17.2.2008 | 23:46
Já, ástin ! Var búin að hóta að ....
Það var verið að minna mig á að ég var búin að hóta því að ég ætlaði að skrifa um ástina þegar ég bloggaði næst. Ég ætlaði að hætta að skrifa um pólitík og einbeita mér að skrifa um ástina þannig lauk ég skrifum mínum sem ég birti hér á blogginu fyrir nokkru, þá hvarflaði ekki annað að mér en að strax daginn eftir mundi ég standa við þessa hótun, þá grunaði mig ekki að strax daginn eftir mundi ég veikjast svo heiftarlega að ég gæti ekki einusinni lesið bloggið mitt hvað þá skrifað nýtt. Ég vaknaði semsagt óvenju slöpp næsta dag og fljótlega kom í ljós að ég var alls óvinnufær sökum flensu og þannig steinlá ég með sótthita og hor í nös kryddað með hálsbólgu og beinverkjum næstu sólarhringa sem gerði það að verkum að ég opnaði ekki einusinni tölvuna hvað þá að ég skrifaði staf. Svo í dag var ég búin að gleyma að ég hafði boðað skrif um ástina. Enda er þessi svokallaði Valentínusardagur liðinn þetta árið en það var einmitt ætlun mín að leggja út frá honum. Svo nú verð ég að finna aðra leið til að segja ykkur sögu ástar og sögu heitra tilfinninga , ég verða að finna aðra nánd á efninu ef svo má að orði komast. Því ég ætlaði einmitt að nota tækifærið og ræða þegar ég uppgötvaði hina einu og sönnu ást og hvernig á því stendur að maður verður alltaf hálf feimin þegar maður hugsar um þessa stóru tilfinningu sem kviknar hjá manni þar sem "Stóra Ástin" í lífi manns er. Og hvernig hún birtist manni tilfinningin um ástina og hvernig ástin birtist manni í daglegu amstri. Ástin er allsstaðar allt um kring það er bara að hleypa henni að, hleypa henni að hjarta sér. Örsaga: Lítill maður lýkur við kvöldmat sinn og segir um leið og hann leggst niður á tvo stóla sem standa hlið við hlið , hann teygir úr sér á stólunum pakksaddur og ánægður en þreyttur eftir daginn og vinnuna á leikskólanum sínum : Amma Lilja segir hann, Amma Lilja hvað ertu að gera? spyr litli maðurinn og stynur þungan af seddu. Ég er bara að ganga frá svarar amma Lilja litla manninum sínum , - Amma Lilja komdu aðeins segir þá litli maðurinn - Hvað er það vinur? spyr amma Lilja um leið og hún gengur til hans. - Amma Lilja sestu hérna segir hann og færir sig aðeins svo amma geti tyllt sér við hlið hans á annan stólinn. - Amma Lilja viltu hvísla að mér : Spyr litli maðurinn svo. - Amma lýtur niður að litla snáðanum og hvíslar að honum lítilli stöku. - , Amma Lilja viltu hvísla ég elska þig , segir hann lágt og lygnir aftur augunum. Og amma laut aftur niður að litla snáðanum sínum og hvíslaði : ÉG ELSKA ÞIG - og við að heyra þessum orðum hvíslað að sér , lokaði litli snáðinn augum sínum og tímdi ekki að opna þau þó að amma bæri hann inn í herbergi og gerði hann kláran fyrir háttinn bæri hann fram á bað og burstaði tennurnar osfrv. það var ekki fyrr en amma breyddi sængina ofaná hann og beygði sig yfir hann til að kyssa hann góða nótt að hann hvíslaði : - ELSKA ÞIG LÍKA amma Lilja - enn með lokuð augu og þar með var hann sofnaður eins og slökkt hafi verið á honum. Þetta er ÁST.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
17.2.2008 | 17:56
Geir góður og Stefán Jón hrei..
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
13.2.2008 | 14:49
Hætt að skrifa um pólitík ....
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
12.2.2008 | 02:44
Staðgengill Borgarstjóra
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
11.2.2008 | 15:02
Ég varð svo reið að ég gat ekki sofnað sagði rödd . .......
