25.5.2009 | 23:28
Eins og í hryllingsmynd !
Aumingja drengurinn, honum hlýtur að hafa liðið eins og í hryllingsmynd, úr því að hann grípur til þess örþrifaráðs að brjótast inn í banka á Íslandi.
Hverjum nema örvita og algjörlega örvingluðum manni lætur sér detta í hug, að leggja það á sig, að sparka upp hurð í banka á Íslandi, til þess eins að brjótast inn.
Ég get ekki ímyndað mér að hann hafi haldið að hann hefði eitthvað upp úr krafsinu.
Maðurinn hlýtur að hafa verið sturlaður úr hræðslu, að vilja heldur vera handtekinn fyrir að brjótast hér inn í banka, fyrir að ræna mynt sem er ekki einusinni örmynt.
Frekar enn að lenda í .............. HVERJU !?!?!?!?!?!?!
Það er nefnilega það. Lenda í hverju ?
Hvað var vesalings maðurinn að flýja, sem var svo ógnvænlegt, að sjóliðinn ungi kaus frekar að lenda í herfangelsi, fyrir að brjótast inn í fyrrverandi banka, en að lenda í klónum á ............. HVERJU?
Nema,- kannski greip sjóliðinn ungi til þessa örþrifaráðs, vitandi að þá loks mundi lögreglan koma og hann fengi þá hjálp sem hann þurfti. - Þ.e. að komast undir læknishendur.
Braust inn í banka | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Hann var með vasana fulla af klinki
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 25.5.2009 kl. 23:30
Og allir bankar Íslands peningalausir, kannski var hann bara að gefa Kaupþingi klinkið sitt, er þetta bara ekki einhver misskilningur,? Með beztu kveðju.
Bumba, 25.5.2009 kl. 23:34
Já, Jóna Kolbrún, Kannski var hann með vasanna fulla af klinki en hvað gat hann gert við þetta klink, hann gat ekki einusinni notað þá í símasjálfsala.
Ég vorkenni veslings drengnum, hann hlýtur að hafa verið mjög örvæntingarfullur. Því hugsaðu þér hvað bíður hans, hann er jú sjóliði í danska hernum.
Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 25.5.2009 kl. 23:38
Jú, Bumba ég held það bara. - Allavega er það misskilningur að einhverjir peningar séu til í íslenskum bönkum, eða bara á Íslandi yfirleitt.
Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 25.5.2009 kl. 23:40
Veruleikafirrtur af lyfjaneyslu.
Páll Geir Bjarnason, 25.5.2009 kl. 23:47
Má vera Páll Geir, auðheyrilega firrtur, en afhverju, veit maður ekki enn.
Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 25.5.2009 kl. 23:52
Vonandi fréttist þetta ekki heim til hans...
Hildur Helga Sigurðardóttir, 26.5.2009 kl. 00:12
Maðurinn fékk hjartastopp, auðsýnilega af örvandiefnaneyslu. Ergo, útúrruglaður af lyfja/efnaneyslu. Borðleggjandi! Öruggt!
Páll Geir Bjarnason, 26.5.2009 kl. 00:19
Nei Hildur Helga, hann yrði lagður í einelti fyrir " bjartsýnisbrjálæðið". Ætti ekki sjö daganna sæla það sem eftir lifir.
Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 26.5.2009 kl. 00:27
Segðu mér Páll Geir varstu þarna? Sástu hann? Var hann í sjóliðabúning?
Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 26.5.2009 kl. 00:28
Nákvæmlega! Það hlýtur að vera algjör vitfirring að ætla sér að ræna íslenska banka þessa dagana. Það verður bara hlegið að honum. Var engin búin að segja honum að það er nýbúið að ræna alla íslensku bankana! Hann er svona korter of seinn greyið! En ég vona að það verði í lagi með hann! Innilega! Kannski getur hann einhvern tímann hlegið að þessu með komandi sponser!
