Uppreist æru !

 

   Ég vil halda því fram að Íslenska þjóðin hafi sýnt það í verki með móttöku sinni við hetjulegri framgöngu Telmu Ásdísardóttur, þegar hún sté fram og sagði sögu sína og systra sinna.  Að  þaðan í frá yrði það ekki liðið á Íslandi að þegja "ofbeldi" í hel. - 

   Því þá loks opnuðust augu Þjóðarinnar fyrir þeim ósköpum sem dunið hafa á saklausum manneskjum sem ekkert hafa til saka unnið,  nema það,  að vera til.

   Breiðavíkurdrengirnir fylgdu sem betur fer í kjölfarið og sögðu sína sögu í heimildarmynd Bergsveins Björgólfssonar og félaga.

   Og Blátt áfram systurnar sem áður höfðu komið fram og sagt sína hryllilegu sögu, fengu loks athygli eftir framgöngu Telmu og Breiðaveikurdrengja, og starfa nú ötullega að forvarnarmálum.

   Einn var sá hópur sem eftir stóð,  og ég hef beðið eftir að stigi fram,  til að fá þá hlustun og þá virðingu sem þeim ber.  

   Beiðni kirkjunnar um fyrirgefningu yfir þögguninni.   því óp þöggunarinnar hefur vomað yfir lífi kvennanna eins og "mara",  allt frá því að gerandinn misbeitti valdi sínu.

 Það eru þolendur fyrrverandi biskups. 

   Nú hefur ein af þeim fjölmörgu konum sem fyrrverandi biskup misbauð,  og átt hefur um sárt að binda síðan, vegna niðurlægingar löggjafarvaldsins og kirkjunnar á málum hennar  - Ákveðið að snúa heim úr útlegðinni, og  stíga fram fyrir skjöldu, og krefjast "réttilega" uppreist æru. 

   Á sinn kurteisa og hlýja hátt, biður konan um afsökunbeiðni  frá Þjóðkirkjunni, sem með þöggun sinni hefur kúgað hana og svívirt nafn hennar í öll þessi ár.

Ég þekki ekki þessa konu, og hef aldrei hitt hana.

   En þegar mál þetta kom upp á sínum tíma var ég á fundi kvenna,  sem var að fjalla um svipuð  málefni.  -    Þá komu þar fram konur sem þekktu til kvenna sem lent höfðu í þessum "geranda".  - Þegar var ákveðið að taka þetta mál til umræðu,  þar sem þetta varðar rétt kvenna.  Þá steig fram þolandi og sagði sína sögu.  -  Ég varð miður mín.

   Tveim árum seinna kemur til mín móðir leikfélaga dóttur minnar, og segir mér að fjölskyldan litla sé að flytja úr landi, svo hún vilji kveðja mig,  og þakka mér fyrir allt.  -  Ég var að elda köldmat,  þegar hana bar'að garði, "dýrindis lax" sem mér hafði áskotnast" svo ég bauð henni og hennar litlu fjölskyldu að borða með okkur.  Og var það vel þegið.

    Þegar við sitjum undir borðum, eftir að hafa gætt okkur á "laxinum",  heyrum við,  sagt frá því í sjónvarpsfréttum kvöldsins, að þessi hugrakka kona Sigrún Pálína sé að flytja burt frá okkar góða landi,  vegna þeirra móttöku sem mál hennar hefur fengið .  

   Ég fer náttúrulega að býsnast yfir fréttinni og segi þeim af fundinum og frá minni upplifun þar,  þá verður mér litið á " matargesti" mína,  og sé að þessi "litla fjölskylda" situr skjálfandi með tárin í augunum. -   Mér var allri lokið.

    Þá kemur í ljós að Móðirin er eitt af fórnarlömbunum, var ekki nema tólf ára þegar hún reyndi að segja frá,  og uppskar útskúfun fjölskyldunnar. 

Daginn eftir sagði ég mig úr Þjóðkirkjunni.

   Og hef ekki gengið í hana aftur þrátt fyrir góð samskipti mín við kirkjuna og kirkjunnar menn marga hverja.  - Og þrátt fyrir, að ég hafi unnið mikið fyrir Þjóðkirkjuna, eftir úrsögn mína.

Þá vita þeir kirkjunnarmenn sem ég hef unnið fyrir, hversvegna ég er utan Þjóðkirkjunnar. 

   Og að ég muni ekki ganga í Þjóðkirkjuna aftur fyrr en kirkjan hefur gert hreint fyrir sínum dyrum, og viðurkennt  þann órétt sem þessar konur voru beittar

    Þá mun ég stolt ganga í Þjóðkirkjuna á ný.


mbl.is Sigrúnu boðið á fundinn 19. júní
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingibjörg Hinriksdóttir

Beint í mark Lilja, beint í mark.

Ingibjörg Hinriksdóttir, 27.5.2009 kl. 18:05

2 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Góð, takk fyrir.

Ásdís Sigurðardóttir, 27.5.2009 kl. 18:08

3 identicon

Mér finnst alveg hreint stórmerkilegt að fólk hafi fundið sig knúið til blaðaskrifa, með það að leiðarljósi að rakka hana Pálu niður fyrir það að vera enn og aftur að koma fram með þessar fullyrðingar.

Þar sem að maðurinn hafi aldrei verið dæmdur, og í þokkabót ekki á lífi til að verja sig þá sé hún að framkvæma ómaklega árás á hann.

Og að taka eigi tillit til eftirlifandi fjölskyldu mannsins.

Hjarta mitt er svo sannarlega hjá Eftirlifandi fjölskyldu mannsins, ekki getur það verið auðvelt eiga föður eða afa sem að hefur gert annað eins.

En almáttugur minn, hún hefði ekki mátt segja frá þessu á meðan að hann lifði, því þá hefði hann hreinlega getað sakað hana um ærumeiðingar, og líklegast getað unnið þar sem að brot hans voru fyrnd (lögin eru það ný að þetta var löngu fyrnt).

Og núna að honum látnum á hún sem sagt líka að þegja að sumra mati.

Gamli góði íslenski fílingurinn,,,, við ræðum ekki það sem er of óþægilegt !

Kynferðisofbeldi verður einungis minnkað með því að upplýsa og með því að sjá til þess að fórnarlömb fái sálarbót.

Flestir gerendur voru sjálfir fórnarlömb

helga lára pálsdóttir (IP-tala skráð) 27.5.2009 kl. 19:10

4 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Takk fyrir þennan pistil Lilja mín, sem segir allt sem segja þarf

Sigrún Jónsdóttir, 27.5.2009 kl. 20:15

5 Smámynd: Garún

Ofbeldi er aldrei einfalt og skaðar allt og alla í kringum sig.   Takk Lilja

Garún, 27.5.2009 kl. 23:48

6 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Takk fyrir pistilinn, kirkjan skuldar mörgum konum afsökunarbeiðni.  Ég er hissa á því að Séra Karl sé ekki meiri maður en þetta. 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 28.5.2009 kl. 00:12

7 Smámynd: Jens Guð

  Ég var í næstum aldarfjórðung giftur konu sem var í "gaggó" Réttó.  Þar var óskrifuð regla að stelpur væru ekki einar með Ólafi Skúlasyni.  Sögur gengu af grófri kynferðislegri áreitni hans.  Þetta var eitthvað sem allir í skólanum vissu af og stelpur gættu sín á að vera aldrei einar með honum.

  Ásakanir Pálínu og annarra komu engum á óvart sem höfðu verið í "Réttó".  Ólafur gekk þar undir nafninu Ó-Lafur.

Jens Guð, 28.5.2009 kl. 00:57

8 Smámynd: Aprílrós

Takk fyrir pistilinn Lilja mín, mjög gott .

Aprílrós, 28.5.2009 kl. 07:42

9 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Takk takk, ég sit hér með gæsahúð að fá þetta svona á letri fyrir framan mann er magnað.
Ég hef skrifað oft á tíðum um svona svívirðilega misnotkun, en þú kannt að koma orðum að því elskuleg.
Milla

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 28.5.2009 kl. 12:43

10 Smámynd: Soffía Valdimarsdóttir

kynferðisofbeldi verður aldrei stöðvað og ég geng aldrei aftur í Þjóðkirkjuna. Þetta eru þó ótengd atriði. Ég þekki til konu sem vann á Hvíta bandinu á sínum tíma. Hún tók á móti konu sem þurfti sáluhjálpar með vegna áreitis og hreinu ofbeldi sem hún mátti sæta af hendi Ólafs fráfarandi biskups.

Kynferðisofbeldi finnst víða en stofnun og valdasamfélag eins og kirkja eru kjöraðstður fyrir slíkt hvað sem hver segir. Þjóðkirkjan er að öllu leyti tímaskekkja og sóun á peningum - þessi kynferðisbrotamál eru því´kannski óviðkomandi en ágætis stökkpallur inn í umræðu um þetta aldagamla og löngu úrelta karlaveldi sem við eigum að bera gæfu til að afbyggja og leggja af.

Soffía Valdimarsdóttir, 29.5.2009 kl. 12:54

11 Smámynd: Ruth

Þakka þér kærlega fyrir pistilinn Lilja  

Að sjá styrk Sigrúnar gefur mörgum von

Ég vil líka minna á Ólöfu sem steig fyrst fram opinberlega af fórnarlömbum Guðmundar í Byrginu ......

Undarleg lagatúlkun hjá Hæstarétti þó að sýkna hann gagnvart 198.gr.hegningarlaga (skjólstæðingur í trúnaðarsambandi) í því máli sýnir þó að þessi lagagrein er ekki að virka sem vernd fyrir misnotkun presta,ráðgjafa ,sálfr. osfr.....

 Frábært að sjá samstöðunna sem er að myndast hér  

Kærleiks og baráttukveðja

Marta Ruth

Ruth, 29.5.2009 kl. 15:00

12 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Þakka þér sömuleiðis Martha Ruth fyrir að minna á hetjulega framgöngu Ólafar, það var sko alls ekki auðvelt fyrir hana fremur en alla hina að stíga þetta skref, og fékk hún eins og önnur fórnarlömb kynferðislegrar misnotkunar, að finna fyrir að reynt var að snúa út úr og afvegaleiða málið, og þagga það niður. 

- En mannhelvítið er nú samkvæmt fréttum, búinn að fá dóm og situr nú undir lás og slá. 

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 29.5.2009 kl. 15:23

13 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Takk Lilja Guðrún fyrir þennan góða pistil.

Við verðum að halda umræðunni lifandi, sama hvað kostar.

Það er fyrir svo löngu nóg komið.

Jenný Anna Baldursdóttir, 29.5.2009 kl. 15:28

14 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Já, Soffía, það má vera rétt að kynferðislegt ofbeldi verði seint alveg stöðvað. 

En með því að halda uppi stöðugri umræðu um þessi mál, og gera börn okkar og barnabörn meðvituð um að svona hlutir geti gerst, og hvernig þau eigi að bregðast við, þá gerum við allavega okkar til að koma í veg fyrir að þessi mál verði þögguð niður. -

ÞÖG ER SAMA OG SAMÞYKKI.  var sagt þegar ég var lítil. 

   Því sá gjörningur að þagga niður mál,  sendir út þau misvísandi skilaboð til barna okkar og barnabarna að þetta sé allt í lagi svo lengi sem enginn tali um þetta.

Og það vil ég fyrirbyggja.

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 29.5.2009 kl. 15:37

15 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Soffía mín, þetta á auðvitað að vera "ÞÖGN ER SAMA OG SAMÞYKKI". 

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 29.5.2009 kl. 15:40

16 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Milla ! Þakka þér sömuleiðis fyrir þitt framlag til þessara mála. -

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 29.5.2009 kl. 15:42

17 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Aprílrós:  Takk sömuleiðis,  umræða um þessi mál geta aldrei verið nema til góðs.

Jóna Kolbrún: Það er satt því miður að kirkjan skuldar alltof mörgum konum afsökunarbeiðni.  Ég bið þess að Herra Karli verði það auðið,  að taka loks á þessum málum. 

Já, Jens,  ég hef heyrt margar sögur frá Réttó og nú hefur ein kona til,  stigið fram og skýrt frá sinni reynslu.   Ég vona það svo heitt og innilega að "allar hinar " konurnar feti í fótspor hennar,  og létti ´þannig af sér þeirri þungu byrði sem "þögnin" hefur verið þeim.

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 29.5.2009 kl. 15:53

18 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Þakka þér sömuleiðis Jenný Anna, fyrir öll þín skrif um þessi mál og önnur þar sem "brotið er á mannréttindum".  -

Ég er hjartanlega sammála þér, við verðum að halda uppi stöðugri umræðu um þessi mál! 

   Þannig, og einungis þannig, getum við hjálpað börnum þessa lands til að verjast,  og segja strax frá,  ásókn þessara níðinga. 

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 29.5.2009 kl. 16:00

19 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Enmitt Garún, ofbeldi skaðar allt og alla í kring, jafnvel um aldur og ævi.

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 29.5.2009 kl. 16:03

20 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Ingibjörg, Ásdís, takk fyrir það!

