3.5.2009 | 01:42
Magnaður maður, með þrjár í takinu !!!
Með þrjár í takinu, geri aðrir betur!
Hafði þær nú stundum einar fjórar í takinu á sama tíma, hér á árum áður.
En þá voru líka aðrir tímar, og hann yngri og fyrirferðarmeiri.
En hann er enn í fínu formi, þar gefur hann þeim yngri ekkert eftir.
Og í gæðum gefur hann ekkert eftir, alúðin og vandvirknin í fyrirrúmi allt lagt í sölurnar, til að ná fram hæstu gæðum.
Hann er okkar reyndasti starfandi leikstjóri í dag.
Og hann heitir Þórhallur Sigurðsson og er leikstjóri og leikari til 40 ára í Þjóðleikhúsinu. Og leikstýrir nú Söngvaseiði í Borgarleikhúsinu.
Til hamingju Þjóðleikhús að eiga aðgang að slíkum listamanni.
Með þrjár í takinu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Maðurinn er óhemju duglegur.
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 3.5.2009 kl. 02:32
Til hamingju Þjóðleikhús og önnur leikhús með hana Lilju Guðrúnu, sem er ein af mínum uppáhalds leikkonum.
Þórhallur er alveg fínn líka sko.
En ég hef sterkari skoðun á þér.
Jenný Anna Baldursdóttir, 3.5.2009 kl. 11:57
Tek undir hvert orð hjá þér Lilja. Þórhallur er flottur.
Ía Jóhannsdóttir, 3.5.2009 kl. 13:32
Segi sama og Jenný. Alveg satt og rétt.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 3.5.2009 kl. 16:50
Takk stelpur þið eruð æði !!!!!
Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 3.5.2009 kl. 17:45
Tek undir með Jennýju
Hólmdís Hjartardóttir, 4.5.2009 kl. 00:49
Hey ég var á undann. Lilja snillingur! Mér finnst að fólk eigi að fara oftar í leikhús. Við eigum svo marga svakalega góða listamenn. Og að fara í leikhús er svo mikil upplifun.
Garún, 5.5.2009 kl. 10:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.