Sagði rödd í símanum í gærkveldi, um það leyti sem ég var að gera klárt fyrir svefninn hringdi síminn og þegar ég svaraði var sagt: já, gott kvöld fyrirgefðu að ég hringi svona seint en ég varð svo reið þegar ég las bloggið þitt að ég varð bara að hringja . Nú , svaraði ég afhverju skrifarðu ekki bara í athugasemdademdadálkinn er það ekki það sem á að gera.? Jú, sagði konan en það sem ég ætla að segja við þig vil ég ekki að fari í fjölmiðla. Ó, Guð , hugsaði ég: ég rétt að stíga fyrstu skrefin á blogginu og strax búin að fá upphringingu. Ég skil ekki alveg svaraði ég hikandi hvað er það sem má ekki heyrast. - Jú , ég sé að þú þekkir ekkert til mála svo ég vil bara segja þér að þú veður bara í villu og svima - þú ert ekki í flokknum og veist ekkert hvað gengið hefur á svaraði konan og ég heyrði á rödd hennar að hún var djúpt særð það var enginn æsingur , bara sársauki. Bíddu við þú verður að segja mér betur hver þú ert svo að ég skilji þig ég er svo ný á blogginu var og er bara að fikra mig áfram inn í þennan bloggheim svo þú skilur að ég veit ekki alveg hvað þú ert að fara. hvað er það sem ég gerði vitlaust á blogginu.
Ég er bara að reyna að segja þér á kurteisan hátt að þú veist ekkert um það sem er að gerast bak við tjöldin . Þú heldur að allt sé Vilhjálmi að kenna , þú gerir þér enga grein fyrir að það geti nú verið að hann hafi verið dreginn inn í þetta með blekkingum og falsi. Vilhjálmur er góður maður og trúgjarn og jú það má segja að hann hafi látið draga sig á asnaeyrunum en það gerðu nú fleiri.
Ég held ekki neitt því ég eins og þú segir réttilega er ég ekki innsti koppur í búri þeirra sjálfstæðismanna sem þarna halda á spilunum, flýtti ég mér að segja:, ég hef hinsvegar eins og margir aðrir borgarbúar þessa daganna verið að reyna að átta mig á málavöxtum. - Það er einmitt það sem ég vil ræða við þig sagði konan Ertu tilbúin að hlusta? Ha,jájá, ég er sko til í það svaraði ég óðamála. Gott og vel sagði röddin og síðan hófst frásögn hennar.
Klukkan var að verða 3 þegar ég skreiddist loks upp í rúm ég veit ekki hvað klukkan var loks þegar ég sofnaði undir morgunn, en ég veit bara að ég var alltaf að hrökkva upp og athuga hvað klukkan væri ég var svo hrædd um að vakna ekki við vekjaraklukkuna.
Enda var það heldur framlág , ósofin bloggkona sem skrölti fram úr rúminu í morgun. Eitt er víst að hafi blessuð konan verið reið þegar hún ákvað að hringja í mig og segja mér allt þetta þá var það ekki bara undrandi kona sem hún kvaddi í lok samtals heldur var ég líka enn rignlaðri enn ég hef nokkurn tíma verið. Allt í einu var ég komin inn í miðja hringiðu "aðalmála málanna" í pólitíkinni án þess að ég hef nokkuð til þess unnið nema að prufa að blogga. Og þar sem ég sat og maulaði morgunkornið í morgun og fór yfir þetta langa samtal í huganum , fann ég að ég vorkenndi þeim alveg rosalega sem þurfa að axla ábyrgð á mistökum sínum og atburðum síðustu missera í borgarpólitíkinni , en það var ekki fyrr en síminn hringdi í þann mund að ég var að fara útúr dyrunum og nú var það karlmaður sem átti röddina kynnti sig og spurði hvort hann mætti eiga við mig orð að ég gerði mér grein fyrir að lífið er ekki bara leikur í henni pólitík eða í bloggheimum.........meira um það seinna. En eitt get ég sagt ykkur að ekki hafði það hvarflað að mér að bloggið hefði svona mikil áhrif.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.2.2008 | 14:54
Boðið uppí dans I. hluti
Ég eins og svo margir aðrir er alveg logandi hrædd við það algjöra stjórnleysi er ríkir hér í borginni okkar núna. Og það virðist ekkert lát á þeim darraðardansi sem upphófst strax nóttina eftir síðustu borgarstjórnarkosningar semsagt þegar Vilhjálmur bauð Ólafi upp í dans og meðan Ólafur rétt skrapp heim að ná sér í nesti og nýja dansskó var Vilhjálmur horfinn á braut. Bara týndur og tröllum gefinn að því er virtist. Ólafur leitaði lengi dags en ekkert heyrðist frá Vilhjálmi.
