27.6.2009 | 15:33
Strandhögg Þjóðar ef Ice.... ....
Ég spyr nú eins og Steingrímur J. þegar hann spurði þá Bjarna Benediktsson og Sigmund Davíð Gunnlaugsson þessarar spurningar : - Hver er þeirra leið? Hvert er þeirra plan?., eftir að samningurinn um Icesave verður felldur?
Svari þeir nú Bjarni Benediktsson og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson!
Og ég spyr líka: Hverjir hagnast mest á því að samningurinn um Icesave verði felldur?
Eru það þeir sem gera upp í erlendri mynt? - Ég var nefnilega að fá Visa reikninginn minn, þar sem ég sé, að 15 fyrirtæki sem ég hef oft verslað við áður, eru nú allt í einu að láta mig greiða inn á erlendan reikning sinn ! - Eins og ég hafi verið að versla í útlöndum.
Því spyr ég: - Eru það þeir sem græða á að við fellum Icesave samninginn, og búum fyrir vikið áfram við gjaldeyrishöft ? - Græða þessir sömu aðilar á gjaldeyrishöftum?
Það virðist vera þeir sem bera ábyrgðina á efnahagshruni Íslands, sem græða á að fella samninginn.
Og þá er að fara í leikinn finnum Finn.
Finna út hverjir "þeir" eru ?
Til að nefna engin nöfn, getum við , kallað þá Knoll og Tott sem ætla að fella samninginn um Icesave.
Ég spyr því, þá Knoll og Tott : Hvað ætla þeir svo að gera, þegar þeir hafa fellt samninginn? Hver eru þeirra plön? Hvaða áætlun hafa þeir gert?
ÞVÍ EINS OG ÞEIR VITA SEM VILJA VITA. - þÁ ERU ALLAR FJÁRHIRSLUR ÍSLANDS TÓMAR! - ALVEG GALTÓMAR.
HVAR ÆTLA ÞEIR SEM VILJA FELLA ÞENNAN SAMNING AÐ FÁ FJÁRMAGN TIL AÐ STARTA EFNAHAGS- OG ATVINNULÍFINU Á NÝ ?!?!?!?
Hvar ætla þeir að fá fjármagn til að halda þjóðfélaginu gangandi?
Til að halda uppi Grunnskólamenntun barnanna?
Til að greiða fyrir menntun Framhaldsskólanema?
Háskólamenntun?
Heilbrigðisþjónustu og heilsugæslu ?
Velferðarþjónustu? Félagsþjónustu?
Fæðingarorlofi?
Lánasjóði íslenskra námsmanna?
Ég veit .......!
...... Hef það frá stálheiðarlegum sjálfstæðismanni.
Þeir ætla að láta draum sinn rætast !
Einkavæða allt heila helvítis klabbið ! Eins og gamall sveitungi minn sagði við mig í gær.
Einkavæða bankanna aftur !
Einkavæða heilbrigðiskerfið!
Einkavæða menntakerfið!
Einkavæða og einkavæða, og einkavæða, osfrv. osfrv.
Það var vitað fyrir kosningarnar 2007 að Þjóðarskútan hafði steytt á skeri, Lilja mín, sagð'ann !
Því voru góð ráð dýr fyrir okkur sjálfstæðismenn, að bjarga henni aftur á flot, í skjóli myrkurs: bætti minn gamli sveitungi við.
Eina ráðið var: Að koma Samfylkingu uppí stjórnklefann með Sjálfstæðisflokki. - Öðruvísi næðum við ekki Þjóðarskútunni á flot áður en Ísland færi á hausinn.
Ísland fór nú samt á hausinn, svaraði ég.
Jaaá, sagði hinn sauðtryggi sjálfstæðismaður, dapur. - Samfylkingin gat ekki fellt sig við það sem þeir kölluðu, blekkingar fyrrum ríkisstjórnar, Fjármálaeftirlitsins, Seðlabankans, og allra þeirra manna í ábyrgðarstöðum, sem settu sinn eigin hag, fram yfir hag landsmanna, að þeirra sögn. -
Þessi andskotans Jafnaðarstefna, alltaf hreint, sem allt ætlar að drepa: Sagði hann og spýtti út úr sér tóbaksleðjunni frá Sænska munntóbakinu sem bannað er að flytja inn, - og ekki hefði hvarflað að mér að gamlir sveitungar mínir brúkuðu, til jafns við félaga mína marga hér sunnan heiða.
Er nema von hugsaði ég ........., hætti við og spurði svo ....
... Ætla þeir frekar að horfa á Þjóðarskútuna hrekjast í briminu og brotna niður á meðan fólkið tekur út og drukknar í skuldum. - Ætla þeir svo að hirða brakið þegar það rekur í land, og fá þannig Þjóðarskútuna með öllum rekanum fyrir slikk? - Á brunaútsölu?
Frekar en að horfast í augu við gjörðir sínar, og taka á málum eins og sannir Íslendingar eiga að gera.
.... Oooh, þeir munu bjargast sem kunna að bjarga sér, en hinir ekki, og þá þeir um það, var svarið.
Vilja þeir það í alvöru, frekar en að horfast í augu við "gjörðir"sínar eða afglöp ? Þráspurði ég: En uppskar bara þögn, og nýja spýtingu af munntóbaki.
Þeir sem stranda Þjóðarskútu vegna gáleysis, þeim ber að taka afleiðingum gjörða sinna: hélt ég þrjósk áfram ......
..... - Eða eru þið eða þeir svo hræddir við afleiðingarnar sem það getur haft, að allir benda á hinn, sama gamla sagan, það bara bjargar ekki neinu, það frestar bara því að tekist sé á við vandann ........
Þögn
..... Og á meðan nýta félagar þínir tímann og æsa upp lýðinn til að kenna núverandi ríkisstjórn um skaðann, og jafnvel ganga svo langt að nú er allt nýju ríkisstjórninni að kenna, hélt ég áfram.
..... Samningar eru samningar, og þá ber að virða, þó að þeir séu óréttlátir, fyrir mig og þig: sagði ég og freistaði þess að espa hann til svars. -
- Löng þögn -
... Um leið og búið er að ganga frá þessu Icesave máli, þá fyrst er hægt að taka þessa "drulludela" og setja þá bak við lás og slá, fyrr ekki. - svaraði sjálfstæðismaðurinn og fékk sér nýjan munntóbaksskammt .......
..... Það vita þessir "drulludelar" sem komu okkur í þetta kviksyndi: Hélt hann áfram ..... og
... Þessvegna vilja þeir enga samninga. - bætti hann við, og með það var hann rokinn.
Og ég sem hefði viljað spyrja hann svo margra spurninga í viðbót.
En þarna fékk ég semsagt alveg nýjan vinkil á þetta Icesave mál, og það frá manni sem er þarna innsti koppur í búri Sjálfstæðismanna.
- Og úrþví svona er í pottinn búið þá varð ég að skrifa um þetta. Það hvarflar ekki að mér að þegja, þetta er of alvarlegt til þess.
Ég vil, vegna þess sem ég hef hér skrifað, - og ég efa ekki, að er rétt, þá vil ég að þessir samningar : VERÐI SAMÞYKKTIR STRAX. ...
SVO HÆGT SÉ AÐ FARA AÐ HREINSA TIL !
AFLÉTTA NEYÐARLÖGUNUM SEM GERA ÞESSUM SVINDLURUM KLEIFT AÐ HALDA AFRAM AÐ SVÍKJA, SVINDLA OG STELA. - OG KOMA ÞEIM UNDIR LÁS OG SLÁ SEM ÞAR EIGA AÐ VERA.
OG HEFJA ÍSLAND AFTUR TIL ÞESS TRAUSTS OG VIRÐINGAR SEM ÞAÐ ÁÐUR HAFÐI.
![]() |
Strandi Icesave, strandar allt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Vitlaust, kerlingarræksni
Sigurður Þorsteinsson, 27.6.2009 kl. 15:51
Fyndinn forheimskur og forhertur karlskratti ! Er það þá nafnið yfir þig Sigurður ?
Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 27.6.2009 kl. 15:57
Heil og sæl; Lilja Guðrún - sem aðrir, hér á síðu hennar !
Sigurður !
Svona; vil ég aldrei ávarpa konur, enda af Riddurum kominn, í framættir. Ættir; að biðja Lilju Guðrúnu afsökunar, á þessu orðbragði, þegar í stað.
Lilja Guðrún !
Því miður; halda þessi borgunar rök ekki. Hér er ei, við mnen að eiga - heldur mannýga nýlenduherra, hverjir einskis svífast, enda,....... saga Bretlands og Hollands, á velmektardögum nýlenduvelda þeirra, blóði drifin.
Minni þig á; Lilja, arftaka frelsishetjunnar; Símonar Bólívar, í Römönsku- Ameríku (18. - 19. öldum), þar gætum við, sem víðar reyndar, átt vini í varpa, þó svo hin yfirgengilega freku, og óbilgjörnu Evrópu ríki, mörg þeirra - ekki öll; vildu snúa baki við okkur.
Skoðum öll mál; í hinu víðasta samhengi, ágæta Lilja Guðrún.
Með; hinum beztu kveðjum, úr Árnesþingi /
Óskar Helgi Helgason
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 27.6.2009 kl. 16:05
menn, átti að standa þar. Bið forláts, á ambögu þeirri.
ÓHH
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 27.6.2009 kl. 16:07
Íhugul og áleitin pæling hjá þér Lilja Guðrún og það svo sem ekki í fyrsta skipti.
Ég sjálfur er reyndar orðin dálítið þreyttur á að fjalla um samkomulagið og leggja fram að mér sýnist sæmilega viti borin rök í málinu, þó ég segi sjálfur frá, því það virðist ekki til mikils, menn halda bara áfram að berja höfðinu við steininn samanber "við borgum ekki" og tala um réttlæti í því sambandi, en geta ekki rökstutt það frekar né eins og þú spyrð, hvað svo ef við borgum ekki!?
Magnús Geir Guðmundsson, 27.6.2009 kl. 22:34
Ja hérna, þetta er falleg runa-buna, en held é segi bara að þessu sinni No komment.

Nema bara að tala um þann dónaskap sem þér er sýndur af honum Sigurði.
Kærleik til þín ljúfust
Milla
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 28.6.2009 kl. 20:13
Karlandskotinn þarna í efsta kommenti á að þegja.
Takk fyrir góða færslu LG.
Jenný Anna Baldursdóttir, 29.6.2009 kl. 11:04
Heill og sæll Óskar ! Þakka þér fyrir þitt innlegg hér á síðunni, ég tek undir það að við eigum að skoða öll mál í sem víðasta samhengi áður en við myndum okkur skoðun, og það hef ég reynt samviskusamlega að gera.
- En það er bara við ramman reip að draga, þar sem Ísland er skuldbundið að greiða tyggingarsjóðinn, þar sem Icesave var Netútibú frá Landsbankanum hér á Íslandi. - Þetta innsiglaði Árni Matth. þáverandi fjármálaráðherra þegar hann gerði samkomulag þess efnis að Íslendingar mundu borga, og skrifaði undir það plagg í Hollandi þann 11. október 2008. Sama þótt reynt sé að halda öðru fram, þá er þetta plagg skjalfest. Það voru afleitir samningar, sem þýddi að við þurftum að byrja að borga þá strax, og með yfir 6% vöxtum. Þú getur rétt ímyndað þér stöðu okkar ef það hefði gengið eftir.
Þessvegna voru góð ráð dýr, og því var reynt að semja upp á nýtt, og útkoman er mun hagstæðari en sú fyrri þó slæm sé. - Af tvennu illu, er síðara samkomulagið mun betra.
Þar sem við þurfum ekki að byrja að borga fyrr en eftir 7 ár, og vextir eru rúml. 5 %, og lánið gildir til 15 ára. - Bretar og Hollendingar tóku að sér að lána okkur til að greiða sínu fólki, og það hafa þeir nú þegar gert.
Og helv. bretarnir hafa aflétt hryðjuverkalögunum, sem þýðir að frysting á eigum bankans á Bretlandi og í Hollandi hefur verið aflétt, og nú er verið að skoða hvernig staðan er þar, möguleikinn fer stækkandi um það, að til séu nógar eigur þar úti, til að greiða það sem okkur ber, þegar að greiðsludegi kemur. Svo staðan er ekki alvond.
Hvort hægt sé að ná þriðja samkomulaginu, með því að fella þetta, veit ég ekki, en hitt veit ég og það hefur marg komið fram og það er að í þessu síðara samkomulagi er "klásúla um" að hægt sé að taka upp samninginn og/eða endurskoða hann ef Ísland fer fram á það, á tímabilinu s.s. vegna greiðslugetu osfrv.
Þetta er svona í grófum dráttum það sem ég hef lagt til grundvallar afstöðu minni í þessu máli.
Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 29.6.2009 kl. 15:35
Ég skil þig Magnús Geir, það hefur verið ótrúlegt að sjá og heyra hvernig fólk hefur farið hamförum bæði hér á blogginu sem og í fjölmiðlum, með ómálefnalegar og órökstuddar rangfærslur, og háværa hótun um heimsendi. Og hafa janfvel verið að kenn þessar nýju ríkisstjórn um, hvernig komið er fyrir okkur þjóð þessa lands.
En ég held að almenningur sé betur gefinn, en þetta sama fólk gerir ráð fyrir. Íslendingar láta ekki "það fólk" sem kom okkur í þetta kviksyndi, teyma sig beint ofaní kviksyndið aftur, og drekkja hvort öðru þar, þegar við sjáum leið til að ná fótfestu, og komast á þurrt land. ....... Allavega á ég bágt með að sjá, að það gerist.
- Ég hef enn það mikla trú á Íslensku þjóðinni. Þó að á stundum hellist yfir mann vonleysi.
Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 29.6.2009 kl. 15:50
Já Milla mín!., Dónaskap grípur fólk oft til þegar það hefur engin málefnaleg rök til að hrekja það sem til umræðu er, í það og það skiptið.
En hvað varðar þennan Sigurð, þá er hann einn af þeim sem farið hefur hamförum hér á blogginu, og ræðst núna að mér með heldur "barnalegri athugasemd" svo barnalegri að ég kýs að svara honum ekki ef ske kynni að hann sé þroskaheftur, því þá mundi maður skilja svona málefnarökþrot.
Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 29.6.2009 kl. 16:01
Takk fyrir það Jenný! - Sumir eru svo illa staddir að þegar þeir komast í þrot í málefnalegri rökfærslu þá grípa þeir til þess sama óalandi og óferjandi ............ Og líka stundum þegar þeir komast að þeir hafa farið með staðlausa stafi hér á blogginu. ......
Eiginlega finnst mér þetta dálítið fyndið, ég hef aldrei heyrt svona fyrr. ..
Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 29.6.2009 kl. 16:09
Ætla bara rétt að vona að fólk noti ekki dónaskap, hvorki gagnvart þér eða öðrum, það er afar leitt er svona gerist og sínir okkur hve mannflórann er stór og margvísleg hér á blogginu. Ég hef fengið svona og verra en þetta yfir mig, en mun aldrei láta það gerast aftur.
Þú ert frábær í þínum málefnaflutningi og ég held að ég verði bara í rituðu máli að viðurkenna að annað var ekki hægt, sjáum svo bara til eftir 7 ár hvernig staðan er, vonandi góð.
Kærleik til þín ljúfust
Milla
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 29.6.2009 kl. 20:03
Það, að sumir Sjálfstæðismenn og Framsóknarmenn tali eins og þeir eigi ekki neina sök á hvernig komið er, sýnir best fáfræði þeirra sjálfra. Þeir trúa því að við trúum þeim. En svo vitlaus erum við auðvitað ekki.
Anna Einarsdóttir, 29.6.2009 kl. 22:43
Gott að hafa húmorinn í lagi gagnvart svona fólki. Knús heim í húsið þitt Lilja mín.
Ía Jóhannsdóttir, 30.6.2009 kl. 08:19
Góður pistill Lilja mín og ég tek undir með Önnu, það er furðulegt að horfa upp á sjálfstæðis- og framsóknarmenn berja sér á brjóst eins og að engin hafi verið gærdagurinn! Ma-ma-ma-ma bara skilur ekki svona fólk
Sigrún Jónsdóttir, 30.6.2009 kl. 21:52
Já Anna það er svo skrítið með "suma" Sjálfstæðismenn og "suma" Framsóknarmenn þeir treysta enn á skammtímaminni kjósandans. Það er ævintýralegt að hlusta á, þá suma, á Alþingi þessa daganna þar sem trúin á lélegt minni kjósenda kemur svo berlega fram..
Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 1.7.2009 kl. 14:45
Ía, eins og þú þekkir svo vel, þá er ekkert sem léttir manni lund eins og það að geta hlegið duglega, sérstaklega í góðra vina hópi. - En ég er bara þeim eiginleika gædd að, mér finnst svona framkoma eins og þessi sem Sigurður sýnir hér á blogginu hlægileg. - Því það er ekki eins og að þetta sé rökþrota óþekkur krakki, sem svona skrifar eða þroskaheftur einstaklingur, - þó ég viti reyndar ekkert um þennan mann.
Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 1.7.2009 kl. 15:37
Sammála þér Sigrún! Ma, ma ma ma, bara skilur þetta ekki! Nema ef vera skildi að það sé pólitíkst of sársaukafullt að horfast í augu við staðreyndir málsins.
Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 1.7.2009 kl. 15:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.