Bogga:  Sammála!  Ekki seinna en strax!

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 29.5.2009 kl. 16:06

21 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Helga Lára:  Þakka þér kærlega fyrir þitt innlegg.

Sigrún : Luv u 2 !

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 29.5.2009 kl. 16:08

22 identicon

Ég er ekki að skilja þá pælingu með að ganga aftur í ríkiskirkju... comon stelpur, verið konur; Vitið þið ekki að guð biblíu hreinlega hatar konur.
Vitið þið ekki að guð biblíu hefur verðlagt konur sem ~50% af verðgildi karla...
Vitið þið ekki að ef þið eruð ekki hreinar meyjar á brúðkaupsnótt þá á brúðgumi að fara með ykkur heim til fjölskyldu ykkar og hún á að grýta ykkur til dauða.
Vitið þið ekki að ef ykkur er nauðgað í borg og þið getið ekki hrópað á hjálp þá á að gryta ykkur til bana.

Ég get haldið áfram að taka svona úr biblíu lengi vel... lesið biblíu og þið munið sjá að hún er stjórntæki yfir ykkur.. og skýrir að sóru leiti launamun og alles.
Verið konur... verið stoltar af því

DoctorE (IP-tala skráð) 29.5.2009 kl. 18:33

23 Smámynd: Ruth

 Já hann fékk dóm gagnvart 3 af okkur sem ákært var vegna...

Hann var sakfeldur gagnvart mér í Héraðsdómi en sýknaður í Hæstarétti

Mér fannst ég missa æruna og vildi deyja eftir 4 des.

Þess vegna gefur það mér von að sjá styrk Sigrúnar Pálínu ...

Von að geta einhverntíman fundið styrk að vera bein í baki og lækningu á sálininni ......

Ég sé ekki eftir að hafa skrifað bréfið til stjórnvalda og flett ofan af honum...

Enn ég sé stundum eftir að hafa kært .....

Ruth, 29.5.2009 kl. 20:12

24 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Ég vill bara segja við ykkur konur sem hafið lent í svona skrímslum.
Standið uppréttar og fyllist krafti, þið eruð frábærar konur og við stöndum allar á bak við ykkur. Komið fram saman og standið á rétti ykkar.

Skrifið á spegilinn hjá ykkur: " Ég er frábær"

Kærleik til ykkar allra
Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 29.5.2009 kl. 21:18

25 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

DoctorE ég veit ekki hvaða "skrímslabiblíu" þú hefur lesið,  ég hef ekki fundið svona fullyrðingar í minni biblíu. 

 - Eða að þú hafir hlustað of mikið á Sértrúasöfnuði og þeirra útleggingar á bilblíunni, þar heyrir maður allskonar fullyrðingar, fer svo heim og reynir að finna þessar fullyrðingar í biblíunni en finnur þær hvergi. 

Eða þú ert kannski með slæma þýðingu?

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 30.5.2009 kl. 18:28

26 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Elsku hjartans Martha Ruth !!!  Ég skil núna hvað þú átt við, ég var of fljót á mér að svara.  - Ég var ekki viss um hvort þetta værir þú. -

Sá sýknudómur var hreint helvíti, svo óréttlátur sem hann var. 

Í mínum augum og margra annarra, stendur þú upp úr,  sem ein af "hetjunum"  sem þorði að standa á rétti sínum.

Og ekki bara það. - Þú þorðir að horfa framan í heiminn og segja hér stend ég af því að ég get ekki annað, og svona er saga mín. 

Þú steigst fram fyrir skjöldu og kærðir manninn, til þess þarf kjark,  mikinn kjark.  

OG KJARKINN HAFÐIR ÞÚ!  Gleymdu því aldrei, hugrakka kona!

Þú ert ekki bara hetja af því að þú ert falleg, greind, og stórglæsileg kona.

Þú ert hetja af því að þú þorðir að stíga fram, og segja sannleikann, þó að þú vissir að þú fengir á þig allskonar óþverra frá þessu viðurstyggilega gerpi sem framdi þetta ódæði, og hans sjálfskipuðu þrælum. 

 -

Og þú fékkst yfir þig gusurnar af skítkasti, en lést það ekki á þig fá. Hélst þínu striki. Sem betur fer.

-

Því þú bjargaðir lífi Martha mín, þú bjargaðir lífi þessara kvenna, með framgöngu þinni, gafst þú konunum þrem líf sitt á ný!  -

 Og sjálfri þér líka Martha.

Þessvegna er ég stolt af þér,  mjög stolt.  - Og í mínum augum ertu hetja. -  Sem átt allt gott skilið, og meira en það.

-

En, eins og þú áreiðanlega veist,   þá er það ekki fyrr en maður sjálfur gefur sér séns, og fyrirgefur sjálfum sér, það,  sem manni finnst að miður hafi farið. - 

Að maður sér, að maður hafi nú ekki verið sjálfum sér góður,  þegar maður hefur ekki leyft sér,  að meðtaka, eða samþykkja það, að , maður eigi skilið hrós. 

-

 -  Því það er ekki fyrr en maður er farinn að leyfa sér, að samþykkja það, að  einhver sé manni þakklátur,  eða maður eigi hrós og þakklæti skilið.  Að maður áttar sig á að maður er ekki alslæmur.

Og um leið  finnur maður, ljúfan mín. -    Að maður er frjáls.  Og hvað lífið er nú yndislegt, þó stundum dragi ský fyrir sólu, þá kemur sólin alltaf aftur upp.

Mér þætti vænt um að þú hringdir i mig ef þú getur. Kærleikskveðja til þín.

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 30.5.2009 kl. 19:24

27 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

Innlitskvitt og ljúfar kveðjur til þín frá mér........:=)

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 30.5.2009 kl. 23:41

28 Smámynd: Ruth

Þakka þér innilega fyrir elsku Lilja Guðrún

Orðin þín fóru beint í hjarta mitt og ég er með tárin í augunum

Ég þurfti á þessu að halda núna mín kæra ....

Hlýja og kærleikskveðja til þín

Marta Ruth

Ruth, 31.5.2009 kl. 00:02

29 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Úff ég man eftir þessum höndum!  Takk fyrir þennan góða pistil Lilja mín.  Vildi óska að það hefði verið gripið fastar um tauminn á sínum tíma.

Faðir minn neitaði að aðstoða við uppbyggingu kirkjunnar í Bústaðasókn.  Hann sagði aldrei hver ástæðan  var. Hann fór aðeins tilneyddur til kirkju.  Hvað vissi hann sem ekki mátti tala um?  Það þætti mér gaman að vita í dag.

Hlýjar kveðjur inn í góða Hvítasunnudag.

Ía Jóhannsdóttir, 31.5.2009 kl. 11:34

30 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Það má bæta við hjá þér Ía mín, hvað eru margir sem vita eitthvað sem má ekki tala um , en betur væri fram komið.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 31.5.2009 kl. 15:26

31 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Elsku Lilja mín mikið er þetta góður pistill.  Og ég er innilega sammála þér með að þöggunin innan kirkjunar á engarn rétt á sér, og þegar ég hugsa um boðskapinn sem prestar boða hvern sunnudag um réttlæti, kærleika og umburðarlyndi þá finn ég sárt til þess að því er alls ekki að skipta innan þjóðkirkjunnar.  Ég gekk út henni fyrir mörgum árum, vegna annara hluta, svo sem hroka sóknarnefndar og prests sem enskis svífðist til að fá betri kirkju, en ég mun aldrei aftur ganga í kristinn söfnuð.  Ég held nefnilega að allt þetta mal og hjal sé eitt alsherjar samsæri.  Til dæmis er það sannað að á dögum Maríu og Jósefs var enginn slík manntalskönnun í gangi, og það er nokkuð víst að Jésú fæddist ekki á jólunum.  Megnið af biblíunni er skrifuð til að halda fólki í helgreipum, hinn hlutinn er yfirvarp sem ekki er farið eftir af kirjkunnar mönnum.  Þetta er sumsé eitt alsherjar samsæri til að halda fólki nauðugu undir stjórn kirkjunnar og mér líkar það hreinlega ekki.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 1.6.2009 kl. 17:13

32 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Ásthildur mín kæra vina ekki vissi ég að þú hefðir gengið úr þjóðkirkjunni, svo er líka annað hvað er þjóðkirkja?

Ég trúi á hið góða í lífinu og trúin á að vera landamæralaus, við eigum að sína kærleikann sem manneskjur ekki sem trúflokkur því það á ekki að skipta máli í hvaða trúfélagi við erum.

Ég er ein af þeim sem hef ekki haft kjark til að ganga úr kirkjunni, en mun gera það ef þessar yndislegu konur og stúlkur fá ekki uppreisn æru.

Munum bara að sleppa aldrei trúnni og kærleikanum.
Milla

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 1.6.2009 kl. 20:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband