14.6.2009 | 21:36
Þjóðleikhúsið blasir við .......
Þjóðleikhúsið blasir við öllum vegfarendum sem leið eiga um Hverfisgötu, jafn tignarlegt og fallegt og það var fyrir 59 árum síðan.
Ný viðgert að utan sem innan!
Skil ekki alveg þessa frétt á forsíðu Fréttablaðsins í gær, ég get á engan hátt gert mér grein fyrir tilgangi fréttarinnar. - Því hún er svo tilefnislaus með öllu. Og algerlega út í hött!
En hitt er annað mál að Þjóðleikhúsið er nú að undirbúa næsta leikár, sem verður jafnvel enn meira spennandi en síðasta leikár, svo ekki sé meira sagt.
Og á morgun eftir vinnu, fara allir starfsmenn Þjóðleikhússins í sína árlegu óvissuferð!
En eins og alþjóð veit þá eru mánudagskvöld, einu fríkvöldin sem leikarar eiga.
Nema ef annaní jólum, annar í páskum, eða annar í hvítasunnu ber upp á mánudaga, þá eiga leikarar ekki frí þau kvöldin.
En við hlökkum öll til morgundagsins, nema hvað.
Þjóðleikhúsinu ekki lokað í tvö ár | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Já mikið er ég fegin að þessi vitleysa er leiðrétt ,mér þykir mjög vænt um þjóðleikhúsið ,sem á stóran hluta af æsku minni og ég á hlýjar minningar um það
Það hefur án efa verið gaman í ferðinni ( svo seint skrifað hjá mér )
Kærleikskveðja
Marta
Ruth, 20.6.2009 kl. 14:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.