Þetta er nú eitthvað skrítið ....

   Þarna er eitthvað ósagt, sem ætti að hafa verið sagt fyrir löngu. -  Lýsið verður einskisvert hér eftir,  þegar búið ar að taka aðal bætiefnin úr Lýsinu.  Og nú ætla þeir að nota "tilbúið"  glúkósamín.   -  í staðinn.

Hversu lengi hafa þeir selt okkur lýsi sem innihalda ekki þessi efni sem stendur á flöskunni.  

Efnið sem sagt er að hafi haldið lífinu í Íslendingum frá örófi alda.  Efnið sem er undirstaða greindar og gjörvileika Íslendinga.  Og ferðamenn kaupa í dúsínum og grossum til að hafa með sér heim.  

Efnin sem hafa byggt upp heilsu, hreysti,  og gáfur landans. - Efnið sem sagt er um, að ef verðandi mæður, taki þetta efni, á meðgöngunni, munu þær eignast greindari börn en ella. -   Og nú á að fjarlægja þessi  efni úr lýsinu og nota gerfiefni í staðinn. HVERSVEGNA ?

   Ef  staðan er sú, að ekki megi, selja vöru með glúkósamín í, -  í matvöruverslunum,  heldur eingöngu í  lyfjabúð,  - ÞVÍ ER ÞÁ LÝSIÐ EKKI BARA SELT Í LYFJABÚÐ. - hversvegna á að taka þessi "lífrænu bætiefni" úr lýsinu,  og setja í staðinn "gerfiefni" sem búið er til, á tilraunastofu, -  eingöngu til að geta selt afurðina í matvöruverslun, undir heitinu Lýsi. -  Lýsi er fitan úr þorskinum þegar hann er bræddur. - Ufsalýsi er úr ufsanum.-  Og hákarlalýsi úr hákarli eða hvað? -  Hvað er lýsi í dag? 

-  Því er lýsið ekki látið halda sínu gildi og selt bara í lyfjabúð ?  - Þarna hlýtur eitthvað annað og meira að liggja að baki. - Getur verið að þarna spili "mengun" inn í. -   Já, ég spyr hvort, það geti verið skýringin, - þar sem mengunin, er orðin svo mikil í umhverfinu,  að þegar þorskalýsið er "soðið"  til að taka burt, öll "eiturefnin" úr fiskinum, að þá þurfi að sjóða það við svo "hátt hitastig"  að omega 3,6,og 9, og glúkósamín "eyðast" úr lýsinu.  Er það skýringin?

SPYR SÁ SEM EKKI VEIT !!! 


mbl.is Lýsi fjarlægir efni úr vörum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Góður pistill. En lestu bloggið mitt;uppreisn;

Hólmdís Hjartardóttir, 7.4.2008 kl. 02:10

2 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Já þetta vekur mann til umhugsunar.  Er engin lýsismanneskja og oft verið skömmuð fyrir að troða þessu ekki upp í mig og standa síðan á velgjunni allan daginn   Gæti hugsast að lýsi hafi bara verið ,,allt í plati"

Bjartar og brosandi kveðjur inn í nýjan dag Lilja mín

Ía Jóhannsdóttir, 7.4.2008 kl. 08:55

3 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ég er ekki bær á skoðanir varðandi lýsi vegna meðfæddrar klígjugirni.  Svo rammt kveður að þessu að þegar Einar er að taka lýsið sitt, þá fer ég fram og kem ekki inn í eldhús fyrr en hann er búin að borða eitthvað og koma flöskunni frá augliti mínu.  Þetta er ferlegt því ég veit að lýsi er bráðhollt og við eigum því að þakka að forfeður okkar dóu ekki úr beinkröm og annarri óáran.

Mér þætti gaman að vita hvers vegna lýsið er þá ekki selt í lyfjabúðum.  Annað eins hefur nú gerst.

Knús inn í daginn elsku Lilja Guðrún.

Jenný Anna Baldursdóttir, 7.4.2008 kl. 10:00

4 Smámynd: Jón Sigurður Ögmundsson

Sæl Lilja,

Þar sem ég vinn hjá Lýsi hf og hef áhuga á lýsi, er mér þetta mál skylt, og því langar mig til þess að koma nokkrum atriðum á framfæri, vegna þess að misskilningur er í gangi.

Glukosamin hefur aldrei verið í lýsi, og getur það ekki, því það leysist ekki upp í olíu. Þess vegna hefur aldrei staðið á flöskum okkar að lýsið innihaldi glúkósamín.

Það eina sem er fjarlægt úr lýsinu eru mengunarefni, sem berast til okkar frá Evrópu og Ameríku. Allar fitusýrurnar eru áfram til staðar, enda er ekki hægt að fjarlægja þær nema með því að umbreyta lýsinu. Aðferðirnar sem eru notaðar við að hreinsa lýsið eru afskaplega vel þekktar og hafa ekki áhrif á fitusýrurnar. Það eru omega-3 fitusýrurnar sem skipta höfuðmáli í lýsinu, ekki omega-6 eða omega-9.