Garún, 26.5.2009 kl. 00:42
Akkúrat Garún, ég vona að hann fái góðan sponser, sem hjálpar honum að sjá skoplegu hliðina á þessum fáránlega hryllingi. -
Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 26.5.2009 kl. 00:54
Æsingsóráðsheilkenni kallast sú afsökun þegar lögreglan drepur fólk. Læknasamtök í Bandaríkjunum og Svíþjóð viðurkenna ekki þessi heilkenni, heldur hafa kallað þau afsökun. Fyrst var þetta kallað In-custody-syndrome, því einungis fólk í járnum eða öðrum höftum (t.d. inni á geðsjúkrahúsum) létust úr þessum "heilkennum." Síðar var farið að kenna dópinu um - það var mun einfaldara.
Skorrdal (IP-tala skráð) 26.5.2009 kl. 01:13
Löggan hefur örugglega tekið fast á honum. En á þá að kenna þeim um að maðurinn fari í hjartastopp stútfullur af örvandi við átökin?
Páll Geir Bjarnason, 26.5.2009 kl. 02:32
Örugglega Skorrdal. Þetta eru samantekin ráð lögreglumanna á alþjóðavettvangi. Hvað með þá sem fara í hjartastopp þar sem lögreglan er hvergi nálæg?
Annars held ég að það sé rétt að harkaleg meðferð lögreglunnar er ekki ólíklegur valdur að hjartastoppi sem þessu. Hins vegar er ég líka handviss um að væru þessir aðilar alsgáðir myndu þeir sleppa skaðlítið frá handtöku lögreglu.
Páll Geir Bjarnason, 26.5.2009 kl. 03:00
Það að hvernig lögreglan hefur tekið á honum hefur uðvitað áhrif, maðurinn er uðvitað hræddur og áhrifin af lifjunum hefur einni áhrif á hjartastoppið.
Vonandi nær hann heilsu sinni á ný og gangi vel í kjölfarið ;)
Aprílrós, 26.5.2009 kl. 06:49
Skorrdal, þetta er mjög athyglisverður punktur sem þú kemur inn á, sem þarf að skoða nánar. Takk fyrir þetta, og ég hvet fólk til að fara inn á linkinn sem Skorrdal bendir á afar áhugavert.
Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 26.5.2009 kl. 07:36
Ég finn innilega til með þessum strák. Ég vona að það verði tekið tillit til ástands og þeirrar firru að ætla að ræna banka sem búið er að tæpa af öllu einbeittari krimmum.
Svo finnst mér þetta undarlegt með þessi hjartastopp í ákveðnum opinberum farartækjum.
Jenný Anna Baldursdóttir, 26.5.2009 kl. 07:56
Skorrdal með góðan punkt þarna.
Hrönn Sigurðardóttir, 26.5.2009 kl. 08:49
Strákgreyið vonandi fær hann hjálp við hæfi þarna úti. Í Danmörku er hægt að dæma menn í meðferð á lokuðum meðferðarheimilum. Þar á hann örugglega heima.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 26.5.2009 kl. 09:38
Hjartastopp af völdum neyslu örvandi efna gerast ekki einungis aftan í lögreglubílum heldur einnig á bráðamóttökum og í heimahúsum um allan heim. Hjartsláttaróregla, sem getur þróast yfir í hjartastopp ef viðkomandi gerir ekkert í henni, er vel þekktur fylgikvilli ofneyslu kókaíns, amfetamíns og fjölda annara róandi efna.
Í stað þess að gagnrýna lögregluna fyrir eitthvað sem við vitum ekki hvort gerðist af þeirra völdum eða ekki ættum við að mæra viðbrögð þeirra við hjartastoppinu. Það hefur orðið þessum manni til lífs að þeir áttuðu sig fljótt og veittu hjálp í viðlögum.
Bjarki (IP-tala skráð) 26.5.2009 kl. 14:24
Þessi tilfelli eru líka í miklum minnihluta Skorrdal. Annars væru tugir hjartastoppa hjá lögreglunni um hverja helgi.
Páll Geir Bjarnason, 26.5.2009 kl. 14:43
Vona að piltinum batni.
