30.4.2008 | 13:12
þEGAR ÉG ÁTTI AÐ GREIÐA FYRIR GUÐSMENN !
Þetta minnir mig óneitanlega á, þegar mér barst himinhár símreikningur, sem ég var ekki sátt við að greiða þegjandi og hljóðalaust. - Enda var reikningurinn svo hár að ég átti ekki fyrir honum, og ég vissi líka að ég hafði ekki talað mikið í símann, stóran hluta þess tíma sem rukkað var fyrir. -
Semsagt himinhár reikningurinn sem ég fékk, og krafa um tafarlausa greiðslu, og dularfullar símhringingar sem hrelldu mig í tíma og ótíma, þar sem aldrei var sagt neitt, - varð til þess að ég hafði samband við þetta eina símafyrirtæki sem þá var, Landsíman, og kvartaði, og bað um hjálp, ekki fékk ég neina hjálp þaðan, né neinar upplýsingar, þrátt fyrir ítrekaða beiðnir mínar.
. - Svo ég greip til þess ráðs að kæra, og síminn minn var hleraður, nema þá kemur upp einhverskonar " bilun" í kerfinu hjá þeim á Símanum, - því þegar hringt er, og ég tek upp tólið, til að svara, "þá er rödd í símanum", sem segist hafa ætlað, að hringja út í bæ, en það hljóti, að hafa slegið saman línunum. - Svo við kveðjumst og hann leggur á, - Þá gerist þetta aftur, og aftur, og aftur. - OG AFTUR.
Það endar með, að ég spyr manninn, úr hvaða síma hann sé að hringja, þá er hann að hringja úr tíkallasíma í húsi Fíladelfíusafnaðarins. - Ég hringi í Símann og bið um númerið í tilteknum, tíkallasíma, - það kemur hik á stúlkuna, - en síðan segir hún: - að það sé ekki hægt, að hringja í þennan tíkallasíma.
- En þegar ég segi henni, að ég vilji fá að vita hvaða númer, sé tengt við þennan "tíkallasíma." - Þá kemur í ljós að, "það er tengt við minn síma", ég, einstæð móðir í námi, hafði þá greitt úr eigin vasa fyrir alla þá guðsmenn sem hringdu úr "sínu safnaðarhúsi" og töluðu við "Sinn Guð" á meðan ég blæddi á línuna. - Hinsvegar hverjir fengu tíkallanna alla sem tíkallasíminn gleypti? - Fékk ég aldrei að vita. - Og ég fékk heldur ekki að vita hversu lengi, ég hafði greitt fyrir þessa útvöldu guðsmenn, né hversu mikið, ég hafði greitt fyrir þá. - Þær upplýsingar sögðu þeir vera einkamál guðsmannanna.
- Póstur og Sími felldu niður þennan svimandi háa reikning, sem var hærri, heldur en námslánið mitt, á þessum tíma. Þeir þurftu mikið, að tala "Guðsmennirnir hjá Hvítasunnusöfnuðinum."
- En þeir hjá Pósti og Síma,- fóru fram á það við mig, - að ég segði ekki frá, - hvernig, tengingarmálum, svokallaðra "tíkallasíma" væri háttað, - semsagt, ég átti að þegja, - og þá mundu þeir leiðrétta sín eigin mistök, - og láta símreikninginn minn, - sem ég átti ekki,- niður falla. Og, ég þurfti ekki, að borga fyrir kæruna, sem ég kærði. - Þeir mundu sjá um það.
- Og ég bara samþykkti. - Gegn því að þeir sæju svo um, að þetta kæmi aldrei fyrir aftur. - Því þeir sögðu mér, að allir tíkallasímar, væru tengdir við heimilisnúmer, þ.e.a.s. allir tíkallasímar sem ekki væri hægt að hringja í, - væru tengd svona við hin og þessi heimasímanúmer, út í bæ.
- Því spyr ég : HVERNIG ER SVONA MÁLUM HÁTTAÐ NÚNA ?!? - NÚ ER SÍMINN KOMIN Í EINKAEIGN ! OG HVERNIG ERU SVONA MÁLUM HÁTTAÐ HJÁ SÍMANUM Í DAG? - SPYR SÁ SEM EKKI VEIT!!!! Og er ég rukkuð fyrir símtöl sem ég hringi ekki?- Ég er með sama númer.
NÚ FATTA ÉG LÍKA ÞETTA MEÐ GRUNNNET SÍMANS, SEM VAR EKKI HÆGT AÐ HALDA EFTIR!
Hringt í mann þegar greiðslukort voru samþykkt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Þrátt fyrir þetta rugl LG hjá Símanum, þá ert þú fyrsta manneskjan sem ég heyri um sem hefur fengið leiðréttingu hjá þessu mafíósafyrirtæki. Ég lenti í því að nágrannar tengdu inn á símann minn og töluðu víða um heim og ekki séns að fá það leiðrétt.
Ég fór beint yfir á Hive þegar þeir buðu upp á heimasímaþjónustu. Það sást beinilínis undir iljarnar á mér.
Hvernig voga þeir sér að tengja inn á númer sem aðrir eiga? ARG
Jenný Anna Baldursdóttir, 30.4.2008 kl. 13:48
Þetta er stórmerkilegt. Fróðlegt væri að fá viðbrög frá Símanum.
Ágúst H Bjarnason, 30.4.2008 kl. 14:36
Ég kærði þetta, því á þessum tíma varð ég fyrir stöðugu símaáreiti, aðallega karlmanna með skringilegar kenndir, sem mig hafði ekki órað fyrir að væru til, hvað þá að, ég, yrði fyrir barðinu, á svona "ógeðum". - Og þegar ég fékk, ekki einusinni frið, á nóttunni, þá kærði ég þetta ógeðfellda athæfi sem svona símaáreiti er.
- Á þessum tíma sem allt komst upp, - var ég, einstæð móðir, og nýútskrifuð leikkona, - sem hafði þá, náð miklum vinsældum, var í öllum fjölmiðlum, og mikið í sjónvarpinu, m.a. alla sunnudaga.
- Fór ég því fljótlega, að fá undarleg símtöl, þar sem allskonar, andarar, blásarar, og másarar, voru að hringja í tíma og ótíma.
- Og ég hélt satt að segja að þetta væri svoleiðis "manngerð" sem þarna fengi kikkið, með því að segja ekki neitt. - En þá kom í ljós að hringt var úr mínu eigin númeri, í þeim tilfellum, þar sem enginn, andaði, eða másaði, og ekkert var sagt.
- En mér var ekki sagt frá því, heldur komst, ég óvart að því, hvernig, í pottinn var búið, svo þeir urðu, einhvernveginn að klóra sig útúr þessu. Og koma í veg fyrir að ég, kjaftaði frá, þessari nýfenginni vitneskju, um hvernig þessu væri öllu fyrirkomið.
Þannig var nú það Jenný.
Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 30.4.2008 kl. 16:08
Já, Ágúst það væri mjög fróðlegt að fá viðbrögð frá Símanum.
Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 30.4.2008 kl. 16:11
Þetta er rosalegt alveg, og svo sannarlega kemur okkur öllum þetta við.
Fyrirspurn á Alþingi, ekkert minna en það.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 30.4.2008 kl. 18:07
þetta er furðulegasta dæmi sem ég hef heyrt um. Ég hef alltaf haft það á tilfinningunni að Síminn hafi verið að svindla á mér. Guði sé lof fyrir Hive
Huldukonan, 30.4.2008 kl. 18:57
Aaaaah!!! Hvaðan koma allar þessar kommur!?!??! :O ;)
Mikið er ég fegin að vera ekki með landlínusíma :O
Rúna Vala, 30.4.2008 kl. 19:40
Það væri fróðlegt að hlusta á hverju þeir mundu svara núna þeir sem stjórnuðu á þessum tíma og líka hvort þetta sé en í gangi.Þetta er fyrirtæki sem ég treysti aldrei.
Guðjón H Finnbogason, 30.4.2008 kl. 21:51
þetta er með því ótrúlegasta sem ég hef heyrt...
Gunnar Helgi Eysteinsson, 30.4.2008 kl. 22:11
Alveg er þetta undarlegt
Hólmdís Hjartardóttir, 30.4.2008 kl. 22:34
Ótrúlegt að svona skuli geta átt sér stað .... allan tímann hafa þeir vitað að þú greiddir fyrir hálfa sókn og svo þá neyslu sem þú stundaðir!
Það væri gaman að fá svör við þessu.
Ég bjó á Lindargötunni í smá tíma með vinkonu minni er var áskrifandi af síma. Það kom heljarinnar reikningur á númerið þrátt fyrir að númerið væri ekki í notkun. ???
www.zordis.com, 30.4.2008 kl. 23:00
Ég gæti trúað að margir hafi þurft að blæða fyrir bruðlið og gott ef ekki stuldinn, þegar menn voru að skammta sér laun og það er ekkert langt síðan að upp komst og menn dæmdir og allt. Þá komst það upp. Hvað ef maður væri ekki svona ófjáður, tæki þá nokkur eftir því. Verða menn hissa út af reikning í dag, er tími til að athuga málið.
Ég dreif mig til Hive um leið og þeir opnuðu en það sem á undan var gengið var lyginni líkast í mínu tilfelli og erfitt, mjög erfitt að fá það lagfært. Ég var sem sagt rukkuð fyrir símtöl sem fóru ekki fram úr mínum síma. Og þegar ég loksins komst að sannleikanum, þá hafði rafvirkinn haldið mínu nafni á reikningnum sem ég var löngu hætt með...það fór allt í panik og að reyna að tala við yfirmann deildarinnar var þvílíkt púl, en ég hafði ekkert annað að gera ég var orðin öryrki og gaf mig ekki á milli þess sem ég sinnti veikindum mínum. Það tók átta mánuði að fá nafnið mitt þurrkað út af rafvirkjans reikning.
Margt annað gerðist. Síminn tók upp á því að hringja í sig sjálfur í tíma og ótíma og segúndurnar töldu og töldu, upp í mínútur og klukkstundir, ef ég náði ekki að slökkva á símanum. Ég reyndi oft að finna út hvaðan þessi raddlausu númer komu, en það svaraði mér enginn og þau voru hvergi skráð, hvað var nú þetta? Ég skil þig mæta vel Lilja mín, þvílíkt rusl sem þeir reyna að bjóða uppá...og það sem skelfir mig mest er að þeir eru farnir að taka uppá þessu hjá hive nýlega....Ætli það sé nokkrum að treysta. Á að mæta í göngu? kl. hvað? Baráttu. eva
Eva Benjamínsdóttir, 1.5.2008 kl. 01:19
Merkilegt, og e.t.v. umhugsunarefni fyrir marga. Kveðja inn í daginn Lilja mín.
Ía Jóhannsdóttir, 1.5.2008 kl. 17:37
Mögnuð saga. Ég vildi gjarnan fá svör frá Símanum!
Lára Hanna Einarsdóttir, 1.5.2008 kl. 18:07
Þetta er ótrúlegt - fá svar frá Símanum!
Ingibjörg Hinriksdóttir, 1.5.2008 kl. 18:25
Þetta lenti ég í fékk símareikning upp á tug þúsunda í nokkra mánuði og þegar ég spurði hvernig stæði svona á háum reikningi alltí einu, þá kom í ljós undarlegir símhringingar út um allan heim,lítháen,ísrael,ameríku þar að segja á einhvern sem vann útá hafi einhvernstaðar í ands......símtöl í gegnum gerfihnött og ég fékk yfirlit og ég þekkti ekkert þessa númera voru mörg númerog ég veit ekki hvað ég talaði við marga en svörin sem ég fékk voru svo hljóðandi ertu viss um að börnin þín séu ekki að hringja í þessi símtöl eða vinirnir þeirraha hvað meinarðu sagði ég við konuna nú eða maðurinn þinn er hann ekki þá bara að hringja þessi símtöl,kannski fer hann bak við þig sagði konan við migég sagði við hana er ekki í lagi með þig vina mín,er þetta ekki komið nógenga fékk ég afsökubeðnien það kom í ljós á endanum að,það þurfti að skipta um allskonar snúrur,í húsinu hjá okkur og í hverfinu og það sló saman margar línuren ég þurfti samt að borga þennan REIKNING og móðgun að maðurinn minn væri að fara á bak við mig og þetta skeði nú árið 2007 takk fyrir og afsakið langan pistil
Linda Linnet Hilmarsdóttir, 1.5.2008 kl. 20:16
Þurftirðu að borga reikninginn, Linda? Þótt sannað væri að þú hefðir ekki hringt þessi símtöl???
