Hrós ætti alltaf að vera mottó hvers dags.

 Kæru vinir
 Sendi ykkur sögu dagsins til umhugsunar. Knúskveðjur frá mér

  Dag einn bað kennari nemendur sína að skrifa nöfn bekkjarfélaganna á
  blað. Þeir áttu að skrifa eitt nafn í hverja línu og hafa auða línu á milli.
  Síðan bað hún nemendur sína að hugsa um það besta um hvern og einn og skrifa
  það fyrir neðan nafnið. Þegar nemendur fóru úr tíma skiluðu þau blöðunum
  til kennarans sem fór með þetta heim og bjó til lista yfir hvern nemanda
  og safnaði saman því sem bekkjarfélagarnir höfðu skrifað.
  Síðan fengu nemendurnir þetta í hendurnar daginn eftir. Þegar þeir
  lásu þetta urðu þeir hissa á öllu því jákvæða sem bekkjarfélagarnir höfðu
  skrifað. Þeir höfðu ekki gert sér grein fyrir að þeir skiptu svona
  miklu máli. Kennarinn vissi ekki hve mikið nemendurnir ræddu þetta sín á
  milli eða við foreldrana en þetta hafði tilætlaðan árangur. Nemendurnir urðu
  ánægðari með sig og aðra í bekknum, þeim leið betur.
  Lífið hélt áfram.
  Mörgum árum seinna lést einn nemendanna sem hét Magnús og kennarinn
  ákvað að vera viðstaddur jarðarförina. Einn vinur hins látna gekk til hennar og
  spurði hvort hún hefði verið kennarinn hans og sagði að Magnús hefði
  talað mikið um hana. Foreldrar hins látna komu einnig til hennar og vildu
  sýna henni svolítið. Þau höfðu fundið samanbrotið blað í veski Magnúsar og
  var það listinn með öllu jákvæðu atriðunum frá bekkjarfélögunum sem
  kennarinn hafði fengið honum fyrir mörgum árum. 'Þakka þér fyrir að gera þetta,
  því eins og þú sérð þá skipti þetta hann miklu máli' sagði móðir Magnúsar.
  Fyrrum bekkjarfélagar tóku undir það og sögðu að þessi listi hefði
  fylgt þeim öllum gegnum lífið og skipt þá mjög miklu máli. Þetta var eitt af
  því sem þeim þótti vænst um.
  Þegar gamli kennarinn heyrði þetta settist hún niður og grét, bæði
  syrgði hún Magnús og svo var hún hrærð yfir því að hafa snert nemendur sína
  með þessu uppátæki.
  Flest okkar hegðum við okkur þannig eins og að við höfum gleymt því að
  lífið endar einn góðan veðurdag. Enginn okkar veit hvenær sá dagur verður.
  Þess vegna bið ég þig að segja við þá sem þér þykir vænt um hvað þeir séu
  þér mikilvægir og eigi sérstakan stað í hjarta þér. Gerðu það oft áður en
  það verður of seint.
  Eitt af því sem þú getur gert er að senda þetta áfram. Ef þú gerir það
  ekki þá hefur þú misst af tækifæri til þess að gera eitthvað gott fyrir þá
  sem eru þér mikilvægir.
  Ef þú hefur fengið þetta bréf þá er það af því að einhverjum þykir
  vænt um þig og að alla vega einni persónu finnst þú vera mikilvæg/ur.
  Sendu þetta áfram. Sýndu að þér er annt um vini þína. Mundu að þú
  uppskerð eins og þú sáir. Mundu að þú ert mikilvægur einhverjum.
  Vona að dagurinn verði þér finn og sérstakur því þú skiptir miklu máli!

     Þessa sögu sendi hún Guðrún, vinkona mín, mér.   Guðrún er líka bekkjarsystir mín, úr Leiklistarskólanum, þaðan sem við útskrifuðumst saman vorið 1978, einmitt fyrir réttum 30. árum.

    Síðan þá hefur Guðrún afrekað ýmislegt, hún byrjaði á að leika í Þjóðleikhúsinu, - jafnframt hefur hún unnið mikið frumkvöðlastarf, sem dæmi,  ruddi hún brautina fyrir vandaða talsetningu á leiknu barnaefni á stöð2, svo RUV varð að fylgja í kjölfarið og bæta sín vinnubrögð. 

     Og fyrir 20. árum stóð Guðrún ásamt okkur, bekkjarsystrum hennar í H. bekknum,  fyrir lengstu beinu útsetningu,  á listrænum skemmtiatriðum,  og alvarlegum áróðri,  með aðvörunum inn á milli, sem hófst með slagorðinu: "Akstur er dauðans alvara", ásamt Stöð 2, og því frábæra fólki sem þar vann þá, og stór hópur frábærra listamanna, leikara, söngvara, tónlistarmanna, og auglýsingargerðarmanna lagði okkur lið, að ógleymdri þáverandi Forseta Íslands og fyrrverandi skólastjóra okkar í H-bekknum Frú Vigdísi Finnbogadóttir sem var verndari söfnunarinnar, og þarna hélt þessi hópur uppi stanslausu stuði í,  allt að 5. klukkustundir samfleytt.   Og tilefnið var að safna fyrir húsnæði handa S.E.M. hópnum, "Samtök Endurhæfðra Mænuskaddaðra".  -  Sem tókst,  það var með ólíkindum hvernig þjóðin, öll Íslenska þjóðin,  allir sem einn lögðust á sveif,  með okkur,  og lögðu sitt af mörkum,  svo okkur tækist ætlunarverk okkar,  og það tókst,-  SEM-blokkinn reis upp úr jörðu og landsmenn gátu fylgst stoltir með árangri sem hægt er að ná ef viljinn er fyrir hendi og allir leggjast á eitt.  -  Og núna 20 árum,  frá þessari sögulegu útsendingu,  og á 30. ára leikafmæli sínu er,   leikkonan, og lísfkúnstnerinn,  Guðrún Þórðardóttir,  að útskrifast aftur úr Listaháskólanum,  þann 31. maí n.k. - Og hvað gerir hún Guðrún Þórðar þá ásamt H- bekknum? -  Ef þú bara vissir hvað ég er spennt!!! -  Eitt er víst að það verður sko fjör, og ferlega skemmtilegt, á þessum merku tímamótum. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Frábær skrif Lilja. Takk fyrir að deila

Marta B Helgadóttir, 13.3.2008 kl. 21:51

2 Smámynd: Ingibjörg Hinriksdóttir

Takk fyrir þetta Lilja. Falleg saga sem orsakaði kökk og tár á hvarmi.

Ingibjörg Hinriksdóttir, 13.3.2008 kl. 23:21

3 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Takk fyrir sögustundina Lilja mín og skilaðu kossum og knúsum til Guðrúnar frá mér með hamingjuóskum.  Randver má fá smá knús líka.  Leitt að hafa ekki hitt þau fyrir norðan á frumsýningunni á Flónni en ég var veðurteppt í henni Reykjavík.  Góða nótt ljúfust.

Ía Jóhannsdóttir, 14.3.2008 kl. 00:55

4 Smámynd: Ragnheiður Ólafía Davíðsdóttir

Sæl, Lilja mín. Gaman að hitta þig hérna á blogginu. Ég fæ einnig nett nostalgíukast þegar ég hugsa til maraþonútsendingarinnar okkar Áhugahópskvennanna. Það var gaman að fá að vinna þetta verkefni með ykkur, Leiklistaskólasystrunum. Það eru forréttindi að eiga þessar minningar. Kær kveðja. Ragnheiður D.

Ragnheiður Ólafía Davíðsdóttir, 14.3.2008 kl. 23:31

5 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Takk fyrir hlý orð Marta og  sömuleiðis takk elsku Ingibjörg. 

Ía, ég skal koma kveðjunum til skila, knúsa og kyssa þau bæði frá þér.

Elskulega Ragnheiður! Manstu hvað þetta var stórkostlegt, ég átti hluta af þessu á spólu á sínum tíma, en þegar útsending hafði staðið í  um 4. klukkustundir voru allar spólur heimilisins búnar svo restina eða síðasta klukkutímann hef ég aldrei séð.  Skyldi þetta vera til einhversstaðar?  Og er ekki komin tími á endurfund? Hvernig væri það?  

   Það eru 20. ár frá því "Áhugahópur um bætta Umferðarmenningu" varð til.   Og með tilkomu Áhugahópsins urðu vatnaskil í sögu Umferðarmála hér á landi, er mér sagt. -  Já, það eru svo sannarlega forréttindi að eiga þessar minningar, en gaman væri samt að fá að endurtaka þetta.  Það er bara spurning um hvar og hvernig og hvenær?

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 15.3.2008 kl. 02:55

6 Smámynd: Ragnheiður Ólafía Davíðsdóttir

Lilja mín. Ég á allan þáttinn á spólu. Ég skal láta setja hann á DVD og fjölfalda fyrir ykkur allar. Það væri nú aldeilis gaman að hittast allar saman og rifja upp góðar minningar. Kær kveðja til Lóu minnar.

Ragnheiður Ólafía Davíðsdóttir, 15.3.2008 kl. 11:47

7 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Frábært Ragnheiður, alveg væri það toppurinn að fá allan þáttinn á DVD.  Þú ert æði!  Takk fyrir þetta. Kveðja Lilja

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 15.3.2008 kl. 15:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband