9.8.2009 | 00:26
Véfréttin hefur talað ......, .... ....
Hvað gengur formanni rannsóknarnefndar Alþingis Páli Hreinssyni til.
Hversvegna er hann að koma í fjölmiðla, og tala í véfréttar stíl, um það, hve vondar fréttir nefnd hans mun flytja þjóðinni.
Ef hann þarf að segja þjóðinni svona vondar fréttir, afhverju gerir hann það þá ekki strax? Eftir hverju er hann að bíða? Spennitreyju?
Eða er hann að boða til keppni í : Hver segir þjóðinni verstu fréttirnar !
Og ætlar sér vera bestur, og mestur, og segja alltaf verstu fréttirnar sama hvað, hver segir.
Svo nú er að sjá, hvort fleiri nefndir, taki þessari ákorun Páls Hreinssonar, og keppi við hann um, verstu nefndarfréttir allra tíma.
Úrslit keppninnar verður svo gerð opinber 1. nóvember n.k. samkvæmt formanni rannsóknarnefndar Alþingis.
Nefndin.
Verri fréttir en nokkur nefnd hefur þurft að færa | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Mér finnst þessi fréttaflutningur óábyrgur hjá mbl.is. Ég held að þessi frétt valdi fjölda fólks kvíða, t.d. mér.
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 9.8.2009 kl. 00:29
mbl.is ber nú ekki mikla ábyrgð á þessari frétt - umfram það að éta upp frá öðrum..........
Páll Hreinsson sagði þetta sjálfur í þættinum Í vikulokin kl.11 í morgun og svo aftur í kvöldfréttum RÚV sjónvarp...............!
Þetta er ekki manninum sæmandi !
Benedikta E, 9.8.2009 kl. 00:51
Mér finnst það bara fáránlegt af manninum að tala svona, og ég skil ekki hvað Páli Hreinssyni gengur til með þessu orðavali, en það býr eitthvað undir svo mikið er víst. -
Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 9.8.2009 kl. 01:07
Ég er sammála þér Jóna Kolbrún, ég held líka, að þetta eigi eftir að auka á kvíða fólks fyrir því sem koma skal, og það veit Páll Hreinsson manna best.
Það líka rétt sem þú segir að þetta er mjög óábyrgt af honum, og jafn óábyrgt af fjölmiðlum, að éta þetta upp eftir honum, án þess að krefja hann um nánari skýringar, á þessum ummælum hans.
Þetta virkar einsog hótun.
Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 9.8.2009 kl. 01:16
Eimitt Benedikta þetta er ekki sæmandi af formanni rannsóknarnefndar Alþingis.
Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 9.8.2009 kl. 01:18
Æ veit ekki, þarna í haust þegar hrunið varð, var mörgum ljóst að "sjúklingurinn væri dáinn". Þáverandi stjórn var auðvitað morgunljóst líka að ekki bærðist líf né andardráttur. Samt héldu þeir áfram að teygja sjokkið, svona eins og þeir héldu að það yrði betra að heyra frá andlátinu á nokkrum mánuðum.
Forsætisráðherra talaði jafnvel um að þetta væri svona afturhvarf til þriggja ára, ekkert verra en það. Er nú þeirrar skoðunuar að hvorki góðar fréttir né slæmar fréttir eigi að tefja neitt. Vissa um stöðuna, er forsenda fyrir því að fólk takist á við áfallið sem fyrst.
Þessi ummæli eiga svo sem ekkert að koma á óvart, eða datt fólki kannski í hug, að þessi sannleiksnefnd myndi kannski koma með niðurstöðu sem myndi fegra stöðuna? Held ekki. Held reyndar kæru félagar að okkur skorti enn ímyndunarafl til að fatta hversu hrikalega þessum græðgispúkum og sofandi stjórnvöldum tókst að klúðra efnahagslífi Íslands.
Jenný Stefanía Jensdóttir, 9.8.2009 kl. 03:32
Er ef til vill verið að undirbúa stjórnvöld og ráðamenn undir að sannleikurinn verði sagður umbúðarlaust? Ég vona það. Þetta hefur ef til vill verið gert einmitt til að létta af þrýstingi og koma í veg fyrir að þeir sem ábyrgðina bera reyni að kaupa sig frá málinu á einhvern hátt. Segja bottomlænið, og fylla svo inn restina þegar verkinu er lokið. En þá er búið að segja Ö, svo ekki verður hægt annað en að halda sig við það. Ég vona það allavega að svoleiðis sé þetta. Nefndin liggur örugglega undir gríðarlegum þrýstingi frá einstaka aðilum að hlífa þessum og hinum.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 9.8.2009 kl. 09:50
Ég hef enga trú á þessum manni eins og hann vann í hlerunarmálinu. og finnst þessi málflutningur ótrúlega óábyrgur.
María Kristjánsdóttir, 9.8.2009 kl. 09:56
Já, Jenný St. J. ég skal ekki segja!
Ég held nú að öllum sem vildu vita, hafi strax um áramótin 06/07 verið ljóst að sjúklingurinn var í andarslitrunum. - Og frá áramótum 07/08 var sjúklingurinn dauður. - En græðgin réði hér ríkjum, og græðgisöflin voru enn að veðsetja veðsetningar á landinu erlendis, á yfirborðinu, - en undir hömuðust þeir við að ryksuga bankareikninga heilu sveitarfélaganna, líknarstofnanna, og örorku og ellilífeyrisþega og aðra þá sem höfðu sparað fé og lagt til hliðar, fyrir skólagöngu barna sinna og barnabarna.
Það var semsagt ekki fyrr en hinir Gráðugu höfðu náð, að hreinsa allt, útaf þessum bankareikningum, og komið fyrir í skattaskjóli, að þáverandi stjórnvöld, voru þvinguð til, að opinbera andlátið. -
Við það vaknaði sú spurning hjá þjóðinni hvað hafi valdið dauða sjúklingsins, og krafan um svör varð sífellt háværari. - Og loks var ákveðið að kryfja sjúklinginn til að vita hvað olli dauða hans, og, það hefur áreiðanlega ekki verið auðvelt verk, líkið orðið illa morkið, og ormétið og því erfitt að athafna sig, til að finna dánarorsökina.
Og kannski er það, það, sem er svo erfitt fyrir Pál Hreinsson að segja: Dánarorsök ókunn!
Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 9.8.2009 kl. 16:54
Já, Ásthildur ég vona það svo sannarega líka.
Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 9.8.2009 kl. 16:56
Æ, Ásthildur þetta átti auðvitað að vera ég vona það svo sannarlega að sannleikurinn verði sagður umbúðalaust, það er ekkert sem réttlætir annað, en að allur sannleikurinn verði sagður og ekkert dregið undan. Og ég er ekkert hissa á að sumir óttist sannleikann. - En sannleikurinn er alltaf sagna bestur -
Einmitt María ég mundi ekki eftir því að hann hafi líka komið að rannsókn í hlerunarmálunum. - Það var ansi sérkennilegt, og ætti í raun, að rannsaka aftur, í ljósi breyttra aðstæðna. -
En það breytir því ekki, að þetta er mjög óábyrgur málflutningur hjá formanni rannsóknarnefndar Alþingis um bankahrunið, og krefst nánari skýringar.
Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 9.8.2009 kl. 17:08
Vildi bara senda þér knús yfir hafið
Ía Jóhannsdóttir, 10.8.2009 kl. 10:47
Þakka þér fyrir Ía mín! Sendi stórt knús til þín á móti.
Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 10.8.2009 kl. 13:54
Við viljum öll stefna að því besta fyrir okkur, leiðirnar eru bara mismunandi sem við viljum fara. Þess vegna er best að segja; megi allir góðir vættir vera með okkur styrkja og styðja og leiða okkur í gegnum þetta á sem bestan hátt fyrir land og þjóð.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 11.8.2009 kl. 11:05
Ég treysti ekki Páli Hreinssyni....veit ekki hvað það er, en hugsanlega er það glottið á honum sem virðist vera fast þarna, hvað sem hann tjáir sig um
Mörg okkar hafa gert sér grein fyrir því að staðan er afar slæm....en kannski sumir verði hissa.
Sigrún Jónsdóttir, 12.8.2009 kl. 14:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.