Lára Hanna Einarsdóttir, 1.5.2008 kl. 20:22
Lilja, Jenný, Linda og hinir.. verum ekkert að flækja málið, látum bara kanna þetta fyrir okkur. Þið komið vel orðuðum spurningum til Lilju og ég geng í að blikka fólk til að fá þeim svarað af einhverjum hátt settum "Símoni". Þetta eru ótrúlegar frásagnir.
Helga Guðrún Eiríksdóttir, 1.5.2008 kl. 21:59
Þetta eru ótrúleg viðbrögð við þessum pistli mínu, satt að segja hefur mér oft verið hugsað til þess arna, þegar ég heyri, sögur af himinháum símreikningum, sem notandinn kannast alls ekki við, að eiga, eða að greiða. En þeim er engin miskunn sýnd, þó þeir geti, jafnvel sannað það, rangindin, þá þurfa þeir samt, að borga. -- Svo sem kemur fram, hér fyrir ofan. -
- Ég þakka ykkur öllum, sem skrifað hafa hér upplifun sína af samneyti við þetta símafyrirtæki. - Satt best, að segja, hélt ég, að þetta hefði breyst, þegar Síminn var einkavæddur, og Vodafone kom til sögunnar, og fór að veita harða samkeppni. -
- En það heyrist mér ekki vera raunin. Svo gaman væri að heyra viðbrögð þessara fyrirtækja.
- Og sem flestra einstaklinga, en hún Helga Guðrún í athugasemdafærslu 18, býðst til að taka að sér rannsókn á málum einstaklinga, eins og hún skrifar hér fyrir ofan.
- Því væri bara gott að heyra frá sem flestum. Látið heyra í ykkur ! Orðið er ykkar !
Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 2.5.2008 kl. 16:24
Smá leiðrétting bara.. ég er audda víðsfjarri öllu alvöru fjöri og axjón sko. En ég er svo ferlega fræg að þekkja mann sem þekkir mann... Nei, ég skal hætta að nautkúka (búllsjitta), hann Markús minn bloggvinur og allsherjaryndi er auðvitað með hárbeittan þátt með góða hlustun; Rödd alþýðunnar á Útvarpi Sögu, og ég hef nú þegar hvíslað að honum sögunum ykkar og hann ætlar held ég að krefja "Símonana" svara fyrir ykkur í beinni útsendingu. Og hafi hann ekki haft samband við þig nú þegar Lilja, þá reikna ég frekar með að þú fáir hringingu frá honum innan skamms.
PS. Endilega komið sögum ykkar á framfæri við Lilju Guðrúnu svo "hólkurinn sé fullhlaðinn" þegar kemur að FAQ
Helga Guðrún Eiríksdóttir, 3.5.2008 kl. 06:49
Lára Hanna -Já ég þurfti að borga þessa reikningaþví miður
Linda Linnet Hilmarsdóttir, 3.5.2008 kl. 20:31
Og elsku Lilja Guðrún mín-takk takk fyrir hlý og falleg orð á síðu minni
og takk fyrir að opna þessa umræðu
Linda Linnet Hilmarsdóttir, 3.5.2008 kl. 20:33
Þetta er svakalegt, að svona lagað geti gerst, skil það ekki bara. Eigðu góða helgi
Ásdís Sigurðardóttir, 3.5.2008 kl. 20:34
Já, það er spurning hvort maður þurfi ekki að fara að skoða sundurliðað yfirlit í hverjum mánuði til aðtryggja að engir aðrir séu að nota símanúmerið með manni.. ótrúlegt alveg og til skammar. Knús á þig Lilja mín og góða helgarrest!
Tiger, 3.5.2008 kl. 23:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.