Seint og um síðir bárust fregnir um að Vilhjálmur væri fundinn heill á húfi og boðaði nú stórmerk tíðindi, allir sem fréttapassa gátu valdið þustu nú til og þyrptust á staðinn því allir vildu nú vera fyrstir með fregnirnar. Þegar á staðinn var komið mátti þar sjá föngulegan hóp manna og kvenna standa þar á steinstöllum og stóð Vilhjálmur þar fremstur í flokki hinn týndi Vilhjálmur sem ekki var lengur týndur hóf strax upp raust sína og greindi svo frá: Hérna takk fyrir að koma hérna vil ég gera heyrinkunnugt að ég hef boðið í nýjan dansherra og sá hefur þegar sagt já og við höfum þegar skrifað á danskortið sjáið bara hvað það er fallegt á litinn og við höfum ákveðið í hvaða röð stigið skal í dansinn, og hérna minn makker skal vera hinn geysivinsæli erfðaprins enginn annar en sjálfur Björn Ingi Hrafnsson, hipp hipp húrra og sipp og hoj,"., - og svo mátti sjá þá félaga telja saman í hinn þekkta meirihlutamenúett við taktfastan varasmell og flaut hinna ungu og efnilegu borgarfulltrúa meirihlutans og með stuðningi hins hugprúða miðaldra tenórsöngvara (sem er af öllum öðrum ólöstuðum einn af fáum pólitíkusum sem ég enn treysti enda taktviss með afbrigðum og lætur ekki svo auðveldlega slá sig útaf laginu), þarna virtust þau öll svo stolt og svo léttstíg , þessir ungu borgarfulltrúar sem loks voru komin í valdadansinn þangað sem þau höfðu stefnt að. Þarna stóðu þau svo falleg og svo glaðbeitt og örugg með sig, auðsjáanlega full tilhlökkunar að leggja sitt af mörkum til að gera góða borg betri. Og það sem ég var glöð fyrir þeirra hönd þegar ég sá þau svona hamingjusöm . Og borgarbúar voru sáttir. - Nú,nú, það er jú gott að hrista upp í pólitíkinni annað veifið enginn hefur gott afþvi að sitja of lengi við völd osfrv. sagði ég við mig og mína. Sjáið bara í hvaða óefni landsmálin eru komin. (sagði ég sko 2006).
Svo leið sumarið, og haustið kom , þá veturinn með myrkrið , svo voraði á ný, sífelldar fréttir bárust af borgarstjóranum síkáta, hann var hér og hann var þar, allt um kring og allsstaðar, sí og æ, æ og sí , syngjandi bra og sí bí dí ., Og gárungarnir voru farnir að taka upp slagorð Vilhjálms. en það er svona: " Gamli Góði Villi - sipp og hoj. -" svo hratt leið sumarið að fyrr en varði lækkaði sól á lofti og dag tók að stytta.. - Og það fór að dimma........haustið brast á og ......það dimmdi óðum.
Úr myrkum skúmaskotum fóru að heyrast torkennileg hljóð einsog væl eða óánægjugaul, hvískur og stundum barst óánægjukvein upp úr vælinu þar sem hægt var að greina orðaskil einsog: æ, hann er hættur að halda takti - það er satt hann heldur engum takti.,, eða : Hann hefur aldrei haldið takti - Hann dansar bara sóló - eða mambó - vill að við dönsum námvæmlega eftir hans höfði - það er eins og það vanti minniskubbinn í hann- hefur kannski dottið úr sambandi ?.. við verðum að tala við Herra Fors.hr. - : - En ekkert virtist bíta á hinn dansglaða söngvara Vilhjálm hann bara dansaði og söng: Ég er syngjandi dáðadrengur - og dansherra eins og gengur - ég ríki hérna einn í Reykjavík , þó REI ég gefi og alla svík. -- Sipp og hoj - Dansi dansi dúkkan mín, dæmalaust er allt mitt grín, .... OOOoog nú tökum við kokkinn allir saman nú, , einn ,fjórir, sex. ´-
En þá var þolinmæði þessara ungmenna á þrotum . Þau stóðu upp öll sem einn og stöppuðu upphafstaktinn sem lagt var upp með að yrði megin stefið í stefnu flokksins í þessu meirihlutasamstarfi svona eins og til að leiða leiðtogann inní hinn rétta takt eins mjúklega og þeim var unnt, og þannig reyndu þau að koma borgarstjóranum inn í taktinn og taktinum inn í hann þau hughreystu hann sögðust styðja hann, hann þyrfti bara að hlusta á taktinn , eða hlusta á þau svo hann hætti að trampa svona endalaust ofaná tærnar á þeim Þau reyndu að segja honum á einlægan hátt hvernig komið væri fyrir tám þeirra sögðu sem var að hann hefði traðkað á tám þeirra í tæp þrjú misseri og nú gætu þau ekki meir.. Ef ekki nú þá .......
Dægurmál | Breytt 10.2.2008 kl. 17:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
8.2.2008 | 15:14
Búnir aððví sagði....
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)