaði ég að syngja lögin sem hún heyrði mig syngja, í sýningunum, til að athuga viðbrögðin. - Og, það brást ekki, að um leið og ég fór að syngja t.d. : Ja, fussum svei, ja, fussum svei, osfrv. þá snarþagnaði blessað barnið. -
Þakka þér fyrir Hólmdís, og Brynja ekki væri ég nú hissa á, að þið þekktuð lika þessa tilfinningu, að fá að gera aðstæðurnar að sínum, og "hreiðra" svo um sig, - þar til maður er sáttur og afslappaður, - og getur lagst niður og fætt.
Takk Margith þakka þér kærlega fyrir ! Þekkir þú ekki þessa tilfinningu líka?
Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 22.5.2008 kl. 00:01
Skemmtileg saga. Það er svo gaman að lesa svona.
Steingerður Steinarsdóttir, 22.5.2008 kl. 10:50
Yndisleg færsla Til hamingju með stelpuna þína, í fyrradag, í gær, í dag, alla daga.
Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 22.5.2008 kl. 11:07
Þetta er góð lesning fyrir svefninn. Til hamingju með dóttur þína og hún, Ingunn, til hamingju líka! Þið eruð heppnar að eiga hvor aðra.
Sagan var orðin svo spennandi að ég gat varla sinnt gesti sem kom hingað að eiga við mig smá erindi. Góð upprifjun á öllum fæðingum mínum sem ég hef ekki fært í letur, en væri full ástæða til.
Edda Agnarsdóttir, 23.5.2008 kl. 00:31
Til hamingju með stelpurófuna......sjáumst á sunnudaginn!!
Garún, 23.5.2008 kl. 20:54
Hafðu ljúfa helgi elskuleg
Brynja skordal, 23.5.2008 kl. 23:41
Þú kannt aldeilis að spila á allan tilfinningaskalann, Lilja mín. Rétt þegar maður var búinn að þurrka framan úr sér óhvaðþettaerfallegt-tárin, var maður farinn að sjá þig fyrir sér af sammæðralegu stolti eins og Frelsisstyttuna sjálfa! Yndisleg færsla, elsku Lilja mín og ótrúlega fallegur óður ástríkrar móður til hjartfólgins barns. Gjöf sem dóttir þín á eftir að varðveita alla ævi sem einn af þeim ótalmörgu og ómetanlegu fjársjóðum sem þú gafst henni á lífsleiðinni. Þetta hitaði hjartanu mínu.
Vona að þið eigið öll yndislega helgi, elskurnar!
Helga Guðrún Eiríksdóttir, 24.5.2008 kl. 10:02
Ágúst H Bjarnason, 25.5.2008 kl. 17:38
Þetta er lengsta færsla sem ég hef lesið - Til hamingju með dótturina.
Gunnar Helgi Eysteinsson, 25.5.2008 kl. 19:34
Til hamingju með dóttur þína og lífið sjálft. Frábær lesning, takk fyrir mig
Guðrún Arna Möller (IP-tala skráð) 25.5.2008 kl. 22:02
Yndisleg færsla, ég bæði hló og grét í einu við lesturinn. Mikið hefurðu verið dugleg að leika svona alveg fram á síðasta dag liggur við. Og létt á fæti hefurðu verið Lilja mín.
Innilega til hamingju með dóttur þína og litlu stelpurnar tvær. Gaman að þessu með svefnstellingarnar. Ég vaknaði einmitt í morgun og var að virða fyrir mér tvö yndisleg sofandi börn sitt hvoru meginn við mig í rúminu mínu. Saklaus og sofandi. Litlir skæruliðar, svo friðsælir í svefninum.
Knús á þig mín kæra.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 26.5.2008 kl. 07:37
Dásamleg lesning Lilja hittir beint í hjartastad
Til hamingju med dótturina og eigid gódann dag.
Knús frá danaveldi.
Gudrún Hauksdótttir, 26.5.2008 kl. 08:35
yndisleg saga takk að deila þessu með okkur ,,sagan einlægð og yndisleg til hamingju með dóttirina
lady, 26.5.2008 kl. 12:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.