Lýsi hefur hjálpað til að halda lífi í okkur í aldanna rás, og gerir það vonandi áfram. Omega-3 fitusýrurnar EPA og DHA eru eingöngu í sjávarfangi og hvergi annars staðar. Þær eru okkur nauðsynlegar og hafa jákvæð áhrif á merkilega marga þætti líkamsstarfseminnar. Þar má nefna hjartasjúkdóma, bólgur, ónæmiskerfið, geðið ofl. Lýsi eða ómegasýrur lækna ekki eins og lyf, en eru nauðsynlegur hluti forvarna. Hvers vegna skyldu Íslendingar til dæmis vera þjóða hamingjusamastir? Það er vegna þess að þeir taka lýsi. Og verðum við ekki allra karla og næstum allra kerlinga elst? Það er vegna lýsisneyslunnar.

Lýsi er dæmi um afurð sem ætti að vera á öllum morgunverðarborðum, alla daga ársins. Dæmi um hversu mikilvægt það er, er hugmynd sem kom upp fyrir nokkrum árum í Danmörku, en hún gekk út á það að niðurgreiða lýsi til þess að fá almenning til þess að taka það inn. Þannig mætti draga úr kostnaði í heilbrigðiskerfinu.

Kveðjur úr lýsisbransanum.

Jón Ögmundsson

Lýsi hf 

Jón Sigurður Ögmundsson, 7.4.2008 kl. 11:20

5 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Frábær hjá þér að vekja athygli á þessu. Gott að Jón skuli svara þessu svona vel og skilmerkilega, lýsi er eitt af því sem er algjörlega ómissandi.  Ég hef tekið það allt mitt líf, þó með smá hléum og er ég fljót að finna mun á augum og liðum ef ég er í pásu.  Eigðu góða viku elsku Lilja.

Ásdís Sigurðardóttir, 7.4.2008 kl. 12:09

6 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Kæri Jón!  Þakka þér fyrir frábæra auglýsingu á Lýsi, hér á síðunni minni.  Ég hélt nú, að ég hefði gert frægð og gæði lýsisins svo góð skil, að ekki væri hægt, að bæta um betur.  En allt er hægt ef viljinn er fyrir hendi, og hagsmunir miklir.

      En þú svarar ekki spurningu minni, um  hvort það sé ekki rétt að "eigindi" Lýsis breytist  við svona " hátt hitastig" sem þarf til að ná eiturefnunum úr. 

Eða er það  kannski svo að þið náið ekki öllum eiturefnunum úr lýsinu, vegna þess að ef þið farið hækkið hitastigið þá " fara eigindi Omega 3 úr lýsinu" ?

Ef þetta er algjör misskilningur, hver er þá frétt  mbl. sem grein mín er  byggð á?

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 7.4.2008 kl. 13:48

7 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Hólmdís, Ía, Jenný, og Ásdís !  Ég verð að segja að ég hef heldur ekki getað haldið Lýsi niðri, og svo er einnig með yngri stelpuna mína.

  En þeirri eldri kenndi ég, að súpa bara á flöskunni, á hverjum morgni, áður en hún byrjaði á grautnum, ég þóttist súpa fyrst, og svo saup hún. 

- Hún komst ekki að sannleikanum um svik mín, fyrr en sú yngri fóra að skila lýsinu og hún hafði afþví miklar áhyggjur.  Svo ég huggaði hana með því, að líklega væri sú systir eins og ég, skilaði alltaf lýsinu, þó ég væri búin að reyna allar aðferðir. Sú eldri horfði á mig stórum augum,  þá 14. ára, steinhissa á að hún skildi aldrei hafa fattað blöffið.

-  En þegar ég var lítil þá gat ég sopið lýsið sem kom úr Lýsistönkunum upp á Skaga.  -  Þá var að vísu ekki búið að meðhöndla það.   - Heldur var það bara hreint og ómengað lýsi og það fannst mér gott.  - Og, því hélt ég niðri, enda reyndi það lýsi aldrei uppgöngu, í tíma og ótíma.

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 7.4.2008 kl. 14:11

8 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Góð færsla og fallegt af Jóni Sigurði að svara þessu svona vel.

Gunnar Helgi Eysteinsson, 7.4.2008 kl. 14:21

9 Smámynd: Jón Sigurður Ögmundsson

Sæl Lilja Guðrún og aðrir bloggarar,

Fiskilýsi eða fiskiolía er ótrúlega gott (ekki kannski á bragðið) efni. Gefnar hafa verið út þúsundir rannsókna á eiginleikum omega-3 fitusýranna og það er ekki lengur nokkur vafi á jákvæðum eiginleikum þess. En það er líka þekkt að sjávarfang getur verið mengað. Mengunarefni eru mörg fituleysanleg og geta safnast fyrir í fitu. En allt lýsi sem er á neytendamarkaði hefur verið hreinsað. Hreinsunin fer fram við mismunandi skilyrði og á sumum þrepum er lýsið hitað upp. Þetta er mjög vel rannsakað. Við hjá Lýsi hf mælum hverja einustu lotu sem er framleidd hjá fyrirtækinu, og við vitum að sú hitameðferð sem lýsið verður fyrir skemmir ekki omega-3 fitusýrurnar. Það er ekki bara hiti sem sér um að fjarlægja mengunarefnin, það er líka vatnsgufa, undirþrýstingur og fleiri þættir.

Fréttin í Mbl byggðist á misskilningi. Liðamín sem við seldum til skamms tíma hér á landi, inniheldur glúkósamín, sem er náttúrulegt, enda unnið úr rækjuskel. Glúkósamín var nýlega skilgreint sem lyf (það er svo öflugt) og þess vegna er ekki heimilt að selja það í almennum verslunum. Liðamínið er í töfluformi og við seldum það ýmist í baukum eða í öskjum ásamt lýsisperlum.

En ég bið ykkur lengstra orða að reyna að taka lýsi í einhveri mynd vegna þess að þar eru efni sem við fáum hvergi annars staðar og eru okkur nauðsynleg. Omega-3 fitusýrur úr jurtaolíum eru góðar, en hvergi nærri eins góðar og EPA og DHA. Dæmi um jákvæð áhrif EPA og DHA eru minnkaðar líkur á kransæðavandamálum, minnkaðar líkur á liðbólgum, minnkaðar líkur á þunglyndi (þ.m.t. fæðingarþunglyndi), osfrv. Og þótt svo að bragð verði kannski ekki það sem helst mun selja lýsi, þá hefur það breyst verulega til batnaðar undanfarin misseri.

Og gleymið ekki að þorskalýsi og Krakkalýsi (þorska og túnfisklýsi) eru einu almennilegu D-vítamíngjafar íslenskir. Margir Íslendingar líða fyrir skort á D-vítamíni.

Gefið lýsinu annað tækifæri. Þetta segi ég ekki bara sem starfsmaður Lýsis hf, heldur vegna þess að ég er algerlega sannfærður um jákvæð áhrif þess. Ég hef lesið nógu margar vísindagreinar til þess að hafa sannfærst.

Kveðjur til ykkar allra

Jón

Jón Sigurður Ögmundsson, 7.4.2008 kl. 15:47

10 identicon

Sá fyrirsögnina og las þetta þannig að ef ég tæki lýsi þá tæki það efni úr vörunum á mér.  Sá mig í anda með þunnar varir eftir alla lýsistökuna. Ég er treg á köflum

Lísa Margrét Kristjánsdóttir (IP-tala skráð) 7.4.2008 kl. 19:58

11 identicon

JÁ nei lýsi fer sko ekki inn fyrir mínar varir það er algjör ógeð Tek ómega 3,6 og 9 í töfluformi og það er bara gott. Litlu stelpurnar mínar geta heldur ekki tekið lýsi svo að þær fá omega 3 6 og 9 lífræna.

Og þær sko missa sig úr kæti þegar þær sjá að þær eru að fá olíuna sína.

Ingunn Valgerður Henriksen (IP-tala skráð) 8.4.2008 kl. 23:47

12 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Lísa Margr. Fyrisögnin var: Lýsi tekur efni úr vörunum.  Svo það er ekkert skrítið að fólk velti fyrir sér óhugnanlegri varaeyðingu. - Eða að maður sá fyrir sér, einhverskonar efni, sem virkaði eins og "æting" sem eyddi vörunum.

Ingunn: Það eru frábær efni sem þú ert að gefa stelpunum, enda eru þær mjög duglegar eftir aldri.

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 8.4.2008 kl. 23:57

13 Smámynd: Eva Benjamínsdóttir

Ég er ekkert hrifin af að taka lýsi, hef alltaf borðað mikinn fisk og núna seinast féll ég fyrir æskubrunninum en ég ætla ekki að segja hver framleiðandinn er.

Eva Benjamínsdóttir, 9.4.2008 kl. 17:28

14 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Ég hef tekið inn lýsi í mörg ár og finn greinilega að mér verður gott af því.

Stundum hef ég gleymt að taka það inn í nokkrar vikur, átta mig þá á því að ég er ekki eins frískur og venjulega. Kaupi stóra flösku af venjulegu óbragðbættu þorkalýsi og viti menn: Eftir svo sem tvær vikur líður mér eins og ég sé nýkominn úr tveggja vikna sólarlandaferð.

Ein matskeið á dag kemur heilsunni í lag. 

Þakka þér Jón, skólabróðir úr MR, fyrir fróðleikinn, og Lilja fyrir pistilinn.

Ágúst H Bjarnason, 10.4.2008 kl. 06:27

15 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

  Ég er sammála því Ágúst, óbragðbætt þorskalýsi er best.  Eina skiptið sem eldri dóttir mín skilaði lýsinu aftur, var þegar mér varð á að kaupa lýsi með piparmyntubragði.  Barnið ældi því.-   Hélt síðan áfram, að byrja hvern dag, með inntöku á óbragbættu þorskalýsi og gerir enn.

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 10.4.2008 kl. 15:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband