19.6.2009 | 17:08
Afmæli og afmæli í dag !
Í dag eiga tvíburarnir afmæli, í morgun kl: 10:45 voru tvö ár frá fæðingu nöfnu minnar Lilju Guðrúnar!
Og í dag, klukkan 11:03 eru tvö ár frá fæðingu Ólafar Maríu!
Afmæli og afmæli í dag, sungu þær hástöfum, þegar þær voru að klæða sig og búa sig undir að fara á leikskólann sinn Hólmasól.
Og þar var líka aldeilis tekið vel á móti þeim, með samverustund allra barna á leikskólanum, eins og reyndar alltaf á föstudagsmorgnum, þá koma öll leikskólabörnin saman og syngja og eiga notalega stund, þennan síðasta vinnudag leikskólavikunnar.
En samverustundinni í dag, lauk á því að krakkarnir mynduðu stóran hring, svo steig eldri tvíburinn fyrst inn í hringinn og það var sunginn afmælissöngurinn: "Hún á afmæli hún Lilja Guðrún, hún á afmæli í dag". Og hún varð nú bara feiminn, við alla þessa athygli.
Næst steig Ólöf María inn í hringinn, og það var sunginn afmælissöngurinn, "Hún á afmæli hún Ólöf María hún á afmæli í dag". Og Ólöf brosti út að eyrum og tók hressilega undir sönginn.
En amma situr nú heima, og les og syngur með stórabróður sem er veikur heima og komst því ekki til að taka þátt í samverustund dagsins, og afmælissöngnum.
En hann ætlar að verða fljótur að láta sér batna, svo hann komist sem fyrst á leikskólann aftur, því þar er sko gaman.
Það er ekkert stórkostlegra en börn ! Og þvílíkt ríkidæmi að eiga bæði börn og barnabörn.
Það er því rík ástæða til að minna á söfnunarátak Barnaheilla, sem hleypt var af stokkunum í dag, og biðja fólk um að bregðast vel við.
Nýtt söfnunarátak Barnaheilla | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Til hamingju með daginn, barnabörnin eru GULLmolarnir, kær kveðja Jón
Jón Svavarsson, 19.6.2009 kl. 17:11
Til hamingju með elsku tvíburastelpurnar þínar.....og reyndar bróðir þeirra líka Barnabörnin gefa manni nýja vídd í lífið
Sigrún Jónsdóttir, 19.6.2009 kl. 20:11
Ég verð með barnaafmæli á morgun, laugardag. Yngsta barnabarnið mitt sem býr með mömmu sinni í Fljótunum er í bænum og verður haldið uppá 3ja ára afmælið hans. Hann á ekki afmæli fyrr en 28.06 en veislan verður á morgun. Ég óska þér til hamingju með þín barnabörn.
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 20.6.2009 kl. 03:44
Innilega til hamingju með daginn í gær vinkona
Ía Jóhannsdóttir, 20.6.2009 kl. 08:26
Innilega til hamingju með litlu dömurnar í gær 19 júní er flottur dagur til að eiga afmæli á
Ruth, 20.6.2009 kl. 14:30
Til hamingju með stelpurnar þínar :)
Soffía Valdimarsdóttir, 20.6.2009 kl. 16:59
Innilega til hamingju með stelpuskottin.
Jenný Anna Baldursdóttir, 20.6.2009 kl. 19:17
Já, til lukku þótt síðbúið sé. Og eins og börn þín og barnabörn veita gleði, þá erum við öll vonandi svo gæfusöm, að varðveita barnið í sjálfum okkur sem lengst og best!
Kær kveðja til þín föngulega Lilja!
Magnús Geir Guðmundsson, 21.6.2009 kl. 02:19
Til hamingju elskuleg þó sein sé með kveðjuna, svo sammála að ríkidæmið er þar sem börnin eru. vonandi er stóri bróðir orðin frískur.
Það hafa verið 18 mín á milli þeirra, eru þær eineggja?
Gaman að þessum englum.
Kærleik til þín Lilja Guðrún mín.
Milla
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 23.6.2009 kl. 08:04
Til hamingju með barnahópinn þinn mín elskuleg. Ekkert dýrmætara en börnin og barnabörnin okkar ;)
Aprílrós, 24.6.2009 kl. 08:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.