Ásdís Sigurðardóttir, 26.5.2009 kl. 16:30
Ég biðst afsökunar á þessum mismælum (misritum?) þar sem ég geri mér fulla grein fyrir því að kókaín og amfetamín eru örvandi efni. Hugur minn lá annarsstaðar þar sem meðferðin við slíkum hjartsláttaróreglum eru einmitt róandi efni á borð við diazepam og því skrifaði ég vitlaust orð.
Mér þætti gaman að vita hvaða rannsóknir þú ert að vísa í. Ég las tengilinn þinn og þar var einungis minnst á eftirnafn og ártal en ekki í hvaða riti né heiti greinarinnar. Mér þætti mjög fróðlegt að lesa þessar upplýsingar þar sem ég hef enn ekki séð þess dæmi að manneskja fái hjartastopp af áreiti lögreglu einu saman, hvort sem það er úr hófi mikið eða ekki.
Þær upplýsingar sem ég hef um svokallað æsings-óráðs-heilkenni tengja það mikilli krónískri notkun og að mjög algengt sé að fólk sé undir áhrifum kókaíns. Það sé ekki endilega nauðsynlegt þar sem langtíma notkunin virðist valda þeim skemmdum sem leiða til dauða. Það að einstaklingnum sé haldið veldur síðan því að hann reiðist, brýst um og reynir mikið á sig við að losna sem setur auka álag á hjartað og veldur hjartastoppi. Þess má svo geta að þetta heilkenni var ekki fundið upp af lögreglunni til að útskýra dauðsföllin eftir á heldur var þetta þekkt dánarörsök geðsjúklinga frá 1849 en þekktist þá sem "acute exhaustive mania". Hugtakið "exited delirium" var svo fundið upp árið 1985 til að lýsa ástandi sem ofnotkun kókaíns getur framkallað.
"Because cocaine-associated rhabdomyolysis and excited delirium have similar clinical features and risk factors, occur in similar populations of drug users, and can be explained by the same pathophysiologic processes, we conclude that they are different stages of the same syndrome."
Am J Forensic Med Pathol. 1999 Jun;20(2):120-7. Ruttenber et al.
"In a majority of cases [af exited delirium greininga], acute cocaine toxicity and physical restraint in police custody were contributory to death."
Mod Pathol. 1998 Nov;11(11):1127-37. Ross
Ég biðst afsökunar á hvað svarið var langt.
Bjarki (IP-tala skráð) 26.5.2009 kl. 19:46
Afsökun þínBjarki, fyrir langri færslu er tekin gild, og einnig leiðréttingin á misritun þinni. -
Vonandi les Skorrdal þetta svo allt komist nú réttilega til skila.
Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 26.5.2009 kl. 20:21
Ég verð líka að þakka ykkur fyrir málefnalega umræðu, og góðar upplýsingar.
Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 26.5.2009 kl. 20:23
Jenný Anna ég er hjartanlega sammála þér.
Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 26.5.2009 kl. 20:23
Já, Hrönn og líka athyglisverður punkturinn hjá Skorrdal um lögregluþjónin og/eða lögreglumanninn.
Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 26.5.2009 kl. 20:26
Já hann á ekki góða daga núna þessi blessaði drengur.
Þessi boðefnabreytandi efni eru ömurleg!
Einar Örn Einarsson, 27.5.2009 kl. 00:49
Það eru meiri líkur á að lögreglan þurfi að hafa afskipti af fólki í bullandi neyslu, sérstaklega þegar það er æst og brýst inn í banka. Þess vegna má leiða líkum af því að lögreglan er til staðar þegar menn og konur fara í hjartastopp vegna æsings og örvandi efna.
jonas (IP-tala skráð) 27.5.2009 kl. 19:53
Já, aumingja drengurinn hefur verið viti sínu fjær! Aðeins 21árs sjóliði frá Danmörku. Hann fékk 60 daga skilorðsbundið hér á landi.
Svo er spurningin hvaða dóm hann fær þegar hann fer fyrir Herrétt.
Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 27.5.2009 kl. 22:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.